Morgunblaðið - 02.06.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 2. júní 1955 Sundmó! á Suðurnðsium Endastöð § Hreyfils-stæðln ism i eg ;inn SUNDMEISTARAMÓT Suður- nesja 1955 var haldið í Sundhöll Keflavíkur mánudaginn 30. maí s. 1. Þátttaka var fremur léleg þar sem 14 skráðir keppendur mættu ekki til keppni. Var því m. a. nm að kenna að barnaskólabörn voru í ferðalagi þennan dag og virðist lítil samvinna hafa verið milli skólayfirvalda og forstöðu- manna mótsins með að veita yngstu keppendunum færi á að þreyta með sér sund, á þessu Ktærsta sundmóti Suðurnesja. Árangar sem náðust á mótinu verða yfirleitt að teljast góðir, miðað við aðstæður, enda eru Keflvíkingar á góðri leið með að verða frægir fyrir sundafrek sín. Þessir árangrar náðust: 400 m. frjáls aðferS karla: (keppt um konungsbikarinn). 1. Pétur Hansson UMFK 5,28,8 (nýtt Suðurnesjamet, gamla metið var 5.48,0) 2. Steinþór Júlíusson, KFK 5.28,9 Eins og sjá má á tímanum var hér um harða keppni að ræða og munu báðir þessir ungu menn eiga eftir að vekja athygli á 400 metrunum. 100 m. bringusund drengja: (Dreng j abikar inn). 1. Ragnar Eðvaldss. KFK 1.25,1 2. Jón Haraldsson UMFK 1.37,0 50 m. skriðsund telpna: sek. 1. Hulda Ólafsdóttir 41,1 2. Ingibjörg Guðnadóttir UMFK 49,9 200 m. bringusund karla: (Kef lavíkurbikarinn). 1. Magnús Guðmundsson KFK, 2.54,6. Magnús synti þessa vegalengd án keppni og verð- ur árangur hans að teljast góður þar se mSuðurnesjamet hans á þessari vegalengd er 2.52,2. Magnús er skemmtileg- ur sundmaður, sem mikils má vænta af. 50 m. skriðsund drengja: 1. Ragnar Eðvaldsson KFK 31,5 2. Sigurður Jónsson UMFK 33,4 3. Hörður Finnsson UMFK 36,8 l 50 m. stakkasund: 1. Björgvin Hilmarsson, UMFK 52.9 (nýtt Suðurnesjamet). 2. Björn Jóhannsson* UMFK 1.07,9 Björgvin synti stakkasundið knálega og með þeirri frumlegu aðferð að hann hreyfði ekki fæt- urna, en synti með höndunum eingöngu, notaði hann loftið í stígvélunum til að halda fótun- um á floti. ! 50 m. bringusund telpna: I 1. Aðalheiður Helgadóttir sek. KFK 48,9 2. Ingibjörg Guðnadóttir i UMFK 51,1 . 3. Bergljót Sigurvinsdóttir I UMFK 53,0 50 m. flugsund karla: 1. Sigurður Friðriksson UMFK 36,0 2. Steinþór Júlíusson KFK 39,6 100 metra frjáls aðferð konur: Drotningarbikarinn). 1. Inga Árnadóttir KFK 1.16,8 (Synt án keppni). 50 m. baksund karla: sek. 1. Sig. Friðriksson UMFK 36,3 2. Birgir Friðrikss. UMFK 38,5 Birgir veitti eldri bróður sín- um harða keppni og ef hann hefir betur snúninginn mun! hann veitast Sigurði skeinu- hættur. 33% m. bringusund telpur innan 12 ára: 1. Ingibjörg Guðnadóttir UMFK, 32,3 sek. án keppni. 4x66% metrar frjáls aðferð karlar: 1. Sveit Knattspyrnufél. Kefla- víkur 2.57,6 nýtt Suðurnesjam.1 2. Sveit Ungmennafél. Kefla-: vikur 3.04,6. Mótið fór vel fram, en áhorf- j endur voru fáir. BÞ, Heykjavíkurmátið: KR sigraði Fram 4:0 EFTIR þennan stórsigur K R yfir Fram er nú svo komið Reykjavíkormótinu, að KR og "Valur eru jöfn að stigum og verða að leika að nýju um það, livort þeiri a skuli hljóta titilinn Reykjavíkurmeistari 1955 Leikurinn í fyrrakvöld var jafn «g fjörgur á báða bóga, en ekki verður annað sagt, að Framarar hafi verið mjög óheppnir bæði með hin mörgu mörk, sem þeir íengu á sig og svo hitt, að þeir skyldu ekkert mark skora. Þegar í byrjun hófu Framarar íiókn með stuttum og oft falleg- um samiei1-,, en vörn K. R. braut jafnan, er leikurinn færðist upp að marki þeirra. Þegar á þriðju mínútu leikur Ólafur Hannesson sem lék nú hægri útherja með K. R. upp kantinn af sínum al- kunna flýt' og gefur góðan knött fyrir markið, Ólafur fær knött- inn sendan aftur til baka og er þá á markteig og skoraði auð- veldlega, eftir að hafa fengið góðan tím-i til undirbúning, án þess að Framarar næðu nokk- uð að hefra tilraun hans — óýrt mark, sem hægt hefði verið með góðu að komast hjá. — Á fimmtu mínútu er Ólafur aftur á ferð- inni og iær góða sendingu frá Þorbirni, pem hann skorar úr með fostu skoti af um 11 metra færi. Aftur mistök í vörn Fram. — Á 9. min. fá Framarar opið mark- tækifæri eftir að Óskar hafði gefið vel fyrir til Eiðs, sem hafði J opið markið fyrir framan sig, en spyrnti í þverslána. Á 13. mínútu 1 skora KR-'ngar þriðja mark sitt, j var þar Þorbjörn að verði, fylgdi vel eftir knettinum, sem bæði Haukur Bjnrnason og markvörð- urinn höfðu sömu möguleika til að ná. Þrátt fyrir mörkin þrjú, i átti Fram sízt minna í leiknum. Þeir voru jafnvel meira með Knöttinn, on óþarfa þverspil, til- bakasendingar, ásamt skipulags- lausum leik komu í veg fyrir ár- angur. Á 25. og 30. mín. áttu Framarar góð tækifæri, er Karl Bergmann skaut föstu skoti, sem Hörður Óskarsson gat skotið sér fyrir á síðustu stundu, og er Steinn Guðmundsson skaut óvæntu sk^ti af löngu færi í þver slá. Og stuttu síðar bjargaði Hörður ÓsKarsson við marklínu. Á 32. mínútu skora svo KR-ingar fjórða og síðasta mark sitt í leikn- um og gerði það Hörður Felix- son með einu af þessum glæsilegu „contra“ skotum, sem við sjáum varla nema tvisvar til þrisvar á sumri. Hörður tók knöttinn beint úr góðri hornspyrnu frá Atla. Á 36 mínútu fær svo Ósk- ar Sigurbergsson gott tækifæri, en markvörður KR bjargaði á Framh. á bls. 12 HAUSTIÐ 1953 var skipuð nefnd manna á fundi bæjar- ráðs, er gera skyldi tillögur um endastöðvar fyrir vagna Strætis- vagna Reykjavíkur. — Nú hefur nefnd þessi skilað áliti og grein- argerð í málinu og tillögum til úrbóta. í þeim efnum gerir nefndin m.a. þá tillögu til úrbóta sem bráðabirgðaráðstöfun, að endastöðin verði enn um sinn í Miðbænum, á Lækjartorgi og þar sem Bifreiðastöðin Hreyfill er við Kalkofnsveginn. Álitsgerð nefndarinnar er ýtarleg. í nefndinni áttu sæti þeir: Eiríkur Ásgeirsson, for- stjóri SVR: Guðmundur H. Guð- mundsson, bæjarfulltrúi; Ingi R. Helgason, bæjarfulltrúi; Bene- dikt Gröndal, ritstjóri; Ólafur Jónsson, fulltrúi lögreglustjóra; og Þórður Björnsson, bæjarfull- trúi. — Skilar hann séráliti. Varðandi niðurstöður meiri- hluta nefndarinnar segir m. a. ÆSKILEGASTA LAUSNIN Nefndin lítur svo á og er á einu máli um, að æskilegasta lausnin á þessu vandamáli væri sú, að viðstöðulaus akstur um Miðbæinn með endastöðvum í úthverfum, væri tekinn upp, og dvöl Strætisvagna Reykjavíkur í Miðbænum þar með úr sög- unni. Hins vegar telur meiri- hluti nefndarinnar skilynði fyrir slíkri lausn ekki vera fyrir hendi nú, af þeirri ástæðu, að fólksflutningaþörf um bæinn er ekki meiri en svo, að 1—4 ferðir, í einu tilfelli 6 ferðir á klukku- stund á hverri leið, sjá fyrir henni. Þegar ferðir eru svo strjálar, er óhjákvæmilegt, að vagnarnir verða að vera tíma- bundnir, fara á fast ákveðnúm tímum frá þeim stöðum, sem flest fólk tekur sér far. Enda þótt meiri hluti nefnd- arinnar telji ekki, eins og á stendur, þessa lausn framkvæm- anlega, er það skoðun nefndar- manna, að með auknum fólks- flutningum, sem leiða af sér meiri tíðni í ferðum, muni opn- ast skilj'rði fyrir því, að viðstöðu laus akstur verði tekinn upp. bráðabirgðalausnin VERÐI Þar sem meiri hluti nefndar- innar lítur svo á, að mál þetta skuli afgreitt með það sjónarmið fyrst og fremst í huga að þjóna, svo sem bezt má verða, þörfum bæjarbúa, mælir hún með því, að mál þetta verði til bráða- birgða leyst þannig, að sá hluti Strætisvagna Reykjavíkur, sem ekki rúmast á Lækjartorgi, verði fluttur á svæði austan Kalkofns- vegar. Með því telur nefndin, að bezt verði séð fyrir þörfum borg- aranna, þannig, að þeir geti tekið sér far á fastbundnum tíma úr Miðbænum, að þægindum við yfirferð á milli vagna er lítið raskað og farþegar leystir undan óþarfa bið, sem virðist fylgja öðrum lausnum þessa máls. Skil- yrðin fyrir því að meiri hluti nefndarinnar geti mælt með þesari lausn, eru eftirfarandi: Að sá hluti af athafnasvæði bifreiðastöðvarinnar „Hreyfill“, sem er í eigu Revkjavíkurbæj- ar, falli undir stöðvar Strætis- vagna Reykjavíkur, enda verði samvinnufélaginu bætt upp sú skerðing á athafnasvæði með af- greiðsluaðstöðu annars staðar í eða við Miðbæinn. SKILYRÐI NEFNDARINNAR Að núverandi athafnasvæði Hreyfils verði skipulagt, og gangstétt gerð meðfram því að austan. Að spennistöðin austan Hafn- arstrætis nr. 22 verði fjarlægð Alit Eteiri hiUta sérstakrar aefndar og gatnamót Hafnarstrætis, Lækjargötu og Hverfisgötu skipu lögð og þar sett upp umferða- ljós með sérstökum leiðbeining- um fyrir gangandi vegfarendur. Að Kalkofnsvegur verði breikkaður til vesturs og gatna- mót Kalofnsvegar og Tryggva- götu gerð sem greiðfærust. Enn- fremur telur meiri hluti nefnd- arinnar æskilegt, að hraðað verði framlengingu Lækjargötu. Að afgreiðslu sérleyfisbifreiða við Ferðaskrifstofu rikisins verði valið annað athafnasvæði og slík afgreiðsla ekki leyfð í næsta nágrenni. Að opnuð verði umferðaæð frá höfninni um Skúlagötu. Að góðri lýsingu verði komið fyrir á umræddu svæði. ENDURSKODUN Á LEIÐA- KERFI VAGNANNA Um leið og meiri hluti nefnd- arionar leggur til, að mál betta verði levst til bráðabirgða á þann hátt, er að framan greinir er lögð áherzla á, að komið verði í veg fyrir óþarfa dvöl vagnanna í Miðbænum. í því sambandi tel- ur meiri hluti nefndarinnar æskilegt, að látin verði fara fram rækileg endurskoðun á leiðakerfi vagnanna, að fjölgað verði þeim stöðum, sem tíma- jöfnuður fer fram á, og að haldið verði áfram á þeirri braut, að setja upp endastöðvar í úthverf- um eftir því sem við verður komið, og að lögð verði áherzla á jafnan akstur, eftir því sem aðstæður frekast leyfa. Enn- fremur, að tekinn verði upp beinn akstur á milli úthverfa og annarra staða í bænum, til þess að losna við óþarfa umferð um Miðbæinn og t.il hagræðis fyrir þá farþega, sem þær leiðir þurfa að fara. ★ ★ ★ Þórður Björnsson telur að þpcrar í stað beri að flvtja enda- stöðvar vagnanna í úthverfin. íslenzkur listiðnaður hlýtur viður- kenningu á alþjóðasýningu ISLAND var í vor í fyrsta sinn I þátttakandi í alþjóða listiðn-1 aðarsýnineu, sem haldin er ár-1 lega í Munchen í Þýzkalandi. Var sýningin að þessu sinni dagana 6.—15. maí s. 1. Megintilgangur sýningarinnar er að sýna falieg- ar og vandaðar handunnar vörur frá löndu.o innan Evrópu og ut- an, og gefst sýningargesium því tækifæri til samanburðar á því bezta sem hinar ýmsu þjóðir hafa að bjóða á sviði listiðnaðar. Hafa vörusýningarnefndinni, sem sá um þátttöku íslands nú borizt myndir og fréttir af sýningunni frá „Die Handwerkspflege in í Bayern“, en það hafði með hönd- um uppsetningu hinna islenzku muna á sýningunni. NORÐUR LONDIN FENGU GÓÐA DÓiVIA Þar segir að aðsókn að sýn- ingunni h?fi verið mjög góð en hana sóttu um 260 þús. manns. Var einróma álit sérfróðra manna að munir á sýningardeildum Norðurlandanna hafi i heild ver- ið með þv: bezta á sýningunni, en stjórn sýningarinnar veitti Islandi sérntaka viðurkenningu fyrir vandaða sýningarmuni, og hvetur forstjóri „Die Handwerks pflege in Bayern“ eindregið til áframhaldandi kynna á íslenzk- um listiðnaði í Þýzkalandi og telur æskilegt að náið samstarf gæti tekizt milli landanna á þessu sviði. MUNIR Á SÝNINGUNNl Þeir sem áttu muni á sýning- unni voru Ásdís Sveinsdóttir, silfursmíð’, Barbara Arnason, veggteppi, Verzlun Jóns Sig- mundssonar silfur og smelti gert af Jóhannesi Jóhannessyni, Listvinahúsið, keramik eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, Funi h. f., keramik gert af Ragnari Kjartanssyni og Kjartani Guðjónssyni, Vefstofan Austur- stræti 17 ullarteppi eftir Guð- rúnu Jónasdóttur og íslenzkur heimilisiðnaður, hyrnur og sjöl. Skarphéðinn Jóhannsson, arki- tekt sá ’im val sýningarmuna ásamt Sveini Kjarval, arkitekt og voru þeir vörusýningarnefndinni til aðstoðar um annan undirbún- ing. TIL UPPÖRVUNAR Árangurinn af þátttöku íslands í sýningU'ini í Munchen ætti að verða íslen; kum listiðnaðarmönn um til mikillar uppórvunar og hvatning ti! aukinnar kynningar á framleið.Ou sinni með það fyr- ir augum að vinna ísienzkum listiðnaði markað erlendis. En þegar um framleiðslu listiðnað- armuna er að ræða heíur list- rænt hanobragð og vandaður frágangur meira að segja heldur en verðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.