Morgunblaðið - 09.08.1955, Qupperneq 16
Veðurúflif í dag:
SV-kaldi. Léttir til. — Vaxandi
sunnan átt með kvöldinu.
177. tbl. — Þriðjudagur 9. ágúst 1955.
Síldveiiiskýrslan
Sjá blaðsíðu 2.
Faxasíldin verðra* grei
niðnr með tóbakspeningum
Allt tóbak hækkar um 1015%
FJÁRMÁLARÁIÐUNEYTIÐ tilkynnti í gær, að frá og með þeim
degi hækkaði útsöluverð á tóbaksvörum um 10—15%. Tekj-
ur af þeirri hækkun verður m. a. varið til að greiða niður út-
gerðarkostnað af reknetjaveiðum við Suðurland.
Snm skipin nð
hætta síldveiðnm
VEIÐIVEÐUR var ágaett á síldar-
miðunum í gærkvöldi, en samt
var flotinn lítiliar sem engrar
síldar var. Fregnir höfðn aðeins
borizt til Raufarhafnar um fjög-
ur skip, sem voru með 100 tunnur
hvert.
Sumir eru þegar farnir að tala
um að hætta, sagði fréttamaður
blaðsins á Raufarhöfn í gærkv.,
og ef ekki veiðist Jjessa viku,
má búast við að los komizt á
síldarflotann.
Veiði er góð hjá norksu rek-
netjabátunum fyrir norð-austan
land, en þeir náigast nú æ meir
íslandsstrendur. Heldur flotinn
sig nú mest norð-anstur af Bakka
flóa.
Eftirtalin skip fengu veiði i
gær og fyTrinótt: Goðaborg 200,
Pálmar 100, Vonin VE 300. fs
leifur 230, Einar Þveræingur 800,
Von TH 130, Erlingur V 400;
Steinunn gamla 200, Helga 100,
Hannes Hafstein 90, Reykjaröst
200, Kap 270, Hafnfirðingur 200,
Kristján 200, Páll Þorleifsson
250, Garðar 90, Víðir. Eskifirði
100, Snæfell 100 og Mímir 100.
Á sunnudag: Víðir II, Garði
500, Björgvin GK 300, Björgvin,
S Dalvík 200, Baldur EA 200, Kári
| Sölmundarson 500, Garðar EA
' 500, Reykjaröst 150, Aðalbjörg
HÉRAÐSMÓT Sj álfstæðismanna í Vestur-Húnavatnssýslu var 300i Fanney 400, Hannes Hafstein
haldið á Laugarbakka s. 1. sunnudag. Mótið var mjög vel sótt _ 100 og Bára 60.
úr öllum hreppum sýslunnar og sýndi vaxandi fylgi Sjálfstæðis-
manna í héraðinu.
Fyrir nokkrum dögum náðist
loks samkomulag um saltsíldar-
verðið á reknetjaveiðum í Faxa-
flóa og við Suðurland. En kostn-
aður af útgerð þessari hafði auk-
izt svo mjög m. a. vegna hækk-
aðra launa, að útilokað var með
núverandi markaðsverði síldar-
innar, að útgerð þessi gæti borið
cig.
PAKKINN Á 11 KRÓNUR
Svo að hið opinbera hefur orð-
ið að hlaupa undir bagga með út-
gerðinni og verður nú hluta af
ágóða af tóbakssölu varið til að
greiða niður síldarverðið. Samkv.
þessu munu amerískar sígarett-
ur, Camel, Chesterfield og Lucky
Strike kost kr. 10,80 og 11 kr.
sléttar með skógræktarmerkinu.
Er það nákvæmlega krónu hækk-
un. Allt annað tóbak hækkar
álíka. í þessari hækkun er einnig
innifalin nokkur verðhækkun á
tóbaki á heimsmarkaðinum.
Ffölsótt héraðsmót
SjáUstæðismantna
í V-Húnavatnssýslu
Sigurður Pálmason, kaupm. á
Hvammstanga, setti mótið með
ávarpi og stjórnaði því, en ræð-
wr fluttu: Jónas Rafnar, alþing-
ismaður og Jón ísberg fulltrúi.
Töluðu þeir um stjórnmálavið-
liorfið og var ræðum þeirra vel
tekið.
Kristinn Hallsson óperusöngv-
ari söng einsöng. Undirleik ann
skemmtu þeir leikararnir Ævar
Kvaran og Árni Tryggvason með
upplestri og gamanþáttum. Að
síðustu var svo stiginn dans.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hef-
ur vaxið mikið í Vestur-Húna-
vatnssýslu á síðustu árum og eru
Sjálfstæðismenn í mikilli sókn í
sýslunni undir ágætri forustu
hins unga og ötula frambjóðanda
aðist Ragnar Bjömsson. Þá flokksins, Jóns Isbergs.
Stigamenn í Kópavogi
stöðva bíl og ráðast
með barsmíð á bílstjóra
IGÆR um hábjartan dag gerðu tveir stigamenn á Nýbýlavegi
í Kópavogshreppi árás á bifreiðastjóra, sem um veginn ók og
misþyrmdu honum svo að hann er allmikið meiddur. Báðir árásar-
mennirnir munu hafa verið undir áhrifum áfengis.
RUDDUST I BIFREIÐINA
Um 7-leytið í gærkvöldi voru
þeir Geir Gunnlaugsson bóndi í
Eskihlíð og starfsmaður hans,
Arnþór Jónsson frá Möðrudal
að keyra suður að Lundi í Foss-
vogi og ók Arnþór bif reiðinni.
Þegar þeir óku inn Nýbýlaveg
mættu þeir tveimur mönnum,
eem augsýnilega voru undir
áhrifum áfengis. Stöðvuðu ölv-
uðu mennirnir bifreiðma með
því að ganga þvert íyrir hana
og er hún hafði hægt á sér, gátu
þeir gengið að bílhúrðinni og
aiitið hana upp og ætluðu að
►yðjast upp í hana með valdi.
HRINGT Á LÖGREGLU
Þá taldi Geir bóndi ?' Eskihlíð,
að ekki yrði lengur við þetta
unað. Steig hann út úr bifreið-
innr og að næsta húsi til að
hringja á lögregluna. Var hann
nokkum tíma í burtu ,
ÓFÖGUR AÐKOMA
En þegar hann kom aftur
höfðu stigamennirnir tveir, sem
eru Heiðmundur Ottósson og
Ingíbergur K. Sigurgeirsson, gert
alvarlega líkamsárás á Arnþór
Jónsson. Stóðu þeir yfir honum
blóðugum og máttförnum eftir
misþyrmingarnar. Enda voru
þeir nú fjarlægðir af lögregl-
unni, sem innan stundar kom
á staðinn.
Læknir, sem skoðaði Arnþór,
taldi að hann væri handarbrot-
inn. Þá var hann mjög marinn
og meiddur á andliti og höfði.
Hafði hann sennilega fengið snert
af heilahristingi, því að hann
hafði uppköst. Líðan Arnþórs
var þó sæmileg og gat hann
farið heim til sín um kvöldið.
Norðorlanda-
námsstyrkir
SÍÐASTA Lögbirtingablað skýrir
frá því, að til umsóknar séu sjö
námsstyrkir, sem veittir eru af
Nordisk Adminastrativ Forbund.
Hefir það verið venja undanfarin
ár að veita þessa styrki, og veitir
þá norræna embættismannasam-
bandið til námsdvala embættis-
manna í einhverju Norðurland-
anna. Styrkirnir eru frá Dan-
mörku tvennar 750 krónur dansk-
ar, Finnlandi 40.000 finnsk mörk,
íslandi 1.500 ísl. kr., Noregi tvenn
ar 750 kr. norskar, Svíþjóð 500
sænskar kr.
Styrkjunum verður úthlutað í
Stokkhólmi 24. sept. Umsóknar-
frestur er til 20. ágúst og veitir
Baldur Möller stjórnarráðsfull-
trúi allar frekari upplýsingar.
AKRANESI, 8. ágúst — Togarinn
Akurey kom í dag af miðunum
við Vestur-Grænland með 300
lestir af karfa.
. Á laugardaginn voru níu trillu-
bátar á sjó héðan. Trillan, sem
aflaði mest fékk 900 kg. Tveir
reknetjabátar komu hingað á
laugardaginn með síld, Sigurfari
með 83 tunnur og Farsæll með
41. Bátarnir fóru ekki út aftur
fyrr en í dag. — O.
Fjöldi lólks veður-
tepptur í Eyjum
Flugfélagið flutti yfir 700
ÞAÐ VAR ekki fyrr en í gærmorgun, sem Flugfélag Islands gat
aftur hafið flugferðir með Þjóðhátíðargestina frá Vestmanna-
eyjum. Ætlunin hafi verið að fljúga allan sunnudaginn aftur til
Reykjavíkur, en það brást, þoka og illviðri hindruðu.
7 FERÐIR
Reyna átti kl. 3 á aðfaranótt
mánudags, en ekki gekk að held-
ur. Loftbrúin opnaðist aftur kl.
8 í gærmorgun og um kl. 4 höfðu
verið farnar 7 ferðir, þá varð áð
hætta að fljúga vegna veðurs. —
Átti þá eftir að fara minnst'6
ferðir.
700 MANNS
Var búizt við því að skemmti-
ferðafólkið muni reyna að ná í
skip og báta frá Vestmannaeyj-
um í gær, þar sem það átti flest
að vera þá komið til vinnu.
Alls flutti Flugfélagið 700
manns til Eyja á Þjóðhátíðina.
Mynirnar hér að ofan eru frá slyssíaðnum. ’
(Ljósm. H. Teits.)
Alvarlegur en dularfull-
ur árekstur við Lambhaga
STÓR vörubíll merktur K 46, þ. e. ættaður úr Skagafirðinum,
gereyðilagðist í gær við Lambhagabrúna í Mosfellssveit, rétt
fyrir ofan Reykjavík. Slys þetta er að ýmsu leyti dularfullt. T. d.
vissi lögreglan í Reykjavík ekkert um það. Vegfarendur, sera
komu þarna að um miðjan dag í gær, sáu bílflakið á vegarbrúii-
inni. En enginn maður var nálægt og ekki er vitað til að neinn
slasaður maður hafi verið fluttur í sjúkrahús, þótt framrúða bif-
reiðarinnar sé brotin og höggið hljóti að hafa verið mikið. Bif-
reiðastjórinn hefur ekkert látið af sér heyra um þetta alvarlega
atvik.
UNDARLEG
VERKSUMMERKI
Menn með góða leynilögreglu-
hæfileika, sem komu á staðinn,
kváðust og heldur ekki geta sagt
um það með neinni vissu, hvern-
ig slysið hefði átt sér stað. En
það er Ijóst að vörubíllinn K 46
hefur verið á suðurleið, hlaðinn
grófri möl til byggingar. Þegar
bíllinn er kominn á suðurenda
Lambhagabrúar verður slysið.
Skal hér skýrt í stuttu máli frá
helztu vegsummerkjum, ef les-
endur gætu ráðið gátu þessa.
SYÐSTI STÓLPI
ÓSKEMMDUR!
Hliðarstólpar Lambhagabrúar
eru þarna mjög lágir — um 85
cm á hæð, 7 talsins og með rör-
um á milli. Tveir þessara stólpa
eru brotnir. Það eru annar og
þriðji stólpi talið sunnan frá.
— En syðsti endastólpinn er al-
gerlega óskemmdur!
FRAMHJÓLSFELGA
ÓSKEMMD?!
Þá er að lýsa bílnum sjálfum.
Með einhverju móti hafa fram-
hjólin bæði með öllu losnað og
farið aftur undir bílinn miðjan.
Er vinstra framhjólið sprungið,
en á felgu þess sér engar skemmd
ir. Hægra framhjólið er ó-
skemmt.
Þá ber þess að geta, að á
vinstra afturhjóli er felgan hins-
vegar mjög skemmd og skæld
eins og eftir þungt högg.
GEREYÐILAGÐUR
Bíllinn var fullfermdur af
grófri sjávarmöl, sem fyrr segic
og hefur mölin við höggið kast-
ast fram af slíkum þunga að efri
hluti bílhússins hefur færst
fram og yfirbyggingin öll
skekkzt. Virðist bíllinn vera mjög
mikið skemmdur, en hann er af
tegundinni Fordson.
Þrátt fyrir allt er talið að bíl-
stjórinn hafi sloppið óskaddaður
úr þessum árekstri og farið og
jafnað sig, þótt ekki hafi haira
tilkynnt lögreglunni um atburð
þennan. , u
1
Græidjendingar
veðurtepptir hér j
I FYRRADAG kom Gullfaxi hing-
að til Iieykjavíkur með fólk frá
Kaupmannahöfn, sem hann átti að
flytja til. Grænlands. Vélin varð
að lenda hér sökum illveðurs, og
var hún ekki enn farin aftur af
stað í gærkvöldi. Með vélinni frá
Kaupmannahöfn voru 55 farþeg-i
ar, Grænlendingar og Danir. Græh
lendingarnir voru flestir. að snúá
aftur til fósturjarðar sinnar eftir
árlanga dvöl á berklahælum í Dann
mörku, en eins og alkunna er geis-
ar berklaveiki hvergi eins skæð
í heiminum sem á Grænlandi, en
þó er þar ekkert hæli.
Danimir voru flestir frá fyrir-
tæki, sem nefnist Danish Artic
Contractors, og annast bygging-
ar og flugvallaframkvæmdir fýrir
bandaríska herinn á Grænlandi.
Ætluðu þeir til vallarins Blui
West 1. 1