Morgunblaðið - 17.08.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.08.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 17. ágúst 1955 MORGUHBLAÐIÐ 9 II UNDAKNIK geltu óskaplega og ýlfruðu grimmdarlega. skafti, krækir í minkinn og dreg- Vetfangi síðar skauzt mjóslegið dýr undan klettahell unni, þaut sem örskot yfir grastó og stefndi á urðarmunnann skammt fyrir neðan í brattanum. En dýrið hafði teflt á tvær hættur og tapað. Eins og örskot stukku lágfættu veiði- hundarnir þrír á það, sá fyrsti þeirra glefsaði til þess með kjaftinum og andartaki síðar höfðu hinir tveir einnig náð í bráðina. Jarðvistarlífi minksins, sem lifað hafði átta vet- ur í sjávarbökkum Geldinganess var, lokið. Hann var kom- inn yfir til hinna eilífu veiðilanda til ótal framliðinna frænda sinna, en nesið jafnframt einu dýri minkfærra. Karlsen minkabani stakk skottinu í veiðitösku sína, kall- aði á hundana fjóra og hélt umyrðalaust áfram göngunni eftir sjávarbakkanum í leit að öðru minkagreni. —♦...9 - I ur sig um tóna og andar út um Við höfðum lagtuppsnemma um aliar sprungur á jarðveginum. morguninn í dumbungsveðri Oft tekst að svæla minkinn út og skyldi haldið á minkaveiðar. ( á þennan hátt. En í þetta sinn Karlsen ók í hlað jeppa sínum. * þarf meira til. Karlsen hefir brátt Það er hið bezta farartæki og ! grafið sundur grastóna, og hund- honum mjög til liðs við veiðarn- j arnir hamast í kring um hann af ar. í bílnum hefir hann hunda- I sama eldmóðinum sem fyrr. Loks ur hann út spriklandi. Hundarnir fjórir ærast með öllu og stökkva upp af miklum móð í sama mund, sem Karlsen slöngvar minknum af króknum. Hundarnir henda hann á lofti og grípa hann milli tannanna. Andartaki síðar hefir hann yfirgefið þessa veröld. — Snoddas bryður hauskúpuna, en B-rúnó hleypur brott með skrokkinn í kjaftinum, sigri hrós- andi á svip. Skottið eitt er eftir, Karlsen hirðir það og nælir við veiðitösku sína. Síðan er haldið af stað aftur í leit að nýju greni Hundarnir taka enn á rás: einhversstaðar leynist ánnar minkur í holti. Hundarnir hafa fundið minkagreni útf á Geldinganesi, rétt niðri við sjó. Þeir grafa sem óðast, enda af dönsku grafhundakyni, en Karlsen sprengir upp grenið með járnkarli og reyksprengjum. En í þetta skipti fór illa. Minkurinn slapp niður i fjörugrjótið. búrið, spennifjöl fyrir byssur sínar og járnkarla, sem hann not- ar við grenjabrotin. Við ókum sem leið liggur inn fyrir Reykjavík, allt út að Geld- inganesi, þar til stórt skiiti, sem á stóð: Óviðkomandi bannaður aðgangur, hefti för okkar. Karlsen stöðvaði bílinn og Weypti hundunum út, fjórum að tölu. Þeir eru mestu afbragðs dýr, kátir og léttlyndir, á sifelldu iði og hlaupum kringum vin sinn og húsbónda, sem kom í humátt á eftir þeim. Brátt komum við niður að sjó. Hundarnir rásuðu á undan með nefið niður að jörðu, þefandi bak við steina og moldarbörð. Allt í einu rekur einn þeirra upp sker- andi ýlfur og hinir þrír safnast að honum. Þeir taka allir að ýlfra í kór og grafa af áfergju mikilli í grastó fremst á sjávar- bakkanum. Þeir hafa fundið mink. Karlsen kemur brátt að gren- inu, og hefst nú handa. Allt í kring um grenið liggja minka- slóðir, nöguð fiskbein, og tættir kríu- og svartfuglsvængir. Hann setur járnkarl sinn niður í jarð- veginn á þeim stað, þar sem hund arnir grafa sem óðast, allir í þvögu. Síðan setur hann tvær reyksprengjur í holurnar og kveikir í. Hundarnir þjóta frá og eftir örstutta stund við hár dynkur. Blále’t ,'0,Tkiar.ciæða vef, er komið innst í tóna að botni grensins. Minkurinn hvæsir æsi- i iega við hundgánni og Karlsen sér glytta í hann. Ilann tekur ífæru mikla upp pússi sínu, öngul á löngu Það vita víst fáir að á íslandi lifa minnst 10.000 minkar. — Kannski eru þeir líka miklu fleiri. Enginn veit það nákvæm- lega. Hitt er víst að aldrei hefir þeim fjölgað sem í ár og vex nú stofninn stórlega. Hamingjusam- ir megum við fslendingar vera að lifa í nær rándýrslausu iandi. En minkurinn er versta mein- dýr íslenzks náttúrulífs, silungs- ins í ám og vötnum, varpsins um land allt, eggja og unga, og jafn- vel eru þess dæmi, að hann hafi unnið á nýfæddum lömbum. — Hann hefir farið um landið sem logi yfir akur á fáum árum; sem engisprettupiágur Egyptalands. Hvar sem minkur hefir skotizt í holti hefir auðn og íóm fylgt í fótspor hans, fuglar hafa þagnað og flogið á braut, vörpin gjör- eyðst og árnar þorrið af silungi. Landið eitt hefir staðið ó- breytt eftir, þögulla og fátælcara. Karlsen minkabani veit ekkert skemmtilegra en veiðarnar, enda hefir hann lengst af fengizt við þær. Hér er hann uppi við Rauða- vatn með einn bezta hundinn sinn, Snoddas. Hann er hálf íslenzk- ur og fékk Karlsen hvolpinn frá Jóhannesi á Borg. Gegn þessum 10.000 minkum hefir einn maður barizt með skammbyssu að vopni og veiði- hunda sér við hlið. Það er Karlsen, sem hlotið hef- ir kenningarnafnið ,,minkabani“ í viðurkenningarskyni hjá al- þýðu. En enginn má við mörgum og þótt Karlsen sé allur af vilja gerður sér vart högg á vatni þrátt fyrir aðgerðir hans. Síðast liðið ár drap hann hátt á fjórða hundrað minka á ferðum sínum um landið þvert og endilangt, þar sem þeir höfðu gert hvað mestan usla og óskunda. Einstaka menn verri mistök, að ekki voru settar aðrir hafa haft það sér að hjá- hörkustrangar reglur um gæzlu stundargamni að drepa mink, en dýranna og meðferð, né þess gætt um öngva skipulagða herferð er þar að ræða. Er víst ekki of hátt talið þótt sagt sé, að langt innan við þúsund minkum hafi verið komið fyrir kattarnef á s.l. ári. Þegar við lítum svo til þess, að hver minkalæða á að jafnaði 5—8 yrðlinga á ári, en getur átt 12, sést greinilega hve vonlaus minkastyrjöldin er í þeirri mynd, sem hún nú er rekin á Islandi, ósigrarnir bíða á næsta leiti. Vafalaust mun verða talið í framtíðinni, að fá mistök hafi meiri verið gerð hér á landi, en þegar ábyrgir aðilar samþykktu að leyfa að flytja minkinn inn til landsins að lítt athuguðu máli. Líklega verða það þó talin hálfu ur Minkurinn hefir veriS hrakinn út úr greninu. — Hundarnir eltu hann uppi eins og örskot, gripu hann og rifu sundur á milli sín í einni svipan. Þannig sálga þeir flestum minkunum, en suma skýtur Karlsen með skammbyssu sinni. Myndin er tekin rétt þegar hundamir hafa náð minknum. til hins ítrasta, að þau slyppu ekki laus til ránsferða í helztu fuglaverum. landsins. En um orð- inn hlut þýðir ekki að sakast. Það sem nú krefst urnhngs- unar og úrlausnar er ekki hver á sök á fornum syndum, heldur hvernig er unnt að vinna bug á minkaplágunni, sem óðum eykst og breiðist yfir landið. Það hefir tekið minkinn allmörg ár að færa sig út yfir byggð ir landsins, frá þeim stöðum sem búrin voru, er hann slapp úr. En landnám hans hefir á hverju ári verið töluvert og þeim sveitum hefir alltaf farið fjölgandi, þar sem hann hefir gert vart við sig. í vor bárust fregnir af því, að hann væri kominn í mesta og helzta fuglaver landsins, Mý- vatnssveitina. Verður þess ekki langt að bíða að varpið minnki stórum við vatnið, dragi úr sil- ungsveiði bænda og fuglategund- um fækki á þessum íegursta stað landsins, sem Mývatnssveitin hef ir oft verið nefnd. I ár hefir minkurinn líka fyrst j komizt í úteyjar Breiðafjarðar, : en þar hefir hann ekki áður ver- ið. Minkur getur synt í einum áfanga allt að 3 km Er bví við- búið, að varp stórminnki þar á næstu árum. Sama er að segja um Arnarvatnsheiðina og Fljót- in, en á báðum þessum stöðum er hvað mest um fugl og fjöl- skrúðugast náttúrulíf á íslandi. I Þessi stuttorða skýrsla gefur glögglega til kynna, hvert nú stefnir. Og reynslan frá öðrum sveitum sýnir hvert- stefnir, ef ekkert er að gert. Tslenzkt nátt- úrulíf hefir sannarlega aldrei , verið svo fjölskrúðugt, að það þoli slik strandhögg og ránsskap, sem minkurinn heggur hvar sem i hann kemst í færi. Því þurfum ' við fremur en nokkur önnur þjóð I að vernda þær fáu fugla- og dýra- 1 tegundir, sem lifa í landinu frá fækkun eða algjörri útrýmingu. , Blöðin hafa skrifað um minka- jhættuna í nokkur ár, en ekkert i Framh. á bls. 12. r r' A minkaveiðuin með Haslsen og hnndunum hans MINKNUM VERÐUR AÐEINS ÚTRÝMT LOÐDÝRAPEST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.