Morgunblaðið - 10.08.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.08.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 10. ágúst 1955 MORGUNBLAÐIÐ 9 FRÁ Marokkó berast stöðugt ; fregnir af blóðugum óeirðum. Fyrir rúmum mánuði greip franska stjórnin til þess ráðs að skipa nýjan landstjóra, Gilbert Grandval, er sendur var frá París ■ með þær fyrirskipanir upp á vas- j ann að friða landið og reyna að ‘ fara samningaleiðina að Marokkó búum. Grandval tók þegar til óspilltra mála og rak úr embætti níu háttsetta franska embættis- ! menn — ekki af því að þeir væru óhæfir til að gegna störfum sín- um heldur þar sem þeir væru í augum Marokkó-buar fulltrúar hinnar fyrrverandi illa liðnu stjórnar. Það verður að róa æsta hugi fólksins til að geta hafizt handa um raunhæfar umbætur á stjórnarfari landsins, sagði Grandval. Og hann lét ekki sitja við orð- iin tóm. Á Bastilludeginum, 14. júlí, veitt hann 77 pólitískum föngum uppgjöf saka og lét loka fangabúðunum þar, sem marokk- anskir þjóðernissinnar höfðu ver ið hafðir í haldi, og bann hvatti Marokkóbúa til að taka þátt í há- tíðahöldum Frakka á þjóðhátíð- ardegi þeirra. Og þetta er aðeins byrjunin, sagði hinn nýskipaði landstjóri. ★ ★ ★ Marokkóbúar urðu við áskor- iininni — en á sinn hátt. I Casablanca á Bastillu-deginum blöktu fánar Marokkóbúa við hún við hlið þvílita franska fán- ans. Frakkar og Marokkóbúar xeikuðu hlið við hlið eftir aðal- götunum, og svalir kaffihúsanna voru þéttsetnar fólki. Evrópu- húar fjölmenntu að vanda á Gonin-veitingahúsið og biðu þess þar, að dansinn hæfist á götun- um. Skyndilega óku tveir ungir Marokkóbúar litlum flutnings- vagni upp að gangstéttarbrún- inni fyrir framan veitingahúsið — stöðvuðu vagninn þar og hröð- uðu sér á brott. Mjó reykjarsúla liðaðist upp frá vagninum og tveir evrópskir unglingar lyftu seglinu til að vita, hvað væri um að vera. Sprengingin bergmálaði um götuna, og á svölum Gonin- veitingahússins varð glaðvær hópur manna skyndilega að ið- andi kös særðra og deyjandi. Sex fórust, 35 særðust. Franskir landnemar guldu líku líkt. Þeir fóru um göturnar í hópum og brutu gluggarúður í verzlunum hinna innfæddu og grýttu skrifstofur frjálslynda blaðsins, Maroc-Presse, drápu xiokkra Marokkóbúa og brenndu nokkur hús í Medina, hverfi hinna innfæddu. Þeir dreifðu bæklingum, er deildu harðlega á stefnu Grandvals. Grandval stendur í stríðu — en situr fast við sinn keip Er hSynniur því, að soldánarnir iveir verði seffir á effiriann — og skipað fimm manna ríkissfjérnarráð r I Ben Mulay Arafa heilsar Grandval (t. v.) við komu hans til Rabat. Óeirðirnar í Casablanca stóðu í ' þrjá daga og voru þær blóðug- ustu, er orðið höfðu í borginni síðan árið 1952 — 10 Evrópumenn féllu og a. m. k. 20 Marokkóbúar og rúmlega 100 særðust. En Grandval sat fastur við sinn keip, hann ætlaði að halda áfram þeirri máiamiðlunarstefnu er hann hafði markað í upphafi. Og landstjórinn iagði ótrauður upp í eftirlitsför um Marokkó. Er hann kom til Meknes, þessarar gömlu, virðulegu Arababorgar, sem jafnframt er einn aðalaðset- ursstaður franskra landnema, hófust óeirðirnar, áður en land- stjórinn kom til borgarinnar. Fimmtán Marokkóbúar féllu og 40 særðust fyrir skotum franskra lögreglumanna, 10 lögregiumenn og hermenn særðust í grjótkasti hinna innfæddu. ★ ★ ★ Landstjórinn kom og drakk mjólk með pashanum sitjandi á stórri ábreiðu — en þannig taka Marokkóbúar á móti tignum gest- um. En Grandval sá sitt óvænna, flutti mjög stutta ræðu og ók síðan burtu. Skríllinn braust í gegnum raðir lögreglumanna um- hverfis bifreiðir landstjórans og fylgdarliðs hans og réðist á vagn- ana. Enginn meiddist, en brotnar rúður bifreiðanna báru þess ó- tviræðan vott, að hér hafði land- stjórinn og lið hans verið háett komið. Grandval hætti við að Þannig voru svalir Gonin-veítingahússins útlítandi, eftir að sprengjan hafði sprungið á flutningavagninum, sem stöðvaður var við gangstéttina fyrir utan veitingahúsið. Evrópubúar í Casa- blanca vöndu komur sínar á veitingahús þetta og var það troð- fuilt af gestum 14. júlí — á þjóðhátíðardegi Frakka — er sprengj- an var sprengd. Sex Evrópumenn fórust og 35 særðust. Á mynd- inni sjást blóðblettir á gólfinu. ráða. Hann vísaði lögreglustjór- anum í Casablanca, Jean Vergn- olle, úr embætti og gerði Georges Causse, forseta Présence Franc- aise, útlægan. Fylgismenn Causse réðust harðlega að Grandval í ræðu og riti og kváðust aldrei hafa beitt sér gegn hagsmunum Frakka í Marokkó. Landstjórinn kvað sér ekki ljúft að grípa til slíkra úrræða, en hann hefði eink is annars átt úrkosta. — Enda mun Grandval vera fyllilega ljóst, að það eru ekki hagsmunir Frakka í Marokkó sem einir skipta máli. Höfuðatriðið er að takast megi að koma á vinsam- legri sambúð með þessum tveim löndum, og slíkt yrði fyrst og fremst að byggjast á þvi, að Marokkóbúum verði veitt fullt sjálfræði sem sambandsríki Frakka. „Þegar öllu er á botninn hvolft, lifum við á síðari hluta 20 aldar- innar. Við verðum a. m. k. að láta eins og við höfum ofurlitla skynsemi til að bera. Það væri í hæsta máta heimskulegt að halda áfram að beita Marokkó- búa valdi“, segir Grandval. ★ ★ ★ Undanfarið hefir styrrinn samt ekki eingöngu staðið um stjórnar farlegar umbætur — heldur hefir múgurinn jafnan hrópað: „Lengi lifi Ben Yusef“. Fyrrverandi soldán í Marokkó Sidi Mohamed Ben Yusef sendu Frakkar í út- legð fyrir tveimur árum fyrir að hafa dregið um of taum þjóð- ernissinna, er krefjast fulls sjálf- stæðis til handa Marokkó. Það er ólíklegt, að Marokkóbúar muni fúslega falla frá þeirri kröfu sinni, að Ben Yusef verði aftur kallaður heim og fengin soldáns- tignin í hendur. Grandval ræddi þessi mál við núverandi soldán Ben Mulay Arafa, og varð þess brátt áskynja að það er ekki nógur töggur í E1 Glaoui (t.v.) og Grandval. halda áfram för sinni til Fés og hélt heimleiðis til Rabat. ★ ★ ★ Eitt var það samt, sem Grand- val varð Ijóst af óeirðum þessum: „Lögreglan hér virðist ekki vera starfi sínu vaxin“, tjáði Grandval fréttamönnum. í Meknes kom það einkum í ljós, að lögreglan lét það afskipta laust, þótt æstir þjóðernissinnar hvettu lýðin til hermdarverka, og er allt var komið í óefni beittu þeir vélbyssum — engum virtist koma til hugar, að vatnsslöngur eða táragas hefði komið að jafn góðum notum og aðeins sent ó- eirðarseggina heim blauta og tár- fellandi. í Casablanca hafði lögreglan beinlínis svikist um að hafa hemil á æstum múgnum — enda höfðu samtök franskra landnema, Présence Fransaise, mjög beitt áhrifum sinum í því efni til að gera Qrandval sem allra erfiðast fyrir um að koma í framkvæmd áætlunum sínum — en hann hefir einsett sér að friða landslýðinn og róa að því öllum árum, að komið verði á sams konar stjórnarfars- legum umbótum og Frakkar hafa þegar komið á í Túnis. ★ ★ ★ Og Grandval tók enn til sinna Arafa til að gegna stöðu sinni — soldáninn óttast t. d. mjög að verða að koma fram opinberlega. ★ ★ ★ Landstjórinn hefir einnig ráðg- ast við ýmsa aðra meiri háttar innfædda menn, þ. á. m. hinn volduga Thami E1 Glaoui, pasha af Marrakesh. E1 Glaoui er harð- ur í horn að taka og hataður af innfæddum mönnum, slægvitur og undirförull. Hann hefir ýmist fylgt Frökkum eða þjóðernissinn um að málum eftir því hvoru megin blés byrlegar. Eftir að hafa kynnt sér nokkuð rás viðburðanna í Marokkó af eigin reynd, er Grandval hlynnt- ur þeirri úrlausn, að báðir soldánarnir verði settir á eftir- laun og komið verði á laggirnar fimm manna ríkisstjórnarráði, er skipað sé innfæddum áhrifa- mönnum úr öllum flokkum. ★ ★ ★ Óvíst er hvort Marokkóbúar myndu sættast á þessa úrlausn, og ef til vill mundi ekki annað duga til en Ben Yusef yrði kall- aður heim til að taka á ný við stöðu sinni. Sjálfstæðisbarátta Marokkóbúa ber þess vott, að þeir eru mjög frumstæðir. Óeirð- irnar í Meknes, sem hófust 24 stundum áður en umræðurnar um Marokkó áttu að hefjast i franska þinginu, leiddu betta greinilega í ljós. Þjóðernissinna- hreyfing í landi, er lengra væri á veg komið hefði gert sér 'jóst, að slíkar óeirðir kynnu að spilla fyrir málstað innfæddra í um- ræðunum — ekki sízt þar sem franska stjórnin undir forsæti Edgar Faure fylgir eindregið að málum umbótum í frönsku Norð- ur-Afríku. Fimm manna rikisstjórnarráð yrði sennilega Marokkóbúum mun meira í hag en að endur- heimta Ben Yusef. En slíkt fer oft fyrir ofan garð og neðan hjá öfgafullum þjóðernissinnum. Þeir hófu uppþot, þegar soldáninn var gerður útlægur fyrir tveim árum síðan. Óeirðirnar hafa færzt stöð- ugt í vöxt og halda sennilega áfram að færast í aukana, þar til ! þeir fá sínu framgengt. (Observer. Öll réttindi áskilin) Á Þjóðdansamótinu í Ósló fóru allir þátttakendur mótsins skrúff- göngu um borgina einn daginn. Myndin er tekin af íslenzka hópnum viff þaff tækifæri. Islcnzki þjóðdansaflokkur- inn vakti athygli í Noregi Hýsfárlegl þóffi að sjá dans sýndart án undirEeiks SÍÐASTL. VOR tók Þjóðdansafélag Reykjavíkur þátt í Þjóð- dansamóti er haldið var í Ósló og stóð yfir dagana 29. júní til 6. júlí. Fór héðan 17 manna dansflokkur og þrír söngvarar, sem einnig tóku þátt í dansinum. Á móti þessu mættu dansflokkar frá 14 þjóðum, um 12 hundruð. Jafnframt mótinu fór fram í Ósló þessa daga alþjóðlegt þing þjóðdansa- og þjóðlagafélaga. VAR BOÐINN TII. MÓTSINS •---------------------- íslenzki þjóðdansaflokkurinn' aði allt uppihald er til Noregs var sá eini, sem algjörlega var var komið. Fararstjóri var Árni boðin til mótsins, en hann fór í Gunnarsson en dansana hafði boði brezks þjóðdansafélags og æft Sigríður Valgeirsdóttir. „Norges ungdomslag", sem kost- Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.