Morgunblaðið - 14.06.1955, Síða 1

Morgunblaðið - 14.06.1955, Síða 1
16 síður 10. Íf|U|U 131. tbl. — Þriðjudagur 14. júní 1955 rrcntamWJa Mcrgunblaðsliu Fjórveldafundur: Rússar samþykkja Hætiuiegri skurðoðgerð ; sjónvurpuð LONDON, 8. júní: — Milljón- ir sjónvarpsáhorfenda í Banda ríkjunum horfðu kvíðafullir á sjónvarpstjaldið er skurðlækn irinn hóf verkið. í fyrsta skipti í sögunni var verið að sjónvarpa skurðað- gerð á ungri konu, sem var með bólgu, er talin var geta verið illkynjuð. Ekki var skýrt frá því hver konan var. Þegar áður en skurðaðgerð inni var að fullu lokið í sjúkra húsinu í Washington í gær- kvöldi, gat læknir í fjarlægri rannsóknarstofu skoðað vef- ina, sem skornir höfðu verið í burtu og skýrt frá því í sjón- varpinu, að bólgan hefði ekki verið illkynjuð. Sjónvarpsáhorfendur vissu þannig langt á undan sjúkl- inggnum sjálfum. að hin unga kona var ekki með krabba- mein. — (Daily Mail). Vilja Riissar fórna Austur Þýzkulundi? Vestrænir blaða- l menn fara !i! Rússlands RÓMABORG, 10. júní. — Nú hefir ameríski blaðamaðurinn, sém hitti Krutschev í veizlunni í Belgrad, hlotið vegabréfsáritun og fararleyfi til Rússlands. Blaða- maðurinn heitir Frank Kelly og starfar við New York Herald Tribune. ‘Krutschev gekk til Kelly í næt- urveizlunni frægu og hristi hönd hans í heilar fimm mínútur og sagði að hann skyldi fá leyfi til þess að koma til Rússlands „strax á morgun". Sjö dögum síðar var Kelly og búinn að fá vegabréfs- áritunina og með honum fjórir aðrir blaðamenn frá Ameríku og Englandi. Sjö aðrir blaðamenn, m. a. frá „Time“, eiga vegabréfs- áritun í vændurn á næstunni. Kelly sótti um leyfi til þess að ferðast um Rússland til þess „að kynna sér lífið í Sovétríkjunum, með tilvitnun til sérstaks boðs frá Nikita Krutschev“. völf í sessi sem styðja, demokrata- Scelba, biðu í Sikileyjar- meðal þing- Leifað að úraníum í Grænlandi KAUPMANNAHÖFN, 13. júní. — Margir jarðfræðingar leggja í sumar leið sína til Grænlands, m. a. til þess að kanna hvort þar finnist uraníum í jörðu. Auglýsingm Km birtast eiga i sunnudagsblaðinu þurfa aS hafa borizt fyrir It/. 6 á timmtudag RÓMABORG: — ítalska þingið kemur saman í þessari viku og ofarlega á dagskrá þess verður vantrauststillaga á stjórn Scelba, borin fram af flokkunum lengst til hægri. Ókyrrð mikil er í ítölsku stjórnmálalífi og sigur sá, sem kristilegi demokrataflokkur- inn vann í kosningunum á Sikil- ey á dögunum, hefir ekki orðið til þess að styrkja Scelba, nema að síður sé. Smáflokkarnir, ásamt kristilega flokknum, stjórn herfilegan ósigur kosningunum og manna kristilegra demokrata gæt ir mjög þeirrar skoðunar nú, að smáflokkar þessir eigi ekki rétt á sér lengur. Sjálfur er flokkur kristilegra demókrata mjög sund urleitur, eitt flokksbrotið vill rjúfa núverandi stjórnarsam- vinnu og taka upp samstarf við hægri flokkana, en annað flokks brotið vill taka upp samvinnu til vinstri við jafnaðarmannaflokk Nennis. Vakin er athygli á því að marg ir þingmenn Nennis hafi að und anförnu getið sér orð fyrir að koina fram sem sjálfstæðir þing- menn; óháðir kommúnistum. Flokkur Nennis var eini flokkur- inn, auk kristilegra demokrata, sem jók atkvæðatölu sína í Sikils eyjar-kosningunum. Kommúnist ar töpuðu 17 þús. atkvæðum. Þegar Atllee var endurkjörinn LONDON: — Það voru fyrst og fremst andstæðingar Aneurins Bevans, sem biðu ósigur við það, að Attlee var kjörinn formaður verkamannaflokksins að nýju. Bevan flutti öllum á óvart ræðu á flokksfundinum á fimmtu daginn og hvatti Attlee til þess að gegna formannsstörfum áfram eins lengi og hann vildi. Vinstri- mennirnir og mennirnir í miðið. studdu mál Bevans, en hægri mennirnir, sem höfðu ætlað sér að styðja Morrison við formanns- kjör, annaðhvort nú strax elleg- ar í haust, þorðu ekki að and- mæla vegna þess að þeir óttuð- ust að þeim yrði borin á brýn skortur á hollustu. NEW YORK, 13. júní. — Rússar kunna að vera við því búnir að sleppa tangarhaldi sínu á Aust- ur-Þýzkalandi, ef þeir geta náð samkomulagi að öðru leyti við Bonnstjórnina. Frá þessu segir fréttaritari New York Times í Berlín. „Hið fyrsta sem benti til þessa var sú staðreynd, að sovétstjórn- in lét herra Grothewohl ekkert vita fyrirfram um heimboðið, sem sent var Adenauer. — Til kynningin um heimboðið vakti undrun og skelfingu meðal hátt- settra embættismanna í Austur- Þýzkalandi.“ | Háttsettur rússneskur embætt- ismaður hefur Iátið svo um mælt við vestur-þýzkan blaðamann, | sem staddur er í Rússiandi, að svo geti farið að stjórn herra j Grothewohls bíði ósigur í frjáls- | um kosningum. Fréttaskoðunin í | Rússlandi hafði ekkert við skeyti I blaðamannsins að athuga. Gronchi, forseti Ítalíu, er hlynnt- ur stjórnarmyndun með þátt- töku Nennis. Sljórn Scelba á Ífalíu Forsetohjónin komin heim Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, og forsetafrú, Dóra Þór- hallsdóttir, komu heim síðastliðinn laugardag úr Noregsförinni með Heklu, millilandaflugvél Loftleiða. Á Reykjavíkurflugvelli tóku á móti forsetahjónunum handhafar forsetavaldsins, utanríkismála- ráðherra, ýmsir embættismenn, sendiherrar erlendra ríkja og fleiri. Frú Auður Auðuns, forseti bæjarstjórnar, ávarpaði forsetahjónin og bauð þau velkomin heim, en forsetinn svaraði með nokkrum orðum. Lauk hann máli sínu með því að biðja menn að minnast fósturjarðarinnar. Myndin hér að ofan var tekin á flugvellinum á laugardaginn af Ásgeiri Ásgeirssyni forseta og Ólafi Thors, for- sætisráðherra. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Stutt samtal við einn frægasta heilasérfræðing heims Dr. Busch heldur upp á íslenzku sjúklingana sína HER á landi er nú staddur inn kunni danski heilsérfræð- ingur og skurðlæknir, dr. med. E. Busch, prófessor, og flutti hann í gær fyrirlestur á lækna- þinginu. Hann er hér í boði Há- skóla íslands og Læknafélags fs- lands. — Dr. Busch er áreiðan- lega þekktastur erlendra lækna hér á landi, enda hafa hundruð íslendinga notið læknisaðstoðar hans. Dr. Busch flytur hér tvo fyrirlestra; annan um slys og höfuðmeiðsli, hinn um heila- skurði og lækningar á geðveiki. — ★' — Fréttamaður frá Mbl. hitti dr. Busch sem snöggvast að máh í gær. Það fyrsta, sem inn frægi læknir spurði um, þegar ég stakk inn höfðinu, var: — Talið þér dönsku? Kom það hálfflatt upp á mig, hversu snöggur hann var upp á lagið, enda átti ég sízt von á slíkri spurningu. — Jú, lítillega, svaraði ég. — Ja, hér virðist enginn tala nema ensku, svaraði dr. Busch, auðsjáanlega mjög óánægður. — Kannski ekki nein furða! UMFERÐARSLÝS MIKIÐ VANDAMÁL Dr. Busch var mjög önnum kafinn við vinnu sína, þegar ég Framh. a bla. 3 ADENAUER I WASHINGTON London, 13. júöí. SOVÉTSTJÓRNIN hefur fallizt á að taka þát’t í fjórveldafundi, sem hefst í Genf þ. 18. júlí n.k. í svari sínu, sem afhent var ríkis- stjórnum vesturveldanna í dag, segir sovétstjórnin á hinn bóginn að tíminn sém ætlaður sé til ráðstefnunnar, fjórir dagar, sé ekki nægileg- ur til þess að árangur náist af fundinum. Sovétstjórnin kvartar yfir því, að ekkert hafi verið sagt í böði vesturveldanna um tilgang fund- arins. Síðar í dag birti Tass fréttá- stofan tilkynningu um að sovét- stjórnin væri því mótfallin að rædd yrði á fjórveldafundinum staða smáríkjanna í Austur- Evrópu eða starfsemi alþjóða- kommúnismans. í Washington standa nú yfir mikilvægar umræður til undir- búnings fjórveldafundinum. Ad- enauer, kanslari Vestur-Þýzka- lands kom til Washington á sunnudag og mun hefja viðræð- ur við Eisenhower forseta og Dulles á morgun. Á föstudaginn mun hann ræða við utanríkis- málaráðherra vesturveldanna þriggja. Þýzkir embættismenn munu verða látnir fylgjast með öllum viðræðum, sem fram fara milli utanríkisráðherra fjórveldanna í San Francisco síðar í mánuðin- um. Einnig verða þýzkir em- bættismenn látnir fylgjast með því, sem gerist á fundi toppanna í Genf. Við komu sína til Washington á sunnudaginn sagði dr. Aden- auer, að náin og góð samvinna milli vesturveldanna væri bezta tryggingin fyrir friði. Kanslar- inn lagði áherzlu á það, að und- irstaða þýzkrar stefnu væri þátt- taka í varnarsamtökum Vestur- Evrópu. Þrjú meginatriði í stefnu Vest- ur-Þjóðverja eru þessi: Vestur-Þjóðverjar munu ekki fallast á að teknir verði upp samningar um þátttöku þeirra í varnarsamtökum Vestur- Evrópu. ★ Sameining Austur- og Vestur- Þýzkalands er mjög æskileg, en þó því aðeins að samein- uðu Þýzkalandi sé frjálst að vera áfram í Norður-Atlants- hafsbandalaginu. Jafnvel tilboð af hálfu Rússa um að gera leppríkin í Aust- ur-Evrópu ,,hlutlaus“ myndl ekki verða talið grundvöllur undir samninga um hlutleýsi Þýzkalands. — í stuttu máli, Vestur-Þjóðverjar geta ekki fallizt á hlutleysi í neinni mynd. Á grundvelli þessara þriggja atriða er talið mjög æskilegt að sambúð Þjóðverja og Rússa kom- ist í eðlilegt horf. Háttsettir Þjóðverjar leggja á það áherzlu, að einangrun Þýzka- lands frá Vestur-Evróþu hafi haft hörmulegar afleiðingar á liðnum tímum og eins myndi þetta verða í framtíðinni. Þýzkaland, einangr að efnahagslega og stjórnmála- lega, myndi óhjákvæmilega liggja í miðju á milli tveggja tor- trygginna ríkjasambanda. Þetta myndi skapa andrúmsloft hræðslu og kvíða í Þýzkalandi og Þjóðverjar myndu hallast að því að nýju að vígbúast af kappL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.