Morgunblaðið - 25.08.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.08.1955, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 25. ágúst 1955 HOKGVt*»tLd&IB Sjötugur i dag: Sigurhjöin ALLIR kannast við Sigurbjörn og flestir munu þekkja hann, er þeir sjá hann, fóthvatan og fjörugan, bruna um götur bæjar- ins. Það mó með sanni segja, að hér er á ferðinni hið síkáta Reykjavíkurbarn, sem á liðnum áratugum hefir verið meðal þeirra, sem hafa sett svip á bæ- inn. Sigurbjörn þekkir svo marga hér í bæ, að það er eins fljótlegt að fá svör hjá honum, eins og fletta upp í bæjarskrám. Það munar minnstu, að Sigur- bjöm sé innfæddur Reykvíking- ur, en hér hefir hann alið mest- an aldur sinn, þó að hann kæmi við á Kiðafelli í Kjós og fædd- ist þar. Auðvitað hefir hann ekki gleymt því, að hann heilsaði ljósi dagsins að Kiðafelli. Þessvegna hefir hann eignazt fæðingarstað sinn og á þar rausnarbú, sem sonur hans veitir forstöðu. Á barnsaldri kom Sigurbjörn' hingað með foreldrum sínum, Þorkeli Halldórssyni og Kristínu Gísladóttur. Frá því hann kom til Reykja- víkur hefir æfi hans verið sífellt starf og má með sanni segja, að hann hefir ekki legið á liði sínu. i Hann hefir verið sitt af hverju um æfina. Skal hér stiklað á1 stóru og mir.nst á eitthvað af því, sem hann hefir fengizt við. En störf sín hefir hann rækt þannig, að menn sáu, að hér var sá maður, er treysta mátti. Sigurður gamli Kristjánsson bóksali hafði miklar mætur á Sigurbirni og sagði oft: „Ekki svíkur Bjössi“. Hefir þessi setn- ing búið hjá vinum Sigurbjörns, því að þau lýsa manninum. Þess- vegna segja margir, er þeir árna kærum vini allra heilla: „Ekki svíkur Bjössi“. Á æskuárum var Sigurbjöm við verzlunarstörf í Edinborgar- verzlun og hefir hann frá þeim tímum átt vináttu þeirra, er með honum voru. Um nokkur ár starfaði hann hjá Chouillou kaupmanni. Var honum þá nauðsyn að læra frönsku, og hefir sú málakunn- átta eflaust komið sér vel, er hann nú fyrir nokkrum dögum var staddur í París. Sigurbjörn er áhuga- og ákafa- maður. Gat hann því ekki látið sér annað lynda en ganga að sjálfstæðu starfi. Gerðist hann kaupmaður, er hann ásamt æskuvini sínum, Guðmundi Ás- björnssyni, stofnaði verzlunina „Vísi“ árið 1915. Hver er sá,1 sem kannast ekki við manninn, er nefndur er Sigurbjörn í Vísi? Ef tekin hefðu verið á stálþráð öll þau orð, er töluð hafa verið í skrifstofunni á Laugavegi 1, væri það fróðlegur lestur á út- varpskvöldum. Það var ekki hægt annað en að sjá hvað með Sigurbimi bjó. Hann leyndi ekki skoðunum sín- um, hispurslaus er hann og hreinskilinn. Gæti ég trúað, að sumum þætti hann vera of hrein- 1 •kilinn. En ef menn ætla sér að draga úr sannfæringu og hrein- skilni Sigurbjörns, þá hlær hann og er alveg forviða á því, að menn séu svo varkárir, að þeir læðist um á sokkaleistunum. Sig- urbjörn fer aldrei í felur með sannfæringu sína. Það er ekki honum að skapi að setja ljósið undir mæliker. Það er eðlilegt, að slíkum mönnum séu falin trúnaðar- störfin. Þessvegna hefir oft verið leita'5 til Sigurbjöms. Rúmlega 40 ár var hann í niðurjöfnunar- nefnd Reykjavíkur. Héfir hann lagt þungar byrðar á Reykvík-j inga, látið þá borga milljónir króna. Halda menn, aS hann hafi unnið þetta starf grátandi? Ég sagði stundum við Sigurbjörn: ,Hefir þú ekki samvizkubit, er útsvarsskráin kemur?“ Nei, ekki alveg. Hann áleit, að menn ættu að hlakka til að borga skattana, og borga brosandi, svo að menn elsson foistjóri gætu sýnt þegnskap og ættjarð- arást. En skyldi hann ekki um leið hafa verið mörgum til hjálpar og leiðbeiningar, er hann vann að þessum vanþakklátu störfum, þaulkunnugur hag og kjörum fiöldamarcrva Reykvikinga? Það er áreiðanlegt, að Sigurbjörn veit lengra nefi sínu. Eftir að hann um nokkur ár hafði starfað í Skattstofunni. tók hann að sér stjórn kirkjugarð- anna og hefir á s'ðastliðnum ár- um gegnt því starfi. Alla æfi hefir Sigurbjöm ver- ið kirkjunnar maður, trúaður og kirkiurækinn. Hann hefir ekki farið levnt með trú sína. Það mega allir vita, á hvern hann trúir. Með gleði ber hann fram þessa játningu: „Ég fyrirverð mig ekki íyrir fagnaðarerindi Krists." Sigurbjörn vill ekki villa á sér heimildir. Allir mega vi+a hvpv sVoðun hans er i bióð- málum. Það má með sanni segja, að hann iifnar alhir við. er kosn- ingar fara í hönd. Ei' þá nokkur í vafa um, í hvaða fylkingu hann skipar sér? Eins er því varið með trú hans, að honum er ljúft að tala við aðra um það, sem er honum hið dvrasta hnoss. Þetta orð hef- ir náð tökum á hug hans og hiarta: ,É'g trúi, þessvegna tala ég.“ Sigurbjörn ó hina starfandi trú. Um mörg ár átti hann sæti í sóknarnefnd Dómkirkjunnar og á liðnum árum hefir hann verið og er enn formaður sóknaraefnd- ar Hallgrímssóknar. K.F.U.M. hóf starf sitt hér í bæ í ársbyrjun 1899. Var Sigur- ójörn meðal hinna fyrstu, er ;engu í félagið, og hefir aldreii irugðizt. Ég held, að aldrei hafi iðið svo nokkur vika, að hann æri þar ekki, ef hann var í >ænum. Sigurbjöm kveðst vera í >akkarskuld við K.F.U.M. Hið ;ama segjum vér fjöldamargir neð honum. En ég vil einnig egja, að K.F.U.M. er í þakkar- kuid við Sigurbjörn. Er hann ’araformaður félagsins og hefir ærið í stjórn þess í 40—50 ár. Sigurbjöm er hamingjumaður, '.lltaf glaður og kemur ekki til lugar að mæla æðruorð, þó að á nóti kunni að blása. Hefir hann itt því láni að fagna að eiga nndælt heimili, sannkallaðan ólskinsblett í heiði. Ungur kvæntist hann hinni ágætu konu, Gróu Bjarnadóttur, en hún and- aðist í spönsku veikinni 1918. Nokkrum árum síðar kvæntist hann núlifandi konu sinni, Unni Haraldsdóttur. Hefir frú Unnur með frábærum dugnaði stjómáð heimili þeirra. Þar hefir oft ver- ið margt um manninn, því að 10 eru börn Sigurbjörns, og ekki veit ég tölu á öllum niðjimum. En eitt veit ég, að bjart er yfir samfélagi elskandi vina, og þessvegna eru ekki ellimörk á Sigurbirni. Fagnar hann nú á- samt konu sinni sól og sumri á erlendri grund, hefir farið um ýms lönd, og dvelur nú i dag hjá dóttur og tengdasyni, Nielsen tannlækni, Kírkevej 9, Köben- havn. Þangað berast nú heillakveðjur þakklátra vina. Ég vildi, að ég væri kominn þangað og heyrði Sigurbjöm hlæja. Bj. J. I hetb. og efdhús til leiga á góðatn stað í Kópa vogi. Fyrirframgreiðssla. Til- boð, er greini fjölskyldu- stærð, sendrsí afgr. biaðsina fyrir föstudagskvöld merkt: ,jl. aeptember— 616“. . Volkswagien til KUÍU. - Bifreið'asalun Bókhlöðust. 7. Sími 82168. TIL SÖLU: Hndkkior eg SöðuBI Upplýsingar í sima 2358. éf tMvxd$ fjjmpb UHU <JUr. ’b-ikawrib* ■•••'•••dvavraaaaa p ••••••«■ a • r ••■■•■•■•* m ■ Hugmá!aféb| íslands Skemmtifundur verður haidinn í Tjamaxcafé, uppi, á föstudagskvöld 26. áglist kl. 20:30. Hinn kunni þýzki flugmaSur Wolfgang Hirth mun flytja erindi og sýna k js knyvndir. Nýir félagar velkomnn Flugxnáiaiélag Íslamís. t, Hestamannaféfagið Fákur, Sörli 09 Hérður fara sameiginlega skemrníifrjrð áð Hlégarði sunnu- daginn 28. ágúst. . Farið verður frá skei&velihnum M..2 e. h. Sendisveinn Duglegur sendisvemw óskast strax. Vinnutími 6—12 f. k. Jt9wgtttíBlaM& i Sími 1600. Penslar—Penslar ] Glæsilegt úrval af pensium nýkomið, og verkfæri fyrir máiara PENSILLINN Laugavegi 4 Úivals fataefni ensk, fyrirliggjandi. Margar tegundir. Föt afgreiðast með stuttimi fyrirvara. Vönduð vinna. Arne S. Andersen, Laugavegi 27, UI. hæð. Sími 1707. Unglingur óskast til inrtheimtustarfa frá næstu mánaðamótum. P. STEFÁNSSON H.f. Hverfisgötu 103. 3 •s : Hinar langþráðu ÞRYKKIMYNDIR eru komnar. — M. a. íjölbreytt úrval af barnamyndnm. SKILTÁGERÐÍN Skólavörðustíg 8. H éraÖsskólinn í Reykjanesi, verknámsskólinn, starfar eins og j venjulega janúar, febrúar, marz. Umsóknir sendist sem fyrst. ; Páli Aðalsteinsson, 5 ■ skólastjóri. Stúlkur — íbúö Tvær reglusamar stúlkur óska eftir 2ja—3ja her- • ■ bergja íbúð sem fyrst. Húshjálp og önnur aðstoð, | ef með þarf. Fyrirframgreiðsla kemur til greina. Uppl. í ísbúðinni, Hjaarðarhaga 10 og í síma 81350 ; -frá kl. 9—1 og 2—5 alla virka daga. 3 • 'J fl? Piltur eÖa stúlka óskast til afgreiðslustarfa, helzt strax. Upplýsingar í búðinni kl. 2-—4 í dag. SunnubúBin rí-Uifj iiii flfilV.!.*;: Mávahlíð 26. ubnurfió J -liJ'i •V«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.