Morgunblaðið - 12.07.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.07.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. júlí 1955 Úíg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vlgur, Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. '■& (*( ÚR DAGLEGA LÍFINU ~ia Aðalsmerki lýðræðisleys þroska ÞAÐ er grundvallarlögmál lýð- ræðisins, að fullkomið skoð- anafrelsi ríki og að fólkið geti skipt sér í stjórnmálaflokka í samræmi við skoðanir sínar. Ein- staklingarnir eru þannig skapar- ar flokkanna. Þeir byggja þá upp og halda þeim við eða rífa þá niður. Einræðisskipulagið leyfir fólk- inu hinsvegar ekki að skipa sér í flokka að eigin geðþótta. Það form einræðis, sem þekktast er í dag, hið kommúníska skipulag, leyfir aðeins einn flokk. Öll and- staða við kommúnistaflokkinn, öll gagnrýni á hann og stjórnend- urna, er bönnuð. Skoðanafrelsi er þar ekki til. Opinber gagnrýni á valdhafana telst til landráða og fyrir hana er refsað með fangels- unum eða líflátsdómum. Eru dæmi alkunn frá þjóðum þeim, sem lúta hinu kommúníska skipu lagi. Ástæðulaust er að gera þessa tegund „lýðræðis" frekar að um- talsefni að sinni. Á hitt er ástæða til þess að minnast, að sú. skoðun skýtur óhugnanlega oft upp koll- inum í málgögnum lýðræðis- flokka hér á landi, að aðrir lýð- ræðisflokkar en þeirra eigin, eigi í raun og veru alls engan rétt á sér. Þannig skrifar Tíminn t. d. almennt um Sjálfstæðisflokk’nn sem bófaflokk, sem helzt verði líkt við óaldarflokka og skemmd- arverkalýð í frumstæðustu ríkj- um Suður-Ameríku. Framsóknarmenn og Alþýðu- flokksmenn vitna oft og gjarnan til pólitísks þroska Norðurlanda- þjóðanna og Breta. En myndi það líklegt að ábyrg lýðræðisblöð meðal þessara þjóða höguðu mál- flutningi sínum eitthvað svipað og Alþýðublaðið og Tíminn gera? Hafa menn heyrt þess getið að Clement ’Attlee hafi borið Win- stonChurchill eða Anthony Eden það á brýn, að flokkur þeirra væri glæpamannaklíka og þeir sjálfir fjárglæframenn og óþokk- ar? Nei, slíkt orðbragð myndi eng inn stjórnmálaleiðtogi eða ábyrgt blað þar í landi Ieyfa sér. Hafa Tíminn og Alþýðublaðið heyrt þess getið, að Einar Ger- hardsen, Hans heitinn Hedtcft, Taage Erlander og aðrir leiðtog- ar jafnaðarmanna á Norðurlönd- um hafi brennimerkt andstöðu- flokka sína og leiðtoga þeirra sem bófaklíkur og misyndis- menn? Svo sannarlega ekki. Hér ber allt að sama brunni. Lýðræðislega þroskaðir menn beita ekki slíkum málflutn- ingi. Hann er móðgun við heil brigða dómgrein fólksins og tilræði við sjáift lýðræðis- skipulagið. lyndi Hófsemi og umburðar- Blöð Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins ættu að venja sig af þessum síðalningshætti í SJÓNVARP og útvarp á atom- öld hefur ekki dregið úr á- huga manna fyrir dagblöðum og vikublöðum. | Samkvæmt talnaskýrslum birt um í Bandaríkjunum fjölgaði les- endum dagblaða þar árið sem leið, um 2.17% og síðdegisblaða um 1.40%. Lesendum sunnudags- blaða hafði fækkað árið 1953. en á árinu sem leið fjölgaði þeim um 0.32%. Hér er um að ræða meðaltöl fyrir öll dagblöð og vikublöð í Bandaríkjunum, ! ★ ★ ★ TONY Tabert, bezti tennisleik- ari Bandaríkjanna, varð hinn ókrýndi tennisleikari þessa árs, með því að bera sigur úr býtum í einleikakeppni í Wimble don, Englandi. Tony lék 21 sett og vann þau öll. Það héfur ekki komið fyrir frá því árið 1938 að Wimbledon-sigurvegari hafi borið sigur af hólmi án þess að tapa „setti“ í allri keppninni. í úrslitum keppti Tony við danska tennisleikarann Nielsen og sigraði hann 6-3, 7-5, 6-1. — Nielsen hafði einu sinni áður komizt í úrslitakeppni í Wimble- don, árið 1951. í keppninni í ár var hann ekki talinn meðal beztu tennisspilara heims og kom því dddráóö^n áb, 'ana a oói^n íandóliÉóL óinó Daninn Nielsen. VeU andi ókrijar: þroska A Velvakanda, að það hafi ver- ið vel til fallið að hefja sumar- leikhússstarfsemi í Sjálfstæðis,- húsinu. Við íslendingar erum miklir unnendur leiklistarinnar og höfum gaman af því að fara í leikhús. Á veturna er venjulega ^ mikil aðsókn að leikritunum sem 'sýnd eru, en hlutfallið milli að- sóknar að góðum og lærdómsrík- um leikritum og léttum gaman- Skortur á lyðrscðisleö'uni málflutnini sínum. Þau geta ekki leikum er enn í ósamræmi, við grætt á honum. Það er síður en rótgróna menningu okkar. Hér er svo að hann skaði Sjálfstæðis- ! a® sýna Frænsku Charles flokkinn, sem þó er tilgangurinn með honum. íslendingar þekkja staðreyndirnar um starf og stefnu Sjálfstæðismanna. Það nægir. Fólkið í Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum hefur líka séð flokka sína vinna árum sam- an með Sjálfstæðismönnum, oft í mesta bróðerni. Hefði slíkt sam- starf verið hugsanlegt, ef Sjálf- stæðisflokkurinn væri raunveru- legur „bófaflokkur“? Voru sam- starfsflokkarnir þá ekki orðnir meðsekir honum? Sjálfstæðismenn viðurkenna Alþýðuflokkinn og Framsóknar- flokkinn sem lýðræðisstjórnmála flokka, sem að sjálfsögðu eigi fullan rétt á sér í hinu íslenzka þjóðfélagi. Margir leiðtogar þess- ara flokka eru hæfir og dugandi menn, sem vilja þjóð sinni og landi allt hið bezta. Þeir vilja hinsvegar fara aðrar leiðir en Sjálfstæðismenn telja skynsam- legar til þess að tryggja íslend- ingum farsæld og hamingju. En skoðanir þeirra eiga engu minni rétt á sér en skoðanir Sjálfstæðis- manna. Það er svo kjósendanna að velja á milli flokka og manna. Þetta verða aliir þeir að gera sér ljóst, sem að stjórn- málum starfa, hvort heldur er við blöð eða á öðrum vett- ^ vangi. Lýðræðisskipulagið. krefst þess að einstaklingarnir j virði skoðanir hvers annars,! láti framkomu sína og vopna- burð mótast af hófsemi og um- burðarlyndi. Það er aðals- merki hins lýðræðislega þroska. Sleggjudómarnir, orð-' hákshátturinn og persónuleg rógshneigð eru hinsvegar greinilegur vottur þröngsýni,. —-------1-.-, --—........... — þroskaskorts og fyrirlitningar' fyrir heilbrigðri dómgrein ekki hægt að segja annað en þeir fólksins. hafi staðið sig illa á §»1. vetri. í slíkum skrifum birtist mikil þröngsýni og skortur á lýðræðis- legum þroska. Það er að sjálf- sögðu fyllilega eðlilegt, að and- stæða flokka greini á og að sá ágreiningur komi fram í gagn- rýni og ádeilu á stefnu þeirra. En þeir hljóta engu að síður að við- urkennar hver aðra og virða rétt einstaklinganna til þess að skipa sér í flokk. Allir lýðræðissinnaðir menn ættu að geta verið sammála um þetta. En svo virðist sem Tíminn geti ekki fengið sig til þess. Hann leggur höfuðáherzlu á að sanna lesendum sínum, að stærsti stjórn málaflokkur þjóðarinnar og sam- starfsflokkur Framsóknarflokks- ins í ríkisstjórn sé bófaflokkur, og þesskonar flokkur eigi að sjálf sögðu ekki rétt á sér. Slíkur málflutningur er hrein móðgun við dómgreind almennings og bein árás á sjálft lýðræðið. Um það bil 40% íslenzkra kjósenda fylgja Sjálfstæðisf>''kknum, fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins, bændur, verkamenn, sjómenn. iðnaðarmenn, verzlunarmenn, menntamenn o. s. frv. Tíminn snýr sér beint að þessu fólki og lýsir yfir því, að það sé glæfralýður, „Suður-Ameríku rusl“ og leiötogar þess, sem sitja í ríkisstjórn með Fram- j sóknarmönnum séu „fjár- glæframenn“ og „braskarar“. Er hægt að taka það blað alvar lega, sem þannig hagar orðum sínum? Áreiðanlega ekki, ekki sízt vegna þess að þrátt fyrir allt þetta situr Framsóknarflokkur- inn árum saman í samsteypu- stjórnum með þessum „bófa- ílokki". í meira en 100 skipti á sama tíma sem jafnágæt leikrit og Ætlar konan að deyja og Antígóna eru sýnd hér tiltölulega skamma hríð. Verða að standa vörð ÞAÐ er ofurskiljanlegt að menn vilji sjá létta gamanleiki ann að veifið, en ofmikið má af því gera, eins og öllu öðru. Það cr beinlínls, eins og sumir vilji ekk- ert sjá annað en hálfgerða „farsa“ og léttmeti. Þetta á von- andi eftir að breytast á næstu árum. Smekkur alls þess mikla fjölda, sem sækir leikhús hér a landi má gjarna batna svolítið, en forráðamenn leikhúsanna verða að muna, að það gerist ekki nema leikhúsunnendur hafi alltaf tæki- færi til að sjá góð verk. Þeir verða því ætíð að standa vörð um heilbrigða og smekkvísa leik- hússmenningu, en því miður er Viðfangsefnin góð. T sumarleikhúsið í Sjálfstæðis- húsinu og fögnuðum starfsemi ess. Er raunar mjög undarlegt.að slíkt leikhús skuli ekki hafa tek- ið til starfa fyrr, eins og skemmt- analífið er fábreytt hér í bæ á sumrin. Er ekki sízt ástæða til að fagna þessari starfsemi fyrir þá sök, að viðfangsefnin eru vel val- in, a.m.k. þátturinn eftir Bern- hard Shaw sem sýndur er um þessar mundir. Hann er afburða- skemmtilegur, kímnin og ádeilan hárbeitt, þótt ekkert eigi það skylt við rakhnífa sem fljúga af vörum leikenda, eins og komizt var að orði hér í blaðinu fyrir skömmu. A.m.k. fóru rakhnífarn- ir alveg fram hjá Velvakanda! Á varla sinn líka. VIÐ eigum í „landhelgisdeilu“ við Breta, að því er þeir segja sjálfir og hafa þeir komið fram á hinn lúalegasta hátt, en þó í fullu samræmi við mörg hundruð ára gamla sögu þeirra. Þeir hafa nú kórónað áróður sinn með aug- lýsingaherferð sem varla á sinn líka, einkum fyrir þá sök, að þar eru a.m.k. 19 lygar bornar á borð fyrir lesendur. Samt þykjast þeir vera hinir einu sem eru í fullum rétti og saklausir. E Góð lýsing. INN maður hefir lýst Bretan- um vel. Það er Bernhard Shaw, írski snillingurinn. Kem- ur álit hans einmitt vel fram í fyrr nefndu leikriti sumarleik- hússins. Þótt gaman sé að sýna það hér heima, er enn meiri ástæða til, að brezkir togaraeig- endur kynni sér efni þess en ís- lenzkir leikhúsgestir. Þar gætu þeir séð ágæta lýsingu á sjálfum sér og baráttuaðferðum sínum. — En þar sem ólíklegt má þykja, að þessir ágætu menn fari í leik- hús, er ekki úr vegi að senda þeim sitt eintakið hverjum í enskri útgáfu — og sjá svo til, hvort Shaw gamla tekst það, sem engum öðrum hefir tekizt í mörg hundruð ár. Merklö, aem klæðlr landi#. mjög á óvart með leikni og um- fram allt með einbeitni sinni. ★ ★ ★ ER fer á eftir frásögn Kaup- mannaháTnarblaðsins „Dag- ens Nyheder" af knattspyrnu- leikjum danska. landsliðsins hér á landi eftir að landsleiknum var lokið. Frásögnin af landsleiknum var á sínum tíma vinsamleg, eft- ir atvikum. Um hina leikina tvo segi blaðið síðastliðinn laugar- dag: „Knattspyrnulið vort sigraði veikt íslenzkt landslið, en síðan hefur liðinu gengið miður vel á sögueynni. Á þriðjudaginn mun- aði mjóu með 2:1, gegn knatt- spynuliði Akraness, og í síðustu keppninni á íslenzkri grund, tap- aði laiidsliðið keppni við úrvál fr Reykjavík með 5:2. Jens Peder Hansen og Aage Rou Hansen settu dönsku mörkin í fyrra hálf- leik en hann unnum við með2:0. En síðan settu Guðmundsson, Friðriksson, Sigurður Bengtsson og Halldór Halldórsson mörk Is- lendinganna, sem höfðu nokkrá yfirburði eftir hléið til fagnandi gleði fyrir hinar mörgu þúsund- ir áhorfenda. — O — Hægt er þó að afsaka landslið okkar með því að báðir síðustu leikirnir voru leiknir við mjög erfið skilyrði. fslenzku malarvell irnir voru heimaliðunum í vil og dómararnir voru ekki upp á það bezta. í síðasta leiknum var all- hvass vindur og rigning. — í þeim leik léku raunar með lands- liðinu Jörgen Johansen í marki, Finn Jörgensen, sem miðfram- vörður, og Georg Nielsen, sem vinstri innherji. Að lokum er þess að geta að seinni andstæðingaliðin tvö sýndu næstum full ákafan bar- áttuhug og leikirnir hafa verið mjög harðir. Samt sem áður verð ur það varla með fullkominni ánægju, sem landsliðssveit okkar. hverfur heim frá íslandi, jafnvel þótt ferðin hafi verið afbragðs viðburðarík og gestrisni mikil á sögueynni". — O — BREZKA þingið ætlar að gera breytingar á lögum um ölvun við akstur. Brezka stjórnin hefir lagt til að gerður verði strangur grein- armunur á því, er menn aka ölvaðir og hinu, er menn hafa umráð yfir bifreið, undir áhrif- um áfengis. Þetta síðara er skilið á þann hátt, að umráð yfir bíl hafi sá, sem er með lykilinn að bíl- kveikjunni. Aðstoðarflutningamálaráðherra Breta, hr. Hugh Molson, var fagnað í þinginu, er hann skýrði fró hinum ráðgerðu breytingum. — „Lögin, sem nú gilda, hafa einn mjög slæman galla“, sagði ráðherrann. „í mörgum tilfell- um ýta þau undir þann, sem ekki er lengur í ökuhæfu ástandi, til þess að reyna að aka heim, í stað þess að stöðva bifreiðina og sofa úr sér, þar til hann er búinn að ná sér sæmilega aft- ur“. Samkvæmt núgildandi lögum er refsing í Bretlandi við því að aka bifreið undir áhrifum víns eða að hafa umráð yfir bíl, ölvaður, hin sama: Sekt, allt að 50 sterlingspundum (2285,00 kr.), fangelsi allt að sex mánuðum og svifting ökuskírteinis í 12 mán- uði. Hægt er að kæra ölvaðan mann, sem hefir umráð yfir bíl, þ. e. hefir bíllyklana, jafnvel þótt hann sé hvergi nærri bíln- um. Brezka stjórnin ráðgerir að hækka refsingar fyrir að aka bifreið undir áhrifum áfengis, en draga úr þeim að því er varð- ar þá, sem „hafa umráð yfir bíl, ölvaðir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.