Morgunblaðið - 07.07.1955, Síða 9

Morgunblaðið - 07.07.1955, Síða 9
Fimmtudagur 7. júlí 1955 MORGUNBLAÐIÐ I Margir foreldrar halda, að dkveðni þurfi endilega að vera sama og óvinátta ir |ER á landi er nú staddur Preben Plum, prófessor í barnasjúkdómum við Kaup- mannahafnarháskóla. — Ég hitti bann og Bergsvein Ólafsson, augnlækni, formann Lælsnafélags Reykjavíkur, í gær, en prófessor- inn heldur hér tvo fyrirlestra á vegum félagsins. Fjallar annar Um uppeldi barna, en hinn um „spastiska“-lömun, sem svo er Defnd. — Viðtalið við prófessor Plum fer hér á eftir. i ★ ' i— Ég veit ekki, hverníg menn lita á uppeldi barna hér á landi, sagði prófessorinn í upphafi máls síns, en í Danmörku er á hverju ári mikið rætt um það og þau vandamál, sem því efu samfara. Uppeldið hefir mikil áhrif á allt líf manna, t. d. hvort þeir eru glaðlyndir, taugaveiklaðir o. s. frv. Það er því ekki sama fyrir þjóðfélagið, hvernig uppeldið tekst, — hvernig þjóðfélagsþegn- ar þess eru mótaðir og búnir und- ir lífið. ^ ★ HRUNINN ÍMVNDCNAR- HEIMUR — Hvernig álítið þér þá, að uppeldinu sé hagað í nútímaþjóð- félagi; álítið þér uppeldisaðferð- irnar réttar eða rangar? — Ég álít, að þeim sé mj.ög ábótavant. Stærsti gallinn er sá, að menn ala börn sín ekki upp í því að hugsa sjálfstætt. Því síður að vera raunsæ. Megináherzla er lögð á það, að börnin hugsi, eins <0g foreldrarnir eða kennarar þeirra, en helzt ekki eins og fram fíðarþegnar þjóðfélagsins, sem nauðsynlegt er, að geti tekið ákvarðanir upp á eigin spýtur. Þegar börnin eru lítil, eru þau látin lifa í sínum æfintýraheimi, •— jólasveinarnir, prinsessurnar, tröllin eru sífelld umhugsunar- efni þeirra. Um þetta leyti hefir foarið einmitt mjög fjörugt ímynd unarafl, eins og kunnugt er. — Síðan kemur það í skóla, kynnist hinum góða guði og einnig hinum reiða guði, sem krefst fórna. Þá kemur að trúnni — og barnið skilur hana ekki fremur en hitt. í skólanum kynnist barnið svo náttúruvísindunum að einhverju leyti, og þá rennur upp fyrir því sú ömurlega staðreynd, að allt sem það hafði áður lært um góð- an og reiðan guð, prinsessurnar, tröllin o. þ. h. var vitleysa. — Nokkru eftir fermingu er barn- inu svo varpað út í lífið með þetta veganesti, og ætlazt er til, að það geti nú byrjað að hugsa sjálfstætt! Útrýmir nýjn Salk-bóluefnið lömunnrveikifaröldrum ? Viðtal við Preben Plum, prófessor við Hafnarháskóla Minning Sigurður Áskelsson stjórnarráðsfulltrúi j.akka mínum horfna vini allar ekkar samverústundir. Hygg ég fremur fátítt, að menn hafi jafn náin kynni og við Sigurður í tvt* áratugi þannig, að þar finnist engir skuggar. Sigurður var i skóla góður skólaþegn, eins og Preben Plum ★ ERFITT AÐ SKILJA BARNSSÁLINA Hvergi eru áhrifin eins mikil og í foreldrahúsum, eins og ég sagði áðan. Mótun lítils barns ér háð framkomu foreldranna, en fer minna eftir því, hvað það sér í kringum sig. Ef framkoma for- eldranna er vítalaus, má telja sennilegt, að hegðan barnsins verði góð. — En vitanlega hefir umhverfið einnig sín áhrif, — börnin á Honalúlú og íslandi mót ast auðvitað af mismunandi að- stæðum. — En hver er þá ástæða þess, að barnið mótast svo mjög af foreldrunum? — Ein aðalástæða þess er sú, að barnið elskar foreldra sína mjög heitt — heitar en foreldr- arnir það. Þessu vilja menn oft gleyma — og tala nær eingöngu um „ást foreldranna á börnum sínum“. — Margir foreldrar halda að þeir skilji sál barns síns,en það er mjög erfitt að komast til botns í barnssálinni; ég tala nú ekki um ef börnin eru mjög ung. * EN IMYNDUNARAFLIB? Ja-á, en hvernig er þá hægt að búa barnið betur undir lifið? — Við eigum að kenna börnun- um eitthvað um sálarlífið, kenna þeim að skilja sál mannsins, hvernig hún starfar, — hvers vegna við gerum þetta eða hitt. Þetta á aðallega að vera hlutverk kennara og foreldra. Hér hafa þeir mikið verk að vinna. — En ímyndunaraflið? — Ég hefi ekki trú á því, að prinsessurnar og tröllin og hvað það nú er, séu börnunum nauð- synleg. Þau hafa áreiðanlega miklu meiri áhuga á að skynja heiminn, eins og hann er, kynn- ast honum með raunsærri athug- un og eigin reynslu. Það á t. d. að kenna þeim að hjálpa til í garðinum og við húsverkin þeg- ar í barnæsku. Þegar við hugsum um uppeldi, dettur okkur fyrst í hug uppeldi foreldra í heimahúsum. Þar eru áhrifin líka mest. En því miður hættir foreldrum mjög til að líta á barnið sitt sem nokkurs .konar foréfakörfu, sem þeir fylla. ★ OVINATTA OG AKVEÐNI Foreldrunum hættir einnig oft til að halda dauðahaldi í gamlar kreddur, sem eigi ekki við nein rök að styðjast. Sumir trúa því t.d., að nauðsynlegt sé að flengja börnin, — jafnvel smábörn. Þeir gleyma því, að börn eru aldrei slæm, heldur stafar óþekkt þeirra af því, að foreldrunum líkar ekki, hvað börnin gera! — Lítið barn stjórnast ekki af viti, held- ur tilfinningu. Það skyldu menn alltaf muna. Það er því út í hött að rökræða við barnið, t. d. hvort það eigi að vera í regnkápu, þeg- ar rignir eða ekki. Við verðum að taka ákvarðanir okkar sjálf, því að við vitum, að því er nauð- synlegt að vera í regnkápu. Ef við ætlum aftur á móti að fara að rökræða við barnið, er mjög sennilegt, að það neiti að fara í regnkápuna. En það er ekki skyn semin, sem því ræður, heldur til- finningin. Barnið er því ekki slæmt eða óþekkkt, eins og marg- ir vilja halda, heidur skortir að- eins á, að dómgreindin sé í lagi. — Það sem margir foreldrar flaska á, er, að þeir álíta ómögu- legt að vera ákveðinn og vin- _____ gjarnlegur í senn. Þeir halda, að eiga að ákveðni þurfi endilega að vera Isama og óvinátta. Eins og fyrr segir, heldur próf. Plum einnig fyrirlestur um „spastiska“-lömun, sem svo er nefnd, en þar sem við erum sennilega ekki offróð um, hvað það er, skulum við spyrja hann nokkurra spurninga. — Hvers konar sjúkdómur er þetta og af hverju stafar hann? — Hann stafar af meiðslum á heilanum — eða réttara sagt blæðingu á heilann. Hún verður, þegar barnið fæðist. Það er nefni lega mjög hættulegt að fæðast, eins og þér kannski vitið. Næstum öll heilbrigð börn fá heilablæðingu við fæðingu, en hún er svo lítil, að þau sakar ekki. Önnur börn deyja við fæð- ingu vegna blæðingarinnar, og svo er þriðji hópurinn: þau börn sem lamast vegna heilablæðing- ar. Þau nefnum við „spastiska"- lömunarsjúklinga. — Slík meiðsli á heilanum eru talsvert algeng — eða 1 prómil af fólksfjöldan- um. 75% þessara sjúklinga hafa fulla greind. — Hvernig lýsir þessi lömun sér? — T. d. lamast hendur, fætur eða talfæri, og kemur lömunin fram í því, að þessir líkamshlutar verða annaðhvort stjórnlausir eða stífir. En með réttri meðferð er oft hægt að koma í veg fyrir að sjúklingarnir verði örkumla, en þá er líka nauðsynlegt, að leitað sé sérfræðings í tæka tíð. — í Danmörku eru sérstök barna heimili fyrir þau börn, sem þjást af „spastiskri“-lömun og fá þau þar alla þá umönnun, sem þau þarfnast. Þegar mænuveikilömun verð- ur að mestu úr sögunni, eins og margir vona, eftir að nýja bólu- efnið kom á markað, verður þetta sennilega versti lömunarveiki- sjúkdómurinn, sem við þurfum við að glíma. ★ BÓLUSETNINGIN IIEFIR GENGIÐ VEL — Hvernig hefir lömunarveiki- bólusetningin annars gengið í Danmörku, prófessor? — í Danmörku voru 500 þús. börn bólusett í vor með bóluefni, sem framleitt er í Danmörku eft- ir fyrirsögn dr. Salks. Bóluefnið er að vísu reynt betur en í Banda ríkjunum, en engin óhöpp hafa komið fyrir. Ekki er annað að sjá en bóluefnið komi að fullum not- um, því að mótefnið í blóðinu eykst mjög, rétt cins og menn Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr hit sama; en orðstírr deyr aldrigi hveims sér góðan getr. STÚDENTAHÓPURTNN, sem út- skrifaðist frá Menntaskólanum á meistari okkar og frændi Sigurð- Akureyri vorið 1940 hefir haldið ur skólameistari orðaði það, og vel saman. Að minnsta kosti einu hann varð síðar góður þjóðfélags- sinni á ári í fimmtán ár höfum þegn og samvizkusamur embættis við komið saman til þess að rifja maður, sem ekki mátti vamyn. upp gömul kynni og minningar, sitt vita. © I Sigurður Áskelsson var fæddur 28. febrúar 1918 í Bandagerði 1 Kræklingahlíð í Eyjafirði. For- eldrar hans voru Áskell Sigurðs- son, sjóm. á Akureyri, bónda S Steinakoti Magnússonar og Sig- ríður Jónsdóttir, bónda í Banda- gerði Jónssonar. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á. Akureyri 1940 með hárri I. einfc. og kandidat í lögum frá Háskóla íslands 1946, einnig með I. einfc. Hann var skipaður fulltrúi í fjár- málaráðuneytinu haustið 1946 og gegndi því starfi síðan. Ýms- um trúnaðarstörfum hefir Sig- urður gegnt og öllum með prýði. Sigurður var nýkvæntur Bryn- dísi Brynjólfsdóttur, Þorvarðs- sonar prests á Stað í Súganda- firði. Það er mikið sorgarefni, þegar frá skólaárunum. Þessi mót hafa vinir og ættingjar eru frá oss styrkt vináttutengsl og varðveitt kvaddir á bezta aldri og erfitt dýrmætar minningar. Því hefir ag, Sætta sig við þann skapadóm. verið fagnað innilega, þegar eigin j',n hvað vitum vér annars hvað maður eða eiginkona bættist í 0ss er fyrir beztu? Lífið hér á hópinn og þau boðin velkomin í þenna fjölskylduhóp. jörðu er naumast mælanlegt á úrskífu eilífðarinnar og áfram. En einmitt þessi vinartengsl hljótum vér að stefna til aukins og varanlegu kynni valda því, að sárt svíður, þegar einn er úr hópnum kvaddur. F'réttin um andlát bekkjarbróður okkar og vinar varð okkur öllum bekkjar- systkinum hans mikil harmafregn og sízt hefði mér. komið það í hug, er við bekkjarsystkinin minntumst fimmtán ára stúdents afmælis fyrir skömmu, að þroska. Sigurður Áskelsson var mikill unnandi íslenzkrar tungu og annarra þjóðlegra verðmæta. Ég minnist þess, þegar við í skóla lásum saman lífsspeki Hávamála undir leiðsögn Sigurðar skóla- meistara. Og mér kbma þá ein- mitt í hug þau sannindi, sem felast í ljóðlínunum, er ég hefi ég þyrfti innan fárra daga að valið að inngangsorðum þessara senda þessum vini mínum hinztu kveðju, sem þar var þá mættur, glaður og reifur að vanda. Til eru menn, sem imynda sér það, að þeir þekki lögmál lífs- ins og geti útskýrt upphaf þess, endi og jafnvel tilgang eftir vís- indalegum leiðum. Fyrir þessum minningarorða. Allt er hverfult í heimi vorum og öll skulum vér að lokum héðan hverfa, en eftir lifa minningarnar. Þær minning- ar verða áreiðanlega ljúfar 1 hugum ástvina Sigurðar Áskels- sonar. Ég óska svo mínum ágæta vini mönnum er almáttugur guð óvís- góðrar ferðar yfir landamærin og indalegt fyrirbrigði. En það verð- j góðrar heimkomu til nýrra heim- ur oftast lítið úr hinum kalda kynna. Við bekkjarsystkin hans útreikningi, þegar dauðinn ber þökkum honum ljúfar minning- ar og ég þakka sérstaklega ein- læga og trygga vináttu. Eigin- konu hans, foreldra og systkin, bið ég guð að blessa og styrkja í sorg þeirra. Magnús Jónsson. að dyrum. Þá finnum vér bezt, hversu maðurinn er lítils megn- ugur og mannleg þekking ófull- komin. Ekki sízt stöndum vér ráðþrota, þegar menn eru á brottu kallaðir til annars heims í blóma lífsins. Hvað getum vér þá annað gert en hneigja höfuð vor í auðmýkt fyrir því almætti, sem stjórnar lífi og dauða og sagt: Verði þinn vilji Við Sigurður Áskelsson vorum ekki aðeins bekkjarfélagar, held- ur var Sigurður í hópi minna beztu vina. í ellefu ár sátum við saman á skólabekk, unnum síðar taki veikina sjálfa. Ef þetta j; sömu stofnun í nokkur ár og bóluefni lýtur sömu lögmálum og önnur bóluefni, sem notuð hafa verið, t. d. við kíghósta, barnaveiki o. s. frv., er ekki annað að sjá en lömunarveiki- faraldrar séu úr sagði próf. Preben lokum. áttum utan starfs og náms mikið saman að sælda. Sigurður var góður félagi, hreinskiptinn og vinfastur og vildi öllum gott gera. í störfum var hann sérstak sögunni, }ega vandvirkur og samvizku Plum að Samur og heiðarlegur í orðum og athöfnum. Sigurður var góð- um gáfum gæddur og mikill námsmaður. Hann var drengur góður í fornri merkingu þess orðs. Þegar ég hugsa um Sigurð vin STRASSBORG 6. júlí: — Grikkir ’ minn koma margar minningar í hafa fallist á að taka þátt i ráð- hugann og flestar frá samveru- stefnu með Bretum og Tyrkjum j stundunum í M. A. Þær minn- um Kýprus málið og um málefni, ingar eru ékki til þess fallnar þjóðanna fyrir botni Miðjarðar- j að segjast í blaðagrein, en ég Grikkir sögðu já hafsins almennt. hefi mikla ástæðu til þess að Voxandi trúrækni í Rússlandi EDINBORG, 5. júlí: — Nefnd rússneskra kirkjuleiðtoga, sem er á ferð um Bretland, boðaði blaðamenn á sinn fund í Edin- borg í dag. Skýrðu þeir svo frá, að rússneska kirkjan léti stjórn- mál með öllu afskiptalaus og væri jafníramt algjörlega óháð ríkis- valdinu. Fyrirliði nefndarinnar kvað trúrækni Rússa hafa aukizt mjög undanfarin ár, og kirkjur væru þar mjög vel sóttar. — Kvað hann kristnifræði ekki kennda í skólum í Rússlandi, en hinsvegar væri foreldrum frjálst að afla börnum sínum trúarfræðslu. Einn fulltrúanna kvað alla trúarflokka njóta jafn réttis i Rússlandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.