Morgunblaðið - 18.08.1955, Side 14

Morgunblaðið - 18.08.1955, Side 14
r 14 MORGVNBLAÐIB Fimmtudagur 18. ágúst 1953 Læknirinn og ástin hans EFTIR JAMES HILTON m Framhaldssagan 4 í tvo mánuði hélt ég dagbókina og skrifaði daglega í hana, hvert ég fór og hvernig sjúkdómurinn lýsti sér, en að þeim tíma liðnum fór ég aftur til hans. „Jæja“, sagði hann glaðlega, „nú getum við alveg verið eins Og lögreglumennirnir í Scotland Yard. Glæpur hefur verið fram- inn og við verðum að leita hjálp- argagna. Hérna sé ég, að þú hef- ur fengið mjög slæmt kast hinn nítjánda apríl, þegar þú varst bú- inn að heimsækja Richard frænda þinn. Hver er svo þín til- gáta?“ Svona talsmáti var nú nokkuð, «em tólf ára drengur hafði gam- an af, drengur, sem auk þess var alltaf efstur í sínum bekk og eft- ir örfáa daga var lykillinn að leyndarmálinu fundinn, að því er virtist. Fræðikenningin hljóðaði ein- faldlega svo: Orsök sjúkdómsins cr: kettir. Richard frændi átti kött og einnig flest það fólk, sem ég þekkti og heimsótti. Eg hafði af- skaplega gaman að köttum og handfjatlaði þá og strauk, hve- nær sem tækifæri gafst. En Davíð var ekki fyllilega á- nægður með þessa lausn máls- ins og vildi ekkert fullyrða fyrr en hann væri búinn að fara með mig í Chancey-garðinn. Chancey var staður í fimmtíu mílna fjarlægð, þar sem var, og er kannske ennþá lítill dýragarð- ur og fjölbreyttur skemmtigarð- ur. Ferðin þangað tók heilan dag og flestum, öðrum en mér, hefði þótt það kynlegt, að Davíð skyldi fá einn stéttarbróður sinn til að gegna læknisstörfunum fyrir sig, til þess eins, að geta farið í skemmtiferð með barnaskóla- dreng. En við skemmtum okkur prýði lega, fórum í hringekju, reyndum krafta okkar á aflraunavélinni og borðuðum rjóma-ís. En svo komum við að ljóna- búrinu og samstundis byrjaði ég að hnerra og taka andköf. „Þarna sést það“, sagði Davíð hinn ánægðasti. „Öll kattaættin, sýnilega .... mjög merkilegt..“. Eftir þetta forðaðist ég alla kattaættina og fékk fulla bót á meini mínu. Jafnan er ég mætti Davíð, eft- ir þennan atburð, spurði hann eftir heilsu minni. Eg var alltaf að búast við því, að hann tæki mig einhvern tíma með sér í aðra skemmtiferð, en hann gerði það aldrei og ferðin til Chancey varð að lokum und- arleg endurminning, vegna þess að mér þótti vænt um litla lækn- inn og það var að nokkru leyti sokum mín, að hann var hengd- ur. — FYRSTI KAFLI. Eitt kalt og hvasst kvöld í des- ember, hringdi lítill drengur dyrabjöllunni á læknishúsinu í Hhawgate og þegar Súsanna kom til dyra, sagði hann að einn dans- arinn í leikhúsi bæjarins hefði meiðst og læknirinn væri beðinn um að koma eins fljótt og hann írekast gæti. Súsanna sem ávallt var mjög efagjörn, þegar svona skilaboð bárust, reyndi að veiða nánari upplýsingar upp úr drengnum, en hann vissi ekkert meira um atburðinn eða afleiðingar hans og flýtti sér heim aftur. . Dagurinn, sem nú var að enda, háfði verið óvenjulega erfiður fýrir Davíð og hann var mjög þteyttur, en þegar Súsanna færði honum skilaboðinn, kinkaði hann aðeins kolli og fór strax að troða nauðsynlegum hlutum í töskuna sína. „Sagði hann, að það væri dans- ari við leikhúsið, sem hefði meiðst?" „Já, svo sagði drengurinn, en ég skil ekki hvers vegna er verið að senda eftir yður, þegar dr. Cowell á heima miklu nær leik- húsinu“. „Jæja, það er víst bezt fyrir mig að flýta mér af stað“. „Þetta er nú líklega ekkert hættulegt. Á ég að ná í reiðhjól- ið yðar?“ „Nei, þakka yður fyrir. Sús- anna. Eg held helzt að ég gangi þetta. Það er bara yfir hæðina, fram hjá dómkirkjunni“. „En veðrið er mjög leiðinlegt og niðamyrkur". „O, ég hef bara gott af því að ganga þetta, ég verð ekki nema svona tíu mínútur á leiðinni“. Hann klæddi sig í yfirfrakk- ann, vafði þykkum trefli um háls inn, bretti hattbörðin niður og lagði af stað. Hann gekk oftast,' þegar hann þurfti á einhvern stað í nágrenni dómkirkjunnar, því að mjög erf- itt var að hjóla eftir snarbrattri götunni. Kvöldið var sannarlega dimmt og drungalegt. Fáir voru á ferli í slíku veðri og hljómur dóm- kirkjunnar, þegar hún sló tíu, barst ömurlega út í myrkrið. Það var einmitt á svona kvöldi að manni gat virzt liðnu aldir ríða aftur í garð og Calderbury var á ný sálnavirki með prestlegu ^ varnarliði, sérhver lýstur gluggi benti til öryggis í hættunni, hlý og kyrrlát þægindi fyrir menn, sem fundu að þeir voru öruggir af því að þeir vissu, að þeir voru öruggir. Slíkt andrúmsloft hafði ríkt allt frá tímum Chaucers og fram á daga Dickens og þótt manni virtist á daginn, sem nútíminn hefði algerlega eytt því, þá þurfti ekki nema dimma nótt til þess að það kæmi aftur. kastaði mæðinni, af því hann var , orðinn þreyttur af að streitast á | móti storminum og þegar hann i kom auga á auglýsingu frá leik- | húsinu, í upplýstum búðarglugga andspænis honum, þá gekk hann ; yfir götuna, til þess að líta aðeins \ nánar á hana. Þar var auglýstur leikur, sem j nefndur var „Les Nuit de Paris“ og honum lýst sem „Hlátur-vekj- andi gleðileikur, kominn beint frá höfuðborginni glaðværu, með glæsilegum hóp meginlands stjarna". Þriðji og síðasti þáttur leiksins var á enda, þegar Davíð bar þar að garði. Hann fann engann til þess að leiðbeina sér eða veita nokkrar upplýsingar og gekk því rakleitt inn um leiksviðsdyrnar og eftir löngum, illa lýstum gangi, sem bergmálaði með háu tómahljóði. Því næst gekk hann inn um enn aðrar dyr og var nú staddur inn- an um háa hlaða af ljósleitum fatnaði. Þarna rakst hann á þrekvaxinn mann, snöggklæddann, sem virt- ist vera að útbúa leiktjöld. „Það var sent eftir mér....“, byrjaði Davíð. „Bíðið andartak", sagði þrek- vaxni maðurinn og tók allt í einu til að hrópa, þangað til æðarnar á enni hans þrútnuðu út, eins og þær ætluðu að springa og berg- málið varð að ærandi drunum. Fljótlega var hrópi hans svar- að með blístri og köllum og rétt á eftir geistist stór hópur af stúlk- um framhjá litla lækninum, þar sem hann stóð og beið með tösk- una í hendinni. Þær mösuðu saman, sumar voru hásar og klúryrtar, nokkr- ar höfðu ávalar axlir og flöt brjóst, ein stúlkan fékk ákafa hóstahviðu og hallaði sér á með- an upp við járnsúlu, önnur nam staðar til að klóra sér. Þetta var mjög óvenjulegt andrúmsloft fyrir hann, en fullt af sjúkdómseinkennum, merki ST0RRI8 STREKKJARAR n ý k o m n i r Þeir sem eiga pantanir hjá okkur, vitji þeirra sem allra fyrst. GEYSIR H.F. iJlsala Kvenkápur verða seldar með miklum afslætti í dag og á morgun. 12 HLUTABREF Eimskipafélags íslands h.f. að nafnverði kr. 3.000.00 eru til sölu. — Tilboð merkt: „Eimskip“ 1001 —488, sendist ;! afgreiðslu blaðsins fyrir 23. þ. m. Reykvíkingar og fleiri i Nú er að verða hver síðastur að hitta mig í Englhlíð 8. ;| Við frá kl. 4—9. Ingibjörg Ingvars, frá Siglufirði. Fíllinn 3. Yfir girðinguna var byggt þak til að hlífa honum fyrir regni og sólarhita. Hann fékk líka húsbónda. Það var Ev- rópumaður frá Frakklandi. Það fyrsta, sem hann gerði, var j að gefa honum nafnið Fritz. Fritz vandist fljótt á að vera með hvítum og svörtum ■ mönnum, sem allir voru góðir við hann. Fritz fór líka að j þykja vænt um húsbónda sinn. Bráðum gat hann farið að j drekka mjólkina beint úr skálinni. Hann fór að ganga um ; í þorpinu og fylgja drengjunum út á akrana, að eldhúsinu, j og jafnvel til skólans. j Árin liðu og Fritz varð stór og fór smám saman að krefj- : ast kröftugri fæðu. Honum fór að þykja vænt um banana, ■ soðnar kartöflur og ýmis blöð — og bezt þótti honum sykur- j reyr og appelsínur. Bráðlega hætti hann alveg að drekka mjólk. Hann fór • að leika sér við börnin. Þau skriðu undir hann og hann j lyfti þeim upp á bak sér með rananum. Hann reiddist ekki, j þótt þau klipu í hala hans eða eyru, svo framarlega sem það : var ekki gert of fast. Og fljótt komst hann upp á að þekkja, ■ að nafnið sitt væri Fritz. j Það var búið að búa til aktygi handa honum, og svo var : honum beitt fyrir kerru. Undir eins og hann skildi, hvað ; menn ætluðust til af honum dró hann kerruna viljuglega, j þótt þung væri. Það var eins og leikur fyrir hann. Svo fór j Fritz að flytja ýmsan varning hingað og þangað. • : Á morgnana var hringt klukku á stöðinni til þess að kalla ■ vinnumenn og börnin til stöðvarinnar. Þegar allir voru j komnir, röðuðu þeir sér á hlaðinu, og svo voru nöfn þeirra : lesin upp. •• Skrifstofuhúsnæði 1—2 herbergi óskast til leigu. Tiilboð sendist afgr. Mbl fyrir n.k. sunnudag merkt: „Skrifstofuhúsnæði“ —482. Látið ekki hárið deyja á höfði yðar. Vekið það til nýs lífs með Charles Antell Formúla 9.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.