Morgunblaðið - 28.05.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.05.1955, Blaðsíða 16
Veðurúfiifídag: A kaldi, skýjað mcð köflum. 25 ára afmæli Austurbæjarskólans. Sjá bls. 9. Yngsta hverfi dugnaði og Reykjavíkur byggt upp af biartSVIll ^ t>usun<^ ^ronns niunu búa i J Smá'sbúða- og Bústaðavegshverfum Á SÍÐUSTU árum hefir framtak cinstaklinganna með aðst'/ð Reykjavíkurbæjar lyft GreUis- tökum í húsnæðismálum liiiTuð- borgarinnar. Gleggsta dæruið um Jað er smáíbúðahverfið npp af Sogamýri og íbúðirnar í hinu svokallaða Bústaðavegshverfi. í iþessum tveimur hverfum munu uú búa um eða yfir fjögur þús- «ml manns. 600 ÍBÚÐIR í smáíbúðahverfinu úthlutaði bærinn lóðum undir 600 íbúðir. Byggingu mikils hluta þeirra er nú lokið. Samtals munu búa í binu nýja hverfi fast að þrjú þúsund manns. tetta er yngsta hverfi höfuð- borgarinnar. íbúar þess hafa byggt það upp af miklum dugn- aði og bjartsýni. Þeir hafa lagt fram drjúgan skerf til þess að bæta úr húsnæðisskortinum i hinni ört vaxandi íslenzku höf- Uðborg.' NÝ LÖGGJÖF Undir forystu Sjálfstæðisflokks ins hefir nú verið sett löggjöf um aukinn stuðning við íbúða- byggingar í landinu. f skjóli þeirrar löggjafar mun margt fólk, sem nú býr i lélegu hús- uæði, og ungt fólk, sem hyggur á fjölskyldustofnun, eignast góB og varanleg húsakynni í fram- tíðinni. Veðurblíða HUNDRUÐUM saman mun fólk um land allt nota hvíldardagana fil þess að njóta veðurblíðunnar. En Veðurstofan tjáði Mbl. í gær- kvöldi, að horfur væru á því, að um land allt myndi verða stillt veður, hlýtt og bjart. Á betra verður vart kosið fyrir þá sem t.d. ætla á Snæfellsjökul eða Tindafjallajökul. Margir munu og nota góða veðrið til að Ijúka garðyrkjustörfunum í görðum sínum. — Loks munu þeir margir sem flatmaga í sólinni. — En þeir, sem ekki hafa aðstöðu til þess að hvíla sig, eru t. d. bændur og búandlið, er nú standa í mikl- um vorönnum. HVITASUNNUFERÐ KEIMDALLAR ÞAR SEM m. s. Esju hefur seinkað í strandferð verður ekki hægt að fara af stað kl. 2 e. h. eins og ákveðið var. Breytist því brottför skips- ins þannig að farið verður kl. 8 í kvöld. Orðsending M3ÐAR í bílhappdrætti Sjálf- Btæðisflokksins eru seldir í skrifstofu flokksins í Sjálfstæð- íshúsinu, sem opin verður til há- degis í dag og er opin frá kl. 1—4 í dag. — Pantaðir miðar óskast sóttir hið fyrsta. — Seldir verða 5000 miðar. Munið að kaupa strax í dag. Ljósmyndari Mbl. tók þessa mynd í gær úr lofti af smáíbúðahverfinu. Sést þar meginhluti þess, en í baksýn er Bústaðavegshverfið. Við enda þess hefir Reykjavíkurbær ákveðið byggingu 200 íbúða í svokölluðum raðhúsum. — (Ljósm. Ól. K. M.) TúSkun Svía á loftferðasamn- inpum fyrir gerðardóm \ Þýzkt lánsfé til kvæniíla hér á -iórírara* landi ? Orðsendin« 5:il sænsku stiórnarinnar c_/ «J IGÆRKVÖLDI sendi utanríkisráðuneytið út fréttatilkynningu um sænsk-íslenzka ioftferðasamninginn, sem mikill ágreining- ur er um milli íslenzku og sænsku ríkisstjórnanna. Hafa Svíar gripið til stórfelldra takmarkana, sem svar við þeirri hörðu sam- keppni, sem Flugfélagið Loftleiðir veitir hinni skandinavisku flugsamsteypu SAS á Norður-Atlantshafsleiðinni. Framkomu Svía vilja íslenzk stjórnarvöld láta gerðardóm alþjóða flugmálastofn- unarinnar fjalla um. Er hér bersýnilega um nýtt milliríkjamál að ræða, sem óneitanlega minnir mjög á framkomu Breta í, land- helgisdeilunni. Fréttatilkynning ráðuneytisins er svohljóðandi: Eins og kunnugt er hafa farið fram viðræður milli íslenzkra og sænskra stjórnvalda um loft- ferðasamning landanna. í framhaldi af þessum viðræð- um héldu flugfélögin Flugfélag íslands h.f., Loftleiðir h.f. og S. A. S. fund með sér um málið í Stokkhólmi hinn 14. maí s. 1.,! en samkomulag náðist ekki milli félaganna. Ágreiningur er aðallega um fargjöld Loftleiða h.f. á Norður- Atlantshafinu og settu Svíar, í júní 1954, í leyfisbréfi samgöngu- málaráðuneytisins, það skilyrði fyrir flugi Loftleiða h.f. til Sví- j þjóðar, að félagið mætti hvorki taka né setja af farþega í Gauta- borg frá og til stöðva handan Reykjavíkur og Gautaborgar. Samskonar skilyrði settu Svíar í marz 1955 fyrir flugi Flugfélags Islands h.f. til Svíþjóðar. íslenzk stjórnarvöld hafa mót- mælt þessum meintu takmörk- unum á loftferðasamningi land- anna og talið þær algjörlega ó- samrýmanlegar honum. Uppsögn Svíþjóðar á loftferða- samningnum frá 30. desember 1954 var rökstudd með því, að Loftleiðir h.f. hefðu ekki haldið ofangreint skilyrði. Til þess að fá úr því skorið hvort ráðuneytisbréfið geti takmarkað milliríkjasamning íslands og Svíþjóðar um loft- ferðir, hefur sendiherra ís- lands í Stokkhólmi verið falið að legg.ia til við sænsk stjórn- völd, að því verði vísað til gerðardóms eða ráðs alþjóða- flugmálastofnunarinnar, hvort nefnt leyfisbréf, scm sam- göngumálaráðuneytið sænska gaf út hafi stoð í loftferða- samningnum milli íslands og Svíþjóðar. Hefur sendiherrann nýverið afhent sænskum stjórnvöldum erindi um þetta atriði. AKRANESI, 27 maí. j F¥RIR skömmu komu hing- að til Akraness til undir- búningsviðræðna, tveir full- trúar þýzkra fyrirtækja, í sambandi við stækkun hafn- arinnar. Ef úr samningum verður munu hin þýzku fyrir- tæki lána fé til þessara fram- kvæmda, leggja til stórvirk tæki og annast tæknilega að- stoð við framkvæmd verks- ins. Hafa þessar viðræður haf- izt fyrir milligöngu Gísla Sigurbjörnssonar forstjóra. ❖❖❖ Það er víðar en hér á Akranesi, sem þýzk fyrirtæki hafa hug á að annast mann- virkjagerð fyrir Islendinga. — Þýzk fyrirtæki munu t. d. hafa til athugunar möguleika á því að leggja fram stofnfé til byggingar á stóru hrað- Hvalveiðivertíð að heíjast í GÆRDAG voru skipverjar hval veiðibátanna önnum kafnir í skip unum að leggja síðustu hönd að því að búa skipin á veiðar. Nú um mánaðamótin hefst hvalveiði- vertíðin hér við land. Munu skip- in leggja út á miðin á sunnudag- inn. Skipin hafa verið máluð eft- ir að þau komu úr vetrarlæginu. Þeim fylgja góðar óskir um góða vertíð. frystihúsi með öllum vélum, suður í I-Iafnarfirði og munu þá að sjálfsögðu annast hina tæknilegu aðstoð og efnisút- vegun. ❖❖❖ Einnig norður á Akur< eyri munu þýzk fyrirtæki fá- anleg til að leggja fram láns- fé til byggingar á stórri drátt- arbraut, sem tekið gæti uprj togara Akureyringa. Enn- fremur eru áætlanir uppi um að Þjóðverjar láni fé til bygg- ingar á stóru hraðfrystihúsi á Akureyri. ❖❖❖ Jafnvel víðar á land- inu mun hafa komið til tals að Þjóðverjar láni fé til stór- framkvæmda. MiinlnpraShöín á aldarafmæli Helga Guðraundss. SIGLUFIRÐI, 27. maí. — Minn- ingarathöfn á aldarafmæli Helga Guðmundssonar héraðslæknis fór hér fram í dag í kirkjugarðin- um. Baldur Eiríksson, forseti bæjarstjórnar flutti minningar- ræðu og lagð hlómsveig frá bæj- arstjórn Siglufjarðar á leiði lækn ishjónanna. Karlakórinn Vísir og Kirkjukór Siglufjarðar sungu. —. Fjölmenni var við athöfnina og fór hún virðulega fram. Guðjón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.