Morgunblaðið - 25.08.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.08.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLADIB Fimmtudagur 25. ágúst 1955 Læknirinn og ástin hans EFTIR JAMES HILTON Framhaldssagan 10 Síðan pantaði hann símtal við Calderbury og dyravörðurinn heyrði, þegar hann var að skýra konu sinni frá orsök þessarar taf- ar og næturdvalar sinnar. En hann grunaði (eða svo sagði hann síðar), að læknirinn hefði ekki tilnefnt hina raun- verulegu orsök. Davíð svaf ekki vel um nóttina. Hann var í vanda staddur og ruglaður. Hann vissi, að sér myndi veitast erfitt að kaupa fai;- -seðil um morguninn, kveðja þessa stúlku og skilja við hana fyrir fullt og allt. Hann vissi, að hún var því sem nær peningalaus. Hann vissi, a'3 hún var alveg atvinnulaus og myndi verða það, svo lengi r.em handlegsbrotið háði henni. — Hann vissi, að hún stóð uppi ein og vinalaus. Hann vissi um sálar- ástand hennar og það örþrifaráð, sem hún hafði áður gripið til, af þeim sökum. Hann einn vissi allt þetta um hana. Og hann vissi margt annað, af eigin reynslu, vegna þess, að í Calderbury var margt það fólk til, sem að vísu var hamingju- samt nú, en sem einhverntíma hefði bundið endi á líf sitt, hefði það ekki notið hinnar þolinmóðu huggunar hans, til þess að hressa hrelldar sálir. Um morguninn snæddu þau dögurð í stofu, með gluggum, sem sneru út að fagurbláu hafi og heiðríkum himni. Hún var mikið hraustlegri í Újtliti riú, þegar svefninn og livíldin höfðu læknað að mestu h'in slæmu eftirköst frá óheilla- atburði kvöldsins, en samt hvíldi enn yfir andlitinu, einhver skuggi sárra þjáninga og biturr- ar reynslu. Undir borðum talaði hann létt og áhyggjulaust eins og engin vandamál biðu þeirra á næsta leiti, en er þau höfðu lokið við að snæða, gat hann þess við hana, að hann ætlaði að lána henni peninga, sem hún gæti svo greitt sér síðar, þegar hún hefði fengið eitthvað að starfa. „Það er einmitt tilvalið fyrir yður, að dvelja hér í Sandmouth í nokkrar vikur, á meðan þér er- uð að fá fulla bót á heilsunni og þá ætti líka handleggsbrotið að vera gróið að fullu. Nú verðið þér að finna eitt- hvert rólegt og kyrrlátt gistihús, þar sem yður getur liðið vel og svo kem ég aftur á föstudaginn og athuga heilsufar yðar. Eins og ég sagði áður, þá kem ég hingað á hverjum föstudegi, í sjúkravitjanir“. „Þér eruð svo góður .... ef állir væru eins góðir og þér.... “ Hið litla, þvingaða bros, sem lék um varir hennar, kom hon- um til að segja: „Ég held að þér séuð áhyggjufull ennþá. Segið mér, hvað það er, sem amar að yður. Kannske get ég eitthvað hjálpað yður“. „Nei, nú amar ekkert að mér lengur“. „Jæja, þá er ekkert meira um það að segja. Við sjáumst þá aft- ur næstkomandi föstudag". „Þér eruð svo góður“, endur- tók hún og svipur hennar var fullur þakklætis og hlýju. Eftir morgunverðinn fundu þau þægilegt matsöluhús, við götu, sem lá að Promenade og þegar það reyndist einnig vera gistihús, þá skildi hún eftir tösk- una sína þar og borgaði herberg- isieigu í eina viku, fyrirfrám', af ifeningum, sem hún áttí sjálf. ‘ Því næst kvöddust þau og Hánn hélt til stöðvarinnar, til - . . þess að fara með morgunlestinni heim til sín. Hann kom aftur til Calderbury um nónbil. Honum varð það mjög erfitt, að ljúka öllum aðkallandi sjúkra- vitjunum sínum á hálfum degi, en hann fann til einhverskonar endurgjaldandi ánægju yfir því, að hafa gert eitt af því, sem hon- um bar að gera. j Þriðji kafli. j Litli læknirinn var mjög hæ- verskur, en hæverska hans staf- aði fyrst og fremst af hinni litlu löngun hans í veraldleg metorð og þeirri óbeit, sem hann hafði á því, að bera sjálfan sig saman við nokkra aðra menn. j Það hvarflaði aldrei að hon- um, að hann væri að nokkru leyti fremri sínum stéttarbræðr- um (enda þótt hann væri það, eflaust). Og ef einhver hefði sagt sem svo, að hann væri of góður læknir, til þess að einangr- ast í Calderbury, þá myndi svar hans hafa orðið eitthvað á þá leið, að ekkert væri of gott fyrir Calderbury. Hann hirti lítt um peninga og stöðu og hann var löngu hættur að sjá eftir hinni glæsilegu lífs- stöðu, sem eitt sinn stóð honum opin, en var nú ekki lengur. Allt það, sem „hefði getað orð- ið“ fól hann hiklaust gleymsk- unni á vald, nema þegar einhver sérstakur áminnari gaf honum ó- þyrmilegt olnbogaskot. I Einn slíkur áminnari var þýzka kennslubókin, sem hann tók niður af rykugri hillu, fimmtudaginn eftir að fundum þeirra Leni og hans bar saman í Sandmouth. j Ur því að fundum þeirra átti að bera saman næsta dag, aftur, 1 var eins skynsamlegt, að glöggva sig ofurlítið á þýzkunni áður, fannst honum. ! Bókin vakti hjá honum endur- minningar frá námsárunum í London, þegar hann gekk á St. Thomasar-sjúkrahúsið og bjó þar í nágrenninu, við Battersea. Þá hafði hann lagt stund á þýzkuna, með það fyrir augum, að nema einhverja sérgrein læknisfræðinnar í Vienna, um eins árs bil. En þetta áform hans hafði að engu orðið, þegar faðir hans lézt og skildi eftir sig mikið mmni peninga, en búist hafði verið við. Honum varð þá ljóst, að nú yrði hann fyrst og fremst að fá sér einhvern sæmilega arðvæn- legan starfa, til þess að sjá sér og móður sinni farborða. Notaði hann því allt það fé, sem hann hafði handbært, til þess að kaupa sér almennt læknis leyfi í úthverfi Manchester og var hann þar læknir í nokkur ár, ofhlaðinn störfum og ílla launaður. Hann veiktist, skuldirnar hlóð- ust á hann, móðir hans andaðist og loks var ekkert cnnað að gera, en að selja allt með stórfelldu tapi og taka sér langt frí. Því næst keypti hann sér at- vinnuleyfi í Calde”bury. Þaðan fór hann svo í enn tekjuminna umdæmi, og settist að í tilbreyt- ingarlausu andrúmslofti lítils dómkirk j ubæ j ar. Jessica, konan hans, var einu ! eða tveimur árum eldri en hann. Jafnvel á dögum hinnar fyrstu samveru þeirra var hörund henn- ar þurrt og skorpið (Afleiðing af | of mikilli garðrækt), augun hörð og hvöss (Afleiðing af of tiðri j fundarstjórn á íitlum mótum og fundum). Vissulega hefði Jessica sómt sér vel sem biskupsfrú og enda líka hefði það legið fyrir henni, ef einn, sérstakur, ungur aðstoð- arprestur, sem síðar átti eftir að verða biskup, hefði ekki tekið aðra, sínu óverðugri, fram yfir hana. Eftir það hafði hún keppt að því, að ná í litla lækninn fyrir eiginmann. •wonmii FYRIRLIGGJANDI; S4IMTA CLAR4 SVESKJtR 50/60 70/80 RIJSÍIMIjR stcinlausar 12 (4 kg. og pk. KIJREIMIJR 12 Úí kg. og pk. EPLI, þurrkuð BL. ÁVEXTIR uaran Trésmíðavélar Sambyggðar vélar Bandsög 30“ Þykktarhefill 12“ Hjólsagir 10“ IHISIIIBSINtJIIIISm Grjótagötu 7 — Símar 3573—5296 ELI RHEM T NÁMUNDA við borg nokkurra í Ameríku lágu járn- brautarteinar, þar sem stöðugur straumur af járnbraut- | um ók eftir á gríðarlega mikilli ferð. Og skammt frá borg- inni var trébrú, sem járnbrautirnar fóru yíir, en fyrir neðan var ákaílega stórt og mikil gil. Svo var það einu sinni, þegar járnbraut ók yfir brúna, ! að eldneistar frá járnbrautinni hrukku út á brúna og kveiktu í henni. Járnbrautin komst þó klakklaust yfir. Fólk, sem kom þarna að reyndi allt, sem í þess valdi stóð til að slökkva eldinn, en það reyndist árangurslaust, því að hann breidd- ist óðfluga út. j Fólkið stóð uppi ráðalaust og horfði á hið mikla eldhaf. 'Brúin brotnaði smátt og smátt og féll niður í hið djúpa igljúfur, og loks var ekkert eftir annað en brunarústir. Þá var einhver í hópnum, sem kallaði: „Eftir tíu mínútur kemur önnur járnbrautarlest. Hvað getum við gert til þess að afstýra slysi? Stjórnandi járn- brautarinnar sér ekki hvernig komið er fyrr en hann er alveg kominn að gljúfurbarminum, en þá verður það of seint. Allir, sem eru í járnbrautinni munu missa lífið, því j að hún steypist niður í gljúfrið. Hvað getum við gert til l þess að bjarga öllum þeim mörgu, sem eru með járnbraut- inni frá bráðum dauða? Enginn svaraði manninum. Allir stóðu uppi ráðalausir, og vissu ekki hvað til bragðs skyldi taka. En þá kom til skjalanna. tólf ára drengur, sem einum allra hugkvæmdist ráð. Og það var Eli Rhem. Morgunblaðið með morgunkaffinu — Jacqmar kjólaefni model eíni og Jacqmor tweed í fcjóln og dingtii Einnig ensk dragtarefni svört og grá MARKAÐURINN Hafnarstræti 11 aújooaa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.