Morgunblaðið - 25.08.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.08.1955, Blaðsíða 1
ttttMðfri 16 slður 42. árgangur 191. tbl. — Fimmtudagur 25. ágúst 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins Brýzt úl styrjöld í Norlur-i Aðstoð við bændur á óþurrkasvæðunum hafiia D- -D PARIS, 24. ág. - 2000 manns hafa nú fallið í óeirðunum í Norður- Afríku og hyggst franska stjórn- in kalla út 60 þús. manna vara- lið, sem senda á þangað. — í dag gerðu Frakkar, sem andvígir eru stjórnarbótinni í Marokkó, aðsúg að landstjóranum, Gilbert Grand- val. Hermenn og lögregla stjak- aði óeirðarseggjunum burt, án þess að til frekari átaka kæmi. — Landstjórinn var viðstaddur greftrun Duvals hershöfðingja, þegar þetta gerðist. Hershöfðing- inn fórst í flugslysi fyrir skömmu og er álitið, að uppreisnarmenn hafi sett sprengju í flugvél hans. Óvíst er enn, með hverjum hætti Frakkar hyggjast leysa deiluna í Norður-Afríku, enda er samningsviðræðunum milli frönsku stjórnarinnar og Norður- Afríkumanna ekki lokið enn. Myndin sýnir franska her- menn aívopna Araba. Margrét prinsessa fór á skak á afmœlisdaginn Ov'ist, hvort nokkur beit á MARGRÉT prinsessa opinberaði ekki trúlofun þeirra Townsends á laugardag, eins og margir héldu. Þvert á móti sigldi hún beitivind til Skotlands og eyddi afmælisdegi sínum með Dominic Elliot, sem er 24 ára gamall sonur jarlsins af Minto, eins þekktasta aðalmanns Sketlands. — Fóru þau m. a. á skak, og sá hertoginn af Edinborg um, að þau yrðu ekki trufluð í veiðiferðinni. HVAÐ GET EG GERT Þegar þau skótuhjúin óku frá Balmoral kastalanum, fór Filipp hertogi á eftir þeim í vagni sín- um, og er blaðamenn og ljós- myndarar ætluðu að ryðjast að prinsessunni, lagði hertoginn vagni sínum þvert á veginn, svo að ómögulegt var að komast fram hjá honum. Hann stakk síðan höfðinu út um gluggann, brosti kankvíslega til fréttamannanna og sagði: Hvað get ég gert fyrir yður? HVAÐ VAR ÞAÐ? Townsend var í Ostende á af- mælisdegi prinsessunnar, en sendi henni þó afmælisgjöf alla leið til Skotlands. Ekki fylgir sögunni, hvað það var. NÚ velta menn því fyrir sér, hverju þetta sæti. Er prinsessan í tígjum við hinn unga skozka aðalsmann, hefur snurða hlaupið á þráðinn milli hennar og Town- sends ¦— eða getur hún ennþá sagt, eins og stalla hennar hér- lend: — „Ég hlusta, bíð og vaki". óðverjar unnu Finna ú 111:103 E¥rópaJiiie! í sföng — 4,50 m HELSINGFORS, 24 ágúst — Þýzkaland vann Finnland i landskeppni í frjálsum íþrótt- um með 111 stigum gegn 103. í landskeppninni bar það m. a. til tíðinda, að Landström setti Evrópumet í stangar- stökki, hann stökk 4,50 m. Er það prýðisgóður árangur. —Reuter. Eíga fálækir verka- menn aS borp AF „Þjóðviljanum" í gær virð, ist helzt mega ráða það, að j kommúnistar ætlist nú til þess að reykvískir verkamenn borgi meiðyrðasektina, sem Magnús Kjartansson vildi ekki borga. Segir blaðið frá því, að „verkamaður á áttra;ðisaldri" hafi gefið 100 kr. í fyrradag I til þess að „stytta /angavist Magnúsar Kjartanssonar um einn sólarhring". Þetta mun eiga að vera upp- haf að „Magnúsarsof nun"! Á sama tíma, sem kommúnista- flokkurinn á íslandi kaupir stórhýsi fyrir milljónir króna með stuðningi „félaganna" í Moskvu eiga fátækir verka- menn að borga sektir fyrir mannorðsþjófnað og óhróður Þjóðviljaritstjóranna!! Skýrslum um heyþörf safnað. Fóðurbœtisúiflutningur stöðva&ur BÚNAÐARFÉLAG íslands hefur undanfarið unnið að athugun á því hvað unnt er að gera til þess að koma í veg fyrir að til niðurskurðar og heyþrota komi í vetur hjá bændum á óþurrka- svæðunum sunnanlands. Skýrði Páll Zóphaniasson búnaðarmála- stjóri frá þessu i útvarpinu í gærkvöldi. D- -D FOÖURBÆTIR EKKI FLUTTUR ÚT í bréfi, sem Búnaðarfélagið rit- aði ríkisstjórninni í byrjun júlí lagði félagið til, að ekkert af fóð- urbæti yrði flutt úr landi á þessu ári, heldur hann allur notaður til innanlandsneyzlu. Er þar átt við síldarmjöl, karfamjöl, fiskimjöl og hvalkjötsmjöl. Jafnframt yrðu innflutningsyfirvöldin að gæta þess, að fluttur yrði inn nægur fóðurbætir erlendis frá svo sem þarfir bænda segðu til um. Ritaði Búnaðarfélagið aftur í fyrradag ríkisstjórninni bréf svipaðs efnis út af þessum mái- um. HESTAR Á „BÁTAGJALDEYRI" í haust má búast við því, að til falli mun meira af kjöti en þörf er á fyrir innanlandsmarkað og eru horfur á að það verði að flytja út allmikið magn af kjöti í vetur. Leggur því Búnaðarfé- lagsstjórnin til að útflutt kjöt sæti verðfríðindum í gjaldeyri, svo sem sjávarafurðir þ. e. báta- gjaldeyririnn. Ef hestar verða fluttir út í haust æskir Búnaðar- félagið sömu gjaldeyrisfríðinda af sölu þeirra. Þá hefir Búnaðarfélagið og hafið rannsókn á því hve mik- ið hey er aflögu til á þurrka- svæðinu norðanlands, í þeim tilgangi að unnt verði að miðla því til bænda á óþurrkasvæð- unum. — Hefir oddvitum á þurrkasvæðunum verið falið að gefa skýrslu um það. VANDINN VONANDI LEYSTUR Oddvitar á óþurrkasvæðun- um sunnan- og vestanlands hafa hinsvegar verið bcðnir að fá yfirlit yfir hve mikil sé fóðurbætisþörf í sveitum þeirra í vetur. ' Er þess að vænta að með sam- eiginlegum ráðstöíunum megi I koma í veg fyrir að hin hörmu- lega ótíð hafi vandræðaafleiðing- ar í för með sér fyrir bændur í ¦ rigningarhéruðunum. Bent Lnisen og Friðrik jafnir, teila til úrslita í ianúar Osló, 24. ág. í SÍÐUSTU umferðinni á Norðurlandameistaramótinu í skák vann Daninn Bent Lar- sen Friðrik Ólafsson, svo að þeir eru jafnir með S\é vinn- ing hvor. — Það hefur verið ákveðið, að þeir skipti því með sér fyrstu verðlaununum. Sam kvæmt stigaútreikningi er hlutur Bents Larsens heldur betri en Friðriks, en Bent er samt reiðubúinn að tefla ein- vígi við Friðrik og skera á þann hátt úr því, hvor þeirra hlýtur titilinn: Norðurlanda- meistar í skák 1955. Fer ein- vígið sennilega fram í Reykja vík eða Höfn í janúar næst- invígið fer fram eða Reykjavik komandi. Þess má og geta, að Friðrik tapaði aðeins skákinni við Bent, en Daninn tapaði aftur á móti tveimur skákum og gerði eitt jafntefli. Friðrik gerði þrjú jafntefli. ER INGI ÞRIÐJI? Aðrar skákir, sem tefldar voru til úrslita í dag, fóru svo, að Ingi vann Martinsen og Guðjón vann Kahra. í 1. fl. vann Ingv. Lie, Andersen vann Kristiansen, Störe vann Ahl- back og Heilimo tapaði fyrir Österaas. — Aðrar skákir, sem tefldar voru í dag, fóru í bið. • í 9. umferðinni vann Frið- rik Ólafsson Kahra og Bent Larsen vann Haave. Guðjón M. Sigurðsson g-erði jafntefli við Hildebrandt og Ingi R. Jó- hannssnn vann Vestöl. Nielsen irerði jafntfifli við Sterner. — Úrsliíi", i 10. umferð hafa öil verið Mrt. BÍMP í MEISTARAFL- Áðar en s-'ðnsta umferðin var tefld í meistaraflokki var staðan þessi í A riðili: Ander- sen hafði 8 vinninga, Ingvar Ásmundsson 7, Arinbjörn Guð mundsson og Nilson 5 vinn- inga. í B-riðli: Lárus Jonsen og Körling voru með 7H vinn- ing, Heilimo 6^ og Dinsen og Jón Pálsson voru með G v. Bent Larsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.