Morgunblaðið - 10.08.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.08.1955, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. ágúst 1953 Otg.: H.Í. Árvakur, Reykjavflk 3Framkv.stj.: Sigíús Jónssoa Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálarltstjóri: Sigurður Bjarnason frá VS®«a Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árnl GarCar Kristinwoa. Ritstjórn, auglýsingar og afgreifJsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriítargjald kr. 20.00 á mánuði Innanlanda í lausasölu 1 krónu tintakiW I ÚR DAGLEGA LÍFINU Kjarnorkan og framtíðin MIKIL tíðindi og góð gerast nú árlega á sviði tækni og vís- inda. Þar reka hver stórtíðindin önnur. Ekki alls fyrir löngu var því lýst yfir, að bandarískir vís- indamenn hefðu fundið upp að- ferð til þess að framleiða blað- grænu. Nokkru síðar kom fregn um að bóluefni hefði verið fund- ið upp gegn lömunarveiki. Og nú fyrir nokkrum dögum hafa Bandaríkjamenn tilkynnt að inn- an tveggja ára muni þeir senda gerfihnetti út í himingeiminn, sem síðan gerist fylgihnettir jarð arinnar og hefji göngu sína kring um hana. Eftir um það bil 25 ár geti menn gert sér von um að hægt verði að halda til tunglsins. í svipaðan mund og þessar fregnir berast, beita samtök Sam einuðu þjóðanna sér fyrir fyrstu alþjóða ráðstefnunni um friðsam lega hagnýtingu kjarnorkunnar. Þessi ráðstefna er nú sezt á rök- stóla í Genf. Sækja hana á ann- að þúsund vísindamenn og sér- fræðingar frá um 70 þjóðum. Samtals hafa verið lagðar fram um 1100 ritgerðir um kjarnorkumál á þessari ráð- stefnu. Hafa vísindamenn frá 33 þjóðum samið þær. Aðild Norðurlanda Öll Norðurlöndin senda full- trúa á Genfarráðstefnuna. Frá ís- landi eiga þar sæti þrír fulltrúar. Frá Danmörku, Noregi og Sví- þjóð hafa verið sendar riimlega 20 ritgerðir til ráðstefnunnar um kjarnorkumál. En öll þessi lönd hafa tekið upp kjarnorkurann- sóknir. Ennfremur hafa Norð- menn hafið samvinnu við Hol- lendinga um slíkar rannsóknir. Einhver samvinna um þær mun einnig hafin milli Norðmanna og Dana. Loks hafa Danir samvinnu við Breta. Það liggur í augum uppi, að smáþjóðir eins og Norður- landaþjóðirnar hljóta að sækja mikinn styrk í samvinnu um kjarnorkumál. Allar rann sóknir og framkvæmdir á því sviði eru svo dýrar, að ein- stökum smáþjóðum eru þær ókleifar. Þær verða að vinna með öðrum að þeim. Er það mjög athugandi að Norður- landaþjóðirnar allar myndi með sér samtök um hagnýt- ingu kjarnorkunnar. Þau sam- tök myndu síðan leita sam- vinnu við stórþjóðirnar, sem lengst eru á veg komnar. Tilboð Eisenhov/ers í ræðu, sem Eisenhower Banda- ríkjaforseti hélt í New York eftir að hann kom f*'á Barmudaráð- stefnunni skýrði hann frá því, að Bandaríkin vildu beita sér fyrir því, að allar þjóðir, stórar og smáar, gætu hagnýtt sér hina stórkostlegu möguleika kjarnork- unnar. Bandaríkin vildu leggja fram fé í þessu skyni og leggja grundvöll að samvinnu, sem líkt- ist efnahagssamvinnu hinna vest- rænu þjóða á grundvelli Marsh- allaganna. Síðan þetta tilboð var gert af hálfu hins stórhuga og víðsýna stjórnmálaleiðtoga hefur alþjóð- legri samvinnu um kjarnorkumál stöðugt þokað fram á leið. Og nú sitja vísindamenn frá 70 löndum í Genf cr ræða skipulag á sam- vinnu þjóðnrma um hagnýtingu kjarnorkunnar til friðsamlegra nota. Miklar vonir eru við þenn- an fund tengdar. Kjarnorkan hef- ur skapað mannkyninu örlaga- ríkasta tvíkost, sem það nokkru sinni hefur staðið frammi fyrir: Að farast eða skapa sér stórkost- legar framfarir og glæsilega fram tíðarmöguleika. Nauðsyn innri þroska Nú, þegar rétt 10 ár eru liðin frá því að fyrstu atomsprengj- unni var varpað á Hirosima, rík- ir vaxandi skilningur á því að í raun og veru geti aðeins verið um síðari kostinn að ræða. Notkun kjarnorkunnar í hernaðartilgangi hlyti að leiða til tortímingar. Snilligáfa mannsandans heldur stöðugt áfram að finna nýjar leið ir til þess að gera líf mannkyns- ins fullkomnara og fegurra, upp- götva ný og ný sannindi, gera jörðina og jafnvel ómælisvíddir himingeimsins manninum undir- gefnar. En flestar uppgötvanirnar er einnig hægt að nota til bölv- unar, hruns og eyðileggingar. Allt veltur því á því, að samhliða hinum vísindalegu afrekum öðlist maðurinn, homo sapiens, þann innri þroska, sem tryggi viturlega og mannúðlega hagnýtingu þeirra. Ella hefur til einskis verið barist fyrir hinni auknu þekkingu og valdi yfir dul- mögnum náttúrunnar. Grfimár hneyksli ftjc— ALMAR skrifar: Sumar-dagskróin. ÞEGAR fram á sumar kemur hef- ur dagskrá útvarpsins oft verið fátæklegri en endranær og er það að vonum. Er þá venjulega erfið- ara að ná í góða menn til þess að leggja dagskránni lið, því margir eru þá á ferðalagi utan iands og innan. — Útvarpsdagskráin vik- una sem leið hafði þó upp á margt athyglisvert að bjóða, sem ástæða er til að minnast á. — Sunnudag- inn 31. júlí var dagskráin allfjöl- breytt að vanda, — ágæt tónverk flutt og athyglisverð erindi, svo sem frásögn Steingríms J. Þor- steinssonar prófessors frá háskóla kennarafundi Evrópuráðsins í Saarbriicken og aldarafmælisminn ing frú Ingunnar Jónsdóttur frá Kornsá, þeirrar merku ágætis- konu. Jrá áti/arpi í óíÉuótu vlL tnii u Góður gestur HÉR HEFUR að undanförnu lát- ið til sín heyra í útvarpinu góður gestur, Edward Mitens, ráðherra, frá Færeyjum. Hefur hann flutt nokkur erindi um færeyskan skáld skap að fornu og nýju og önnur menningarmál þessarar dugmiklu bræðraþjóðar okkar og nú síðast gagnmerkt erindi um hinn mikla þjóðskörung og þjóðskáld þeirra Færeyinga Joannes Patursson í Kirkjubæ. — Öll þessi erindi Mit- ens ráðherra hafa verið stórfróð- leg og flutt með miklum ágætum og sérstaklega hefur verið gaman 'Ueit/ahandi álripar: ÞÆR FREGNIR berast nú frá Austfjörðum, að útboðshneyksli ráðherra Framsóknarflokksins gagnvart Grímsárvirkjuninni mælist þar mjög illa fyrir. Er það almennt talin hrein óhæfa, að það fyrirtæki, sem sendi inn hæsta tilboðið skyldi fá verkið. En ástæða þess er eins og kunn- ugt er sú, að gæðingar og venzla- menn leiðtoga Framsóknarflokks ins standa að Verklegum fram- kvæmdum. Það er alkunna, að Tímamenn hafa í áratugi haldið því fram, að þeir væru hinir sönnu vernd- arar alls velsæmis í opinberu lífi. Er þess skemmst að minn- ast, að Tíminn ætlaði að brenni- merkja ungan mann fyrir að hafa notað síma ríkisfyrirtækis í einka þágu. Samtímis slíkum ásökunum hika ráðherrar Framsóknar- flokksins ekki við, að bverbrjóta allar reglur um tilboð i milljóna framkvæmd til þess eins að geta heyglað pólitískum gæðingum sínum og venzlamönnum leið- toga sinna!! Slíkt framferði ber bví vissu- lega ekki vott, að Framsóknar- flokkurinn sé traustur vörður um opinbert velsæmi. Hitt er sönnu nær, að það sé enn ein sönnun þess, að hann hiki ekki við að misnota vald sitt til þess að fremja hin vítaverðustu afglöp. Austfirðingar og allir íslend- ingar vita hvað hefur gerst í sambandi við tilboð í bygg- ingu Grimsárvirkjunarinnar. Sú saga mun eiga sinn þátt í a ðrótfesta þá skoðun, að Fram sóknarflokkurinn hljóti að halda áfram að glata trausti og fylgi í landinu. Góðmálmar á villigötum NOKKUÐ á annað þúsund manns hafa lagt leið sína á sýninguna hans Péturs Hoffmann í Listamannaskálanum, þar sem hann hefir að undanförnu haft til sýnis muni þá, sem hann hefir undanfarin 5—10 ár tekið til handargagns á öskuhaug um bæjarins. Þarna kennir margra grasa. Eigulegir munir úr glitrandi góðmálmum ,sem mað- ur setur ógjarnan í samband við sorp og skran, tala þarna sínu þögla máli og minna okkur á, hve ósköp okkur hættir við að „brióta og týna“ — jafnvel þótt verðmæt ir eftirlætismunir séu annars veg- ar. — En það er nú svona. Óhöpp- in geta alltaf viljað til — og hljóta að gera það, þegar hirðu- leysi og ókærni er í spilinu. Það er t. d. erfitt að hugsa sér, hvern- ig stærðar súpuskeið úr skíra silfri hefir lent úti á öskuhaug, nema fyrir dæmalaust athugunar , leysi og bjánaskap. Öðru máli I gegnir um teskeiðar og aðra smá muni, sem afsakanlegt er, að geti slæðst í ruslafötuna með ýmsu einskis nýtu skrani. Þörf áminning FJÖLDI manns hefir fundið þarna á sýningunni, muni úr eigu þess, sem þeir hugðu sér týnda og glatað fyrir fullt og allt. 1 Að sýningunni lokinni verður munum skilað til þeirra, sem lembt hafa sig að þeim og sannað eignarrétt sinn á þeim, en auð- vitað eru þó margir munir, sem enginn hefir gert tilkall til og i mun Hoffmann væntanlega hafa fullan rétt til að ráðstafa þeim eftir vild. — Er ástæða til að þakka honum fyrir þetta framtak hans, sem hefir sýnilega bjargað miklum verðmætum frá glötun um leið og sýningin hefir verið þörf áminning til almennings um að gæta meiri hirðusemi og að- gæzlu í daglegri umgengni sinni. Hver er Gregory? j ¥ÍÉR er bréf frá „Kráku“, svo- JlI hljóðandi: — „Kæri Velvakandi! Finnst þér hún ekki svakaleg, sakamálasagan í útvarpinu: „Hver er Gregory“? Hún er svo æsandi, að maður er blátt áfram af sér genginn á taugum eftir hvern lestur. Ég segi fyrir mig, að ég hefi ekki hingað til verið myrkfælin, en nú þori ég varla um þvert hús að ganga, að hverj um lestri loknum. — Ég er svona hrædd við Gregory! Hvers vegna lætur útvarpið lesa svona hrollvekjandi sögu? Eru ekki til nógar rólegar — og þó spennandi sögur? Ef til vill eru þetta óþarfa aðfinnslur hjá mér, en mér finnst ég samt mega til með að koma þeim á fram- færi, því að mér er töluvert annt um sálarfrið minn og líkt staddra samborgara minna. — Kráka“. Nálgast sjálfan Börson! JÚ, víst er hún ærið skuggaleg, sagan sú arna og er óhætt að fullyrða, að all langt er síðan nokkur framhaldssaga í útvarp- inu hefir dregið að sér áhugasam ari og ákafari hlustendahóp. — Hann slagar hátt upp í Bör Börs- son á sínum tíma, sem svo greini lega sló öll met. — Og er þetta ekki það, sem við hlustendur er- um stöðugt að klifa á — að við fáum útvarpssögu, sem heldur á- huga okkar vakandi, eitthvað sem kraftur er í, en ekki stöðuga lognmollu og deyfð? — Þar fyrir má ekki taka orð mín svo, að ég vildi að allar sögur, sem valdar væru til lesturs í útvarpið, væru í anda Gregorys! — Það væri vitanlega alltof mikið af svo góðu — en svona innan um og saman við, í hæfilega smáum skömmtum, finnst mér slíkt efni í útvarps dagskrána vera líkt og krydd í bragðdaufan mat. Einfalt ráð EG vil um leið votta Kráku sam úð mína — athugasemd henn ar á fullan rétt á sér — og ég veit af eigin reynslu, að myrkfælni getur verið afleit. En hví í ósköp unum, Kráka mín góð, og aðrir sem svipað kann að vera ástatt fyrir, hví skrúfið þið ekki ein- faldlega fyrir tækið ykkar, þenna stundarfjórðung, meðan Gregory er á dagskrá — og látið svo sem ekkert sé? • >GJ Merkið, sem klæðir •andið. að heyra hann fara með og syngja færeysku þjóðkvæðin, sem um margt eru svo lík þjóðkvæðum okkar, enda af sömu rót runnin. Gegnir furðu hversu góða rödd ráðherrann hefur, jafn aldraður maður. Góður sagnalestur UM ÞESSAR mundir flytja tveir ágætir menn sögur í útvarpið, þeir séra Sveinn Víkingur, er flyt- ur söguna „Ástir piparsveinsins" eftir William Locke og Gunnar G. Schram, stud. jur. er les söguna „Hver er Gregory?" eftir Francia Durbridge. — „Ástir piparsveins- ins“ er prýðisgóð saga og ágæt- lega flutt. Sveinn Víkingur les skýrt, greinilega og þýðir á ágætt mál og hin hógláta kímni hans nýtur sín vel í lestri hans. Gunnar G. Schram fer sérstak- lega vel með sögu þá sem hann les. Er lestur hans lifandi og blæ- brigðaríkur og gefur ekki eftir þvi bezta sem heyrzt hefur hér í útvarpinu af þessu tagi. Sagan er bráðskemmtileg og spennandi, enda hefur hún hlotið miklar vin- sældir í útvarpi erlendis. Hefur hún verið lesin í danska og norska útvarpið og einnig í BBC í Eng- landi og hvarvetna hlotið miklar vinsældir meðal hlustenda og í blöðum. — Hér hafa lítilsigldir karlar verið að hrista úr klauf- unum út af þessari sögu, en allt er það marklaust hræsnishjal gert af pólitískum naglaskap. Frídagur verzlunarmanna. DAGSKRÁ útvarpsins mánudag- inn 1. þ.m. var helguð frídegi verzlunarmanna. Flutti þá Ingólf- ur Jónsson viðskiptamálaráðherra skörulegt ávarp, þar sem hann minntist baráttu íslenzku þjóðar- innar fyrir verzlunarfrelsi og sýndi fram á hversu hagur þjóð- arinnar hefði batnað og hér orðið stórstígar framfarir eftir að Is- lendingar fengu fullt frelsi í verzl unarmálum og tóku erlenda og innlenda verzlun í sínar hendur. Ræða Eggerts Kristjánssonar formanns Verzlunarráðs Islands, var einnig mjög athyglisverð og hneig í sömu átt. Þá var og mjög greinargott er- indi Hauks Andréssonar er hann nefndi: Einokunin fyrri. Of hraður lestur ERINDI Baldurs Bjarnasonar sagnfræðings um hinn deyjandi Galla, var fróðlegt og mörgu leyti skemmtilegt, en allmikið spillti fyrir hversu hratt hann fiutti er- indið. Hættir þessum margfróða 1 sagnfræðingi altof oft til þess að bera of ótt á, og ætti hann að leggja niður þann leiða vana. Er- \ indi hans eru yfirleitt það góð að þau eiga betri flutning skilið. Þýtt og endursagl o. fl. „FULLNÆGT sé dómi hennar há- tignar“, erindið sem Jón Júlíusson i fil. kand. flutti fimmtudaginn 4. ■ þ.m. var mjög athyglisvert. Sagði ! þar frá enskum réttarvenjum og j alkunnri fastheldni Englendinga ivið fornar venjur einnig á sviði I réttarfars, sem oft hefur leitt til hörmulegra mistaka og jafnvel réttarmorða. Því miður gat ég ekki að þessu sinni hlustað á þátt Ævars Kvar- ans og heldur ekki á leikritið „Eftir veizluna“ eftir Edward Brandes. Vil ég þó sízt verða af þáttum Ævars því að þeir hafa jafnan verið fróðlegir, vel samdir og prýðilega fluttir._______ Eldsvoði í Arnarda! ÍSAFIRÐI, 9. ágúst — S.l. mánu- dag kom upp eldúr í íbúðarhús- inu að Holti í Arnardal. Er þetta hús noíað sem sumarbústaður af eiganda þess, Eiríki Guðmunds- syni, ísafirði. Kviknaði eldurinn í kjallara hússins. Slökkviliðið á ísafirði kom innan stundar á vett vang og tókst að slökkva eldinn á skömmum tíma. T7'arð nokkuð tjón á kjallara og lcíti hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.