Morgunblaðið - 04.09.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.09.1955, Blaðsíða 6
I MOK.GU'NBLAÐIB Sunnudagur 4. sept 1955 Vann stærsta í Bnenos Aires sigur sinn Viðtal við Staahlberg í Gautaborg HÉR birtist viðtal við sænska stórmeistarann Gideon Stáhlberg, sem Freysteinn Þorbergsson fréttaritari Mbl. á skákmótinu í Gautaborg átti við hann eftir 7. umferð. SÆNSKI stórmeistarinn Gideon Stáhlberg er eini þátttakandi Norðurlanda í Alþjóðakeppninni í skák, sem nú fer fram hér í í Gautaborg. Stáhlberg er manna fróðastur um skák og skáksnill- inga, enda víðfrægur skákrithöfundur. Bækur hans, svo sem „Stór- meistarar í skák“ og „Stáhlbergsbækurnar“ svonefndu, eru án vafa með vinsælustu skákbókum á Norðurlöndum um þessar mundir. En Stáhlbergs-bækurnar eru bókaflokkur, sem fjallar um flest mót og einvígi, sem fram hafa farið á síðustu árum í sambandi við Frá Boiungarvík. — Ljósm. Jón Páll. iklar byggiirigarfram' HRINGUNUM FRÁ HAfKARSTR 4 heimsmeistarakeppnina í skák. BTRJAÐI AÐ TEFLA 13 ÁRA GAMALL Þrátt fyrir annir Stáhlbergs, en hann er nú að viða að sér efni í næstu bók, jafnframt því, sem hann lýsir gangi keppninnar í út- varpi og blöðum, tókst mér að ná tali af honum að lokinni skák hans í 7. umferð. Ég spyr Stáhl- berg að sjálfsögðu, hvenær hann hafi byrjað að tefla, um uppvaxt- arár hans, þátítöku hans í skák- mótum og fl. Stáhlberg byrjaði að tefla 12 ára að aldri. Það var árið 1919. Hann bjó þá með for- eldrum sínum í Surte, litlu þorpi nálægt Gautaborg. Nokkru síðar fluttist hann til Gautaborgar, þar Bem hann stundaði nám, jafn- framt því, sem hann þroskaðist sem skákmeistari. Að loknu stúd- entsprófi hafði hann meiri tíma fyrir þetta áhugamál sitt. Árið 1927 tók hann þátt í fyrsta stór- meistaramótinu, en æfintýrin heilluðu, og þegar landar hans gátu ekki lengur kennt honum meira af brögðum skáklistarinn- ar, fluttist hann til Argentínu, þar sem hann gerðist skákrithöf- undur og atvinnumaður. Ekki leið á löngu áður en hann var orðinn skæður keppinautur Naj- dorfs um titilinn bezti skákmað- ur Suður-Ameríku. Það valt á ýmsu þeirra í milli. MESTI SKÁKSIGUR STÁHLBERGS Árið 1947 fór fram sex- meistarakeppni í Buenos Air- es. Tefld var tvöföld umferð. Meðal þátttakenda voru Naj- dorf, Eliskases og Pilnik. — Stáhlberg sigraði þar með miklum yfirburðum án þess að tapa skák. Það telur hann vera mesta skáksigur sinn til þessa. Nokkru síðar fluttist hann aftur heim til Svíþjóðar og tók þátt í mörgum stórum skákmótum í Evrópu við mik-! inn orðsíír. Frammistöðu Stáhl bergs má telja enn betri fyrir þá sök, að hann hefur yfirleitt ekki haft aðstoðarmenn í þess- um erfiðu mótum. Stórmeist- ararnir fara nú yfirleitt ekki lengur í launkofa með það, að þeir þiggja hjálp við biðskák- ir o. fl. Sem dæmi má nefna, að rússnesku skákmeistararn- ir, sem hér keppa hafa hver sinn aðstoðarmann, og eru þeir flestir í stórmeistara tölu. „Er þetta í fyrsta sinn, sem þér hafið aðstoðarmann?“ „Nei, ég hafði Skjöld í Zúrich- skákmótinu 1953, en belgíski skákmeistarinn O’Kelly, sem ég hef nú, verður að sjálfsögðu að teljast mun sterkari skákmaður." „Hvern teljið þér sigurstrang- legastan að þessu sinni?“ „Bronstein hefur teflt bezt til þessa og verður að mínu áliti að teljast líklegastur." „Hvaða möguleika álítið þér, að hinir ungu meistarar, Panno og Spasskij hafi á mótinu?“ „Mér þykir trúlegt, að þeir muni verða meðal hinna 9 efstu, sem komast áfram til Kandidata- mótsins, þeir hafa nú að minnsta kosti teflt mjög vel til þessa.“ „Svo virðist, sem beztu sænsku skákmeistararnir hafi mjög tak- markaðan áhuga fyrir Norður- landamótinu í skák?“ „Þeir eiga flestir mjög erfitt með að taka þátt í mótum með stuttu millibili, þar sem þeir verða yfirleitt að nota sumarleyf- ið til þátttöku í sænska meistara- mótinu. Ég er yfirleitt upptek- inn, og Lundin og Stoltz eru að mestu hættir að keppa.“ „Er yður kunnugt um orsökina fyrir því, að bandarísku meistar- arnir Resevsky og Evans hættu við þátttöku í rnótinu?" kvæmdir í Bolungamk Svíinn Stáhlberír „Nei, en hvað Resevsky við- víkur, þá ímynda ég mér, að hann hafi á þennan hátt viljað mótmæla því, að hann fékk ekki einvígi við Botvinnik.“ „Hvern teljið þér vera sterk- asta skákmann heimsins í dag?“ „Þetta eí mjög erfið spurn- ing. Botvinnik hefur vissulega staðið sig mjög vel á rúss- nesku meistaramótunum, þótt hann hafi ekki alltaf orðið efstur. Annars heldur O’KelIy því fram, að Bronstein sé nú sterkasti skákmaður heims- ins.“ Ég þakka og kveð hinn önn- um kafna skákmeistara. — Freysteinn. MIKLAR byggingaframkvæmd-' ir hafa verið í Bolungarvík í sum- ar. Eru 7 ný íbúðarhúc í smíð-' um, auk viðbótarbygginga við eldri hús. Munu Bolv'kingar á1 næsta vetri taka í notkud 12 nýar íbúðir. Þá eru iðnaðarmenn að koma sér upp húsnæði yfir starf- semi sínu, útgerðarmenn eru að reisa myndarlega skreiðar- skemmu og Bjarni Eiríksson, út- gerðarmaður, er að reisa mynd- arlegt saltfiskverkunarhús, sem viðbót við fiskverkuna’. stöð hans. í fyrrasumar lét Verzlun E.1 Guðfinnssonar í Bolungarvik reisa stórt vörugeymsluhús og eftir mánartima flytur verzlunin I í stórt og glæsilegt verzlunar-1 hús, sem reist hefir verið fyrir utan gamla verzlunarhúsið. Er það vafalaust eitt af glæsileg- ustu verzlunarhúsum á landinu. Mun það verða matvöruverzlun og bakarí, en vefnaðarvöruverzl- unin verður áfram í gamla verzl- unarhúsinu. MIKIL ATVINNA Mikil atvinna hefir verið í Bolungavík í allt sumar. Hefir verið stöðug karfavinnsla í frystihúsinu, þar til nú fyrir nokkrum dögum, að byrjað var; að taka vélar þess upp til eftir-! lits og viðgerðar. Mun hinsvegar verða haldið áfram síldarfryst- ingu, en um síðustu helgi var búið að frysta í Bo'íungarvík um 1100 tunnur af reknetacíld og um sama levti var búið að salta um 1000 tunnur. Hefir yfirleitt verið dágóð reknetaveiði hér í Djúp- inu í haust, þegar hægt hefir verið að drífa. VANDRÆÐAÁSTAND í RAFORKUMÁLUNUM Mikil óánægja er ríkjandi meðal Bolvíkinga vegna þess al- varlega ástands, sem þar er að skapast í rafmagnsmálunum. Er nú fyrirsjáanlegt vandræða- ástand í þeim efnum næsta vet- ur, þar sem þetta sumar hefir liðið þannig, að lítið hsfir verið gert, til að bæta það vandræða- er.tand, sem var þar síðastliðinn \etur, en orkuþörfin hinsvegar aukizt stórlega. Er allt útlit fyrir, að þetta geti haft öAagaríkar ' afleiðingar fyrir byggðarlagið j næsta vetur. j Næsta sumar eru liðin 40 ár síðan hreppsnefnd Hólshrepps hélt fyrst opinberan fund, til að ræða um vatnsaflsvirkjun íyrir Jólf nýjar ibúðir feknGr i noikun næsfa sumar Bolungarvík. Réði hreppsnefndin þá Halldór Guðmundsson, raf- virkja, til að skipuleggja og gera áætlun um virkjunarframkvæmd ir. Tólf árum síðar, eða árið 1928, var byrjað á virkjun Fossár og byggður stór stíflugarður á Reið- hjalla, en síðan hafa framkvæmd ir legið niðri. Þegar áætlanir raf- orkumálastjóra um virkjunar- framkvæmdirnar voru birtar á s. 1. ári var svo ráð fyrir gert, að undirbúningur að virkjun Fossár yrði hafinn á þessu sumri og vegur lagður upp að virkjun- arstaðnum. Þetta sumar hefir nú liðið án þess að neitt væri gert, og eru Bolvíkingar uggandi um, að þessar framkvæmdir kunni að dragast á langinn til stórtjóns fyrir bvggðar'agið. J. Með 175 km hraða PORTIl.LO Los Andes Chile, 27. ágúst: Ralph Miller, skíðakappi, brunaði niður sérstaklega mælda 45 gráðu brekku í Andesfjöllum með 175 6 km. hraða ó klukku- stund. Miller bætti met ítalska kappans Zeno Colo um 19 km. á klst., en hann hafði farið með 156 km hraða á klukkustund. — Nokkrir aðrir skíðamenn þ. á. m. Japaninn Chick Igaya fóru fram úr ítalska metinu. Hús, sem lokið var að byggja fyrir nokkru. i Ný íbúðarhús í byggingu. Bátar við brimbrjótinn. Unnið hefur verið að viðgerð hans í sumar. Ennfremur hefur verið dýpkað k innan við hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.