Morgunblaðið - 16.08.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.08.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIB Þriðjudagur 16. ágúst 195S. Læknirinn og ástin hans EFTIR JAMES HILTON Framhaldssagcm 2 inn með Jessicu konu sinni, var fólk vant að segja, sín á milli: „Þarna er litli læknirinn á ferð- inni“. Calderbury var á þessum árum mjög skemmtilegur bær, nógu lít ill til þess að hægt væri að fara um hann þveran og endilangan á einni klukkustund, en meira -en meðalstór, ef rætt var um virðuleika hans og mikilvægi. Dómkirkja bæjarins var í gotn eskum byggingarstíl fjórtándu aldarinnar, með yngri viðauka og eina byggingin, sem gat keppt við hana um frægð, var hið stóra, steinbyggða fangelsi bæjarins, sem var reist af byggingarmeist- ara, sem hafði miðað það, í einu og öllu, við fjölda og vöxt af- brotanna í Calderbury. Fyrir þrjátíu árum komust rnjög fáir til sjálfrar borgarinn- ar, þótt þeir hefðu heyrt hana nefnda og var það hinum erfiðu samgöngum þangað um að kenna. Bak við göturnar reis Knoll, eða höllinn, til lofts, en það var skógivaxin hæð með stórri stein- súlu, gnæfandi á hæðstu brún- inni. Auðveldasta leiðin upp á hæð- ina var gangstígurinn, sem lá frá Shawgate, framhjá röð af georg- iskum húsum. í einu þeirra bjó litli læknirinn, dr. Newcome, á- samt Jessicu eiginkonu sinr.i. Það var mjög vel byggt hús og hlutföll þess öll hárrétt, en held ur dimmt og skuggalegt innan veggja, sumpart vegna hins stóra sedrusviðar, sem stóð úti í bak- garðinum og sumpart vegna hinna þykku tjalda, sem ávallt voru dregin fyrir þá glugga, sem sneru út að götunni, vegna for- vitni þeirra sem frambjá gengu. íbúar Calderbury voru að vísu ekki forvitnari en fólk gerist og gengur, en hús læknisins stóð uppi í miðri hlíðinni og fólk gekk venjulega mjög hægt þessa leið og nam öðru hvoru staðar, til þess að kíkja í búðargluggana, horfa á hunda, sem snuðruðu í göturæs unum eða fylgjast með íerðum slátrarasveinsins, sem hjólaði með ofsahraða niður brattann. Vissulega hefði setustoía Jes- sicu dregið að sér athygli þessara ferðalanga, ef hún hefði blasað við augum þeirra. Hún var mjög skreytt og við- hafnarleg, vatnslitarmáluð, með lýstum og litskrúðugum einkunn arorðum og tilvitnunum og líkani af kirkju, skornu í tré, sem frændi hennar, er var trúboði, hafði komið með frá Ceilon. Meðfram húsinu lágu þröng trjágöng alveg niður að lækninga stofu dr. Newcomes, en í þeim voru raðir af hvítum skeljum, sem einhvern tíma höfðu verið tíndar á nafnlausri sjávarströnd. Lækningastofa dr. Newcomes hafði endur fyrir löngu verið gróðurhús, svo að jafnvel ennþá barst daufur garðblómailmur frá hillum þess og glerhvelfingu, enda þótt hillurnar væru nú fuil ar af flöskum og glösum og þykk pappírstjöld hyldu hvolfþakið. Við nánari athugun kom brátt í ljós, að byggingarlag þessarar lækningastofu var mjög óhent- ugt, rúmlííið og ófullnægjandi, en hún hafði þó einn kost, sem Da- víð taldi alveg ómetanlegan, en hann var sá, að hún stóð ein, af- síðis og útaf fyrir sig. ,Nú má enginn halda, að hann hafi verið orðinn þreyttur á Jes- siicu, konu sinni. Fremur mætti s(}gja, að framkoma hans gagn- várt henni hafi einkennst af hlut lausri viðurkenningu á stöðu hennar sem éiginkonu sinnar. Þessa aðstöðu, sem sumir nefna hamingju, kallaði dr. Newcomes ekki neinu nafni og hugsaði naum ast um hana. Hann vann bara sitt starf, allan ársins hring og hefði vel getað sætt sig við það, þó konu hans væri í mörgu ábóta- vant, ef hann aðeins eignaðist vel gerð börn. En þegar tímar liðu, kom það greinilega í ljós, að Gerald gat ekki talizt í þeim flokki. Dreng- urinn var svo taugaslappur, að það nálgaðist sjúkleika, þótt Jess ica áliti það tóma óþægð. Það var þessi sjúkdómsgrein- ing og túlkun á ástandi drengs- ins, sem helst varð tilefni til hinna sjaldgæfu deila á milli hjónanna, því að duttlungar drengsins og ólund, styrktu þol- inmæði föðursins, en juku óstill- ingu móðurinnar. Þeir sem fengu t.ækifæri til að gægjast inn um gluggana á lækn isbústaðnum, kölluðu þetta sam- band feðganna kynlega fíflsku, fíflsku þar sem ekki mætti á milli sjá, hver hagaði sér barna- legar. Jessicu fannst þetta allt sam- an hálf smánarlegt, en ávallt þeg ar Gerald fékk eitthvert grát- kastið, þá var það Davíð, sem varði mörgum stundum í það, að róa hann og hrekja alla óvini á flótta, með huggandi hendi því hann þekkti þann ótta, sem barn getur kvalist af, ef skuggar flökta um veggi, eimlest blæs á brautarstöð, eða þegar bók er skyndilega opnuð og v;ð augum blasir einhver óhugnanleg mynd. Hann vissi, að óttinn getur náð þeim töfrum, að sá hlutur, sem í fyrstu vakti þann ótta, veiður að lokum elskaður. Hann vissi líka, að enginn hlut ur er hræðilegur, ef manni finnst hann ekki vera það. Þarna var nú t. d. myndin af englunum, sem fljótt á litið virtist furðu lík haus kúpu. Af einhverjum orsökum geðjaðist drengnum einkar vel að þessari mynd og einu sinni, þeg- ar Davíð kom með raunverulega höfuðkúpu, sem hann hafði átt frá því á námsárum sínum, varð drengurinn ákaflega glaður. í Calderbury naut dr. New- comes meira álits en flestir aðr- ir læknar þar, en slíkt veitti hon- um enga sérstaka ánægju. Þús- undir lækna í smáborgum gerðu hið sama. Á málmplötunni stóð „Lyf- og skurðlæknir", en skurðlækningar sínar framkvæmdi hann á heimil- um sjúklinganna sjálfra, eða á sjúkrahúsi bæjarins. j Á þessum árum var minna um j sérmenntun, en meiri þekking í hinni almennu læknisfræði. Davíð Newcomes gat tekið botn langa úr manni, skorið í brjóst á konu, kippt úr tönn og fram- 1 kvæmt aðrar þær aðgerðir, sem I nú eru eingöngu taldar vera í verkahring margvíslegra sérfræð inga. | Raunverulega var hann ágætur skurðlæknir og hann naut hverr- ' ar morgunstundar við skurðar- borðið með þeirri gleði, sem eng- inn leikmaður hefði skilið. Hinsvegar var lyflæknisstarf hans mun erfiðara, því að því fylgdu daglega ferð um þröngar götur Calderburys, þreytandi göngur upp og ofan marga, dimma og bratta stiga og tveggja stunda seta á læknaráðstefnu, hvert kvöld vikunnar, að sunnu- deginum undanskildum. Þeir sjúklingar, sem gátu siálf ir komizt til læknisins, komu, biðu og hlutu þá úrlausn, sem bezt varð veitt, en væri einhver svo þungt haldinn, að fótavist kom ekki til mála, þá var algengt að sjá litla lækninn beygja fyrir | götuhornið, á slitnu og fornlegu J reiðhjóli, með töskuna sína bundna við bögglaberann, ofan við leirugt afturhjólið. Göturnar í Calderbury voru . flestar brattar og grýttar og hann ' hjólaði um þær með varúð og mikilli gætni. | ,Aldrei þóttist hann hafa efni á því, að kaupa sér bifreið og þegar Fíllinn i. ÞAÐ VAR einu sinni lítill fílsungi, sem var á gangi í Gob- ons-stórskóginum í Afríku. Skref fyrir skref fylgdi hann móður sinni, og þegar hann var svangur eða þyrstur, þá vissi hann mæta vel hvar forðabúrið var, en þar var ætíð nóg af volgri mjólk. Stundum lék hann sér við stóra ranann á mömmu sinni eða þá við eyrun og litla halann, þegar hún hafði lagt sig. En svo vildi það til dag nokkurn, að svartir veiðimenn drápu mömmu litla fílsungans. Hann skildi ekki, að hann þurfti að flýja og var því kyrr hjá sinni dauðu móður. Veiðimennirnir drápu hann ekki, heldur fluttu þeir hann með sér til þorpsins, án þess hann veitti neina verulega mótstöðu. Þegar inn í þorpið kom, var litli fílsunginn umkringdur af forvitnu og hrifnu svörtu fólki. Það leið ekki á löngu áður en unginn varð svangur og fór að kalla á mömmu. Nóttin var komin og fílsunginn var settur inn í stólpagirð- ingu, sem hann komst ekki yfir. Alla nóttina hringsnerist hann í fangabúð sinni og hrópaði mamma, mamma! Næsta dag kallaði veiðimannahöfðinginn á vini sína og sagði: „Hvað eigum við að gera við litla fílinn? Eigum við að drepa hann? Mér sýnist ekki vera mikið kjöt á honum og engar tennur hefir hann, en þar sem við höfum enga mjólk, þá getum við alls ekki alið hann upp. Eg vil því leggja það til málanna, að við seljum okkar hvítu nágrönn- um hann.“ Það voru allir á sama máli. Litli fíllinn var nú leiddur niður að víkinni, þar sem stór bátur beið hans. Með mikl- um eríiðismunum komu þeir honum út í bátinn. Gillette Hraðvirka rakvélin ÞRÝSTK)! og blaöiö i vélina SKRUFIÐ; oq raTcvélin tUbúin Hina nýju Gilleííe hraðvirku rakvél geta allir keypt. — Vélin er í heilu lagi. — Henni fylgir handhægt málm- hylki með sex Bláum Gillette blöðum og hólfi fyrir notuð blöð. Hentugur plastkassi utan um vélina. Allt þetta kostar aðeins kr. 31.50. Gillette Hraðvirka rakvélin IJtsala Til að rýma fyrir nýjum birgðum, seljum við ýmsar gerðir af lömpum og Ijósakrónum með tækifærisverði. Hekla h.f. Austurstræti 14, Öllum utanhéraðsmönnum er hér með bönnuð silungsveiði í svonefndum Fiskivötn- um og öðrum vötnum á Landmannaafrétti. F.h. Landmannahrepps, Kjartan Stefánsson oddviti. F.h. Holtahrepps, Þórður Bjarnason, oddviti. F.h. Rangárvallahrepps, Þórður Bogason, oddviti. Tilkynning Ailir þeir, sem fást við slátrun nautgripa frá þeim landshlutum, þar sem hætta er á garnaveikismiti eru hér með minntir á það, að skylda er að senda sýr.ishorn til rannsóknar úr öllum sláturgripum, eins árs eða eldri. Taka skal smábút úr mjógörn nálægt langa, búa vandlega um hann í vatnsþéttum pappír, og merkja vel. Skrifa skal á pakkann nafn og aldur gripsins, heimilist'ang, slát- urstað og dagsetningu, koma honum til geymslu í næsta frystihús og senda síðan þegar ferð fellur að lilrauna- stöðinni að Keldum. F. h. Sauðfjárveikivarnanna, Guðmundur Gíslason. aajUUUJLPa ■■■■■■ ajui.uuuuuipa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.