Morgunblaðið - 09.08.1955, Page 14

Morgunblaðið - 09.08.1955, Page 14
14 MORGUNBLAÐiB Þriðjudagur 9. ágúst 1955 ] LEIÐTOGI FÓLKSINS EFTIR JOHN STEINBECK j Framhaldssagan. 2 Hún leit á póststimpilinn: „Það liefur verið sett í póstinn í fyrra- dag. Það hefði átt að koma hing- að í gær.“ Hún leit spyrjandi upp á mann sinn, en svo varð nvipur hennar gremjulegur: „Hvaða ástæðu hefur þú til að setja upp óánægjusvip? Það er nú ekki svo oft sem hann kemur“. Carl leit undan. Hann gat oft- ast verið harður við hana og strangur í viðmóti, en þegar svo þar við, að hún reiddist, lét hann venjulega undan henni; „Hvað gengur eiginlega að þér?“ spurði hún hörkulega. „Það er bara af því að hann talar“, sagði Carl og í þessari út- skýringu hans heyrðist greinileg- ur afsökunartónn. „Nú, og hvað svo með það? Talar þú kannske ekki líka sjálf- ur?“ „Jú, að sjálfsögðu geri ég það, en faðir þinn talar bara alltaf um það sama“. „Um Indíána", hrópaði Jody á- kafur, „Indíána og ferðir yfir elétturnar". Carl sneri sér að honum, reíði- legur á svipinn: „Viltu gera svo vel og snáfa út, þegar í stað. Út með þig....“. Jody gekk skömmustulegur út og lokaði mjög hljóðlega á eftir sér. Þegar hann hölti, sneyptur og niðurlútur, framhjá eldhúsglugg- anum, kom hann auga á mjög skrítilega lagaðan stein, sem töfr- aði svo augu hans, að hann laut niður, tók hann upp og virti hann mjög grandgæfilega fyrir sér. Raddir foreldranna bárust til hans út um opinn eldhúsglugg- ann: „Jody segir alveg satt“, heyrði hann föður sinn segja. „Hann getur aldrei talað um neitt annað en Indíána og ferðir yfir slétturnar. Ég hef sjálfsagt heyrt hann segja þúsund sinnum frá því, hvernig hestarnir voru reknir. Þarna segir hann frá, sí og æ, og breytir aldrei einu orði í frásögn sinni“. gengið niður til Billys og rabbað við hann“, sagði hann, gekk síð- an út og skellti hurðinni á eftir sér. Jody fór að sinna skyldustörf- um sínum. Hann henti bygginu til unganna, án þess að elta nokk- urn þeirra, safnaði saman eggj- unum, bar spýtur inn í húsið og kom þeim svo haganlega fyrir í eldiviðarkassanum, að eftir tvær ferðir sýndist hann alveg barma- fullur. Móðir hans hafði nú lokið mat- •artilbúningnum, hún skaraði upp í eldinum og þurstaði af plötu eldivélarinnar með kalkúnsvæng. I Jody horfði á hana til þess að sjá, hvort hún væri nokkuð reið við sig ennþá. „Kemur hann í dag?“ spurði hann. I „Já, það segir hann í bréfinu". j „Kannske ég ætti að ganga á móti honum“. j Móðir hans lokaði ofnhurðinni. ' „Það væri fallegt af þér að gera það. Eg er viss um, að honum þætti vænt um, ef einhver kæmi á móti honum". „Já, þá er líka bezt að ég geri það“. Þegar Jody kom aftur út, blístraði hann hvellt á hundana. „Komið þið með mér upp á hæð- ina“, skipaði hann. Báðir hundarnir dingluðu skott inu og hlupu á undan honum upp brattan veginn. Meðfram veginum blómstruðu Salvíur og Jody sleit upp nokk- ur stykki og neri þeim saman á milli handanna, þangað til loftið umhverfis hann angaði af hinum beizka, sterka ilmi þeirra. Hundarnir þutu allt í einu út af veginum og hentust inn í runna á eftir kanínu Það var það síðasta, sem sá til þeirra, því á- vallt þegar þeir misstu af kanínu sem þeir voru að elta, laumuðust þeir sneyptir og skömmustulegir heim til sín aftur. Jody þrammaði áfram upp hlíð ardrögin. Þegar hann kom að litla skarðinu, þar sem vegurinn lá í gegn, mæddi kvöldkulið um hann, ýfði upp hárið og blés út skyrtuna hans. Hann horfði yfir litlu hæðirn- ar og hálsana fyrir neðan sig og því næst renndi hann augunum yfir stóra, græna Salinas-dalinn. | Hann eygði hina hvítu borg, ' lengst úti á flatneskjunni og sá þegar geislar hinnar hnígnandi sólar blikuðu á gluggarúðum hús- anna. Beint fyrir neðan hann hélt stór krákuhópur þing eða ráð- stefnu í gamalli eik og brátt var allt tréð orðið yfirfullt og svart af krákum, sem drifu að úr öll- um áttum. | Loks renndi hann augunum eftir akveginum, sem hvarf sjón- um hans bak við hæð, en kom svo aftur í Ijós, nokkru neðar. — Þar kom hann nú auga á vagn, sem fór mjög hægt og rólega, með einum, jörpum hesti fyrir. Jody settist niður og einblíndi á staðinn, þar sem vegurinn kom aftur í Ijós, hinum megin hæðar- innar. j Vindurinn hvein í ósléttum hæðadrögunum og skýhnoðrarn- ir þyrluðust í austurátt. Loks birtist vagninn að nýju og nam nú staðar. Svartklæddur maður steig út úr honum og gekk til hestsins. | Jody sá, þrátt fyrir fjarlægð- ina, að maðurinn hafði losað beizlistaumana, því að hesturinn laut höfði og beit grasið, við fæt- ur sér. | Síðan lögðu þeir af stað og gengu hægt upp bratta hlíðina. Jody rak upp hljóð af einskærri gleði og hljóp niður veginn á móti þeim. íkornarnir stukku dauðskelkaðir út af veginum, er : þeir heyrðu til hans. Jody linnti ekki á sprettinum, allt í einu rann steinn undan fæti hans og hann datt kylliflatur, en spratt á fætur aftur, hljóp yfir litla bugðu á veginum og sá nú afa sinn og vagninn skammt í burtu. | Drengurinn hætti þá þessum ó- Þegar frú Tiflin svaraði manni sínum, var rödd hennar svo breytt að Jody, sem stóð úti fyrir glugganum, leit upp frá athugun- um sínum. „Gleymdu því nú ekki, Carl“, sagði hún stillilega, „að þetta var stærsta hlutverkið í lífi föður rníns. Hann stiórnaði stórri lest af flutningavögnum yfir slétturn- ar og allt til strandarinnar og þegar þáð var búið, var lífi hans raunverulega lokið. Þetta var stórt hlutverk og faðir rninn var eins og fæddur til að gegna því, en þegar því hafði verið til lykta leitt var ekkert annað að gera fyrir hann, en að hugsa um það að tala um það. Nú á hann heima niðri við hafið, þar sem þessi ferð hans tók enda“. Hún hafði sigrað Carl, sigrað hann með hinni blíðlegu, hljóðu rödd sinni. „Eg hefi séð til hans“, sagði hann stillilega. „Hann gengur oft niður á ströndina og starir vest- ur yfir hafið“. Rödd Carls varð hvassari.. „Og því næst fer hann upp í Horseshoe-klúbbinn í Paci- fic Grove og segir mönnum sög- ur um Indíána og ferðina yfir hinar víðáttumiklu sléttur". Hún reyndi að fá hann aftur á sitt mál: „Já, en þetta er nú honum allt í lífinu. Þú verður að sýna hon- um þolinmæði og látast hiusta á hann“. Carl sneri sér undan, óþolin- móður: „Jæja, jæja, ef það ætlar að ganga of langt, þá get ég alltaf 8VERTIi\IGJADREI\IGIiRII\ll\l 3. Hann tekur sig jafnvel til og grefur gildrugryfju og þek- ur síðan vel yfir með kvistum og þar ofan á breiðir hann svampa og villiávexti. Snemma næsta morgun fer hann að líta eftir gryfjunni. Hann gengur varlega út frá götunni og þrengir sér gegnum runnana og nálgast gryfjuna. Hann sér, að greinarnar hafa fallið niður og flýtir sér þangað, sem gryfjan er. í von um, að það sé falleg skjald- baka niðri í henni. I Ha-a! Ekki neitt! Dýrið hefir sennilega flúið. Svamparn- ir eru nagaðir, og eina dýrið, sem etur þá, er skjaldbakan. Hvernig í ósköpunum hefir skjalbakan komizt upp úr gryfju, sem er svo djúp, að hún nær Mbyame upp að mitti? ! Hann snýr heim hryggur í lund. Hann veit svo vel, að mamma hans gefur honum mat. Hann þarf ekki að líða hungur. En samt..... j Abyagha kemur á eftir honum. Hann er að koma úr rannsóknarferð og er með stóra skjaldböku í hendinni. I „Heyrðu, karlinn, hafðirðu fengið nokkuð? Sérðu, hérna hefi ég fallega skjaldböku. Þú ert meiri aulinn, sem getur . ekki einu sinni veitt skjaldböku. ' Abyagha skellihló og gerði grín að Mbyame. Hann hrinti honum svo út í þyrnirunn, svo að hann særðist víða á líkam- anurn. Síðan hljóp hann hlæjandi í burtu, en Mbyame stend- iur upp og fer grátandi heim. — Morgunblaðið með morgunkaffinu — „llmurinn er indœll og bragðið eftir því" \ Lökk Spartz! Grunnur Slípimassí Bifreiðavðruverzlun Friðriks Berfelsen | Hafnarhvoli — sími 2872 Vörugeymsla Viljum taka á leigu rúmgóða vörugeymslu. Þyrfti ; ■ helzt að vera örugg gegn frosti. Æskilegt að húsnæðið S væri laust til afnota ekki seinna en 1. okt. Þeir sem slíkt ■ húsnæði hefðu til leigu, eru vinsamlega beðnir að setja 3 ■[ sig í samband við undirritaðan. 1 MAGNUS KJARAN, umboðs- og heildverzlun, símar 1345, 82150 og 81860. a ■« Begnhettar Begnslór Fást viða íslenzk-erlenda verzlunarfélagið h.f. Garðastræti 2 — sími 5333.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.