Morgunblaðið - 15.06.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.06.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 15. júní 1955 MORGUNBLAÐIÐ 9 öflugan t GÆRDAG var Flugbjörg- unarsvéitinni afhentur til eignar frá varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli, þessi stóri sjúkrabíll, sem mennirnir standa hér við. Er þetta hersjúkrabíll, tveggja drifa, vel upphitaður og kemst yfir torfærur og djúpar ár — gerður til að flytja fjóra sjúka menn í börum. Er þetta öflug- asti sjúkrabíllinn, sem nú er ú eigu íslendinga og er bíllinn með ur margskonar ferðaútbúnaður til jökulferða, svo sem isaxir, skíðabindingar, snjósagir, til að saga út snjóköggla í snjóhús o. fl. Undanfarin ár hefur Flugbjörg- unarsveitin stöðugt verið að koma sér upp hverskonar birgð- um og áhöldum, sem hægt er og nauðsynlegt er að hafa til taks, ef slys ber að höndum. Sjúkrabíllinn, sem sveitin fékk í gær, er vissulega mikið viður- öllu ónotaður. Yfirmaður björg- J kenning á starfi sveitarinnar í unarflugvéladeildarinnar á Kefla þágu öryggis flugsins hér á iandi. víkurflugvelli, Smith ofursti, af-1 Á myndinni eru frá vinstri: henti Birni Br. Björnssyni for- Sigurgeir Geirsson, Sigurður M. manni Flugbjörgunarsveitarinnar Þorsteinsson, W. E. Rabon liðs- bílinn og var mynd þessi tekin foringi, Björn Br. Björnsson, við það tækifæri, suður á Reykja Smith ofursti, Björn Jónsson og víkurflugvelli í gærmorgun. Þá Úlfar Jacobsen. — Eru þessir ís- am leið var sveitinni einnig færð- lendingar allir í stjórn Flug- bj örgunarsveitarinnar. IDROTTIR \ T - - - - -- ...— „17. júnr”-móí frjálsíþróffamanna Aldrei eins mikil þátttaka og nu Mótið hefsf í kvöld — lýkur 17. júní FYRSTA stórmót frjálsíþróttamanna fer fram á íþróttavellinum í kvöld og á föstudaginn. Það er hið svokallaða 17. júní mót. í kvöld verður keppt í 200 m, 800 m og 5000 m hlaupum, 110 m grindahlaupi, 4x100 m boðhlaupi, hástökki, þrístökki, spjótkasti og sleggjukasti. — Á þjóðáhtíðardaginn, 17. júní, heldur mótið evo áfram og verður þá keppt í 100 m hlaupi, 400 m hlaupi og 1500 m hlaupi, 1000 m boðhlaupi, langstökki (úrslit), stangarstökki, kúluvarpi og kringlukasti (úrslit). 'if MIKIL ÞÁTTTAKA Undankeppni í langstökki og kringlukasti fer fram 16. júní á fþróttasvæði KR. Keppendur í mótinu eru um 70 talsins frá 10 félögum og félagasamböndum. Má búast ! við spennandl keppnl í svo til öllum íþróttagreinunum, eink um þó á millivegalengdahlaup I um, þar sem keppendur eru fleiri en dæmi eru til áður. I 1 1500 m hlaupinu eru keppend- ur t. d. 11, í 800 m hlaupinu 9 og í 500 m hlaupinu eru 8 keppendur. Akrones Þróttur 8:0 í GÆRKVÖLDI fór fram þriðji leikur íslandsmótsins í knatt- spyrnu og léku Akurnesingar gegn Þrótti. Fóru leikar svo að Akurnesingar sigruðu með 8 mörkum gegn engu. í fyrri hálfleik var svo til um hreinan ,,einstefnuakstur“ að ræða á vellinum, því svo mjög höfðu Akurnesingar leikinn í sín um höndum — en fengu þó ekki skorað nema 3 mörk fyrir hlé. í síðari hálfleik skorðuðu þeir 5 mörk, þar af fjögur á síðustu 20 mín. leiksins. V-íslendin«;ar á ferð hér VESTUR-ÍSLENZKUR ferða- mannahópur, sem kom til lands- ins fyrir skemmstu sat s. 1. sunnu dag hádegisverðarboð stjórnar Þjóðræknisfélags íslendinga í veitingahúsinu Naust. Af hálfu stjórnarinnar ávarp- aði Ófeigur J. Ófeigsson læknir ferðafólkið og bauð það vel- komið. Einar Sigurðsson frá Winnipeg þakkaði fyrir hönd i Vestur-fslendinganna. Lýsti hann hinni miklu ánægju þeirra að vera komnir til ættlandsins, marg ir eftir áratuga fjarveru. Nokkr- ir væru fæddir vestra og sæju því ísland nú í fyrsta sinn. Meðal ræðumanna var og Hallílóra Bjarnadóttir skólastjóri en hún ávarpaði gestina og minntist dvalar sinnar meðal Vestur-ís- lendinga fyrir mörgum árum siðan. Eftir noklcra viðstöðu hér í Reykjavík, munu flestir ferða- langarnir halda út á land og heimsækja æskustöðvar sínar og skyldmenni. Nöfn Vestur-íslendinganna eru: Frá Winnipeg: Guðrún Júlíusdóttir, ættuð frá Svarfaðardal, heldur til á Hverfisgötu 32, sími 5605. Gunnar Baldvinsson, ættaður frá Langanesi, heldur til á Hverf- isgötu 32, sími 5605. Einar Sigurðsson, ættaður frá Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá, býr að Meðalholti 15, sími 81468. Frú Elín Sigurðardóttir Hall, ættuð úr Skagafirði, heldur til á Blómvallagötu 13, sími 81424. Frá Riverton, Man.: Frú Þórdís Gunnsteinsdóttir, ættuð úr Norður-Múlasýslu, heldur til á Hótel Garði, sími 5918. Steinn Óiafur Tómasson, ættað- ur úr Borgarfirði, heldur til á Hótel Garði, sími 5918. Frá Selkirk, Man.: Frú Jóhanna Guðmundsdóttir, ættuð frá Fáskrúðsfirði, heldur til á Túngötu 7, sími 3572. Frá Blaine, Wash.: Frú Guðbjörg Ingimundardóttir Daníelsson, ættuð úr Húna- vatnssýslu. Heldur til á Stór- holti 26, sími 81424. Frá Mikley: Sigþóra Þorláksdóttir, ættuð frá Bakka í Bakkafirði, heldur til á Hótel Garði, sími 5918. Frá Saskatchewan: Frú Jóna Bjarnadóttir Halvor- son, hálfsystir Halldóru Bjarna dóttur skólastjóra. Heldur til á Bárug. 6, sími 3650. Vegleg háiíðahöld 17. jání Verða með svipuðu sniði oo undanfarin ár j FRÉTTAMENN áttu í gær viðtal við formann þjóðhátíðarnefndar, Þór Sandholt, en eins og undanfarin ár, efnir Reykjavíkurbær til hátíðahalda 17. júní. Verða hátíðahöldin með svipuðu fyrir- komulagi og verið hefur. Hefur Þjóðhátíðarnefnd reynt að var ’ i allan undirbúning sem bezt, og er það von hennar, að skemn. - atriði dagskrárinnar sem er mjög fjölbreytt verði bæjarbúum og öðrum landsmönnum til ánægju. HÁTÍÐAHÖLDIN HEFJAST LAUST EFTIR EITT Kl. 13.15 hefjast skrúðgöngur að Austurvelli, frá þrem stöðum í bænum, Melaskólanum, á Njarð argötu við Skólavörðutorg og á Hlemmi milli Laugavegs og Hverfisgötu. Lúðrasveitir og fánaberar verða í fararbroddi hverrar skrúðgöngu. Hin hátíð- lega athöfn við Austurvöll hefst kl. 13.55, með því að formaður Þjóðhátíðarnefndar Þór Sandholt setur hátíðina. Þá mun forseti íslands og rík- isstjórn ganga í Dómkirkjuna, en þar hefst guðsþjónusta kl. 14.00. Séra Jakob Jónsson prédikar. — Kristinn Hallsson óperusöngvari syngur einsöng í kirkjunni, en orgelleikari verður dr. Páll ís- ólfsson. FORSÆTISRÁÐHERRA TALAR AF SVÖLUM ALÞIN GISHÚSSIN S Að guðsþjónustunni lokinni mun forseti íslands leggja blóm- sveig frá íslenzku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Lúðrasveitirnar leika þjóðsöng- inn og er þess vænzt, að allir viðstaddir taki undir. Því næst mun forsætisráðherra Ólafur Thors flytja ræðu af svöl- um Alþingishússins, og að ræðu hans iokinni, verður ,,ísland ögr- um skorið“ leikið og sungið. Þá kemur Fjallkonan fram á svalir Alþingishússins, en það verður Guðbjörg Þorbjarnardótt- ir leikkona. Flytur hún ávarp, sem Tómas Guðmundsson skáld hefur samið. BLÓMSVEIGUR LAGÐUR Á LEIÐI JÓNS SIGURÐSSONAR Kl. 15 verður lagt af stað frá Alþingishúsinu, suður á íþrótta- völl. Staðnæmzt verður við leiði Jóns Sigurðssonar og leggur for- seti bæjarstjórnar, frú Auður Auðuns þar blómsveig frá Reyk- víkingum. Hátíðahöldin á íþróttavellinum hefjast með því að Erlendur Ó. Pétursson setur mótið. Að því búnu hefjast á vellinum íþrótta- sýningar og keppni, svo sem ★ KEPPT UM SILFURBIKAR í 5 km hlaupinu er keppt um mjög fagran og glæsilegan silfurbikar, sem Eirikur Jur- anto ræðismaður íslands Helsingfors hefur sent hingað með þeim fyrirmælum að um hann verði keppt í 5 km hlaupi. Frjálsiþróttamenn okkar eru nú yfirleitt í mjög góðri þjálfun, enda veitir ekki af þar sem í sumar fer fram landskeppni við Hollendinga, en einmitt af ár- angri mótsins í kvöld og á föstu- daginn má nokkuð ráða hvaða möguleika við höfum til að sigra Hollendinga. II þús. kr. veitt í verðlaun fyrir * hátíðaljóð fyrir Skálholtshátíðina Ólympiunefndin e LUNDÚNUM, 14. júní — Á fundi alþjóðlegu Olympíu- nefndarinnar í dag var samþykkt traustyfirlýsing á undirbúnings- nefndina áströlsku, sem á að sjá um Olympíuleikana þar i landi 1956. — Formaður Alþjóða-OIym- píunefndarinnar sagði i dag, að hann væri orðinn ánægður með störf áströlsku nefndarinnar, sem gerði sér orðið far um að vanda í hvívetna til leikanna. — UNDIRBÚNINGSNEFND Skál- holtshátíðar 1956 hefir ákveð ið að stofna til samkeppni um há tíðaljóð (kantötu) ort í minningu 9 alda afmælis biskupsstóls í Skálholti. Ætlunin er svo að íslenzkum tónskáldum verði síðar boðið að semja lög við þann ljóðaflokk, sem beztur verður dæmdur, og að hann verði fluttur á hátíðinni. Nauðsynlegt er því, að ljóðin séu vel hæf til söngs, og æskilegt, að þau verði í 3—5 köflum. Kvæðin skulu send vélrituð, nafnlaus, en þó greinilega auð- kennd. Höfundarnafn fylgi í lok uðu umslagi, merktu hinu sama auðkenni og ljóðið. Veitt verða þrenn verðlaun, kr. 15000,00, kr. 5000,00 og kr. 2000,00 fyrir þá þrjá ljóðaflokka, er dóm nefnd telur bezta, enda fullnægi þeir þeim kröfum, er hún gerir til slíkra ljóða til þess að verð- launahæf séu. Hátíðanefndin áskilur sér fram yfir hátíðina allan umráðarétt yfir þeim Ijóðflokkum, sem verð- laun hljóta, bæði til prentunar, flutnings og söngs án sérstaks endurgjalds til höfundanna. Kvæðin skulu vera komin í hendur formanni hátíðarnefndar innar, sér Sveini Víking, biskups- ritara, eigi siðar en hinn 1. sept. n.k. Mikil hrifning á Sinfóníutónleikum ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ var þéttskip- að áheyrendum í gærkvöldi á sinfóníutónleikum Ríkisútvarps- ins. Einsöngvara hljómsveitar- innar, Maríu Markan Östlund, óperusöngkonu, og stjórnanda hennar, ítalska hljómsveitarstjór anum, Rino Castanigno, var tek- ið með afbrigðum vel og marg- sinnis kölluð fram og hyllt ákaf- lega. Á efnisskránni voru aríur og óperuforleikir eftir Cimarosa, Verdi, Donizetti, Wagner, Web- er, Mozart og Rossini. bændaglíma, knattspymuleikur milli Austurbæjar og Vesturbæj- ar og keppni í ýmsum greinum frjálsra íþrótta. Leikstjóri verð- ur Jens Guðbjörnsson, en kynnir Kristján Ingólfsson. BARNASKEMMTUN Á Arnarhólstúni hefst barna- skemmtun kl. 16. Kynnir verður Ólafur Magnússon frá Mosfelli. Séra Árelíus Níelsson mun flytja þar ávarp. Skemmtiatriði verða fjölbreytt að venju, m. a. fim- leikasýningar, einleikur 10 ára drengs á harmoniku og fluttar verða svipmyndir úr „Skugga- sveini“. — Skemmtigarðurinn Tívolí verður opnaður kl. 15 og verður aðgangur þar ókeypis. Við Arnarhól hefst kvöldvaka. kl. 20 með því að Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Kvöldvakan verður sett af Pétri Sæmundsen. — Borgarstjórinn í Reykjavík, Gunnar Thoroddsen flytur þar ræðu. Karlakórinn Fóstbræður mun syngja nokkur lög. Piltar úr KR sýna áhaldaleikfimi, óperusöngvararnir Þuríður Páls- dóttir, Guðmundur Jónsson og Magnús Jónsson munu syngja. Karl Guðmundsson leikari flyt- ur ávarp Fjallkóngsins, sem er gamanþáttur og að lokum mun Þjóðkórinn syngja undir stjórn Páls ísólfssonar með aðstoð Lúðrasveitar Reykjavíkur. DANSAÐ Á ÞREM STÖÐUM Á GÖTUM ÚTI Er kvöldvökunni lýkur verður gengið í hópgöngu frá Arnarhóli að dansstöðum í Miðbænum. —• Leikur Lúðrasveitin Svanur fyr- ir göngunni. Dansað verður. á þrem stöðum í bænum undir beru lofti, á Lækjartorgi, á Hótel íslands-lóðinni og í Lækjargötu. Dansstjóri verður Erlendur Ó. Pétursson, en Gestur Þorgríms- son mun skemmta á dansstöðun- um. Dansað verður til kl. 2 eftir miðnætti, en þá verður hátíða- höldunum slitið frá Lækjartorgi af formanni Þjóðhátíðarnefndar. Útvarpað verður allan daginn frá hátíðahöldunum. Þjóðhátíð- arnefnd hefur beðið blaðið að hvetja konur til þess að mæta á þjóðbúningum í skrúðgöngurnar, og eins foreldra að gefa börnura sinum litla fána, en slíkt setur mjög mikinn hátíðablæ á skrúð- göngurnar. Óþarfi mun að minna félög á að mæta með íslenzka fánann í skrúðgöngurnar. Þá ætti öllum að vera það kappsmál að láta ekki áfengi eyðileggja hátíðina, en að því hafa verið mikil brögð undan- farin ár. Bæjarbúar ættu að taka sig saman í þetta skipti, og láta það ekki sjást, á þessum merka degi, sem kalla mætti þjóðar- skömm. SÉRSTAKT Þ J ÓÐHÁTÍÐ ARMERKI Þess má að lokum geta, að gef- ið hefur verið út fallegt silfur- merki með áletruninni „Lýð- veldið 11 ára“. Sá ágóði sem inn kemur fyrir þetta merki, sem kostar 10 kr. rennur í svonefnd- an minnisvarðasjóð Reykjavík- urbæjar. Fyrirhugað er að reisa veglegan minnisvarða í' Reykja- vík, á .15 ára afmæli lýðveldisins, um stofnun þess. Er þetta í annað skiptið sem merki þessi eru seld, en byrjað var á því í fyrra. — Komu þá rúml. 30 þús. kr. inn fyrir merkin. Þjóðhátíðarnefnd skipa þessir menn: Þór Sandholt fórmaður, Björn Vilmundarson, Böðvar Pétursson, Erlendur Ó. Péturs- son, Gísli Halldórsson, Jens Gúð- björnsson, Pétur Sæmundsson og Sigurður Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.