Morgunblaðið - 04.09.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.09.1955, Blaðsíða 8
 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 4. sept. 1955 mrgmtiUðUk Ú4«.: BLí. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigíúa Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stelánsson (ábyrgSarm.) Stjónunálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Nlgm, Lesbók: Arni Óla, aími 304». Auglýsingar: Árni GarSar Kristlnaao*. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðala: Auaturstræti 8. — Sími 1600. ÁskriftargjaM kr. 20.00 á mánuði lnnaalaada. í lausasölu 1 kr4m aintaklð. Að rœkfa hið bezta í sjálfum sér' .44 INIÐURLAGI ræðu þeirrar, sem Bjarni Benediktsson menntamálaráðherra samdi og flutt var af dr. Sigurði Nordal á fundi menntamálaráðherra Norð- urlanda komst ráðherrann að orði á þessa leið: „Starf okkar stefnir að því, að hin íslenzka þjóð haldi tungu sinni og sérkennum og verði því þó vaxin að heyja lífsbaráttu sína í heimi tækn- innar, þar sem fjarlægðirnar eru úr sögunni. Rangt er að vísu að setja þetta fram sem mótsetningu vegna þess að ein ungis með því að rækta hið bezta í sjálfum sér, að láta ekki arf forfeðranna glatast getum við vænst þess að verða vaxnir hlutverki okkar í dag“. Til þess er vissulega rík ástæða, að íslenzka þjóðin hugleiði þessi viturlegu ummæli menntamála- ráðherrans. Kjarni þeirra felst í þeim orðum, að frumskilyrði þess að hagur íslendinga blómgist sé það að þeir „rækti hið bezta í sjálfum sér“, byggi framkomu sína á drengskap, ábyrgðartilfinn ingu og umburðarlyndi hver gagn vart öðrum. Ábyrgðartilfinning íslendinga gagnvart fortíð sinni á að birtast í því, að þeir gæti þess arfs kynslóðanna, sem verið hefur kjölfesta hins islenzka þjóð félags fram til þessa dags. Það er þjóðtungan og þau andlegu verð- mæti, sem við hana eru tengd, bókmenntirnar, sem geyma sögu og sérkenni þessarar örfámennu þjóðar. Tæknin bætir lífskjörin og skapar stórfellda nýja möguleika til þess að maðurinn geri sér jörð- ina undirgefna. En hún hefur ekki úrslitaáhrif um það, að bjóð- ir haldi andlegu sjálf stæði sínu eða tryggi þroska einstaklinga sinna. Reynslan hefur þvert á móti sýnt, að hún getur haft í för með sér andlega leti og skeyt ingarleysi um þau verðmæti. sem gefa lífinu mest gildi. Þegar sálin dregst aftur úr Sú saga er sögð, að evrópskir ferðamenn í Afríku hafi eitt sinn sem oftar ráðið sér blökkumenn til þess að bera farangur sinn á ferð inn í frumskógana. Fyrstu tvo dagana gekk allt að óskum og leiðangrinum miðaði vel áfram. En hinn þriðja dag neituðu blökkumennirnir að halda áfram og kröfðust hvíldar. Þeir héldu því fram, að ferðin hefði til þessa verið svo hröð, að „sálin hefði dregist aftur úr“. Við það sat. Leiðangurinn varð að sitja um kyrrt í einn dag til þess að „bíða eftir sálinni". Við nútímamennirnir erum að- dáendur hraðans, og vissulega er hann eitt gleggsta tákn þess, sem snilligáfu mannsandans hefur orð ið ágengt. En einnig við verðum að gæta þess að „sálin dragist ekki aftur úr“, að líf mannsins verði ekki samfelldur og eirðar- laus eltingaleikur, sem ræni hann rósemi hugans, rökréttri hugsun og heilbrigðu mati á dýrmætustu verðmætum lífsins. Við íslendingar höfum tekið tækninni tveim höndum. Hún hef ur fært land okkar í þjóðbraut, svipt burtu einangrun þess og skapað okkur möguleika til hvers konar samskipta við allan hinn menntaða heim. Hún hefur greitt götu okkar við uppbyggingu landsins og hagnýtingu gæða þess. Við höfum því síður en svo ástæðu til þess að hræðast hana, ef við kunnum að haga okkur við hinar gjörbreyttu aðstæður. En þar skiptir það mestu máli að við ekki gleymum þeirri menningar- legu kjölfestu, sem við eigum það að þakka, að við erum í dag sjálf- stæð þjóð. i I Heilar þjóðir hafa horfið I Við megum minnast þess, að heilar þjóðir hafa horfið, þjóð- tungur hafa molnað niður í straumi tímans. Enginn íslending ur óskar þess að slíkt eigi eftir að henda það fólk, sem byggir þetta land. Ræktarsemi við það bezta, sem fortíðin gaf okkur hlýtur því að vera talin til höfuðdyggða þjóð- ar okkar í dag. En þessi litla þjóð þarf jafn- framt á því að halda í ríkari mæli en flestar aðrar, að móta sam- búð einstaklinga sinna innbyrðis af góðvild og umburðarlyndi, við leitni til þess að skilja sjónarmið hver annarra og virðingu fyrir skoðunum náungans. Okkur getur að sjálfsögðu greint á. En það er aðalsmerki hins frjálsa manns, að kunna að þola ólíkar skoðanir. En við verðum jafnframt að kunna að setja deilum okkar og ágreiningi takmörk. Ella hefur það sannast á okkur að við kunnum ekki að hagnýta okkur frelsið. Við höfum þá vanrækt að rækta hið bezta í okkur sjálfum. ÚR DAGLEGA LÍFINLl í Þing SUS UNGIR Sjálfstæðismenn hafa nú ákveðið að fresta sambandsþingi sínu, sem halda átti á Akureyri fyrrihluta þessa mánaðar. Vegna hinna langvarandi óþurrka reynd ist ókleift fyrir félögin á Suður- og Vesturlandi að senda fulltrúa sína til þingsins á þeim tíma. Hef- ur því verið ákveðið að það skuli haldið í Hafnarfirði í lok október- mánaðar. Þessi ákvörðun stjórnar Sam- bands ungra Sjálfstæðismanna er skynsamleg og sjálfsögð. Það hefði ekki verið rétt að halda þingið meðan heilir landshlutar voru að berjast við afleiðingar rosans í sumar. Unga fólkið þar, sem gjarnan hefði viljað sækja þingið eða senda þangað fulltrúa sína, hefði ekki getað komið. AHt það fólk, sem sækir þing sambandsins er að jafn- aði vinnandi í öllum starfs- greinum hins íslenzka þjóðfé- lags. Hentugleikar þess hljóta þessvegna fyrst og fremst að ráða um, hvernig þinghaldi þess er háttað á hverjum tíma, ÞEIM er ekki fisjað saman sum- um stjórnmálamönnunum í Bandaríkjunum. Charles Wilson, landvarnaráðherra Bandaríkj- anna er 65 ára gamall Nýlega var hann á baðstað einum vestra að leika sér á vatnsskíðum með varalandvarnaráðherranum, fór með 50 km. hraða og féll þá og braut í sér nokkur rifbein. •— í þessu sambandi var hann á það minntur, að hann hefði mjaðm- arbrotnað hér um árið, er hann féll á skíðum. Og nokkru áður hafði hann axlarbrotnað á refa- veiðum. Er á þetta var minnst við Wilson, sagði hann: „Það er víst óhjákvæmilegt, að maðuir fari að taka tillit til aldurs síns og lifa samkvæmt honum“. Annar frægur stjórnmálamað- ur í Bandaríkjunum, Bernhard Baruch, sem nú er 85 ára gamall, meiddist nýlega á mjöðm, er hann var að þreyta sund. „Þegar J maður er kominn á minn aldur, verða menn að fara varlega í það að taka bakföll í sundi“, sagði Baruch, er blaðamenn ræddu við j hann um þetta slys hans. Cttin Jlt 15 ár framundan Charles Wilson \Jeiuakancli óbripar: Um ágæti fjallagrasa. HJ. skrifar um fjallagrös: „Gaman er að fara til grasa í lognrekju. Þau hefðu fyllt nokkra gljápokana grösin, sem fimm manneskjur komu með eft- ir tæpan sólarhring á grasafjalli í mínu ungdæmi. Þá voru fjalla- grös víða notuð. Alexander Bjarnasyni farast þannig orð um fjallagrös í kveri sínu, íslenzkar drykkjarjurtir: „Fjallagrös eru styrkjandi, sam- andragandi, mýkjandi, nærandi, blóðhreinsandi, ormdrepandi. Þau eru því góð móti taugaveiki, hósta, lífsýki, blóðsótt, harðlífi, innanmeinum, ormum, uppþemb- ingi, matleiða og kraftleysi“. Mikil hlunnindi. MIKIL eru þau hlunnindi, að þessi blessaða jurt skuli vaxa í landi voru. Alexander bendir á margar jurtir, sem þörf væri að tína og nota til drykkjar, en því sinna nú fáir. Lofsvert er þó, að enn skuli menn fara til grasa og hafa •fjallagrös á boðstólum. Þess eru dæmi, að farið er að gera hir.n einfalda hafragraut að grasa- , graut. — Grösin eru nú seld í litl- um gljápokum og á víst að heita, að þau séu tínd, en reyndar er ( engin mynd á tínslunni. Það er j vandi að tína hörð grös, þarf til þess góða sjón og mikla ná- kvæmni. Þeir, sem grösin selja þurfa að láta vanda tínsluna sem , bezt. — H.J.“ i Vantar fleiri póstkassa. IBRÉFI frá A. G. segir m a.: „Brýn þörf virðist á að fjölga til muna póstkössum í þessum bæ. Eftir upplýsingum frá Pósthúsinu hér eru 2 póstkassar í Miðbænum, 9 í Vesturbænum og 20 í Austur- bænum. Vöxtur bæjarins hefir verið svo ör, að helmingsfjölgun póstkassanna væri ekki of mikil. Hvernig stendur á því, spyr A G. ennfremur, að ekki fást hér á landi þvottavaskar í þvottahús? Slíkir vaskar standa í þægilegri hæð, svo að þeir, sem þvo þurfa ekki að bogra nema lítið eitt. Jafnan eru þeir tvískiptir, með tveimur hólfum, þannig, að þvo má í öðru og setja jafnharðan í skolun i hinu hólfinu. Þvottahús- vaskar þessir eru úr málmi og til- töiulega ódýrir, enda notaðir mikið erlendis. Mér skilst, að í neyð sinni kaupi menn hér bað- ker til notkunar í þvottahúsum. Hversvegna eru slíkir vaskar ekki fluttir inn? — eða hvers- vegna eru þeir ekki smíðaðir hér? — A. G.“ Um merkingu sögustaða. MAÐUR einn, sem nýkominn er úr ferðalagi norður í land vekur athygli á eftirfarandi: „Ákaflega væri það vel til fundið, að merkir sögustaðir og höfuðból á alfaraleið væru merkt með einhverju móti, svo að fólk, sem ferðast um landið ætti þess kost að fræðast sem mest af ferð- um sínum. Að vísu eru til kort, sem hafa má gagn af í þessu til- liti en hitt væri miklu auðveldara að setja einfaldlega skilti við þjóðveginn, með nafni þess bæj- ar, sem fram hjá er ekið hverju sinni. Fór framhjá Hrauni og Bólu. EG er alls ókunnugur þarna fyrir norðan og hafði engan til að spyrja mér til fróðleiks, enda fór það svo að ég fór fram hjá Hrauni í Öxnadal án þess að vita um það og á sömu leið fór með Bólu og hina fjölda mörgu aðra sögufræga merkisstaði í Skagafirðinum, sem ég svo gjarn- an hefði viljað vita hvar voru á leið minni. — Mér finnst, að ann- aðhvort vegamálastjórnin eða þá hlutaðeigandi bændur, ættu að hafa framtak í sér til að koma slíkri staðamerkingu í kring — eða hlutaðeigandi sögu- og átt- hagafélög. — Það væri mjög svo þörf og vinsæl ráðstöfun“. Eitthvað á þessa leið fórust manninum orð. — Þessu hefir annars verið hreyft hér í dálkun- um oftar en einu sinni áður og hefir þegar dálítið áunnizt en þó hvergi nærri sem skyldi. Merkið, sem klæðir landið. Annars var Baruch um það spurður, er hann varð áttatíu og fimm ára gamall, hvað hann segði um eliina. „Ellin“, sagði Baruch, „er alltaf 15 ár framundan, hvað mið snertir“. LÖGREGLAN í París gerði fyrir helgina stórleit að þjófi, fyrst og fremst til þess að bjarga lífi þjófsins. Þjófurinn hafði stolið blýhólk, sem í var geymt ákaf- lega geislavirkt málmefni, svo banvænt, að það myndi valda mannsdauða á fjórum mínútum, ef það væri óvarið. Og á næstu 1600 árum myndi það halda áfram að vera geislavirkt. Af þessu er skiljanlegt að stór- hópar lögreglumanna hófu fyrir helgina leit að þjófi og blýhólk með „geiger“-mælum og öðrum tækjum. Útvarpið í París birti með stuttu millibili aðvaranir til þjófsins um hið banvæna þýfi. Þegar síðast fréttist hafði ekk- ert til þjófsins spurst. Á fjarlægri ströndu í annarri heimsálfu var um líkt leyti verið að útvarpa aðvörunum til mæðra um banvæna mjólk. Niðursuðu- verksmiðja í Japan hafði sent frá sér mjólk, sem reyndist hafa að geyma arsenik. 39 börn höfðu lát- ið lifið og yfir 2000 lögð á sjúkra- hús. Er síðast fréttist var unnið að því af ofboði að reyna*að hafa uppi á allri framleiðslu niðursuðu verksmiðjunnar og leggja á hana hald. Verksmiðjan viðurkennir ekki að mjólkin hafi haft arsenik að geyma þegar hún var soðin niður. En málið er í rannsókn. UM þessar mundir eru kafarar að gera tilraunir til þess að ná upp þýzkri orustuflugvél, sem hrapaði í Atter vatn nálægt Linz í Austurríki á stríðsárunum og sem talin er hafa að geyma fjár- sjóð, sem nazistar ætluðu að koma undan frá Þýzkalandi. Þann 17. apríl 1945, er Þýzka- land Hitlers var að hrynja í rúst, hrapaði þessi tveggja hreyfla flug vél í Attervatnið, hæfð af skoti úr flugvélum bandamanna, sem veittu henni eftirför. Karl Kaltenberger, skipstjóri á ferju, sem var í ferðum um þetta 20 km langa vatn. bjargaði tveim mönnum, af þriggja manna áhöfn flugvélarinnar. Þessir tveir menn hurfu aftur til Þýzkalands og týndust í rústum eftirstríðsár- anna. Hefir ekki tekizt að finna þá síðan. En á ströndum Attervatns trúa menn því statt og stöðugt að flug vélin hafi verið hlaðin gulli, platínu og opinberum skjölum og að hún hafi verið á leiðinni til Arnarhreiðurs Hitlers skv. fyrir- mælum Hitlers sjálfs, en í Arnar- hreiðsinu hafði hann vænst þess að geta varist áhlaupum banda- manna. ★ ★ ★ EFTIR nokkra daga verður far- ið að sýna nýja gerð af Lin- coln bílum, gerð 1956, í Banda- ríkjunum. • Bílum þessum er lýst þannig að þeir séu lengri, lægri og breiðari, heldur en Lincoln gerðin 1955. Lengdin er 222,8 þumlungar, 7,25 þumlungum meiri heldur en 1955 gerðin. Vélarorkan hefir verið aukin og er nú 285 hestöfl. , Forstjóri Lincolh verksmiðjanna í skýrir svo frá að vélin sé orku- j meiri og endingarbetri heldur en j nokkur önnur vél sem verksmiðj- j urnar hafa smíðað á undanförn- ! um 33 árum. Hæð Mfreiðarinnar er aðeins 60,2 þumlungar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.