Morgunblaðið - 28.08.1955, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐ19
Sunnudagur 28. ágúst 1955
Læknirinn og ástin hans
EFTIR JAMES HILTON
fc
Framh'aldssagan 13
hafði notið ferðarinnar og hlust-
aði á hið glaðlega mas hans um
hana, varð henni fljótlega Ijóst,
að hvað svo sem það var, sem í
ferðalaginu hafði skeð, þá var
það a.m.k. heppilegt
Á sinn áberandi og ákafa hátt,
þá vildi hún drengnum allt hið
bezta, enda þótt sá vilji megnaði
ekki, að draga úr óþolinmæði
hennar gagnvart dutlungum hans
og ólund. Ef einhver annar hafði
bæði lag og löngun til að fást við
hann, þá skyldi hún verða síðust
allra til að hindra það eða hefta
á nokkurn hátt.
„Hvaða kona er betta, sem gæt-
ir Geralds, á meðan þú ert i
sjúkravitjununum?“ spurði hún
Davíð.
Davíð hafði vanið sig á, að
ræða lítið um einkamál sjúklinga
sinna og við það bættist sú ó-
vissa, sem ávallt fyllti hug hans,
þegar hann spurði sjálfan sig, að
því, hver Leni raunverulega
væri. Satt að segja, þá hafði hann
enga hugmynd um það.
„Hún er bara einn af sjúkling-
unum mínum. Hún braut á sér
úlnliðinn". ,
„Er þetta einhver hefðarkona?"
Davíð braut ekkert heilann um
þá spurningu, hvort Leni væri
hefðarkona eða ekki, hitt langaði
hann meira til að vita, hvort Jess-
ica myndi álíta hana það.
Að lokum svaraði hann: „Já,
það held ég að sé óhætt að kalla
hana“.
„Er þetta einhleyp mann-
eskja?“
„Já“.
„Hvernig er fjölskylda henn-
ar?“
„Hún á enga fjölskyldu".
„Nei, auðvitað ekki, fvrst
manneskjan er einhleyp. Ég átti
við það, af hvernig bergi hún
væri brotin".
„Satt bezt að segja, þá veit ég
það ekki. Ég er ákaflega ókunn-
ur einkamálum hennar".
„Er hún vel efnum búin?“
„Nei, þvert á móti. — í raun
og veru-----“
„í raun og veru hefurðu ákveð
ið nú þegar, að senda henni eng-
an reikning fyrir læknishjáipinni.
Var það ekki það, sem þú ætlaðir
að segja?“
„Nei, nei. Það, sem ég ætlaði
að segja var þetta. Hún er mjög
illa stödd efnalega og auk þess
atvinnulaus, en það rætist nú von
andi úr því bráðlega".
„Hana vantar sem sagt at-
vinnu. Ég geri ráð fyrir að stúlk-
an sé sæmilega útlits?“
„Já, fullkomlega".
„O, þú hefur víst lítið athugað
það. Þú tekur aldrei eftir hin-
um augljósustu hlutum í fari
annarra. En heldurðu annars, að
stúlkan fengist ekki til að koma
hingað og annast Gerald?"
„Áttu við það, að hún kæmi
hingað og ætti heima hérna hjá
okkur?“
„Já, því ekki það, ef hún á
annað borð vill fá eitthvað að
gera“.
„Gott og vel....“
„Heldurðu að hún fengist til
að koma?“
„Ég veit ekki.... Mér hafði
aldrei dottið það í hug“.
„Kæri Davíð, þér dettur aldrei
neitt í hug. Láttu mig hafa heim-
ilisfangið og þá skal ég skrifa
henni“.
„Heimilisfangið .... látum
okkur nú sjá —- Jú, ég held að ég
muni það — það er Salwey-
gistihúsið, Beach Street".
„Segðu méi- fyrst, hvað hún
heitir sjálf Ekki get ég skrifað
henni án þess að vita það“.
„Krafft — Leni Krafft".
„Hamingjan sönn. Nafnið virð-
ist vera erlent“.
„Já, ég gleymdi alveg að segja
þér það. Hún er útlendingur og
hún kann ekki ensku“.
„Nú já, er því þannig farið?
Hún er þó vonandi hvorki Hott-
intotti né villikona frá Borneo?“
„Hún er þýzk“.
„Ekki sakar það. Það hefði a.
m. k. getað verið verra. Mud-
dochs-fjölskyldan hafði alltaf
þýzka kennslukonu Hversvegna
fór hún frá Þýzkalandi?“
„Ég veit það ekki“.
„Jæja, ég skal skrifa henni. Ég
býst við að hún skilji þó bréf,
sem er skrifað á léttri ensku?“
„Já, já, það gerir hún eflaust".
Og þannig vildi það til, að Leni
fékk bréf á léttri ensku. Þar var
henni boðið það starf, að passa
Geralds, fyrir 60 pund í árslaun,
ef hún dæmdist hæf til slíks að
liðnum reynslutíma.
Leni kom til Calderbury í marz
mánuði.
„Þú ættir að taka á móti
henni“, sagði Jessica, „þar sem
þú ert sá eini hér, sem þekkir
hana nokkuð".
Davíð féllst á að gera það, ef
hann hefði lokið sjúkravitjunum
sínum fyrir þann tíma, annars
yrði Súsanna að gera það í sinn
stað.
Svo fór samt, að honum tókst
að ljúka störfum sínum í tæka
tíð, enda þótt komið væri myrk-
ur, þegar hann kom til brautar-
stöðvarinnar.
Stöðvarstjórinn kinkaði kolli
til hans, þegar hann klifraði upp
á brautarpallinn.
„Gott kvöld, læknir. Eruð þér
að fara í ferðalag?"
„Nei, ég er bara að taka á móti
manneskju, sem er væntanleg
með lestinni“.
„Lestin er óvenjulega sein í
kvöld. Hún er nýfarin frá braut-
armótunum. Sennilega 20 mín-
útur þangað til hún kemur“.
„Jæja, ég ætla þá að ganga
hérna, fram og aftur, á meðan ég
bíð“.
„Já, þeir segja að það sé mjög
heilsusamleg og hressandi iðkun“.
Hlátur — þögn — skóhljóð
hans á timburgólfinu — sam-
hringing dómkirkjuklukknanna.
Og sem hann nú gekk þarna
um brautarpallinn, þá fór hann
að hugsa, raunVerulega í fyrsta
skipti á æfinni, um Leni. Nú var
hún að koma til Calderbury. Nú
ætlaði hún að flytja inn á hans
heimili, eiga þar heima.
Það var undarlegt, hvaða
stefnu þessi mál höfðu allt í
einu tekið.
Hann sá hvernig myrkrið huldi
þéttar og þéttar, láð og lög og 1
hann heyrði dómkirkjuklukkuna |
slá fimm högg. Hið síðasta þeirra
barst mjög ógreinilega að eyrum
hans með vindinum, sem skyndi-
lega hafði snúið sér.
Þá var merkið skyndilega gefið
með hárri hringingu og lestin j
brunaði fram úr skarðinu, hinum
megin við ána, fór skröltandi yf- j
ir járnbrúna og kom þjótandi yf- j
ir flæðeingið eins og vingjarnleg •
forynja. |
Eini burðarkarlinn í Calder-
bury var kominn á vettvang, ef
sá ósennilegi atburður kynni að
verða, að einhver óskaði eftir
þjónustu hans.
„Gott kvöld, læknir".
Þeir töluðu stundarkorn um
litla dóttur burðarkarlsins, sem
hafði verið veik, en var nú á
batavegi.
Lestin var nú komin inn á stöð
ina.
„Á ég að taka farangurinn
hans, læknir?“
„Farangur hvers?“
„Vinar yðar. Ég taldi víst, að
þér væruð að taka á móti ein-
hverjum vini yðar“ !
„Ó já, en .... það er kona. Ég
veit ekki hvort hún er með nokk-
urn farangur".
Hún var þegar komin út úr
lestinni og hélt á ferðakassa og,
tágakörfu í höndunum.
„Leni“.
„Oh, du kliene doktor“.
í fyrstu vissu þau ekkert, hvað
þau ættu meira að segja, en þeg-
ar þau voru á leiðinni ofan tröpp-
urnar, niður á slétta götuna, sagði
hann:
iTm oy húsmóðirin
IMútímakonan
gerir meiri lsröfur til hreinlætis
og jafnframt tómstunda en áður
tíðkaðist. Þvottaefnin (hreinlæt-
isefnin) mega ekki vera svo sterk,
að þau valdi skemmdnm á þvotti,
húsgögnum og híbýlum. Og þau
verða að vera algeríega óskaðleg
fyrir hörundið. Engin kona vill fá
rauðar, þurrar, harðar og sprungn-
ar hendur við heimilisstörfin. Og
sama þvottaefnið verður að vera
f jölvirkt. Dagar sápu, sóda og klórs
eru senn taldir, og nýju gerfiefnin,
t. d. Nælon og Perlon, krefjast nýs
þvottaefnis. Og síðast en ekki sízt,
nýtízku þvottaefni verður að stytta
vinnudaginn.
KEI eitt fullnægir öllum þessum
kröfum nútímakonunnar svo vel,
að furðu gegnir.
Á aðeins 5 árum hefir REI náð út-
breiðslu um heim allan — allt frá
íslandi til Argentínu — allt frá
Java til Mið-Ameríku. Milljónir
húsmæðra, jafnt í hæstu sem
lægstu byggðalögum, jafnt í heit-
um, sem köldum löndum, þurrum
sem rakasömum, hafa tekið REI
fegins hendi. I þessu efni hefur
hörundslitur húsmóðurinnar engu
skipt.
REI og Rei-notkunarreglur á ís-
lenzku fást í næstu búð.
Stór pakki aðeins kr. 6,90.
Reynið REI! til alls
Notið REI! hreinlœtis
Heildsölubirgðir:
V. Sigurðsson & Snœbjörnsson h.f.
ELI RHEM
3-
Þegar lestarstjórinn heyrði hve hætt hann hefði verið
kominn, breyttist útlit hans stórlega. Honum brá mjög við,
en tók síðan Eli litla í fang sér, kyssti hann og þrýsti hon-
um ákaft að brjósti sér. |
! Fólkið, sem verið hafði í járnbarutinni, þusti nú út úr
vögnunum, og var mjög hissa yfir því að hún skyldi stanza
á þessum stað og spurði hverju það sætti. ‘
! En þegar þau heyrðu hvað það hefði munað litlu, að það
hefði farizt allt í hinu djúpa gljúfri — og að drengurinn
, hefði bjargað því með hugrekki og snarræði sínu, gekk það
til hans og þakkaði af hræðrum huga.
Allur hópurinn gekk nú að gljúfurbarminum til þess að
!sjá verksummerkin. Og því hryllti við þegar það leit niður
í hið djúpa og dimma gljúfur, sem það hefði steypzt í, ef
Eli litli hefði ekki bjargað því. í
Fólkið tók Eli nú í gullstól og bar hann þannig inn í borg-
ina og til hússins, þar sem foreldrar hans bjuggu. Og þar
var hrópað kröftugt húrra fyrir honum, og síðan var hafin
'fjársöfnun á meðal þess, sem nam mörg hundruðum króna,
og Eli litli fékk fyrir hina vasklegu björgun.
i En hver af ykkur, haldið þið, að hafi þorað að standa í
sporum Elis litla, mitt á milli járnbrautarteinana, þegar
járnbrautin kom á ægilegri ferð eftir teinunum?
SÖGULOK
Leciton er dásaml. sáp-
an, sem til er. Froðan
fíngerð, mjúk og ilmar
yndislega. — Hreinsar
prýðilega, er óvenju
drjúg. Eg nota aðeins
Leciton sápuna, sem
heldur hörundinu ungu,
mjúku og hraustlegu.
HEILDSÖLUBIRGÐIR:
I. Brynjólfsson & Kvaran