Morgunblaðið - 14.07.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.07.1955, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 14. julí 1955 MORGUNBLAÐIB B Hvalur 2 kemur inn með 60 feta langreyði. — Á mynd merkt 1 liggur hún við hlið skipsins, þar sem það er að leggjast að bryggju. Á myndinni má sjá, hvernig Skipverjar skera hvalinn á floti, og er það gert til þess að honum blæði og kjötið kólni, áður en hann er settur á land. — Mynd merkt 2 sýnir hvaiinn á rennunni, áður en hann er dreginn upp á planið. — Mynd merkt 3 sýnir hvalinn á planinu og er verið að byrja að skera hann, en á mynd merkt 4 er hann kominn i sögunar- | vélina. Sögunarblaðið sést á miðri myndinni. — Þegar hvalurinn hefur verið limaður sundur sem kallað er, er hann bræddur, en kjötið er sett í kæliklefa. (Ól. K. Magnússon ljósm. Mbl. hefur tekið myndirnar). Hörðum höndum vinnur hölda kind VIÐ ökum inn Hvalfjörð. Svart- ur þokubakki liggur utan í Þyrli, sem hallar undir flatt og virðist ekki kunna vinahótunum. Það er rigning. „Vinnukonurnar“ hafa ekki við. Það er vorangan í lofti. •— Sérðu Hvalinn þarna, segir Ijósmyndarinn við mig upp úr ■eins manns hljóði, — hann siglir þarna inn fjörðinn, sennilega með hval. Það er slagsíða á honum. -— Já, alveg rétt, hann gengur hara vel. Skyldum við verða á undan honum inn að stöðinni? Jú, ætli það ekki, en gættu þín. Þetta er hættulegur vegur í svona veðri. ★ ★ ★ Þyrill reis úr sæ fyrir ofan okkur, tignarlegur og heldur vin- gjarnlegri en áður. Hann kinkaði kolli til okkar, dökkur af svita og bláma þokubakkans. Bíllinn þaut eftir veginum. Hvalurinn var að koma að landi. Við heilsuðum. Menn voru önnum kafnir við vinnu sína á planinu. Óvæntir gestir vöktu enga athygli. — Er hann ekki með hval? Við spyrjum þá sem næstir standa. Þeir líta upp frá vinnu sinni. — Jú, hann er með hval, auðvitað er hann með hval. Ætlið þið að draga hann á land fyrir hádegi? — Veit það ekki. Jú, ætli það ekki annars. — Þeir héldu áfram vinnu sinni. Nú dugðu engin vetlingatök. Hinn dauði gestur úthafsins beið við bryggjuna. Engin ástæða að tefja hinztu för hans. ★ 60 FETA HVAI.BR — Komdu sæll, ert þú Jafet Hjartarson verksmiðjustjóri? — Já. — Við erum frá Morgunblað- ínu. — Alveg rétt. Við stóðum á bryggjunni neð- an við hvalvinnslustöðina. Regn- íð lamdi andlit okkar. — Andsk. . . rigning er þetta! Er hann alltaf svona hér í Hvalfirði? — Nei. O-nei. Þið eruð bara óheppn- ír með veður. Já, en heppnir með hvalinn. Það er aðalatriðið. Hvað slustöðina — Hrafn Sigurðsson. — Og ykk- ur líkar vel? — Já, hrópa þeir einum rómi, um leið og þeir hverfa léttum sporum af dekk- inu. ★ GÓÐA FERÐ Skipstjórinn er kominn upp í brú. Allt þarf að vera til reiðu. Skipið á að sigla innan skamms; engar vöflur. Hér er ekki sofið á verðinum. Hér þarf snör hand- tök. Véiarnar eru komnar í gang í landi og hvalurinn er dreginn að rennunni við planið. Hann rignir látlaust, svo að maður er að verða blautur inn að skinni. En það verður að hafa það. — Hvar náðuð þið í þessa langreyði, hrópa ég til skipstjórans, bar sem hann stendur í brúnni og býr sig undir brottförina. — 160 milur héðan. Við fórum út á hádegi í gær, svo að þetta gekk bara vel. — Þið, — hvað eruð þið annars margir? — Fjórtán, þar af 5 í vélinni. — Og hver er skytta? — Kristján Þorláksson. — Já, alveg rétt. Elzta hvalskyttan okkar, af víðkunnri vestfirskri hvalskyttuætt. Við kveðjum Sigursvein skip- stjóra og óskum honum góðrar ferðar og mikillar veiði. Þeir eru búnir að veiða meira en í fyrra, drengirnir hans, höfðu fengið 28 hvali um þetta leyti. — Góða ferð og gangi ykkur vel. ★ ★ ★ Við stöndum á planinu og horf um á eftir Hvalnum, þar sem hann siglir út, lítill samanborið við fjöllin sem teygja sig til him- ins báðum megin fjarðarins og virðast mest langa til að gleypa hann. En það er samt einhver tign yfir þessu litla skipi, eitihver ró í rigningunni og vorilminum. — Stoppið, keðjan er föst í vírn- um! Það er einhver að kalla niðri í rennunni, og vélarnar eru siöðv aðar. Andartaki síðar ískrar afí- úr í vírnum. Þeir eru að draga hvalinn upp á planið — og þarna kemur hann nú á móti okkur eins og grábrynjað herskip. Um leið og hann kemur á pianið er byrj- að að skera hann í stykki og svo .... — Þetta er sextíu feta kerl- ing, kallar verkstjórinn á plan- inu, Vilmundur Jónsson. Já, ein- mitt það, þeir þekkja sitt fag, hugsa ég og sný mér að Jafet. — Hvað heldurðu að hann sé þungur? — Um 40 tonn. — Ekkert smáræði það. — Nei, en þeir eru nú sumir stærri en þetta. — Hvað var sá stærsti stór? — Sá stærsti? 86 fet, minnir mig. Hann vó yfir 100 tonn. Það var steypi- reyður; þeir eru yfirleitt stærstir. — Hvaða tegundir veiðið þið aðr- ar hér? — Langreyði, sandreyði og Búrhveli. — Hafa þeir verið vænir í sumar? — Já, yfirleitt má segja það. — Hvað hafa veiðzt margir á þessari vertíð? — Þeir eru víst orðnir 153; voru 334 í allt í fyrra og þótti gott. Annars er það ekki fjöldinn heldur stærðin sem máli skiptir. ★ EKKERTAÐSKOTADÝR Þeir eru í óða önn að skera hvalinn og ljósmyndarinn tekur myndir í rigningunni, eins og þið getið séð. — Nýr gestur, velkom- inn gestur, — ekkert aðskotadýr. Honum er tekið opnum örmum og innan tiðar sést varla tangur né tetur af þessu risadýri hafs- ins. Það hefir að mestu hafnað í kjötgeymsluhúsi, lýsistönkum og mjölpokum. — Jæja, þá er nóg komið; nú skulum við skreppa og skoða verksmiðjuna og kælinn. Viltu ekki segja okkur svolítið um vinnsluna, Jafet, á meðan við löbbum niður og skoðum okkur um. ★ ÞAÐ DREPUR YKKUR EKKI Hérna undir planinu er verk- smiðjuhúsið. Þegar búið er að taka spikið af hvalnum, er því rennt niður í suðukatlana og brætt. Rengið er skorið frá spik- lengjunum og að mestu selt til Framh. á bls. 11 Sigursveinn Þórðarson skipstjóri stendur við hvalbyssuna á skipi sínu, Hvali 2, og rabbar við fréttamann blaðsins — Strákar! takið við þessum bréfum og sækið þið kassar.n þarna! Fjórir snaggaralegir pilt- ar hlýðnast skipun skipstjóra síns. Einn er með alskegg. Kannski ekki að furða. Engar lag lega stúlkur, engin landlega! Og þarna er Lalli í Fram. Ég mundi eftir honum, við kepptum einu sinni saman í fjórða flokki. — Hvernig var á vellinum? — Danskurinn var „burstaður"! — Já, það var ágætt.- — Þið þarna strákar, hvað er- uð þið gamlir? Tveir piltungar líta upp á bryggjuna, efnilegir menn augsýnilega. — 16 ára. — Hvað heitið þið? — Gísli Jónsson. Þessi mynd er tekin í hinu vistlega eldhúsi Hvalvinnslustöðvar- innar. Lengst til vinstri á myndinni er ráðskonan, Kristensa Kristó- fersdóttir. — Á miðri myndinni er Jafet Hjartarson, verksmiðju- stjóri, þar sem hann situr í skrifstofu sinni. eimsókn í hvalvinn undir Þyrli Stærsti hvalurinn, sem komið hefur í Hvalvinnslustöðina. Hann var 86 fet á lengd og vó um 100 tonn. er hann stór þessi? — Ætli hann sé ekki um 60 fet. Svarið berst í gegnum rigninguna. Það er skip stjórinn á Hval 2, Sigursveinn Þórðarson, sem hefir orðið. Hann stendur í brúnni, unglegur mað- ur, veðurbitinn, ákveðinn. — Þetta er miðlungshvalur, bætir hann við. Okkur tókst illa að skera hann. — Skera hann? Við litum niður. Jú, alveg rétt, hann var skorinn löngum skurði, þar sem hann flaut við skips- síðuna, risavaxinn og kempu- legur. — Til hvers er þetta gert?, spurði ég Jafet, sem stóð við hlið okkar. — Til þess að honum blæði svolítið og hann sé meðfærilegri. — Já, einmitt það. Hann er víst nógu bölvaður við- ureignar samt, þótt dauður sé. Þetta líka bákn. ★ MEÐ ALSKEGG Á HVALVEIÐUM Skipstjórinn stóð við byssuna í stafni. — Þeir voru að bera vistirnar um borð: gosdrvkki, sígarettur, matvæli — og bréf. Síðast en ekki sízt. Hvernig skyldi þeim líða heima? Vonandi vel. — Þið hafið stuttar landlegur er það ekki? — Jú, — skipstjór- inn færir sig nær bakborðslinn- ingunni og við köllumst á gegn- um regnið. — Jú, við stönzum lítið við í iandi, aðeins nokkrar mínútur, þegar við komum með hvalina og klukkutíma, þegar við tökum olíu. Annars erum við alltaf úti nema í slæmu veðri. Einu sinni á vertíðinni látum við hreinsa katiana og þá stoppum við í tvo sólarhringa. Það er allt og sumt. — Og hvernig líkar ykkur útivistin? — Ágætlega. En þú ættir að koma sjálfur með eina ferð. — Hvað eruð þið lengi úti í hvert skipti? — Allt upp í sex sólarhringa, þegar tíðin er slæm og illa veiðist. — Hafið þið veitt vel í sumar? — Já, það er ekki hægt að segja annað, 34 hvali frá því 29. maí. Annars gengur misjafnlega að eiga við þá. Sumum náum við strax, aðrir eru bæði hræddir og styggir, svo að við ngum þeim aldrei, jafnvel þó við eltum þá heilu dagana — Já, þeir hafa kannske löngun til að lifa eins og við. — Ætli það ekki. ★ ★ ★

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.