Morgunblaðið - 02.09.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.09.1955, Blaðsíða 8
É&ORGli N BLAÐIB Föstudagur 2. sept. 1955 Otg.: HJ. Arvakur, ReykjavUt Frarokv.stj.: Sigíúa Jónsson. Ritstjðrí: Valtýr Stelánsson (ábyrgSam.) Stjórnmálarifatjóri: SigurCur Bjarnason trá ViflHt Lesbók: Arni Óla, simi 3041. Auglýsingar : Arni GarCar Kristinssona. Ritstjórn, auglýsingar og atgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriltargjald kr. 20.00 á xnánuCi imaaslaada. t lausasölu 1 krán sintaktfl. ÚR DAGLEGA LÍFINU ÁbyigðorloGS framkoma gagnvart framleiðslustarfsemi þjóðarinnar ÞEGAR þetta er ritað hefur verkfall verkakvenna í Kefla vík og á Akranesi ekki ennþá verið leyst. Samúðarverkföll eru hafin og segja má að síldarsöltun og beituöflun sé að verulegu leyti stöðvuð hér við Faxaflóa. Hér er vissulega um hörmulega staðreynd að ræða. Söltun Faxa- síldarinnar er þýðingarmikill þáttur í útflutningsframleiðslu þjóðarinnar. Samningar hafa ver- ið gerðir um mikla sölu á þessum afurðum. Þeim samningum er nú stefnt í voða. En hverjir bera ábyrgð á þessu ábyrgðarlausa atferli? Það eru sömu mennirnir og köstuðu sjö þúsund manns út í langvarandi verkföll á s.l. vetri. Árangur þeirrar ráðabreytni hef- ur orðið nýtt kapphlaup miili kaupgjalds og verðlags. Það eru kommúnistar og bandamenn þeirra, sem bera ábyrgðina á hinu hækkandi verðlagi, sem setur í dag svip sinn á íslenzkt efnahagslíf. En af því leiðir að ýmsar greinar framleiðslunnar eiga við vax- andi erfiðleika að stríða. Ríkis sjóður hefur orðið að hlaupa þar undir bagga. Af því leiðir að hann verður að afla sér auk inna tekna. Þessvegna hefur orðið að hækka verðlag á tóbaki og áfengi. Þessvegna hækkar afurðaverð bænda. Kauphækkanirnar étnar upp Þannig eru kauphækkanirnar étnar upp. Almenningur verður sjálfur að bera hinar auknu byrðar, sem þær hafa í för með sér. Allt þetta var sagt fyrir. Fólkið vissi að hverju það gekk þegar kommúnistar höfðu for- göngu um að hrinda verðlaginu úr þeim skorðum, sem það hafði verið í s.l. 2—3 ár. f stað stöðugs verðlags er nú komið hækkandi verðlag. Hallareksturinn er á ný tekinn að móta atvinnulífið. Þetta er það, sem kommúnistar og bandamenn þeirra stefndu að. Með þessum hætti hyggjast þeir torvelda uppbyggingarstarf nú- verandi ríkisstjórnar. Sérstaklega er þeim það mikið áhugamál, að draga úr árangrinum af viðleitni ríkisstjórnarinnar til þess að hjálpa almenningi við umbætur í húsnæðismálum. Með hækkun byggingarkostnaðarins hefur þetta þegar tekizt. If Gjaldeyristap Og nú er það ætlan þeirra, að hindra þá gjaldeyrisöflun, sem síldarsöltunin við Faxaflóa hefur í för með sér. Fámenn fulltrúa- ráð nokkurra verkalýðsfélaga eru látin stöðva reknetaveiðarnar. . Kommúnistar og hækja þeirra í sæti forseta Alþýðusambandsins reyna svo að telja almenningi trú um það, að þetta sé gert til þess að bæta kjör verkakvennanna á Akranesi og í Keflavík. En það liggur fyrir skjallega sannað, að þessar verkakonur hafa undan- farið haft sama kaup og starfs- systur þeirra í Reykjavík, Hafn- arfirði, Vestmannaeyjum og á Akureyri. Og þær hafa hærra kaup en verkakonur á Siglufirði. En kommúnistar vilja halda skæruhernaðinum gagnvart vinnufriðnum og framleiðslustörf um þjóðarinnar áfram. En hversu lengi á þeim að takast tilræði sín við athafnalíf landsmanna? | Kommúnistar mega vera ! þess fullvissir, að næstu kosn- ingar munu bera þess glöggan vott, að þjóðin gerir sér ljóst, hvers konar leik þeir eru nú að leika. Skólanefnd Skógaskóla TÍMINN hefur tvívegis undan- farið haldið þvi fram, að sýslu- maður Skaftafellssýslu hafi á sýslufundi flutt þau boð frá Bjarna Benediktssyni mennta- málaráðherra, að ef sýslunefnd breytti um fulltrúa sína í skóla- nefnd Skógaskóla þá myndi hann skipta um hinn stjórnskipaða formann, sem verið hefur frá byrjun, Björn Björnsson sýslu- maður Rangæinga. Af þessu tilefni hefur Mbl. leit- að fregna hjá Jóni Kjartanssyni sýslumanni Skaftfellinga um, hvað hæft sé í þessu. Hann skýrði svo frá, að áður en fundur sá hófst í sýslunefndinni, er ýmsar kosn- ingar áttu að fara fram á, hafi hann talað við einn sýslunefndar- manninn, Jón Gíslason, og spurt hann, hvort Framsóknarmenn hyggðu á breytingar í skólanefnd Skógaskóla. Játaði sýslunefndar- maðurinn því. Sagði þá sýslumað ur honum, að hann myndi sjálf- ur draga sig til baka úr nefndinni vegna þess, að hann vildi ekki taka þar sæti ef mikil mannskipi yrðu þar. Lét hann þess jafn- framt getið að enn væri ekki búið að skipa formann nefndarinnar. Gerðist þetta áður en fundur hófst í sýslunefndinni. Var ekki á það minnzt einu orði á sjálf- um fundinum. Síðan var kosið í nefndina og hlutu kosningu þeir séra Jónas Gíslason, Vík, sem átti sæti í henni áður og Óskar Jónsson, sem var kosinn í stað sýslumanns. Höfðu Framsóknarmenn þarmeð gert kosningu í skólanefnd Skóga skóla að pólitísku bitbeini. Þegar þannig var komið skipaði menntamálaráðherra svo nýjan formann í nefndina, hæfan og dugandi mann úr Rangárvalla- sýslu. Það sem gerzt hefur í þessu máli er þessvegna það, að enda þótt ágæt samvinna hafi verið í umræddri skólanefnd frá byrjun skirrast Framsóknar- menn ekki við, að hefja póli- tíska togstreytu um kosningu í nefndina af hálfu sýslunefnd- ar Vestur-Skaftafellssýslu. Það eru þessvegna þeir, sem hafa gert þessa kosningu póli- tíska. Hvorki Sjálfstæðismenn í sýslunefnd Vestur-Skafta- fellssýslu né menntamálaráð- herra hafa haft frumkvæði um slíkt. Það situr því sízt á Tím- anum að hef ja ádeilur á þessa aðila. En eins og vant er ætl- ast Tímamenn til þess að þeir geti vaðið uppi með pólitískri hlutdrægni og klíkuskap án þess að þeim sé svarað og þeir gerðir ábyrgir verka sinna. FRANSKA útlendingahersveitin kemur nú aftur við sögu í Norður Afríku. Eins og fyrr heyr hún stríð til varnar franska heimsveldinu. i í þessum einkennilega her eru hermenn hvaðanæva úr heimin- um. Stærsti hópurinn er af þýzk- um uppruna. Svo hefur þetta ver- ið lengi, og um marga Þjóðverj- ana er það sannmæli, að litið ev vitað um fortíð þeirra. En lang- flestir þeirra hafa gefið upp heim ilisfang í Þýzkalandi og skrifa stundum heim. ★ ★ ★ Sumir búa yfir ástarsorgum, en flestir ganga í útlendingaher- sveitina, vegna þess að þeir vilja vera þar, sem eitthvað er að ger- ast, eitthvað öðruvísi en venju- legt er, eða vegna þess að þeim finnst að því hetjuskapur að vera í sveitinni. Hermenn útlendingahersveitar JJranáht ’Átíendin^aLt áveitin lu á a er- emur enn viö áöfyu innar lifa gleðisnauðu lífi venju- legast í Norður Afríku, en stund- um eru þeir sendir til Indó Kína. Fyrir hverja eina klukkustund, sem þeir eru í hernaði eða her- könnun, verja þeir sennilega fimm klukkustundum við vega- gerð eða virkjagerð. En þeir telja herflokk sinn úrvals herflokk og franska stjórnin reynir að styrkja þá í þessari trú þeirra. Þeir sverja ekki Frakklandi hollustueið held- ur útlendingahersveitinni. \Jeluakandi óhripar: Frá Akureyri — um hreindýr HELGI Valtýsson á Akureyri heilsar Velvakanda: ,,í þáttum þínum 25. f.m. skrif- ar „H“ „Sitt af hverju um hrein- dýr“ og kemur víða við. Væri full þörf að ræða um sumt af því. En að þessu sinni ætla ég að sneiða hjá því öllu nema síðustu máls- grein: Meðferð hreindýrakjöts. i ,,H“ virðist hafa fengið ýmsar undarlegar upplýsingar um þetta efni, og ætla ég því að biðja Vel- vakanda að vera svo vænan — ef húsrými hans leyfir — að birta hér stuttan kafla um þetta efni. Er hann að mestu leyti hluti úr formála að dálitlu matreiðslu- kveri (14 hreindýrakjötsréttir) amerísku, sem ég snaraði á ísl. fyrir nokkrum árum. Er kver þetta samið af tveimur sérfræð- ingum í matvæla- og næringar- efnafræðideild „Heimilis- og hag- íræðistofnunar Bandaríkjanna". Meðferð og matreiðsla hreindýrakjöts. HREINDÝRAKJÖT er yfirleitt mjög áþekkt nautakjöti eða kálfskjöti, á sama stigi aldurs og stærðar. Venjulega er það þó fitnrmnnq. ov ofurlítið meira í HreindýraKjot má matreiða með ýmsu móti. því af eggjahvítuefni heldur en í hinum tegundunum. Fjörvi þess (vítamín) getur verið allmismun- andi, þar eð það er sérstaklega mjög háð breytilegu haglendi dýranna, og sama er um málm- sölt að segja. Bragð kjötsins er sérkennilegt og ólíkt bragði nauta- og kálfakjöts Er það eins- konar villibráðs-bragð, en þó ekki rammt. Vöðvabyggingin er fíngerð, og kjötið er mestmegnis meyrt. Brytjun kjötsins. HREINDÝRIÐ er að stærð og vaxtarlagi ólíkt bæði naut- gripum og sauðfé, og sökum þess verður brytjun skrokksins á nokk uð annan hátt. Eftirsóknarverð- asti bitinn er læri eða sneið af læri. Má nota sneiðar þær í bauta, en heppilegast er að steikja efri hluta læris sem steik í heilu lagi. Neðri hluti lærisins er ekki eins meyr og hentar því bezt í smá- steik (bitasteik) eða súpukjöt. Hryggur og rif eru grennri en í nautum og hentar því bezt í smá- steik, eða úr smærri dýrum í bitasteik (chops). Mjóhrygginn má rista í ræmur og nota hann þannig, og aðra hluta hryggjar og rifin, er bein hafa verið tekin úr, má vefja saman og fylla, eða búa úr þeim „rifjunga“ („Kótel- ettur“). Rifjunga eða rif-bita áþekkt og úr lamba- og kinda- kjöti má einnig skera úr þessum hluta skrokks, sé þess óskað. Fryst, vindþurrkað, reykt. HREINDÝRSBÓGUR er stærri heldur en á nautsskrokki af samsvarandi stærð, eða hlutfalls- lega á kindarskrokki, og er því vel hæfur í steik, þegar beinið hefir verið tekið úr honum og síðan fylltur, þ. e. með ýmiskonar grænmeti, aldinmauki, berja- stöppu o. fl. Framleggi og háls- liði má nota í stöppu (saxa sund- ur) og nota stærstu stykkin í smá steik (sósu-steik?) Til hrað-mat- reiðslu eru sneiðar, rifjungar og bitar hentugastir. í sendingu hreindýrakjöts verð ur að gæta sömu varúðar og með annað fryst kjöt. Ætti ætíð að þíða það við lágan hita. Hrein- dýrakjöt er einnig reykt eða vind þurrkað, eins og Færeyingar gera með kindakjöt. Smávegis misskilningur. NOKURS misskilnings gætir í þætti „H“, en þó að vísu að- eins smávegis. — Um dreifingu hinnar hraðfjölgandi öræfahjarð- ar og hina einu raunhæfu aðferð til slíkra framkvæmda hefi ég skrifað svo oft áður, undanfarin 15 ár, að ég fer senn að „verða leiður á sjálfum mér!“.“ ★ Ég þakka Helga Valtýssyni bréfið og upplýsingarnar. Veit ég að margri húsmóðurinni — ekki sízt fyrir austan — muni þykja fengur í fræðslu þessari um hag- nýtingu og mátreiðslu hreindýra- kjöts. Hver veit, nema þessi kjöt- tegund muni í framtíðinni verða algengur réttur á borðum okkar íslendinga? Merkið, sem klæðir landið. Tala hermannanna í útlend- ingahersveitinni er einhversstað- ar á milli 40,000 og 50.000. Átta af hverjum tíu liðsforingjum eru Frakkar. I Þeir serp ganga í útlendinga- hersveitina gera fyrst samning um 5 ára herþjónustu, en vilji þeir gera nýjan samning eru þeir ráðnir til þriggja ára í senn. Þeir fá sömu laun og franskir her- menn eða sem svarar einni (ísl.) krónu á dag. Á meðan bardag- arnir stóðu sem hæst í Indó Kína voru launin aukin í 330 ísl. krón- ur á mánuði. ★ ★ ★ Loðvík Filippus Frakkakonung- ur stofnaði útlendingahersveitina árið 1831. En afmælisdag sinn heldur sveitin ár hvert þ. 30 apríl. Afmælisdagurinn er haldinn til minningar um það er 63 hermenn úr sveitinni vörðust 2000 til 3000 Mexikönum í Camerone nálægt Mexico City, árið 1863. Þetta var á árunum, sem Frakkar voru að reyna að koma fótunum undir konungdóm Maximilians keisara í Mexico. Útlendingasveitin varð- ist daglangt, en var síðan strá- felld. ★ ★ ★ Umsóknir um inntöku í útlend- ingahersveitina eru margfallt fleiri en þær, sem samþykktar eru. Nýliðaskrifstofur eru í París og á franska hernámssvæðinu í Þýzkalandi. Vestur þýzka stjórn- in mótmælti skrifstofunni í Þýzka landi á sínum tíma, en Frakkar halda áfram að veita Þjóðverjum móttöku. Þeir telja að sú deildin sé veikari en ella, sem ekki hefir þýzkum hermönnum á að skipa. Fortíð umsækjenda er rannsökuð eins nákvæmlega og kostur er og sá maður sem neitar að gefa upp- lýsingar um sjálfan sig eða gefa upp ástæðuna fyrir því, að hann vill ganga í sveitina, hefir litla möguleika til þess að komast i hana. Menn handan járntjaldsina eru ekki teknir í útlendingaher- sveitina. ★ ★ ★ ' Tala Þjóðverja og Austurríkis- manna má aldrei fara fram úr 50 hundraðshlutum af heildartölu hermanna í útlendingahersveit- inni, en næstir þeim koma Spán- verjar. Tala Breta og Bandaríkja- manna í sveitinni er ekki nema um 5%. Frakkar leitast lítt við að fá Breta eða Bandaríkjamenn í sveitina. Franskur liðsforingi hef- ir gefið þá skýringu á þessu „að Bretar og Bandaríkjamenn gerist liðhlaupar og skrifi síðan bók um sveitina". Liðhlaup úr sveitinni er ekki fátítt. I Kvikmyndir frá Hollywood hafa sett ævintýraljóma yfir feril útlendingasveitarinnar, ljóma, sem lítið á skylt við veruleikann. En hermönnunum líkar Holly- wood ljóminn vel, hann eykur álit þeirra þegar þeir eru í fríi. ILONDON, Englandi, og Dússel- dorf, Þýzkalandi, eru um þess- l ar mundir haldnar sýningar á nýungum í útvarps og sjónvarps- tækni. Helst.a nýungin á brezku sýningunni er ferða sjónvarps- tæki, sem kostar um það bil 2700 krónur. Ferðatæki þetta er hægt i að setja í samband við 12 volta bílarafgeymi. ★ ★ ★ Á þýzku sýningunni hefir mönnum orðið starsýnt á „af- bragðs“ sjónvarpstæki, en í því er sjónvarpstjald, útvarp, plötu- spilari, segulbandstæki og ís- kældur bar. Tæki þetta kostar um það bil 24 þús. krónur. Annað sem vekur sthygli á þýzku sýningunni er sjónvarps- talsími, en með þessu talsíma- tæki geta menn séð hvorn annan. um leið og þeir tala saman i síma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.