Morgunblaðið - 01.09.1955, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 1. sept. 1955
MORGUNBLAÐIB
1
0
Osannindi og óhróður brezkra togaraeig-
AÐ undanförnu hefur einn öfl-
ugasti einokunarhringur Bret-
lands varið of f jár í auglýsingar
í dagblöðunum. í þeim hafa ein-
okunarsamtökin gefið þá mynd
af sjálfum sér, að þau séu mátt-
arstólpar frjálsræðis á höfum úti.
Eini auglýsinganna er áróður
gegn ríkisstjórnum Noregs, ís-.
lands, Rússlands og annarra vin-
samlegra landa, en tilgangur
þeirra er að slá rykí í augu al-
mennings, fela fyrir honum sann-
leikann um einokunar og tálm-
Unaraðgerðir einokunarhringsins.
Víðlesnustu br^zku blöðin hafa
birt hálf og heilsíðuauglýsingar
frá Félagi brezkra togaraeigenda,
þar sem mótmælt er því, hvernig
önnur riki „hafa klófest með
hinni mestu fóisku hluta af hinu
opna hafi“. Þá heidur auglýsing-
in áfram: — „Síngirni annarra
þjóða“ gerir starf brezku fiski-
mannanna erfiðara og hættu-
legra. Og að lokum er það svo
staðhæft að Noregur og ísland og
hin ríkin hindri nú algerlega við-
leitni togaraeigendanna til að
veita brezkum húsmæðrum ódýr-
an fisk
Hið sanna í þessu mál, er auð-
vitað þvert á móti, að það eru
tálmunaraðgerðir brezku togara-
eigendanna sjálfra, sem halda
fiskverðinu uppsprengdu. Félag
brezkra togaraeigenda hefur af
ásettu ráði takmarkað verulega
fiskaðflutning til brezkra mark-
aðsins til þess að halda verðinu
uppi. Þetta framkvæmir sam-
bandið með því að útiloka togara
einnar þjóðar frá markaðnum.
Ég hef séð þann kost vænstan
að hrekja nokkrar þær staðreynd
ir lið fyrir lið, sem birzt hafa í
einni auglýsingu togaraeigenda
Tek ég fyrst orðrétt ummæli úr
auglýsingunni og sýni síðan með
nokkrum orðum hvernig hinir
brezku togaraeigendur þjóna
sannleikanum með málfærslu
sinni. Það sem er með feitu letri
eru staðhæfingar togaraeigenda.
★—•—★
1) „í marz 1952 birti íslenzka
ffíkisst.iórnin nýja reglugerð, þar
sem hún bannaöi veiðar á stórum
svæðum af alþjóðlegu opnu hafi,
andir því yfirskyni að þetta væri
gert til verndunar fiskimiðanna.“ l
Ath.: Sá hluti íslenzku land-
helginnar, sem er milli hinnar
fyrri umsömdu þriggja mílna
fiskveiðilandhelgi og núverandi
fjögurra mílna landhelgi hefur
aldrei verið alþjóðlegt opið haf.
Þegar brezkir togarar fengu að
veiða á þessu svæði um sinn, var
það aðeins í skjóli alþjóðasamn-
inga, en ekki vegna þess að þeim
bæri veiðiréttur þar.
2) „í þessari nýju reglugerð
var sett ný takmarkalína land-
helginnar í stað hinnar venju-
legu þriggja milna landhelgi."
Ath.: Það er engin „venjuleg“
þriggja milna landhelgi til. Bret-
land og nokkur önnur lönd hafa
einhliða sett á hjá sér þriggja
mílna landhelgi. Stærð landhelgi
er mjög mismunandi, í sumum til-
fellum sex mílur eða meir. Enn
eru þess dæmi um olíuvinnslu á
hafsbotni að landhelgin er 300
mílur eða hvað hvalveiðar snert-
ir 200 mílur.
3) „Þessi nýju flskveiðitak-
mörk, sem nú varðar refsingu að
fara yfir, voru ákveðin með ger-
ræði og einhliða án þess að leita
álits annarra þjóða.“
Ath.: ísland boðaði til alþjóða-
ráðstefnu í Reykjavík 1949 til að
ræða um áríðandi verndun fiski-
miðanna. Þegar því boði var hafn
að, sagði ísland upp ensk-danska
samningnum frá 1901. Samning-
ur þessi var uppsegjanlegur með
tveggja ára fyrirvara, en íslend-
ingar veittu nærri þriggja ára
fyrirvara, skv. beiðni brezku
stjórnarinnar, meðan beðið var
eftir úrslitum í norsku fiskveiði-
deilunni fyrir Haae-dómstólnum.
enda hrakinn iið fyrir iið
F. Hunfiey Woodcock gerir ýtarlega grein fyrir
*
þeim sjónarmiðum islendinga, sem einokunar-
hringur fogaramanna reynir að afflytja og falsa
ALRÆMD hefur orðið hér á landi hin furðulega áróðurs-
herferð brezkra togaraeigenda gegn íslandi er þeir birtu
stórar auglýsingar í heimsblöðunum fullar af óhróðri og
ósannindum. F. Huntley Woodcock fiskveiðiráðunautur ís-
lenzka sendiráðsins í London svaraði staðhæfingum togara-
eigendanna skilmerkilega og hrakti ósannindin lið fyrir lið.
Nýlega birtist eftirfarandi grein eftir Woodcock í brezka
blaðinu Tribune. Var hún aðalgreinin á sjálfri forsíðu
blaðsins.
Á þessu tímabili höfðu Bretar
nóg tækifæri til umræðna og ráð-
gjafa. En þetta tækifæri var ekki
notað, vegna þess að brezkir tog-
araeigendur vildu ekkert láta
gera í málinu.
★—•—★
4) „Hin nýju fiskveiðitakmörk
hafa valdið brezkum, hollenzk-
um, belgískum, frönskum og þýzk
um togaramönnum þungum bús-
sifjum.“
Ath.: Skýrslur brezka fiski-
málaráðuneytisins fyrir og eftir
1952 sýna glöggt að nýju fiskveiði
takmörkin hafa engu tjóni valdið
á fiskveiðum. Þvert á móti hefur
afiinn aukizt verulega og gæði
hans verið meiri. Sama kemur í
ljós af skýrslum brezku togara-
útgerðarinnar.
Veiðiskip annarra þjóða hafa
einnig notið góðs af aflaaukning-
unni við ísland. Það hefur ekkerl
veiðitjón orðið.
Auk þess verður að leggja
áherzlu á það, að aðgerðir fslend-
inga voru ekki gerðar til þess að
veita þeirra eigin skipum nein
forréttindi. Enginn íslenzkur tog-
ari né dragnótaskip hefur heim-
ild til að veiða innan landhelgi.
★—•—★
5) „Brezkir togarar fundu mið-
in við ísland og voru brautryðj-
endur í að nytja þau.“
Ath.: Fiskafurðir hafa um alda-
raðir verið einu verulegu útflutn-
ingsverðmæti íslendinga og eru
það enn.
Ef íslendingar hefðu ekki ger-
þekkt fiskimiðin umhverfis land
sitt, er vafasamt að þeir hefðu
yfirhöfuð getað lifað í landi sínu.
Það eina sem Bretar voru frum-
kvöðlar í á íslandsmiðum var hin
skefjalausa notkun botnvörpunn-'
ar. Afleiðing þess var að höggið
var stórfellt skarð í fiskstofninn.
★—•—★
6) „Nú veiða íslenzk línuskip
á sömu fiskimiðunum og brezku
togararnir voru hraktir af“.
Ath.: Meðal allra þjóða, sem
fiskveiðar stunda er það algiid
regla að línuveiðiskip hafi af-
mörkuð veiðisvæði. Línuveiðarn-
ar eru í því fólgnar að fiskarnir
bíta á önguiinn. Þeir eru ekki
festir í net og eru að jafnaði orðn-
ir þroskaðir. Þessi aðferð skerðir
því tkki fiskstofninn. Hefðu fisk-
veiðar verið stundaðar aðeins
með þessu móti, væru fiskfriðun-
arvandamálin ekki á döfinni, því
að eyðing fiskistofnsins væri
hvergi yfirvofandi.
★—®—★
7) „í hefndarskyni hótuðu
brezkir togaraskipstjórar að gera
verkfall, ef íslenzkir togarar
lönduðu afla sínum í Hull, Grims-
by eða Fleetwood.“
Ath.: Það voru togaraeigendur
en ekki skipstjórarnir, starfs-
menn þeirra, sem komu á löndun-
arbanninu. Það hófst með bréfi
dagsettu 8. september 1952. Þar
tilkynntu togaraeigendur án
nokkurs fyrirvara, að íslenzkum
fiskiskipum yrði neitað um lönd-
unartæki.
F. Huntley Woodcock.
Fulltrúar íslenzkra togara-
manna komu síðan á fund með
brezkum togaraeigendum, sem
tilkynntu þeim, að þeir sættu sig
ekki við annað en að allar aðgerð-
ir íslendinga í landhelgismálinu
yrðu felldar niður og dregnar til
baka.
Löndunarbannið hefur síðan
verið óhaggað og jafnvel fært út.
Sérhver fisksali sem kaupir fisk
af islenzkum togara verður settur
á svartan lista og fær hvorki
keyptan ís né fisk frá brezkum
togaraeigendum.
Þegar íslendingum tókst loks
eftir 18 mánuði að afla sér nýrra
löndunartækja í stað þeirra sem
þeim var nú neitað um, var for-
maður Fiskikaupmannafélags
Grímsby kvaddur á fund forseta
togaraeigendafélagsins í sömu
borg og honum tilkynnt, að ef
fiskikaupmannafélagið bannaði
ekki þegar í stað kaup á öllum
íslenzkum fiski, þá skyldu fisk-
veiðar brezkra togara algerlega
stöðvaðar.
Forstöðumenn Fiskikaupmanna
félagsins boðuðu þá skyndifund,
þar sem fallizt var á kröfu tog-
araeigenda með handaupprétting
um og í viðurvist togaraeigenda.
★—•—★
8) „íslendingar landa enn salt-
fiski og hraðfrystum fiski í Eng-
landi.“
Ath.: Þetta er rétt. Togaraeig-
endur gerðu tilraun til að stöðva
landanir á hraðfrystum fiski. Nú
selja íslendingar það lítið magn
af hraðfrystum fiski til Ertglands,
að það skiptir engu máli hvoru
megin hryggjar hann liggur. Salt
fiski er landað sem venjulegum
þungaflutningi. Togaraeigendur
vilja banna löndun á honum, en
hafa ekki aðstöðu til þess.
★—•—'★
9) „Fisksala íslendinga nam
um 5% af heildarmagni á brezka
fiskimarkaðnum.“
Ath.: Þetta er rétt, en við það
ber að athuga, að fisklandanir ís-
lendinga voru aðeins yfir vetrar-
mánuðina, þegar stöðugur skort-
ur var á fiski á markaðnum. Þeg-
ar þörfin var mest kom það oft
fyrir í Grimsby, að 30% fiskafl-
ans var úr íslenzkum togurum.
10) „Brezku útvegsmennirnir
harma deiluna við ísland“.
Ath.: Við skulum rifja það upp,
að árið 1930 höfðu brezku togara-
eigendurnir einskonar undirbún-
ingsæfingu í Hull fvrir það sem
koma átti. Þá mistókst þeim til-
ræðið, vegna þess, að íslending-
ar gátu selt fiskinn gegnum fasta
umboðsmenn, sem nú er ekki
lengur hægt.
Þá gerðist það einnig, að forseti
togaraeigendafélags Grimsby
krafðist þess af fiskikaupmönn-
um að þeir skuldbindu sig til að
neita að kaupa íslenzkan fisk. En
þá var fiskikaupmannafélagið
öflugt og sjálfstætt og hafnaði til-
mælum togaraeigenda.
En þessi atvik sýna, að núver-
andi löndunarbann er aðeins eitt
stigið í skipulagðri stefnu togara-
eigenda. Þannig eru friðunarað-
gerðir íslendinga ekki ástæða fyr
ir löndunarbanninu, heldur að-
eins kærkomið tilefni.
★—•—★
11) „Brezkir útvegsmenn hafa
hvað eftir annað boðið sættir og
samkomulag“.
Ath.: Þetta eru helber ósann-
indi. Félag brezkra togaraeigenda
hefur aðeins lagt fram sína úr-
slitakosti, sem þeir hafa aldri
hvikað frá, síðan löndunarbannið
var $ett á.
★—•—★
12) „En íslendingar hafa neit-
að öllum samkomulagsumleitun-
um“.
Ath.: Þetta er ekki nema hálf-
sögð saga, því að íslendingar hafa
lýst sig fúsa frá byrjun að leggja
málið fyrir alþjóðadómstólinn í
Haag, og þeir eru enn fúsir til
þess.
íslendingar telja að dómur tog-
araeigenda sem felur í sér lönd-
unarbannið verði þá að vikja fyr-
ir úrskurði alþjóðadómstólsins í
Haag.
★-•-★
13) „Hvorki meira né minna en
15 brezkir togarar hafa verið
sektaðir af íslenzkum dómstólum
um samtals 50 þúsund sterlings-
pund.“
Ath.: Þegar brezkur togari er
tekinn að veiðum í landhelgi og
sekt dæmd eftir réttsýna máls-
meðferð, þá er skipstjóranum
sagt upp starfi í 6 mánuði. Út-
gerðin getur að jafnaði staðizt
sektargreiðsluna, m a. vegna þess
að togaraeigendur hafa komið á
hjá sér gagnkvæmum tjóntrygg-
ingum.
★—•—★
14) „Það er sennilega versta
afleiðing hinna nýju islenzku
fiskveiðitakmarkana. að brezkum
togurum er óheimilt að sigla inn
fyrir takmarkalínuna, jafnvel
þótt fárviðri sé á, nema öll veið-
arfæri séu búlkuð.“
Ath.: Hér finnum við keiminn
af sömu óskammfeilnu dylgjun-
um og komu fram á blaðamanna-
fundi togareigenda, þar sem þeir
staðhæfðu, að missir tveggja Hull
togara norður af fslandi stafaði
af íslenzku reglugerðinni.
Þá mótmælti skipstjóra- og
stýrimannafélag Grimsby harð-
lega þessum hneykslanlegu dylgj
um togaraeigenda.
Sannleikurinn og aðalkjarni
þessa máls er, að enginn togara-
skipstjóri með snefil af ábyrgðar
tilfinningu myndi leyfa sér að
leggja í storm eða fárviðri með
fiskinn og veiðarfærin liggjandi
laus á þilfari. Má benda á að
veiðarfærin ein vega allt að 7
smálestir.
f íslenzku i reglugerðinni segir,
að fiskur skuli vera í lestum og
lestaropum lolíað og veiðarfáeri
skuli vera búlkuð. Allt er þetta
einmitt meðal þess fyrsta sem tog
araskipstjóri myndi gera til ör-
yggis skipi sínu og áhöfn, ef
stormur væri að skella á.
★—•—★
15 „Þrátt fyrir ögranir era
brezkir togaramenn ætíð reiðu-
búnir að semja við íslendinga ura
aðgerðir til fiskifriðunar.“
Ath.: Þessi yfirlýsing er furðu-
leg, því að togaraeigendur eru
engir aðilar að fiskifriðunarsátt-
málum. Það er verksvið ríkis-
stjórnanna að gera slíka alþjóða-
sáttmála.
16) „Þessi deila er aðeins til að
skemmta sameiginlegum óvinum
beggja þjóðanna.“
Ath.: ísland er lítið sjálfstætfc
ríki. Stefna þess hefur verið aff
eiga frið við allar aðrar þjóðir. En
nú hefur það gerzt í fyrsta skipti
í sögu þess, að það verður að þola
algert viðskiptabann vegna hags-
muna brezkra togaraeigenda.
Það er fjarstæða að tala um
„sameiginlega óvini okkar“. Þeir
eru ekki til.
Að lokum verður að leggja
áherzlu á það, að Félag brezkra
togaraeigenda hefur ekkert um-
boð til að mæla fyrir munn allra
brezkra útvegsmanna, eins og
það gerir ítrekað í auglýsingunni.
Það getur aðeins talað fyrir hönd
togaraeigenda í Grimsby, Fleet-
wood og Hull.
Þessu félagi tókst í nóvember
1954 vegna einokunaraðstöðu
sinnar að leggja á nýjan og sér-
stakan skatt á allan fisk sem
iandað er frá fjarlægum miðum.
Þessi sérstaki skattur er V2 penny
á hvert stone og er ætlaður til
„auglýsinga". Þannig hafa þeir
nú skattlagt fiskneyzlu lands-
manna til að halda uppi mjög
kostnaðarsamri og villandi árás á
íslendinga.
20 metra járn-
pramma bjargað
VESTIVIANNAEYJUM 31. ág.
— Fyrir nokkrum dögum varð
togarinn ísólfur var við stór-
an iárnpramma á reki vestur
af Vestmannaeyjum. Til-
kynnti hann þá um þetta £
útvarp, sem hættu fyrir sigl-
ingar. En þeir á vélbátnum
Erlingi IV í Vestmannaeyjum
litu öðrum augum á það. Þeir
brugðu sér þegar á staðinn og
komu nokkru síðar til Vest-
mannaeyja dragandi járn-
prammann, sem var hið mesta
ferlíki, 20 metrar á lengd og
7 metrar á breidd. Mun hann
vera all verðmætur. Enginn
veit hvaðan hann ber að.
Telpa fyrir bíl
KLUKKAN rúmlega fjögur í gær
dag varð átta ára gömul telpa,
Hafdís Halldórsdóttir fyrir bif-
reið. Var það við Kamp Knox.
Stúlkan meiddist ekkert, en hjól-
ið hennar skemmdist eitthvað.
Þrír árekstrar urðu í gær, en
engin meiðsli urðu á mönnum.
Þincfi alþjéðasam-
bands þingmanna
HELSINGFORS, 31. ágúst. —
Þingi alþjóðasambands þing-
manna lauk í dag. Voru fundir
þingsins haldnir í þinghúsinu í
Helsingfors. Sátu þingið um 400
. fulltrúar, og eitt aðalmálið á
[ dagskrá var, hvernig koma mætti
á bættri sambúð þjóða í milli.
Ráðstjórnarríkin, Líbería, Alban-
ía og Spánn gerðust aðilar að
sambandinu. — Hins vegar var
Rauða Kírta neitað um aðild að
sambandinu. — Reuter-NTB.