Morgunblaðið - 25.08.1955, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIB
Fimmtudagur 25. ágúst 1955
orgjmlíJaMfo
Uíi.; H.Í. Arvakur, Reykjavlk.
Framkv.stj.: Sigíúa Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyxgðarsa.)
Stjórnmálaritatjóri: SigurSur Bjarnason fri Vtgím
Iieabók: Arni Óla, dmi 304*.
Auglýaingar: Árnl GarSar Kristinaaaa.
Ritstjom, auglýsingar og aígreiBsla:
Auaturstræti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði limaBlarala.
Í lauaasölu 1 krá— alntaktS.
Bergmál almenningsálitsins
íþfóttaiélögin vinna islenzkti
æsku ómetanlegt gagn
ÞEIR, sem á þessu sumri hafa
ferðast nokkuð að ráði um
byggðir landsins, sveitir og sjáv-
arsíðu, hafa átt þess kost, að
heyra álit fólksins á því, sem er
að gerast á hinum ýmsu sviðum
þjóðlífsins. Er það ekki hvað sízt
gagnlegt fyrir stjórnmálamenn
þjóðarinnar að kynnast þannig
bergmáli almenningsálitsins, ef
svo mætti að orði komast. Til
þess að vera í nánu sambandi við
þjóðina þurfa stjórnmálamenn-
irnir á hverjum tíma að kunna
skil á viðhorfum hennar, vita um
hin ýmsu sjónarmið, sem uppi
eru í sveitum og við sjó.
Það, sem fyrst og fremst kem-
ur fram hjá almenningi um land
allt um þessar mundir er sú
skoðun, að það hafi verið mjög
vel ráðið er núverandi stjórnar-
flokkar tóku höndum saman urn
stórfellda framkvæmdaáætlun á
ýmsum sviðum þjóðlífsins eftir
síðustu kosningar. í sveitum og
kaupstöðum var sú skoðun þá
mjög almenn, að málefnasamn-
ingur stjórnarinnar líktist veru-
lega stefnuskrá nýsköpunar-
stjórnarinnar, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hafði forystu um að
mynduð var á morgni lýðveldis-
ins árið 1944.
Þessi skoðun á málefnasamn-
.ingi ríkisstjórnarinnar er ennþá
ríkjandi, hvar sem farið er um
landið. Fólkið byggir á henni
miklar vonir og fagnar því, sem
þegar hefur áunnizt.
Gönuskeið Tímans
Þess verður hinsvegar vart
ákaflega víða, að fólk undrast
mjög afstöðu og framkomu ann-
ars stjórnarflokksins, Fram-
sóknar. — Það á erfitt með að
skilja, hvernig Framsóknarflokk-
urinn geti haldið uppi drengilegu
samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn
samtímis því, sem hann lætur
blað sitt halda því fram viku
eftir viku, mánuð eftir mánuð og
ár eftir ár, að Sjálfstæðisflokk-
urinn sé bófaflokkur og forystu-
menn hans ótíndir glæframenn
og svindlarar. Niðurstaðan verð-
ur sú, að fólk tekur alls ekki
mark á skrifum Tímans um
stjórnmál. Það lítur á þau, sem
hver önnur gönuskeið, sem lítið
eða ekkert liggi bak við.
Nokkuð öðru máli gegnir
um ræður og skrif formanns
Framsóknarflokksins. Margir
teija öruggt að af þeim megi
draga þá ályktun, að hann
vilji fyrst og fremst samvinnu
við hina sósíalísku flokka, en
alls ekki við Sjálfstæðisflokk-
inn. Hinsvegar sé greinilegt að
verulegur kiofningur ríki inn-
an Framsóknar um þessa af-
stöðu hans.
Mjög víða verður þeirrar skoð-
unar vart, að vinstristjórnartil-
boð Hermanns Jónassonar til
kommúnista, krata og Þjóðvarn-
ar, eigi ríkan þátt í hinum póli-
tísku verkföllum, sem kommún-
istar beittu sér fyrir á s.l. vetri
og hleypt hafa á stað skriðu verð-
hækkana og dýrtíðar. Formaður
Framsóknarflokksins hafi því
beinlínis hvatt hina sósíalísku
flokka til þessara herhlaupa á
hendur efnahagslífi þjóðarinnar.
menningsálitið á hverjum
tíma hlýtur þó jafnan að vera
stjórnmálamönnunum nokk- !
urt aShalu, einnig á milli þess,,
er kosningar fara fram í land-
inu.
Þau hafi átt að vera brúin yfir í
vinstri stjórn. Kom það enda
greiniléga fram í bréfi því, sem
„vitlausi maðurinn í skutnum",
forseti Alþýðusambandsins, skrif-
aði öllum vinstri flokkunum á
s.l. vetri. i
Afstaðan til hinna
sósíalísku flokka
Þeirrar skoðunar verður hvar-
vetna vart á landinu, að fylgi
hinna sósíalísku flokka fari þar
þverrandi. Alþýðuflokkurinn er
víðast hvar í tvennu lagi og sum-
staðar þrennu. Kommúnistar séu
hinsvegar nokkurnveginn ó-
klofnir en fylgi þeirra fari seigt
og bítandi þverrandi.
Yfirleitt ríkir megn ótrú á
því, að vinstri flokkarnir geti
komið sér saman um myndun
ríkisstjórnar í landinu. Við
næstu kosningar verði því
fyrst og fremst kosið um það,
hvort veita eigi Sjálfstæðis-
flokknum þingmeirihluta eða
hætta á hreinan glundroða.
Uggur gagnvart
efnahagsástandinu
Mjög verður þess vart, ekki
hvað sízt í sveitum landsins, að
fólk er uggandi gagnvart því
ástandi, sem skapast hefur í efna-
hagsmálum þjóðarinnar eftir
verkföllin og kauphækkanirnar
á s.l. vetri. Fólk sér, að ný verð-
hækkunarskriða er komin af
stað í kjölfar þeirra. í stað jafn-
vægiástands þess, sem skapaðist
með ráðstöfunum þeim, sem
gerðar voru í ársbyrjun 1950 er
nú að komast los á efnahagslífið
og kapphlaup hafið milli kaup-
gjalds og verðlags.
Er fólk í öllum landshlutum
mjög kvíðandi vegna þessarar
þróunar. Hér í Reykjavík hefur
wndanfarið orðið vart vaxandi
hneigðar til eyðslu og þverrandi
trúar á gildi íslenzkrar krónu.
Þess verður mjög vart, að al-
menningur væntir þess, að stjórn
arflokkarnir freisti ráðstafana til
þess að koma í veg fyrir áfram-
haldandi óheillaþróun í þessa
átt. i«!i’
Þetta eru áreiðanlega stærstu
drættirnir í afstöðu almennings
á íslandi í dag til þess, sem er að
gerast á sviði stjórnmála og
efnahagsmála. Yfirleitt er óhætt
að fullyrða, að- fólk líti á þessi
mál með rósemi og yfirvegun.
Tilraunir til þess að hefja æsing-
ar og upphám eiga ekki mikinn
hljómgrunn. Þjóðin ætlast til
þess að stjórn landsins vinni að
framkvæmd málefnasamnings
síns og þeim miklu málum, sem
hún hefur heitið að koma í höfn,
af festu og drengskap. Stjórnar-
andstöðunni beri hinsvegar að
sjálfsögðu að gagnrýna stjórnar-
stefnuna og stjórnarframkvæmd-
ir á ábyrgan hátt.
Til þess er vissulega ástæða,
að þessu bergmáli almennings-
álitsins sé gefinn gaumur, bæði
af hálfu þeirra, sem fara með
stjórn landsins og hinna, sem í
stjórnarandstöðu eru.
Þjóðin velur sér stjórnend-
ur við almennar alþingiskosn-
inar. Þá fær hún tækifæri til
þess að kveða upp dóm sinn
í einrúmi kjorklefans.
TVO STÆRSTU íþróttafélög ]
þessa baéjar, Ármann og KR, hafa |
tekið höndum saman til fjáröfl-
unar til byggingar félagsheimiía
og íþróttasvæða sinna.
j Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að þessi félög hafa um ára-
. tugi unnið merkilegt og gott starf
j í þágu íþróttahreyfingarinnar,
þrátt fyrir ófullnægjandi starfs-
skilyrði.
j Félögin réðust því í það stór-
virki árið 1949 að koma sér upp
eigin íþróttasvæðum með félags-
heimilum. Að þessu máli hafa fé-
lögin unnið markvisst síðan og
mikil vinna og miklir fjármunir
hafa verið lagðir í þessar fram-
kvæmdir af hálfu beggja félag-
anna, en þrátt fyrir þetta mikla
átak hafa félögin stóraukið starf-
semi sína á íþróttasviðinu.
Með góðum stuðningi ríkis og
bæjar hefir nú þegar sá góði ár-
angur náðst, að annað félagið
hefur þegar tekið hluta af svæði
sínu og félagsheimili í notkun,
en hitt hefur að mestu lokið vall-
argerð sinni, hafið æfingar á
svæðinu og nú hafizt handa um
byggingu félagsheimilisins.
Þrátt fyrir mikla vinnu félags-
mannanna sjálfra og áðurnefnda
Almenningi gefst kostur á að
aðstoða Armann og KR með jbw
að kaupa happdrættismiða
aðstoð ríkis og bæjar, vantar
mikið á að hægt sé að hraða þess-
um framkvæmdum eins og nauð-
synlegt er, auk þess er reksturs-
og viðhaldsköstnaður slíkra
íþróttamannvirkja svo mikill, að
félögin hafa orðið að leggja
mjög hart að sér til þess að rísa
undir honum.
Ármann og KR, sem svo oft
hafa mætzt á iþróttamótum, sem
harðir keppinautar hafa nú sam-
einað krafta sína til fjáröflunar
og standa saman að bílhapp
drætti, sem vonir standa til að
geti hjálpað þeim áleiðis að tak-
markinu.
Á sextíu ára afmæli Glímufé-
lagsins Ármanns, úthlutaði bæj-
arstjórn Reykjavíkur félaginu
Weh/akanJíi óbriiar:
H
Sitt af hverju um
hreindýr
HEFIR skrifað mér eftirfar-
andi að austan:
„Það er víst, að hreindýra-
stofninn á landinu er orðinn
stærri en svo, að hann hafi nægi-
legt beitiland. Þessvegna sækja
nú dýrin meir og meir út á af-
réttir sveitanna austanlands og
hafast þar við, einnig á sumrin.
Menn tala um, að dreifa dýrun-
um út um hina landsfjórðungana.
En skilyrði eru þar víðast hvar
íremur óhagstæð.
ÍÞað ráð hefir nú verið upp-
tekið að leyfa að skjóta sex
hundruð hreindýr á vissu tíma-
, bili yfir haustið. En menn eru,
I sem von er, ekki ánægðir með að
!hleypa misjöfnum skyttum á
I! dýrin, sem ef til vill skjóta þau
á löngu færi og særa eins mörg
i eða fleiri en þau, sem drepin eru
' strax. Hverskonar dráps-,,menn-
j ing“ er fyrirlitleg, hvort sem hún
j beinist gegn mönnum eða skepn-
um og. finnst mörgum þessar
leyfðu herferðir gegn hreindýr-
unum afar óviðkunnanlegar.
Meðferð hreindýrakjöts.
tÁIR kunna hér rétta meðferð
N
— EN HVAÐ SKAL
ÞÁ GERA?
Ú E R hinsvegar vafamál,
hvort rétt er að íþyngja fá-
tæklegum gróðri landsins með
aukinni beit fram yfir það, sem
sauðféð krefst. En ef hreinarnir
eiga samt að fá að lifa hér áfram
lengur eða skemur, þar sem þeir
líka lifa ekki á alveg sama gróðri
og sauðféð — þá er ekki um ann-
að að gera en að breyta stofn-
inum í tamdar hjarðir, eina eða
fleiri og hagnýta líkt og Lapp-
ar gera.
Væri þá ekki úr vegi að senda
út nokkra unga menn, sem áhuga
kynnu að hafa á hreinarækt til
að læra hana eða að ráða hingað
2—3 Lappa. Annars er sjálfsagt
að kynna sér það, sem Helgi
Valtýsson hefir skrifað um þessi
efni.
sauðakjöti — hvorki frysting né
salt, ef kjötið á að vera vel ætt.
Sagt er, að skrokkarnir eigi að
hanga úti, líklega óflegnir, ef til
vill í nokkrar vikur eftir því,
hvernig viðrar. — En kenni nú
þeir, sem kunna.
H“.
Of djúpt tekið í árinni.
E’LDRI maður, í senn hispurs-
i laus og hógvær í fasi kom til
min nú á dögunum og fórust orð
eitthvað á þessa leið:
„Mér fannst það ekki rétt, sem
sagt var hér í dálkunum fyrir
nokkru um óskilvísi íslendinga,
eða að minnsta kosti var þar of
djúpt tekið í árinni. — Eg hefi
alltaf farið snemma á fætur og
fundið ýmislegt á vegi mínum,
sumt verðmætt, annað einskis-
nýtt eins og gengur. Og eg hefi
ævinlega haft það að reglu að
reyna að koma til skila því, sem
ég hefi fundið þannig. T. d. hefi
ég fundið og skilað fjórum úrum
og fjölda mörgu öðru, annað
hvort með því að auglýsa eða
beint til eiganda.
Eitt sinn var ég niðri við höfn
snemma morguns, áður en um-
ferð var byrjuð að nokkru ráði.
Þá fann ég þar falskan tanngarð,
heilan og óskemmdan, auglýsti
hann og eigandinn gaf sig fljót-
lega fram. Það var þjónn á skipi,
sem hafði í ógáti fleygt honum
frá borði. — En feginn var hann
að fá tennurnar sínar aftur eins
og geta má nærri.
Gleymum ekki að kvarta.
TVISVAR sinnum hefi ég týnt
peningum — hélt maðurinn
áfram og í bæði skiptin var þeim
skilað til mín aftur, án þess að
ég auglýsti. Það er nú svona. Við
gleymum ekki að kvarta yfir
löstum náungans — en oft hirð-
um við ekki um að láta þess get-
ið, sem vel er gert við okkur.
— Svo hef ég ekki meira um
þetta að segja, sagði maðurinn
kurteislega, um leið og hann
kvaddi og fór — vildi gjarnan
að þetta fengi að koma fram.
Og vissulega var það sjálfsagt
og ánægjulegt í senn að verða við
þeirri ósk hans.
Merkið,
sem
klæðir
landið.
landi undir íþróttamannvirki
þau, sem félagið hyggst reisa í
framtíðinni: íþróttavöll, íþrótta-
hús og félagsheimili.
Landið liggur mjög miðsvæðis
og á ágætum stað, milli Miðtúns,
Sigtúns, Nótatúns og Laugarness-
vegar, en var mjög blautt og
þurfti mikillar lagfæringar við
og framræslu. Þar er nú ágætur
og þurr grasvöllur, tveir hand-
knattleiksvellir og 350 m hlaupa-
braut, og hefur verið unnið að
þessum framkvæmdum eftir því
sem efni félagsins hafa hrokkið
til, ennfremur hafa bæði eldri
og yngri félagsmenn unnið að
þessum áhugamálum Ármenn-
inga í þegnskylduvinnu af mikl-
um dugnaði.
Um síðustu áramót höfðu þess-
ar framkvæmdir kostað kr. 511.
833.52.
íþróttasvæðið teiknaði og
skipulagði Gísli Halldórsson
arkitekt og hefur hann yfirum-
sjón með því verki.
Um þessar mundir er verið að
steypa undirstöður af hluta af
a hreindýrakjöti. Hún er félagsheimili og búningsherbergj
sögð allt önnur en verkun á urn> sem munu rísa Upp eftir því
sem fjárhagslegt bolmagn félags-
ins leyfir á þessu sviði.
Teikningar af þessum mann-
virkjum hefur Skarphéðinn Jó-
hannsson arkitekt gert.
Æskulýðsheimili KR við
Kaplaskjólsveg er byggt á árun-
um 1949—52. Heimilinu tilheyra:
Æfinga- og leikvellir, íþróttasal-
ur og félagsheimili. íþróttasvæð-
ið er starfrækt allt árið frá kl.
4—11 e. h. hvern virkan dag. Að-
sókn er mikil, ekki aðeins af fé-
lagsmönnum, heldur eigi síður af
börnum og unglingum nærliggj-
andi íbúðarhverfa, sem hverfa
þangað að leik af götunni.
Samkvæmt skýrslu um starf-
semina s.l. vetur, sækja heimilið
27 flokkar á hverri viku, 2—3
svar hver flokkur, en það er yfir
veturinn u. þ. b. 23 þús. heim-
sóknir. Flestir eru á aldrinum
10—18 ára, og auk íþróttaæfinga
er lögð stund á alls konar tóm-
stundaiðju, haldnir eru fyrirlestr
ar, sýndar fræðslumyndir, hald-
in spila- og taflkvöld, og fara
allar æfingar og tómstundastörf
fram undir handleiðslu eldri fé-
lagsmanna eða þjálfara.
Yfir sumarið fer starfsemin að
mestu fram utanhúss á völlum
félagsins, 2 grasvöllum og mal-
arvelli. Þá eru vellirnir í stöð-
ugri notkun allt frá kl. 10 að
morgni, vegna mikillar aðsókn-
ar barna og unglinga úr nær-
liggjandi íbúðarhverfum, en eftir
ki. 4 hefst starfsemi félagsins
með æfingum. Frá fyrstu hefur
verið lögð áherzla á, að æsku-
íýðsheimilið sem heild væri opið
öllum, enda þótt ekki væri um
félagsbundna meðlimi að ræða.
Ekki er unnt að segja með
vissu hve margir einstaklingar
sækja heimilið á ári hverju, þar
sem fjölmennir flokkar barna og
unglinga koma þar yfir sumar-
mánuðina, en ekki mun þó of-
reiknað að áætla þa(S að jafnaði
milli 35 og 40 þús. yfir sumarið.
Þegar félagsheimili beggja fé-
laganna eru fullgerð, geta þau
tekið á móti 70—80 þús. einstakl-
ingum árlega til íþróttaiðkana og
tómstundaiðju.
Framtíðin á eftir að leiða það
í ijós, að með byggingu þessara
íþrótta- og æskulýðsheimila hafa
þessi tvö "þ^óttafélög stigið
heil!arí,r* -y— “igu íslenzkrar
æsku.