Morgunblaðið - 12.07.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.07.1955, Blaðsíða 14
' u MORGUNBLAÐIB Þriðjudagur 12. júlí 1955 j FramKctldssagan 28 hennar af því, hvernig hún hefði leyft þeim mönnum, sem hún var hrifin af, að nálgast sig, hvernig hún hefði leyft þeim að kyssa sig, hvernig þau hefðu sofið sam- an, en þessar þjáningar, sem ein- mitt megnuðu að endurreisa mitt dvínandi lífsafl, urðu mér næst- um þægilegar og töpuðu hinum sárasta og bitrasta broddi sínum. Þær voru e.t.v. eitur, en sú teg- und þess, sem lífgar sjúklinginn, sé.þess neitt í smá skömmtum. Hún var að segja mér frá æfin- týri, sem hún hafði lent í með rauðhærðum liðsforingja á landa mæra-svæði hálendisins „þar sem snjórinn hafði eyðst á dvalar stað mínum“, sagði hún, „flutti ég’ mig hærra og dvaldi á fjalla- faragistihúsi í fimm þúsund feta hæð. Gestir komu þangað engir og ég eyddi dögunum á hjalla fram an við gistihúsið, í djúpum hæg- indastól, las í bók og slæptist 5 sólskininu. Dag einn kom hópur Alpafara neðan úr dalnum. Ég var, eins og venjulega, úti á hjall- anum og þeir fóru að leysa af sér skíðin, allt í kringum mig. Á meðal þeirra var ungur liðs- foringi, rauðhærður, freknóttur og bláeygur. Hann var ekki í jakka og bar ekkert höfuðfat — heldur aðeins í grágrænni blússu .— og er hann laut niður, til að losa skíðin, sá ég, að bak hans var ungt og ákaflegt sterklegt, en mittið grannt. Þegar hann rétti sig aftur upp, leit hann á mig og ég á hann, og það var mér nóg. Ég varð dauðhrædd um, að hann hefði ekki skilið. — Ég man, að ég reis á fætur, titrandi af æsingi og gekk inn í aðalsal gistihússins. Hann reisti skíðin sín upp við vegginn og kom því næst á eftir mér. Félagar hans voru þegar sestir við borðið og liann settist hjá þeim Ég gekk að skenkiborðinu og bað um te og settist svo við borð, gegnt þeim. Þeir hlóu og spauguðu og ég reyndi að mæta augnaráði hans. í,oks leit hann á mig og til þess að útiloka allan vafa, bar ég fing- urnar að vörum mér og sendi hon um koss, eins og lítil stúlka. Hann sá hvað ég gerði, en sýndi engin merki um skilning og ég tók að hræðast það, að honum mundi ekki lítast vel á mig. Ég klæddi mig úr jakkanum, eins og væri mér of heitt og lést þurfa að kippa upp axlaböndum brjósta- haldarans, undir blússunni, en lét sjást um leið eins mikið af nakinn öxlinni og unnt var og góðu hófi gegndi. Því næst stóð ég á fætur og gekk út á hjallann. Þeir sátu stundarkorn lengur við drykkju, en komu svo út, festu á sig skíðin og lögðu af stað. Sólin gekk til viðar og enn beið ég, dofin af kulda og næstum alveg vonlaus. Ég var alveg á harmi örvæntingarinnar, er ég allt í einu sá hann koma á skíð- um, niður brekkuna. Ég gekk til móts við hann, sporlétt af gleði og hann sagði: „Ég varð að finna upp fjölda afsakana .... Þeir trúðu mér ekki, en það gerir ekkert til.“ Ég svaraði engu. Ég var svo æst, að ég gat ekki tal- að. Hann leysti skíðin af sér og ég tók í hönd hans og leiddi hann beint upp í herbergið mitt. Að hugsa sér það, að ég fékk ekki einu sinni að vita, hvað hann hét!“ Ég hefi skrifað þessa sögu á hénnar eigin, stuttorða og greini- leea hátt. Hún dvaldi aldrei við hinar kynferðislegu hliðar frá- sagna sinna, en hún virtist skýr- slrota til þeirra, með hinum breytilega málróm og með fjör- legum og holdlegum hreyfingum líkamans, í samræmi við stíganda frásögunnar. Hún varð fjörlegri og fegurð hennar óx og þroskað- ist og er hún hafði lokið frásögn sinni, fannst mér ég skilja það, að innra með henni væri lífsafl, sterkara sérhverri siðferðisreglu. Þessa stundina hafði ég ekki verið eiginmaður, sem hlustaði með beiskum sársauka á gamlar ástalífslýsingar eiginkonunnar, heldur miklu fremur þurr mold- arhnaus sem tímabær og bless- unarríkur regnskúr bjargar frá algerðri eyðingu og molnun. Ég horfði á hana, þar sem hún sat, sokkin niður í hugsanir sínar, sjúgandi puntstrá og ég veitti því athygli, mér til furðu, að ég fann ekki lengur til hinnar hveljandi tilfinningar óraunveruleikans. ÞRETTÁNDI KAFLI Við gengum hægt aftur heim að húsinu og ég var aftur rór og hamingjusamur eins og á beztu stundum æfinnar og talaði og gerði að gamni mínu með óskertu sjálfstrausti. Við komum heim seinna en venjulega og konan mín gekk beint upp í herbergi sitt, til að hafa fataskipti fyrir miðdegisverð, en ég settist í hæg- indastólinn og naut hvíldar. Ég fann, að ég var í glöðu og léttu skaþi og ég setti plötu á grammó- fóninn, kvartett eftir Mozart, og naut fullkomlega hinnar fögru tónlistar. ! Þegar kom loks að hinum hæga kafla lagsins og hinum hátíð- legu og hrífandi samræðum dans ins, með hinum háværu og hljóm skæru spurningum og þunglyndis legu, en áhrifamiklu svörum, datt mér í hug, að það væri annað og meira fólgið í þessum spurning- um og svörum, en einvörðungu karlmannlegir og kvenlegir tón- ar raddanna. Það voru tvær. vel aðgreindar stöður eða ólíkar hegðanir, önnur ötul, hin aðferð- arlaus, önnur áleitin, hin hlé- dræg, önnur smjöðruð, hin smjaðrandi. Ég áleit að söngur- inn benti á, eða táknaði skyld- leika, sem rás tímans fengi ekki breytt, og litlu máli skipti, hvort manneskjurnar tvær, sem mætt ust í dansinum, væru lifandi í adg eða hefðu verið til fyrir tveimur öldum. Það gætu verið við tvö, konan mín og ég og þetta var dansinn, sem við dönsuðum á okkar eigin máta eins og fyrir- rennarar okkar á öllum öldum, óteljandi hjón, höfðu dansað hann, tvö og tvö. Ég hætti alveg að fylgjast með tímanum, svo niðursokkinn var ég í þessar hugsanir mínar og varð því undrandi, er Leda birt- ist loks, fyrir framan mig, í hvíta flegna kvöldkjólnum sínum. Hún stöðvaði grammófóninn og sagði, örlítið óþolinmóð: „Ég veit ekki um ástæðu þess, en í kvöld vil ég helzt ekki hlusta á neina tón- list“. Síðan settist hún við hlið mér, á brík hægindastólsins og spurði í áhugalausum tón: „Ætl- arðu að byrja á vélrituninni núna í kvöld?“ Um leið og hún spurði, tók hún spegil úr veski sínu, virti andlit sitt í honum, nákvæmlega fyrir sér og lagfærði hin nýju, lifandi blóm í hári sínu. Ég svaraði rogg inn: „Já, í kvöld ætla ég að byrja á því að vélrita söguna og mun sennilega vinna við það, a.m.k. til miðnættis .. Mig langar til að ljúka þessu á nokkrum dög- um.“ Hún hélt áfram við að laga hár sitt og sagði: „Til miðnættis? Heldurðu að þú verðir ekki syfj- aður?“ „Hversvegna ætti ég að verða það?“ svaraði ég. „Ég er vanur við að starfa um nætur“ og um leið og ég vafði.handleggjum mín um um mitti hennar, hélt ég áfram: „Ég vil ljúka þessu sem fyrst, til þess að geta svo helgað þér einni líf mitt og líkama." Hún stakk speglinum aftur nið ur í veskið og spurði: „Hvers- vegna það? Finnst þér við ekki vera nógu oft saman, nú sem stendur?" Ég svaraði með óræðri röddu: PARADÍSARGARÐURINN 14 í grasinu rétt hjá stóð hópur páfugla. og breiddu þeir ut' ljómandi stélin. Jú, jú, það var nú rétt svo sem, því þegar kóngssonurinn tók á þeim, þá fann hann, að það voru ekki fuglar, heldur plöntur. Það voru njólablöðkurnar stórvöxnu, sem ljómuðu hér með litprýðinni sem hið fagra stél páfugls- ins. | j Ljón og tígrisdýr stukku eins og liðmjúkir kettir á milli limgerðanna, sem ilmuðu eins og olíutrjáablómstur, og ljónin og tígrisdýrin voru gæf og spök. Villiskógdúfan klappaði ljóninu á makkann með vængjum sínum, og antílópan, sem .annars er svo stygg og ánægð móðir þegar hún gleðst mest yfir barni sínu. Hún var svo ung og svo fríð, og fylgdu henni ; fríðar þjónustumeyjar, sem allar báru skínandi stjörnu til skrauts í hári sínu. | j Austri fékk henni skrifaða blaðið frá fuglinum Fönix, og tindruðu þá augu hennar af fögnuði. Tók hún kóngssoninn við hönd sér og leiddi hann inn í höll sína. Var liturinn á hallarveggnum líkur túlípanablaði, þegar því er hlaðið upp við sólina. t Hallarloftið sjálft var stóreflis geislandi blóm, og því lengur sem horft var upp í það, því dýpri sýndist blómbik- arinn. J Kóngssonurinn gekk út að glugganum og horfði í gegnum eina rúðuna. Sá hann þá skilningstréð með höggorminum, og stóðu þau Adam og Eva þar hjá. t „Eru þau ekki rekin burt héðan?“ sagði hann. Þá brosti álfkonan og útskýrði fyrir honum, að í hverja rúðu hefði tíminn brennt mynd sína, en ekki eins og væri. nmr» S REYKJAVIK — HAFNARFJORÐUR — SUOURNES m \ 2ja—4ra herbergja íbúð ; óskast sem fyrst. Há leiga í boði og lítilsháttar fyrir- framgreiðsla. — Tilboð merkt: „4 — 971“, sendist afgr. Mbl. fyrir 16. júlí. Heildverzlun óskar eftir húsnœði 100—150 ferm. í eða við Miðbæinn, strax. Uppl. í síma 81400. «>t WWtm P teTffllNl n Olsbm \ (( : ■ a : EMUUN - PLAST - BÍ FUÓTANDI - SJÁLFVIRKT 1/2 líter brúsar 1/1 líter brúsar 5 líter brúsar SÍIVII: 1-2-3-4 rn 1 Kápur | rivantiv Dragtir Regnkápur Hattar Hálsklútar Hanzkar MARKAÐURINN Laugavegi 100 SEGULBANDSTÆKI óskast til kaups. Má vera notað. Vinsaml. hafið sam- band við undirrit. hið allra fyrsta. HAFNARSTRATI 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.