Morgunblaðið - 02.06.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.06.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 2. júní 1955 útg H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgBaraa.) Stjórnrnálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá VigíMf Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsia: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mónuði lnnanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. Íslenzk stjornmálaviðhorf í dag ALLAR líkur benda til þess, að á næstu mánuðum muni verða frekar kyrrlátt í íslenzkum stjórnmálum. Alþingi hefur set- ið nær allan veturinn og stór- átökum er nýlega lokið í kaup- gjaldsmálum. Eftir þetta er lík- legt að öldur stjórnmálabarátt- unnar lægi nokkuð. Sterk ríkis- stjórn fer með völd í landinu og unnið er að framkvæmd mál- efnasamnings hennar af stórhug og dugnaði. Atvinnuástand er gott, næg atvinna handa öllum og afkoma alls almennings betri en oftast áður. En það er ómaksins vert að athuga lítillega, hvernig hagur einstakra stjórnmálaflokka standi og hvert straumurinn liggi í íslenzkum stjórnmálum í dag. Leikfélcg Reykjavíkur: ,lnn og út um gluggann' Skopleikur eítir Walter Ellis Leikstjóri: Einar Pálsson Einan»ran kommúnista Ef fyrst er litið til flokka stjórnarandstöðunnar er eðli- legt að stærsta flokki hennar, kommúnistaflokknum, séu gerð nokkur skil. íslenzkir kommúnistar hafa undanfarin ár einbeitt baráttu sinni að því takmarki, að rjúfa þá einangran sem flokkur þeirra er kominn í hér á landi, eins og í öllum vestrænum lýðræðis- löndum. Leiðtogum þeirra er orðið það ljóst, að áframhald- andi tap og fylgisleysi hlýtur að verða hlutskipti flokksins, a.m.k. ef þeim tekst ekki að komast til einhverra áhrifa um stjórn landsins. Fólk kýs ekki til lengd- ar frambjóðendur flokks, sem enginn vill eiga nokkurt sam- starf við. Við undanfarnar kosningar hafa kommúnistar orðið þess greinilega varir, að einangran þeirra er farin að hafa áhrif. — Flokkur þeirra á nú aðeins 7 fulltrúa á Alþingi í stað 10 fyrir nokkrum árum. Fylgið er að tálgast af honum. Á s.l. hausti varð kommúnist- um nokkuð ágengt í baráttunni gegn einangran sinni. Þeim tókst að kljúfa fulltrúa Alþýðu- flokksins á þingi Alþýðusam- bands íslands.Undir forystu fyrr verandi formanns Alþýðuflokks- ins, Hannibals Valdimarssonar, urðu nokkrir Alþýðuflokksmenn til þess að hjálpa kommúnistum til valda í heildarsamtökum verkalýðsins. Kommúnistaflokkurinn á ís landi er þess vegna þannig á vegi staddur í dag, að ein- angran hans er ennþá órofin. Við hann *ill enginn semja nema „r''''usi maðurinn í skutuTmm“, h.e. fyrrverandi formaðor Alþýðuflokksins, sem ke—>»”únistar halda nú eins e"- handingja á fleka við klettótta strönd. Klofningurinn í Alþýðuflokknum Innan Alþýðuflokksins hafa verið viðsjár miklar með mönn- um s.l. þrjú ár. Haustið 1952 var Stefán Jóhann Stefánsson felld- ur þar frá formennsku. En fyrir- hyggja sparkliðsins var í minnsta lagi. Kom það í Ijós er það kaus Hannibal Valdemars- son fyrir formann flokksins. — Reyndist hann með öllu ófær til þess að laða hin sundurleitu öfl hans til samstarfs. Kom það að sjálfsögðu engum á óvart, sem þekkti skapferli hans og vinnu- brögð. — Á næsta flokksþingi haustið 1954 var Hannibal svo stjakað úr formannssessi og frá ritstjórn Alþýðublaðsíns. Alþýðuflokkurinn er í dag mjög veikur. Veldur því fyrst og fremst innri klofningur. En stöðug tilboð Framsóknar- flokksins um stjórnarsam- vinnu við hann skapa honum einnig erfiðleika. Verkafólk og launafólk kaupstaðanna, sem mynda kjarna Alþýðu- flokksins er alls ekki ginn- keypt fyrir samvinnu við l Framsókn. Niðurstaðan er því sú, að hinir sósíalísku stjórnarandstöðuflokk ar séu um þessar mundir veikir og eigi þverrandi fylgi að fagna. Um fylgi Þjóðvarnarflokksins verður ekkert fullyrt. Hann þyk- ist sjálfur vera í miklum vexti. Af málafylgju hans á Alþingi verður þó ekki ráðið, að hann eigi miklu hlutverki að gegna. MilliOokkur á milli vita Um afstöðu Framsóknarflokks ins, sem segist vera milliflokkur íslenzkra stjórnmála, er það helzt að segja, að hann virðist vera mjög á báðum áttum eða á milli vita, ef svo mætti að orði kom- ast. Mikill meirihluti flokksins telur samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn óhjákvæmilegt og það eina skynsamlega, eins og stjórn- málaástandið er nú í landinu. Nokkrir menn í vinstri væng flokksins róa hins vegar mjög að því, að hann halli sér til vinstri, hefji stjórnarsamvinnu við Al- þýðuflokkinn, Þjóðvarnarflokk- inn og „hálfan Sósíalistaflokk- inn“. Er auðsætt að verulegur ágreiningur ríkir innan Fram- sóknarflokksins um stefnuna. — Jákvæð málafylgja Sjálístæðismauna Að sinni verður það aðeins sagt um aðstöðu Sjálfstæðis- flokksins í dag, að hún mótast öll af jákvæðri baráttu flokksins fyrir mörgum stórfelldum hags- munamálum alþjóðar. Má þar til nefna rafvæðingu landsins, um- bætur í húsnæðismálum, eflingu atvinnuvega þjóðarinnar og merkar nýjungar í menningar- og heilbrigðismálum. Auðsætt er að andstæðing- arnir óttast mjög vaxandi fylgi Sjálfstæðisflokksins, jafnvel hreinan þingmeiri- hluta hans eftir næstu kosn- ingar. Um það skal ekkert fullyrt að sinni. En auðsætt er að flokkurinn er í öruggum vexti og uppgangi. Fleira og j fleira fólk vill fá hreinar lín- ' ur í íslenzka stjórnmálabar- j áttu. Stuðlar það mjög að ! auknu fylgi Sjálfstæðisflokks ins, sem er eini stjórnmála- flokkur þjóðarinnar, sem möguleika hefur til þess að öðlast meirihluta á Alþingi. LEIKFÉLAG Reykjavíkur frum- sýndi á annan í hvítasunnu ofan- greindan skopleik eftir enska rithöfundinn Walter Ellis. Er höfundurinn Reykvíkingum áður að góðu kunnur af leikriti hans „Góðir eiginmenn sofa heima“, er Leikfélagið sýndi hér við ágæta aðsókn og mikinn fögnuð áhorfenda veturinn 1952. — Var það leikrit bráðskemmtilegt, á- gætlega samið, fyndnin snjöll og markviss og meðferð leikend- ' anna afbragðsgóð. — Því miður verður ekki hið sama sagt um leikrit það, sem hér er um að ræða, því að það er vægast talið nauðaómerkilegt verk, eins og það kemur áhorfendunum fyrir sjónir og hvergi nærri samboðið jafn ágætri stofnun og Leikfé- lagi Reykjavíkur. Má heita, að varla örli þar á góðri fyndni eða hnyttilegum orðsvörum, sem hægt sé að brosa að og efnið sjálft eftir því, bláþráður í Haukur, Árni, Guðbjörg. VJuaL andi óhrifar: Áskorun PRÓFESSOR Gylfi Þ. Gíslason flutti í útvarpið erindi um daginn og veginn hinn 23. maí s. 1. og gat þess þar, hve margir dans- og dægurlagatextar væm gersneyddir öllum skáldskap og þverbrytu íslenzkar bragreglur. Bar hann fram þá till., að út- varpsráð léti ekki syngja í út- varpi dægurlög við þess háttar texta, þar sem einmitt dægur- lögin eru þráfaldlega sungin í útvarpi, og þjóðin þessvegna ó- sjálfrátt lærir bæði lag og Ijóð. Álítur próf. að slík viðbrögð hjá útvarpsráði myndi knýja fram meiri vandvirkni um textaval. Hafa spillt smekk ungu kynslóðarinnar. OKKUR undirrituðum er fylli- lega Ijóst, hve útvarpið er mikils megnugt bæði til ills og góðs með þjóð vorri, og hve ó- metanlegan skerf það hefir lagt til málvöndunar og þjóðmenn- ingar íslendinga á liðnum árum. Þar sem við gerum okkur einnig grein fyrir því, hve ýmsir dans- og dægurlagatextar hafa hin síðari ár spillt smekk ungu kyn- slóðarinnar fyrir fögrum skáld- skap og sljóvgað brageyra henn- ar. skorum við á háttvirt útvarps , ráð að samþvkkja þessa tillögu próf. Gylfa Þ. Gíslasonar hið allra fyrsta. — Kennarar og nem endur iðnskólans að Reykja- lundi.“ VELVAKANDI góður! Nú er löngu komið sumar og sól, og samkvæmt starfsregl- um Fegrunarfélagsins ætti nú að líta sæmilega út umhverfis hús höfuðstaðarbúa, og gerir það víða sumpart fyrir aðgerðir þeirra manna er hreinsa rusl af götunum, ásamt hirðusemi hús- ráðanda. En því miður er mis- brestur á þessu sumstaðar t.d. þar sem götuhreinsun nær ekki til, og er þó harla nærri mið- bænum, svo sem hinar fjölförnu götur Skúlagata og Borgartún. Þar stendur svo á, að bærinn er að reisa þar eitt stórhýsi, og þarna berst svo mikið rusl, hálm- ur, pappir o. fl. úr kössum sem eru losaðir, en stormurinn látinn hafa fyrir því að fjarlægja rusl- ið, sem þyrlast upp og liggur í flekkjum meðfram húsunum, og bætist jafnharðan við þó ein- staklingar reyni að fjarlægja frá húsum sínum. Hefir ekki sézt síðan. NU vil ég spyrja: Ber ekki bænum að bæta úr þessu? Fyrir nokkrum árum kom eft- irlitsmaður frá bænum hingað, að nýbyggðu húsi og krafðist þess að borðviður er lá bak við það yrði tafarlaust fjarlægður. Var það þó svo snemma vors að ekki var viðurinn svo laus úr klaka að hægt væri að ná honum upp. Síðan hefir þessi maður ekki sézt hér um slóðir, þó nú sé margföld þörf fyrir hann, til eftirlits og umvöndunar, og bað þótt sjálfur bærinn eigi í hlut. R. Th.“ Slæmur vegarspotti. VEGAMÁLIN hér á íslandi hafa löngum verið eitt helzta nöldursefni okkur, sérstaklega að sumarlagi, þegar við tökum að ferðast um sveitirnar. Hér á eftir fer styttur bréfstubbur frá Bíössa um þetta sígilda umtals- efni: „Um hvítasunnuhelgina fór ég upn í Borgarfjörð Ferðin gekk vel þrátt fyrir leiðindaveður og vegurinn var alveg prýðilegur, þ. e. a. s. nær allsstaðar nema á spottanum frá Álafossi til Reykja víkur. Þar var ve"urinn ákaflega illur yfirferðar, hola við holu. Var það versti vegarkaflinn á allri leiðinni, sem við fórum vfir.“ Svo mörg eru orð Biössa. Er bað varla vanzalaust að vegar- spotta þessum skuli ekki vera haldið betur við svo nálægur sem hann er okkar ágætu höfuð- borg. þynnsta lagi, eða svo sem ekki neitt. — í leikskránni er þess getið léiknúm til lofs, að hann hafi verið sí^idur á sínum tíma í London í þrjú ár samfleytt, alls 1241 sýning, og skal það ekki dregið í efa. En það vekur Sigriður Hagalín manni réttmætan grun um að veruleg mistök hafi átt sér stað við uppfærslu leiksins hér. — Sannleikurinn er einnig sá, að til þess að svo lítilfjörlegt verk sem þetta geti gengið skamm- laust yfir sviðið, þarf margt að koma til. — Textinn, eða það, sem nýtilegt kann að finnast í honum, verður að njóta sín til fulls, og leikurinn allur að vera borinn uppi af öruggri leik- stjórn og frábærri leiksnilli. — En engu þessu var hér til að dreifa. Ég hef að vísu ekki lesið leikritið á frummálinu, en ef það hefur þótt þvílíkt afbragð í London eins og af er látið í leik- skránni, þá þykir mér ekki ó- sennilegt að eitthvað af fvndn- inni og hnvttvrðunum í bví hafi farið forgörðum í þýðineunni, enda ensk fvndni oftast erfið við fangs í þýðingum. Um meðferð leikendanna er svipað að segja. Þeir voru ekki þess umkomnir að bjarga leiknum frá falli. — Árni Tryggvason Leikur þeirra var reyndar stór- lýtalaus, en yfirleitt fremur til- þrifalítill og minnti einna helzt á leik skólafólks, enda leikritið mjög við hæfi nemenda í fram- haldsskólum. Segja má að þau Haukur Óskarsson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Sigríður Hagalín hafi farið þokkalega með hlutverk sín, en heldur ekki meira. Steindór Hjörleifs- son og Gerður Hjörleifsdóttir sýndu hins vegar allgóðan leik, einkum Gerður, en leikur Ragn- Framh. á bis. 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.