Morgunblaðið - 16.08.1955, Side 16
Veðurúllil í dag:
Vestan og norðvestan gola. Sums
staðar skúrir.
FegurðardroHningin
Samtal á biaðsíðu 9.
Alímikil síld fyrir
Austfjörðum í gær
Sallað íim alia íirði
SKYNDILEGA brá til hins betra um síldveiðina í gær og
þá svo um munaði. Frá Raufarhofn símaði fréttaritari
blaðsins í gærkvöld, að mikillar síldar hefði orðið vart úti
fyrir öllum Austfjörðum, allt suður að Dalatanga. Mest var
síldin þó út af Glettingarnesi við Seyðisfjörð. Þar voru
35—40 bátar í síld í allan gærdag og í nótt og fengu þeir
allir góð köst.
DÁLÍTIÐ UNDAN LANDI
Nær öll skip, sem enn eru á
síldveiðum voru komin austur í
gær og höfðu hafið veiðar. Síldin
var um 20—40 mílur undan landi.
Síldin var nokkuð önnur en sú,
sem veiðst hefur í sumar fyrir
Norðurlandinu, meira blönduð
■smásíld, en ágæt til söltunar.
Þrj ú skip höfðu haidið til Rauf
arhafnar í gærkvöldi og sagzt
koma með söltunarsíld,
MÖRG SKIP
Kl. 6 í gærkvöldi var vitað um
þessa báta sem síld höfðu fengið:
Akraborg hafði fengið góða veiði,
Von, Grindavík 450 tn. og er með
annað kast, Garðar frá Rauðu-
vík, góðan afla, Helga 400—500
tunnur, Sævaldur 200, Haukur!
200, Pétur Jónssbn 350, Einar
Þveræingur 300, Baldur, Dalvík
350, Hannes Hafstein 600, J3jörg, i
Eskifirði 25.
Fjöldi söltunarfólks hefur far-
ið frá Raufarhöfn undanfarna
daga heim til sín og ætluðu
40 stúlkur í morgun.
Munu þær hafa verið kyrr-
settar vegna hinnar óvæntu
veiði. Margar söltunarstúlkur
fóru austur á firðí í gær til
söltunarinnar þar.
Ágætt veður var í gær á mið-
unum austanlands, logn og blíða.
FRÁ Siglufirði er símað: Þor-
steinn frá Siglufirði, sem verið
hefir á snurpunotarveiðum í
sumar er nú hættur veiðum og
hefir tekið til við reknet. Bátur-
inn er búinn að fara tvær veiði-
ferðir og fékk 46 tunnur í fyrra-
dag, en rúmar 30 tunnur í gær.
Hann hefir látið reka norður úr
firðinum, 3 tíma frá Strákum. —
Síldin er stór og feit. — Bæjar-
togarinn Elliði fór á veiðar á
laugardaginn. — Guðjón.
Þinn likami er fagur sem lcufguð björk
Þessar 11 stúlkur kepptu til úrslita um titilinn „Fegurðardrottning íslands“. Eins og menn sjá á
þessari mynd var áhorfendum í Tivolí mikill vandi á höndum, cr þeir áttu að skera úr um, hver
þessara fögru kvenna væri fremst. Sigurvegarinn er önnur frá vinstri í efstu röð. Sú sem næst
henni komst þriðja í sömu röð og sú sem þriðju verðlaun lilaut fimmta frá vinstri, einnig í aft-
ari röð. (Ljósm. H. Teitss.)
Flóð valda tjónum
í íslendingabyggðum
CRETTIR JÓHANNSSON ræðismaður Islands í Winnipeg, fór
héðan af landi burt í morgun ásamt konu sinni. Héldu , þau
hjónin flugleiðis vestur um haf, til heimkynna sinna í Kanada.
Átti tíðindamaður blaðsins stutt viðtal við Gretti í gær, að
Hótel Borg.
RÆÐISMANNAFUNDUR
Þau hjónin komu hingað til
lands 2. júní s.l. og dvöldust hér
til 16. sama mánaðar. Þá héldu
þau til Kaupmannahafnar. Þar
.sat Grettir þing allra ræðis-
rnanna Danmerkur, en það var
haldið þar í sumar. Að þinginu
loknu ferðuðust þau hjónin um
Þýzkaland, Frakkland og Eng-
land, en komu aftur hingað 28.
júlí. Fóru þau norður í Húna-
vatnssýslu, en þar á Grettir bæði
föður- og móðurbróður, þá Hall-
dór Jóhannesson á Hvamms-
tanga og Stefán Jónasson bónda
á Hnúki.
MIKIÐ REGN
Þau hjónin sögðust harma það,
hve veðrið hefði verið slæmt
þann tíma, sem þau hefðu
dvalizt hér heima, en eins væri
veðráttan í Kanada. Geysilegar
rigningar hafa verið þar í sumar
og hafa t.d. íbúar í bænum
Reykjavík orðið að flýja hús sín
sökum vatnavaxtanna.
NAUTGRIPUM FARGAÐ
Flóð hafa einnig verið mjög til
skaða í Vogarbyggð í sumar og
íslenzkir bændur í Lundar hafa
orðið að farga fjölda nautgripa
sinna af sömu ástæðum.
Grettir Jóhannsson og kona
hans létu annars vel yfir dvöl
sinni hérlendis að þessu sinni svo
sem jafnan áður.
Aðéins 7 þús. múl bætt-
ust við í síðustu viku
SÍLDVEIÐIN fyrir Norðurlandi var mjög lítil síðustu viku. —
bættust þá einungis við rúmlega 7 þús. mál og tunnur. Heild-
araflinn skiptist nú þannig. (í svigum samanburðartölur frá fyrra
ári); í bræðslu 22.408 mál 124.024), í salt 161.369 uppsaltaðar
tunnur (51.890) og í frystingu 9
Samanlagt aflamagn er rúm-
lega 8 þús. málum og tunnum
meira nú en á sama tíma í fyrra,
en verðmæti til útvegsmanna
miklum mun meira nú, sem staf-
ar af miklu meiri söltun og
hærra síldarverði.
Allmörg skip hafa hætt veið-
um, eða eru um það bil að
hætta. Eru það aðallega skip frá
verstöðvum við suður- og suð-
vesturland.
116 skip af 132, sem veiðarnar
.447 uppmældar tunnur (9.066).
hafa stundað hafa aflað 500 mál
og tunnur samanlagt eða meira.
Aflahæstu skipin eru þessi:
Snæfell, Akureyri 4961, Jörund-
ur, Akureyri 4647, Víðir, Eski-
firði 3889, Helga, Reykjavík
3583, Víðir II., Garði 3513, Vörð-
ur, Grenivík 3344, Garðar, Rauðu
vík 3246, Von, Grenivik 3110,
Hannes Hafstein, Dalvík 2951,
Þorsteinn, Dalvík 2845, Baldur,
Dalvík 2770, Björgvin, Dalvík
2648 og Fanney, Rvík 2544.
M jög fjölsótt héraðs-
mót í Rangárvallas.
HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Rangárvallasýslu var haldið
að Hellu síðastliðinn sunnudag. Sótti mótið mikill fjöldi fólks
og mun hafa verið með fjölmennustu samkomum.
Jóhanni Konráðs-
syni ve! fagnað
á Ausffjörðum
AKUREYRI, 13. ágúst — Jóhann
Konráðsson söngvari á Akur-
éyri, er nýkominn úr söngför frá
Austurlandi. Undirleik annaðist
Áskell Jónsson. — Jóhann hélt
konserta á Norðfirði, Eskifirði,
Reyðarfirði og Seyðisfirði. Var
söng hans hvarvetna mjög vel
fagnað og var hann alls staðar
hinn mesti aufúsugestur, einkum
var aðsókn mjög góð á Seyðis-
firði. — H. Vald.
Saltað í Stykkis-
hólmi
Á LAUGARDAGINN var fyrsta
síldin söltuð í Stykkishólmi á
þessu sumri. Voru það um 50 tunn
ur. í gær komu fimm bátar til
Stykkishólms með síld, alls um
300 tunnur.
Var þegar tekið að salta og salt-
aðar í gær um 200 tunnur. Sildina
fengu bátarnir í Breiðabugtinni.
Guðmundur Erlendsson, hrepp-
stjóri á Núpi, setti mótið og
stjórnaði því.
Ræður fluttu þeir Ingólfur
Jónsson, viðskiptamálaráðherra
og Sigurður Bjarnason, alþingis-
maður.
Guðmundur Jónsson, óperu-
söngvari, söng við undirleik
Fritz Weisshappel, og leikararn-
ir Gerður Hjörleifsdóttir og Þor-
grímur Einarsson skemmtu með
upplestri og gamanþáttum. Að
lokum var stiginn dans.
Héraðsmót Sjálfstæðismanna í
Rangárvallasýslu hafa jafnan
verið mjög fjölsótt, en kunnugir
telja, að aldrei hafi verið jafil
mikið fjölmenni saman komið á
héraðsmóti og í þetta sinn. ,
GIsesÉSafft héres&ssasót
á SnæíelIsMsesi
HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Snæfellsness- og Hnappa-
dalssýslu var haldið að Breiðabliki í Miklaholtshreppi síð-
astliðinn sunnudag. Sótti mótið mikill fjöldi fólks víðsvegar úr
héraðinu. i
Ólafur Magnússon, Haraldur Björnsson, Rúrik Haraldsson og
Eygló Viktorsdóttir. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
| RÆÐUR
Páll Pálsson, hreppstjóri á
Borg, setti mótið og stjórnaði því.
Bjarni Benediktsson, dóms-
málaráðherra, flutti ítarlega og
stórfróðlega ræðu um stjórnmála
viðhorfið, en Sigurður Ágústsson,
alþingismaður, ræddi um héraðs-
málin og minnti á þau hagsmuna-
mál héraðsins, sem brýnust þörf
væri að leysa. Þá flutti Árni
Ketilbjarnar í Stykkishólmi
ávarp.
4
SKEMMTAN T
Kristinn Hallsson, óperusöngv-
ari, söng við undirleik Guðmund-
ar Jónssonar, Árni Tryggvason,
leikari, ílutti gamankvæði, og
Árni Helgason í Stykkishólmi
söng gamanvísur með undirleik
í Víkings Jóhannssonar. Síðan var
dansað og lék BL-kvartettinn í
1 Stykkishólmi fyrir dansinum.