Morgunblaðið - 01.09.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.1955, Blaðsíða 1
42. árgangur 197. tbl. — Fimmtudagur 1. september 1955 Frentsmiðja Morgunblaðsin* Frakkar heita stöðugyt k&rku í Míffier Scissfelle fer snöggcs ferð til Parísar París og Algier, 31. ágúst. — Reuter—NTB. IDAG sneri franska stjórnin sér að Algier-málunum, eftir að hún hafði nokkurn veginn gengið frá þeim ráðstöfunum, er fceinast að því að koma á friði og ró í Marokkó. Þar var tilkynnt opinberlega í París í dag, að Gilbert Grandval, landstjóri Frakka í Marokkó, fengi lausn frá störfum —- hann hefur gegnt embætti sínu í tvo mánuði. Við landstjóraembættinu tekur Boyer de Latour, landstjóri í Túnis. Landstjórinn í Algier, Jacques Soustelle, fór í dag snögga ferð til Parísar til að ráðgasb við Ed- gar Faure um, hverjar ráðstafan- ir skuli gerðar til að vinna bug á þeim óeirðum, er stöðugt gjósa upp í Algier. ★ ★ ★ Bjartari tímar virðast nú fram- undan fyrir Marokkó, eftir að Frakkar hafa heitið Marokkóbú- um stjórnarbót fyrir 12. sept. n.k. Ben Arafa verður neyddur til að láta af soldánstign og ríkisstjórn- arráði komið á fót. Mun þetta einnig hafa haft áhrif á Algier- búa, þó að stöðugt berizt þaðan fregnir um óeirðir. Því næst fara fram kosningar í landinu og komið verður á lagg- irnar fyrstu stjórninni þar í landi, sem kjörin er af þjóðinni sjálfri. ★ ★ ★ í Algier virðast Frakkar ætla að beita allt öðrum aðferðum við að koma á kyrrð og reglu. Virðist stefna þeirra þar vera að auka liðstyrk sinn sem allra mest til að geta sigrazt á skæruliðunum. Soustelle gaf innanríkisráðherr anum Maurice Bourges-Maunoury nákvæma skýrslu um þær blóðugu óeirðir, er urðu í Algier kringum 20. ágúst, og um viðbrögð yfir- herstjórnar Frakka þar í landi. Liðsauki er stöðugt sendur frá Frakklandi til Marokkó til að taka þátt í aðgerðunum gegn skærulið um í Constantine-héraðinu. Hern- aðaróstand er enn um allt landið, og hernaðaryfirvöldin hafa ná- kvæmt eftirlit aranna. með ferðum borg- Sænski fjármálaráð- herrann lætur af Stokkhólmi. SÆNSKI fjármálaráðherrann, Per Edwin Skjöld, lagði lausnarbeiðni sína fyrir sænska forsætisráðherrann s.l. mánudag. S k j ö 1 d varð nýlega 64 ára gamall, og hef- ur hann gegnt ráðherraem- bættum í sam- fleytt 23 ár — síðan 1932 — að undantekn- um nokkrum mánuðum á ár- inu 1936, og gegnt ý m i s t landbúnaðar- embættum málaráðherra, viðskiptamálaráðherra, varnar- málaráðherra og að síðustu fjár- málaráðherra. Forsætisráðherrann Erlander lét svo ummælt, að lausnarbeiðni Skjölds kæmi sér ekki á óvart: Skjöld tjáði mér fyrir tæpum tveim árum, að hann ætlaði sér að segja af sér, áður en langt um liði. Við opnun dönsku bókasýningarinnar: Vinstra megin forsetahjónin og hægra megin frú Bodil Beg- trup sendiherra, Julius Bomholt, áðherra, dr. Kristinn Gúðmundsson, Gunnar Thoroddsen og frú. „Við komum með það bezta, sem við eigum“ — Sagði menntamálaráðherra Dana, Julius Bombolt við opnun dönsku bókasýningarinnar í gærdag. FJÖLDI gesta var við opnun dönsku bókasýningarinnar í Lista- mannaskálanum, sem fór fram kl. 17 í gærdag. M. a. forseti íslands og frú hans, ráðherrar og sendiherrar. , Per Edwin Skjöld Julius Bomholt heldur ræðu Listamannaskálanum. Perón býðst til að forsetaembættinu Skoðanir manna skiptar um, hvað búi að baki þessu tiltæki Buenos Aires, 31. ágúst. — Reuter-NTB. PERÓN, forseti Argentínu, bauðst í dag til að segja af sér eftir að hafa ráðið lögum og lofum þar í landi í niu ár. í bréfi til stjórnar Perronista-flokksins og miðstjórnar verkalýðsfélaganna kvaðst hann vera fús til að segja af sér, ef það mætti verða til þess að koma kyrrð á stjórnmáladeilur í landinu. Fréttaritarar eru ekki sammála um, hvað hafi valdið þessum atburði, og skoðanir eru skiptar um, hvað búi hér raunverulega að baki. afsala ser o- Siðusfu frétfir Skömmu fyrir miðnætti bárust þær fregnir frá Buenos Aires, að Perón forseti hefði dregið til baka tilboð sitt um að segja af sér embætti forseta. Kom hann fram á svalir Bleika hússins við Plaza de Mayo og ávarpaði mannfjöldann. Er síðast fréttist höfðu ekki borizt nánari fregnir af ræðu hans. □----------------------□ ★ SKIPULAGT FYRIR FRAM? En yfirleitt eru menn mjög vantrúaðir á, að Perón ætli sér raunverulega að láta af völd- um. Sagt er, að þetta hafi allt verið vandlega skipulagt fyr- irfram, og tilgangur Peróns sé ekki annar en sá að sýna öll- um hciminum, að hann eigi fullu fylgi að fagna meðal þjóðarinnar. Argentinska þingið var í skyndi hvatt saman til aukafundar, sem hætta varð við, þar sem Perrón- Vill Perón sýn a alþjóS, hversu miklu fylgi liann á aS fagna? istar neituðu að ræða málin, fyrr en Perón hefði dregið lausnar- beiðni sína til baka. ★ VAGNAR TIL REIÐU! Perronistaflokkurinn hefir ein- dregið snúizt gegn því, að Perón láti af völdum, og hafa leiðtogar Perronista hvatt alla fylgismenn Frh. á bls. 2. VÍÐFEÐM MYND < AF DANSKRI MENNINGU Oliver Steinn verzlunarstjóri bauð gesti velkomna og gaf síðan orðið Gunnari Thoroddsen borg- arstjóra, sem flutti ávarp í veik- indaforföllum Bjarna Benedikts- sonar menntamálaráðherra. Lýsti borgarstjóri ánægju sinni og þakklæti af íslendinga hálfu fyr- ir framtak það, sem lægi að baki þessari merku bókasýningu, hinni stærstu, sem Danir hafa stofnað til erlendis. Drap hann á nöfn hinna helztu andans manna dönsku þjóðarinnar fyrr og síðar, sem haldið hafa á lofti kyndli menningar og mannvits og skap- að andleg verðmæti sem við ís- lendingar, sem aðrar þjóðir hins siðmenntaða heims hefðum notið góðs af. Kvað hann það trú sína, að bókasýning þessi sýndi víð- feðma mynd af danskri menn- ingu, hún opnaði íslendingum nýjan heim og myndi reynast traustur grundvöllur að auknum menningartengslum milli íslands og Danmerkur. ! Borgarstjóri færði að lokum þakkir íslendinga til mennta- málaráðherrans danska fyrir þátt hans í framkvæmd sýningarinnar og komu hans hingað. — Bað hann ráðherrann flytja dönsku þjóðinni þakkir frá íslandi. SAMEIGINLEGT TAKMARK j Þá kom að sjálfri opnun sýn- ingarinnar, sem framkvæmd var af menntamálaráðherra Dana, Julius Bomholt. j Ráðherrann drap meðal ann- ars á hið aldagamla samband 1 milli íslands og Danmerkur. — Stjórnmálasagan geymdi að vísu bæði skin og skugga, en hin al- j menna þróun hefði þó stöðugt | miðað að því að færa þessar tvær 'frændþjóðir nær hvorri annarri, í áttina að sameiginlegu takmarki aukinnar menningar og andlegs þroska fólksins. Hver er de Latour? VERS KONAR maður er hinn H í Marokkó, Boyer de Latour, hers- höfðingi? Er Frakkar gáfust upp fyrir Þjóðverjum árið 1940, hafði hann þegar verið í þjónustu hers- ins um nokkurra ára skeið. Hann skiplagði þá, á laun, marokkansk an her, er gekk í lið með frjálsum Frökkum. .............. Að heimsstyrj- öldinni lokinni fór hann til Indó-Kína, en loftslagið þar hafði mjög slæm áhrif á heilsu hans, og var hann því skipaður í aðra stöðu Hann var gerður að póli- tískum ráð- gjafa Juins marskálks í Ma rokkó. Latour átti frumkvæðið að því áformi, er leiddi til þess, að fyrrverandi sol- dán Ben Jussef var sendur í út- legð, en Ben Arafa skipaður í stað hans. ★ ★ ★ ' Talið er líklegt, að lögreglustjóri Parísarborgar, André Dubois, taki við landstjóraembættinu í Túnis af Latour. Það er ékki í fyrsta skipti, sem lögreglustjóri Parísar er skipaður í landstjóraembætti í frönsku Norður-Afríku. S. 1. ár de Latour — nýskipaður landstjóri. Ráðherrann minntist og á hinn; var þáverandi lögreglustjóri Le- Frh. á bls. 2 onard skipaður landstjóri í Algier.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.