Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 9
Föstudagur 27. maí 1955 MORGVNBLABiB 9 Um 100 við skóla St. böro stunda árlega nám Jósefssystra í Hafnarfirði Italskir verkamenn segja skilið við konrniíinista SKÓLARNIR eru nú hvað óðast að ljúka vetrarstarfsemi sinni. Nemendur og kertnarar varpa öndinni léttara, því að alltaf er fríinu og frelsinu, sem skólaslit- unum fylgir fagnað jafn ínnilega. Fyrir nokkrum dögum, eða hinn 24. maí s.l. var blaðamaður frá Mbl. viðstaddur skólauppsögn St. Jósefs barnaskólans í Hafn- arfirði. Skóli þessi hóf starfsemi sína fyrir 25 árum, fyrst í stað við mjög þröng og ófull- nægjandi húsakynni, en 8 árum síðar fluttist hann í rúmgott og vistlegt skólahús, sem reist var af St. Jósefsreglunni uppi á hæð- inni andspænis St. Jósefssjúkra- húsinu í Hafnarfirði. Frá skólasiiium 24. þ. mán. 10 NEMENDUR BRAUTSKRÁÐIR Nú stunda um 100 börn árlega nám í skólanum — úr Hafnar- firði og nágrenni hans. Kennsl- una annast þrír aðalkennarar, tvær St. Jósefs systur, systir Lí- oba, sem jafnframt er skólastjór- inn, systir Monika og svo ein ís- lenzk stúlka, ungfrú Sigurlaug Björnsdóttir, sem kennir ís- lenzku. Auk þess eru tveir kenn- arar í söng, leikfimi og smíðum: þeir Eiríkur Jóhannesson og Guðjón Sigurjónsson. Skólinn brautskráði að þessu sinni 10 nemendur með fullnað- arprófi. Af þeim hlaut hæsta einkun Vilhjálmur Sigmarsson, 9,11 í aðaleinkun og var það jafn- framt hæsta einkunn yfir allan skólann. Vilhjálmur er aðeins 12 ára, eða einu ári yngri en allir bekkj- Ahyggjuefni dagsins — einkunnirnar arfélagar hans og er frammi- staða hans þeim mun lofsverðari. MIKIL VEIKINDI Skólastjórinn, systir Líoba, gat þess er hún sleit skólanum, að óvenjumikið hefði verið um veik- indi s.l. vetur og hefði það trufl- að nokkuð skólastarfið. Þannig hefði ekki verið hægt að koma við sérstökum íslenzku-degi í til- efni af sextugsafmæli Davíðs Stefánssonar skálds, eins og ósk- að hafði verið eftir, að gert yrði skólagjald, þar sem skólinn er með öllu óstuddur af ríki og bæ. — Foreldrar eru ánægðir með að vita börn sin undir handleiðslu systranna, sem ugglaust stunda uppfræðslustarfið af alúð og ein- lægni, enda hafa þær áunnið sér traust og vináttu barnanna og að- standenda þeirra. sib. Kennarar skólans og prófdómari við fullnaðarpróf. — Frá vinstri til hægri: Ragnheiöur Jónsdóttir, Sigurlaug Björnsdóttir, systir Monika, systir Líoba, skólastjórinn, Guðjón Sigurjónsson. í öllum skólum landsins. Hins vegar var athöfnin við skólaupp- sögnina gerð um leið að nokkurs konar hátíðisathöfn, skáldinu til heiðurs. Nemendur lásu upp úr ljóðum hans eða sungu undir stjórn kennara sinna. „Þó hefur árangur af skólastarfinu orðið allgóður," sagði systir Líoba, ,,og munið umfram allt, góðu börn, að koma ávallt vel og fallega fram og vernda þann, sem er minni máttar.“ ÞÝZKAR AÐ UPPRUNA Systir Líoba og systir Monika eru báðar þýzkar að uppruna, en hafa nú báðar fengið íslenzkan ríkisbqrgararétt. Komu þær hing- að frá Danmörku, systir Líoba árið 1932 og systir Monika 4 ár- um síðar. Kenndi systir Líoba í 14 ár við Landakotsspítalann hér í Reykjavík, áður en hún fór til Hafnarfjarðar. „Það var erfitt að kenna hér fyrst, á meðan við vorum að læra íslenzkuna," segja þær, „en nú veldur hún ekki lengur neinum örðugleikum. Við kunnum vel við okkur á íslandi og í kennslustarf- inu og okkur kemur ágætlega saman við íslenzku börnin.“ HAFA ÁUNNIÐ SÉR TRAUST OG VINÁTTU í þremur samliggjandi kennslu- | stofum í skólanum var sýning á handavinnu nemenda, smíðisgrip- j um, pappavinnu, útsaumi, prjóni, ' fatasaumi o. fl. — Hafa St. Jós- efssysturnar tvær annazt handa- (vinnu stúlknanna, sem er hin smekklegasta. — Annars starfar skólinn algerlega eftir íslenzku skólakerfi. Nemendur borga lágt 100 ára fæðinear- hélíð Hela Guðmundisonar í DAG, 27. maí, eru 100 ár liðin frá fæðingu Helga læknis Guð- mundssonar, er var fyrsti hér- aðslæknir á Siglufirði. Foreldrar hans voru Guðmundur Þórðar- son útvegsbóndi og bæjarfulltrúi á Hóli í Reykjavík og kona hans, Valgerður Jóhannsdóttir. Hann varð stúdent 1875 og cand. med. 1878. Stundaði þá nám á framhaldsskólanum í Kaupmannahöfn og var settur héraðslæknir 1879 og skipaður 1880. 1892 var hann jafnframt settur héraðslæknir í Skagafjarð- arhéraði og um tíma tilheyrðu Ólafsfjörður og Grímsey einnig hans læknisumdæmi. Árið 1892 kvæntist hann Kristínu Jóhannesdóttur. Þau ólu upp 3 fósturdætur, Kristínu Pálsdóttur, sem giftist Pétri Bó- assyni, Maríu Möller, sem giftist Lúðvík Möller og Jónínu Tóm- asdóttur, sem giftist Kjartani Jónssyni og er hún ein á lífi. Einnig ólzt að nokkru leyti Upp á heimili þeirra Jóhann Þor- kelsson nú héraðslæknir á Akur- eyri. Helgi andaðist 1937. í tilefni af 100 ára fæðingar- dag Helga læknis Guðmundsson- ar mun bæjarstjórn Siglufjarð- ar láta fram fara athöfn við leiði læknishjónanna kl. 6 síðdegis í dag. Karlakórinn Vísir mun syngja. Forseti bæjarstjórnar, Baldur Eiríksson, flytur minningarræðu og að lokum syngur kirkjukór Siglufjarðar. Börn úr fyrsta og öðrum bekk taka lagið. SIGLUFIRÐI, 26. maí: — Karla- kórinn Vísir er að fara í söng- för til margra staða um hvíta- sunnuna. Mun hann syngja á Akurevri, Sauðárkróki, Akra- nesi, Reykjavík og á einhverjum stöðum í nágrenni Reykjavíkur. Stjórnandi kórsins er Haukur Guðlaugsson. Undirleik annast Guðrún Kristinsdóttir. Hœtta að sinna pólitískum verkföllum þeirra og veita þeim ráðningu í Fiat-verksmiðjunum RÓMABORG ITALSKl kommúnistaflokkurinn missir nú mjög fylgi sitt meðal almennings. Eru merki um þetta nú svo ljós að flokksstjórn. kommúnistaflokksins hefur gefið út tilkynningar sem sýna, að hún örvæntir nú mjög um sinn hag. Alger kyrstaða og stöðnun hefur komið í flokkinn og nú síðasta misserið hefur hver ósigurinn rekið annan í margskonar kosningum. Hvar sem til átaka hefur komið, hefur svo farið að ítalski komm- únistaflokkurinn hefur neyðst til að beygja af vegna þess^að allt fylgi almennings við hann hefur þrotið. Þýðingarmestu afleiðingar þessa eru m. a. að Jafnaðarmanna- flokkur Nennis, sem jafnan hefur staðið við hlið kommúnista, er nú, ef svo mætti segja tekinn að flýja hið sökkvandi skip. Hefur Nenni afsagt samstarf við kommúnista á mörgum sviðum. Hin afleið- ingin er að kommúnistaflokkurinn virðist nú vera að sundrast í ýmis flokksbrot, sem deila um grundvallaratriði í stjórnmála- stefnu hans. RÚNIR ÁLITI Um mánaðamótin marz-apríl urðu kommúnistar að þola tvo herfilega ósigra, sem valdið hef- ur opinberum neyðarópum for- sprakka þeirra. Má nú heita að flokkurinn sé rúinn áliti og staf- ar fólki ekki lengur sami beyg- urinn frá honum sem fyrr. Virð- ist fátt á seyði í stjórnmálum landsins, sem þeir geta notað sér til framdráttar á næstunni. VEIK MÓTSPYRNA GEGN PARÍSARSAMNINGUNUM Flokkurinn beið mikinn álits- hnekki, þegar ítalska þingið samþykkti endanlega Parísar- samningana. Flokkurinn beitti öllu afli og notaði öll tiltækileg ráð til að skapa mótspyrnu gegn þessum samningum. Samt virtist mótspyrnan ákaflega veik, sér- staklega ef miðað var við þær miklu æsingar, sem þeir gátu komið af stað fyrir nokkrum ár- um, þegar rætt var um stofnun Atlantshafsbandalagsins. Síðast efndu kommúnistar til mótmælakröfugöngu gegn Par- ísarsamningunum, en þessi ganga var mjög veik og lítilfjörleg, því að svo virtist sem margir hinir gömlu fylgismenn hefðu nú fengið nóg af æsingastarfsemi kommúnista. TÖPUÐU FIAT-VERKSMIÐJUNUM En stærsti ósigur kommúnista var nú fyrir nokkru í kosning- um til stjórnar starfsmannafélags Fiat-verksmiðjanna í Torino. í þessu starfsmannafélagi stærstu verksmiðju itala hafa kommúnistar skapað grundvöll- inn að yfirráðum sínum í verka- lýðshreyfingunni og við kosning- ar í því árið 1954 hlutu þeir 62,3% atkvæða. Það var búizt við að þeir myndu missa nokkuð af fylgi sínu í kosningunum núna, en eng- um kom til hugar að hrunið yrði eins gífurlegt og raun bar vitni. Urslitin í kosningunum í starfs- mannafélaginu nú urðu að komm únistar fengu 38% atkvæða. Kristilegir lýðræðissinnar fengu 39% og Jafnaðarmenn 23%- at- kvæða. ROTNUN KOMMÚNISTA- FLOKKSINS Þessi ro nun í ítalska komm- únistaflokknum varð fyrst sýni- leg s.l. sumar, þegar kommún- istar tóku að missa völd í ýmsum minniháttcr verkalýðsfélögum. — Þetta brei idist smám saman út um alla Lalíu og sérstaklega i norðurhéruðunum, þar sem mest- ur iðnaðurinn er. Vegna þessara válegu merkja lögðu kommún- istar í Fiat-verksmiðjunum sig sérstaklega fram um að vinna þessar kosningar í þeirri von, að þær, þetca öfluga virki myndi þó ekki bregðast þeim. En hinn fjarstýrði flokkur hef- ur haldið áfram að missa fylgi í enn auknum mæli, eins og at- kvæðagreiðslan sýnir. Þess má vænta, að ósigurinn í Fiat-verksmiðjunum dragi á eftir sér enn meira tap. Nú er það orðinn almannarómur, sem ekki verður á móti mælt, að iðn- verkamenn snúa baki við ofbeld- isflokknum. Má búast við, að baráttukraftur kommúnista hnigni enr. verulega á næstu mán uðum. VERKAMENN VILJA VAXANDI VELMEGUN Ástæður fyrir því, að verka- menn og iðnaðarmenn segja nú. skilið við hommúnista fyrir fultt og allt, eru helzt taldar þær, að flokkurinn hefur brugðist því, að eiga samscarf við aðra um hið glæsilega endurreisnarstarf á Ítalíu. í stað þess að vinna að auknum framförum og stuðla þannig að bættum lífskjörum, er hið eina sem hann hefur haft til málanna að leggja, að stofna til stöðugs v'nnuófriðar 1 hverri viku hafa kemmúnistar fyrirskip að verkföll og vinnustöðvanir í einhverjum hluta landsins. Altt þetta nauð er gert í hreinum pólitískurr. tilgangi. VIÐ VILJTJM FÁ AD VINNA í FRIDI Nú er svo komið, að verkamenn hafa um það þegjandi samtök, að taka ekkert tillit til verkfalls- fyrirskipana kommúmsta. Þeir segja: „Við viljum fá að vinna í friði, því að með því móti get- um við einmitt bezt tryggt okk- ur bætt lífskjör". í stuttu máli sagt, hnígandi stajarna kommúnista á Ítalíu, stafar af því, að fyrirætlanir þeirra eru nú orðnar gagnsæjar og allur almenningur skilur að hverju þeir stefna, að sundrung og upplauso atvinnulífsins. Slíkt er hinum vinnandi stéttum sízt af öllu til hagsbóta. Jarðvegurinn lognði í GÆR logaði mikill eldur í jarð veg inni í kartöflugörðum í Kringlumýri. Ekki er vitað hver kveikt hefur í sinu þar, en þegar slökkviliðinu var gert aðvart um kl. 5 síðdegis, var eldurinn orð- inn útbreiddur og magnaður af storminum, sem þá var kominn. Jarðvegur er þarn'a mókennd- ur .og hefur hann þornað svo að undanförnu, að hann skíð- logar. Var mikið verk fyrir slökkviliðið að vinna á eldinum, Voru þeir við slökkvistarf til kl. 9, en það er gert með vatni, og þarf þó jafnframt að róta í öskunni. Þegar sina brennur eftir slíka þurrka, sem yfir hafa gengið, eyðileggur það alla rót, brennir hana upp og er því alvarlegt, ef unglingar eru að gera sér leik að því, að kveikja í sinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.