Morgunblaðið - 16.08.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.08.1955, Blaðsíða 1
tutMa 16 siður 13, irganjw 183. tbl. — Þriðjudagur 16. ágúst 19d5 Frentsmiiil* W«rgunblaðsin* JHér eru fegurðardísirnar þrjár, sem verðlaunin hlutu í keppn- inni. Fegurðardrottningin Arna Hjörleifsdóttir frá Akureyri er í miðjunni, Anna Tryggvadóttir henni á vinstri hönd, en hún fékk önnur verðlaun og Steingerður Þórisdóttir, sem varð sú þriðja. — Myndina tók Ijósm. Mbl. ÓI. K. M. af þeim fegurðardísunum í gærkvöld. Eyjaf jarðarsól sigraði arið i roo Arna Hjörleifsdóllir, fegurðar- drcKning íslands, MIL LI 8 og 9 þúsund áhorfendur í Tívoli kusu í fyrrakvöld Akureyrarstúlkuna Örnu Hjörleifsdóttur fegurðardrottningu Islands. Annars voru atkvæði frekar jöfn, þar sem ekki hefur við fegurðarsamkeppni hér á landi fyrr verið samankomið svo mikið úrval fagurra kvenkosta, sem á sunnudagskvöld. Voru skiptar skoðanir um það meðal áhorfenda, hver væri fremst. En Eyjafjarðarsól sigraði nú annað árið í röð. vann í fyrsiu umferS OSLO, 15. ágúst: — Norður- landamótið í skák var sett hór á laugardag. I fyrstu umferð vann Frið- rik Ölafsson Svíann Stener. Guðjón M. Sigurðsson gerði jafntefli við Haave frá Noregi, en Ingi B. Jóhannsson tapaði fyrir Danmerkurmeistaranum Bent Larsen. Aksel Nielsen, Danmörku vann Niemela Finn- landi, Hildebrandt, Svíþjóð, vann Marthinsen, Noregi, en biðskák var hjá Vestöl, Noregi og Haarle, Finnlandi. I meistaraflokki vann Ingvar Jóhannesson sína skák, Arin- björn Guðmundsson og Lárus Johnsen gerðu jafntefli í sín- um skákum, en Jón Pálsson tapaði. — G. A. Kommur héldu meirihlutunum ROM, 15. ágúst: — Úrslitin í þingkosningunum í dvergríkinu San Marínó urðu þau, að komm- únistar og sósíalistar fengu 3008 atkv., en kristilegir demókratar og jafnaðarmenn 2257. — Reuter. Ekkert sam- komulag GENF, 15. ágúst: — Bandaríkja menn og Kínverjar hafa ekki enn náð samkomulagi á ráðstefnunni í Genf um skipti á stríðsföngum. Er nú allt í óvissu, hvernig því máli reiðir af. — NTB. Þing SÚS huldlð a Hkureyri í septemher STJÓRN Sambands ungra Sjálfstæðismanna hefir ákveðið, að 13. þing SUS verði haldið á Akureyri dagana 9.—11. sept. n. k. Á þinginu verða tekin til meðferðar ýms þau mál, sem nú eru efst á baugi og mörkuð afstaða ungra Sjálfstæðismanna til þeisra. Samtök ungra Sjálfstæðismanna hafa eflzt ár frá ári og hafa Sambandsþingin borið glöggt vitni um vaxandi þrótt samtakanna. Er ekki að efa, að sú verði einnig reyndin með þetta Sambands- þing, sem háð er á því ári, er SUS á aldarfjórðungsafmæli. Tékkar bjóða dr. Aden- auer stjórnmálasamhand BONN, 15. ágúst. — Reuter. ALAUGARDAGINN var stjórninni í Bonn send orðsending frá tékkneska utanríkismálaráðuneytinu. í orðsendingunni var þess farið á leit við stjórn dr. Adenauers að löndin tvö tækju upp stjórnmálasamband sin á milli og skiptust á sendiherrum. NANARA SAMBAND Þess var þá jafnan gf.tið í orð- sendingunni, að nauðsyn bæri til að nánara samband vrði milli landanna tveggja og aukin við- skipti. Orðsending þessi hefur vakið mikla athygli stjórnmá'amanna í Vestur Þýzkalandi og víðar. Egypti vann sundkeppn- ina yfir Ermarsund * LUNDÚNUM, 15. ág. — Tutt'á 11 klst. og 44 mín. og er þaS ugu og sjö ára gamall Egypti, 53 mín. lakari tími en metið sera Abdel Heif að nafni, sigraði i var sett 1951 af öðrum Egypta. dag í sundkeppninni yfir Erm- Annar varð Bandaríkjamaður arsund. Synti hann yfir sundið og synti hann vegalengdina á 12 klst. og 2 mínútum. — Sextán sundmenn frá 11 löndum tóku þátt í keppninni og gáfust margir þeirra upp. Reuter. // Pressulið" vo//ð IGÆRKVÖLDI var valið „pressuliðið" sem leika á gegn lands- liðinu á fimmtudagskvöld. í liðinu verða 5 Reykvíkingar, 3 Ak- urnesingar. Varamenn verða m. a. frá Vestmannaeyjum og Akur- eyri. — Liðið er þahnig skipað: © Ragnar Sigtryggsson Albert Guðmundsson Akureyri Val Pétur Georgsson Akranesi Gunnar Guðmannsson KR Sig. Berjgrsson KR ÞRJÁR ÞÆR FEGURSTU Sigurvegari að þessu sinní varð ungfrú Arna Hjörleifsdóttir frá Akureyri, dóttir Hjörleifs Árna- sonar sjómanns þar. Hún er 21 árs að aldri. Önnur varð ungfrú Anna Tryggvadóttir frá Reykjavík. Hún er dóttir Tryggva Ófeigssonar út- gerðaimanns. Hún varð stúdent frá Verzlunarskólanum s.l. vor og er 19 ára. Þriðja varð frú Steingerður Þórisdóttir frá Reykjavík. Hún er dóttir Þóris Kjartanssonar í Landsbankanum. Sjálf vinnur hún á Innflutningsskrifstofunni, er 20 ára, gift og á eitt barn. Á SUNDBOL í GÆR Á sjálfri keppninni komu stúlk- ,urnar fram á kvöldkjólum af ýms- Vum litum og gerðum. En í gær- kvölHi komu þær þriár sem verð- laun hlutu fram á sundbol og Framh. á bls. 12. Haukur Jakobsson Arngrimur Kristjánsson Sveinn Teitsson Akureyri Akureyri Akranesi Haukur Bjarnason Hörður Óskarsson KR KR Ólafur Eiríksson Víking. Drottning getur ekki eignazt barn — og verður nú skorin upp Iransdrottning ræddi við fæðingasérfræðinga í veíur TEHERAN, 15. ágúst: — Soraya, íransdrottning, fer innan skamms til Bandaríkjanna, þar sem hún verður skorin upp. ENGINN ARFTAKI í vetur fóru keisarahjónin í op- inbera heimsókn til Bandaríkj- anna og ræddu þá þá við fæð- ingasérfræðinga þar í iandi. — Ástæðan var sú, að drottningin getur ekki alið manni sínum barn, og þykir það ekki gott. Verður hún nú skorin upp, ef það mætti stuðla að þvi, að Iran verði ekki keisaralaust, þegar núverandi keisari lands ing gengur fyrir ætternis- stapa. Georg V. tók niðri GLASGOW, 15. ágúst: — Brezka orrustuskipið King George V. strandaði í Clyde-fljóti í gær. — Ekki skemmdist skipið þó að ráði. . . — NTB. liíi krefjumst þess9 aíi... Marilyn fil Moskvu? NEW YORK, 15. ágúst: — Til- kynnt hefir verið, að bandaríska kvikmyndadísin Marilyn Monroe, hafi sótt um vegabréf til Rúss- lands. — Langar hana að fara þangað í september n.k. — Nú bíða menn eftir því með eftirvænt- ingu, hvort Sovétleiðtogarnir óska eftir nærveru hennar í Moskvu austur. — NTB. BERLÍN, 15. ágúst: — Forsætis- ráðherra Austur-Þýzkalands, Otto Grothewoll, lýsti því yfir í gær á þingfundi, að Austur-Þjóðverjar séu reiðubúnir að taka þátt í Genfarfundi utanríkisráðherra fjórveldanna, sem haldinn verður í októbermánuði. — Við krefjumst þess, að þar sitji þýzkir fulltrúar og á þá verði hlustað, sagði ráð- herrann enn fremur. Þá krafðist Grohtewoll þess enn fremur, að öryggismálum Evrópu verði kippt í liðinn, áður en fram- tíð sameinaðs Þýzkalands verði ráðin. — Ráðherrann sagði og, að ekki kæmi til máia, að sameinað Þýzkaland gerðist aðili að Atlants hafsbandalaginu. , Þjóðernissinnar andvígir stjórnarbót Frakka PARÍS, 15. ágúst: — Eftir tólf tíma umræður í franska þinginu náðist loks samkomulag um stjórn arbót fyrir Marokkó. — Ekki hef- ir þó verið skýrt nákvæmlega frá stjómarbótinni, en stjórnmála- fréttaritarar segja, að hún sé í% meginatriðum samkvæmt tillögum franska landsstjórans í Marokkó, Grandvals. — Eins og kunnugt er, vill hann, að núverandi soldán í landinu. Ben Afra, vérði settur af og* ríkisráð komi í hans stað, skipað fulltrúum stjórnarflokk- anna í landinu. Tveir helztu flokkar þ.ióðernis- sinna í Marokkó haf a lýst sig and- víga stiórnarbót Frakka. Þeir kref.iast þess, að fyrrverandi sol- dán Iandsins, sem Frakkar gerðu útlægan, taki aftur við stöðu sinni. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.