Morgunblaðið - 04.09.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.09.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 4. sept. 1955 MORGVNBF.AÐ1B I Reykjavíkurbréf: Laugardagur 3. september Skerðing foústofnsins — Aðalfundur Stéttasambands bænda — Vaxandi eining bændastétfarinnar — Landvist flóttafólks í íslenzkum sveitum — Hverjir byggja 99luxusíbúðir66? — Tölur, sem segja sannleikann — Konur og stjórnmál — Vinir \ Jafnvel höfuðdagur- inn brást HÖFUÐDAGURINN er Jiðinn og ennþá helst vætutíðin. Dálítið hefur að vísu rofað til hér Sunn- anlands undanfarna daga og nokkuð hefur náðst inn af lang- hröktum heyjum. En þáttaskil hafa engin orðið ennþá um veð- urfar. Heyskapurinn á Suðvest- ur- og Suðurlandi verður í rýr- ^ asta lagi. Bændur þessara lands- hluta verða að eyða stórfé í fóðurbætiskaup eða minka bú- stofn sinn. Framhjá þeirri stað- reynd verður ekki komist. Þannig leikur hin dutlunga- fulla íslenzka veðurfar þáð fólk, „sem allt sitt á undir sól og regni“. Mörgum bóndanum hef- ur áreiðanlega verið órótt inn- anbrjósts í sumar þegar hver vikan og mánuðurinn leið á fæt- ur öðrum, án þess að hægt væri að hirða eina tuggu. Það er eng- inn leikur að þurfa að skerða bústofn, sem oftast hefur tekið langan tíma að koma upp. Á! stærð hans veltur afraksturinn af foúi bóndans. Undanfarin ár hafa bændur staðið í fjárskiptum. Á stórum hluta óþurrkasvæðisins hefur | mæðiveikin leikið þá hart. Á stöku stað eins og t. d. í Dala- sýslu er ekki einu sinni víst að fjárskiptin hafi borið tiiætlaðan árangur. Skerðing bústofnsins nú kemur því vissulega illa við þá foændur, sem neyðast til þess að , framkvæma hana. j Loks er þess að geta að ' bændur hafa almennt lagt í stórkostlegan kostnað undan- farin ár við vélakaup, ræktun- ar og byggingaframkvæmdir. Þannig ber allt að sama brunni: Óþurrkamir hafa í för með sér stórkostlegt tjón og óhagræði fyrir þá landshluta, i sem orðið hafa fyrir barði þeirra. ; Aðalfundur Stétta- sambands bænda Á AÐALFUNDI Stéttasambands foænda, sem hefst n. k. mánudag að Bifröst í Borgarfirði verða1 þessi vandamál áreiðanlega tek- j in til meðferðar. Þar ræðir bænda f stéttin hagsmunamál sín og mark ; ar stefnuna gagnvart þeim við- j fangsefnum, sem fyrir liggja á hverjum tíma. Fulltrúar sveita- íólksins í öllum héruðum lands- ins koma þar saman. Áhrif Stéttasambandsins; hafa farið vaxandí undanfarj in ár. Bændurnir hafa stöð- j ugt skipað sér fastar um það. Góðgjarnir og dugandi menn hafa valist þar til forystu og pólitískur ágreiningur hefur oftast nær verið látinn víkja fyrir sameiginlegum vilja til þess að standa sarnan um það, sem mestu máli skiptir, heið- ur og velferð þess fólks, sem stundar landbúnað í landinu. Að þessu leyti hefur samtök- nm bænda farnast giftusamlegar en launþegasamtökunum við sjávarsíðuna, þar sem hinum sósíalísku flokkum hefur tekist að misnota verkalýðsfélögin til pólitískra hermdarverka gagn- vart efnahagslífi þjóðarinnar. Bitnar það harkalega á íslenzku atvinnulífi í dag. Eitt af vandamálum sveitanna í dag er fólksskorturinn Á hverju hausti liggur þungur fólksstraum ur burt frá býlxmum. Öxfáar manneskjur verða að reka stór- bú. Allt félagslíf lamast og ein- angrunartilfinningin þjarmar að þeim, sem heima sitja. Vélanotkun og bætt aðstaða á marga vegu hefur að sjálfsögðu framfaranna — Oskhyqqian ein má ekki ráða auðvitað Sá, sem aii»r vita, a» yfirgnæfandi meirihluti þeirra Sá háttur liefur verið á hafður undanfarið, að biskupar Norðurlanda hafa haldið með sér fundi þriðja hvert ár. Eru þar rædd málefni kirkjunnar meðal hinna norrænu þjóða. Einn slíkur fundur var haldinn fyrir skömmu í Lien í Noregi. Var þessi mynd tekin við það tækifæri. Á henni eru, talið frá vinstri: Ásmundur Guðmundsson, íslandi, Ilmari Salomies Finnlandi, Erling Smemo, Noregi, Yngve Brilioth, Svíþjóð og Fuglsand-Damgaard, Danm. létt störfin að miklum mun Bændur þurfa ekki eins margt verkafólk og áður. Gerir það bú- reksturinn einnig töluvert arð- gæfari. En mjög víða veldur fólksfæðin erfiðleikum, lamar framtakið og dregur úr trúnni á framtíð sveitanna. Innflutningur flóttafólks ÚR þessu hefur stundum verið reynt að bæta með innflutningi erlends verkafólks, t. d. Þjóð-' verja, eftir að síðari heimsstyrj-1 öldinni lauk. Er óhætt að segja að það úrræði hafi víða gefist sæmilega. í þessu sambandi má varpa þeirri spurningu fram, hvort ekki væri athugunarvert að ieyfa erlendu flóttafólki landsvist hér í ríkari mæli en áður hefur tíðk- ast. Vitað er að mildll fjöldi fólks hefur flúið ágæt landbún- aðarlönd síðan styrjöldinni lauk. Terttu Selasti menntamálaráðherra Finna. Margt af þessu fólki hefur ekki ennþá fengið varanlegan sama- stað. Hefur það reynst hið mesta vandamál að leysa vandræði þess, þrátt fyrir viðleitni alþjóðlegra h j álparstof nana. Búnaðarfélag fslands og Stéttasamband bænda ættu að láta rannsaka þá möguleika, sem kunna að vera fvrir hendi í þessum efnum. Að sjálfsögðu á ekki að flana að slíkum lilut- um. En það er vissulega engin fjarstæða, að unnt væri að ráða bót á fólksskortinum að einhverju leyti með innflutn- ingi flóttafólks, sem vildi setj- ast að í íslenzkum sveitum. Er þessari hugmynd hér með varpað fram til athugunar. Hverjir byggja luxusíbúðir? TÍMINN hefur öðru hverju hald- ið þv,í fram í sumar, að megin- ástæða þeirrar þenslu, sem nú verður vart í íslenzku efnahags- lífi sé „bygging luxusíbúða í Reykjavík". Sjálfstæðisflokkur- inn hafi knúð fram alltof mikið byggingafrelsi og beri því ábyrgð á „luxusíbúðunum“ eins og öllu því, sem aflaga fer í landinu. Hér sannast það enn sem fyrr að kapp Tímamanna er meira en forsjá. Því er nefnilega þannig varið, að um leið og hið aukna byggingafrelsi var veitt. var há- marksstærð íbúða ákveðin 520 rúmmetrar. Var það talin skap- leg stærð íbúðarhúsa. Meðan leyfi fjárhagsráðs þurfti til ailra íbúða bygginga var hámarksstærð hins- vegar 640 rúmmetrar. Þau íbúðarhús, sem nú eru byggð eru þess vegna tölu- vert minni en á meðan fjár- festingarhömlurnar \oru sem strangastar. Ef nú væru í byggingu fjöldi „luxusíbúða“ gæti það ekki gerst nema með leyfi þeirra fjárfestingaryfirvalda, sem Framsóknarflokkurinn á sömu aðild að og Sjálfstæðismenn. Framsóknarmenn bæru því ekki síður ábyrgðina á því en samstarfsmcnn þeirra, Sannleikurinn í málinu er íbúða, sem verið er að byggja, bæði hér í Reykjavík og út um allt land, eru 520 rúm- metra hús og minni. "* I Húsnæðisskorturinn hefur knúið fram hinar auknu bygginga- framkvæmdir TÍMINN hefur því farið með rakalausar blekkingar í þessu máli eins og svo mörgum öðrum í þeim tilgangi einum að rógbera samstarfsmenn flokks síns. Vel má vera að nokkuð djarft hafi verið farið í fjárícstinguna undanfarið. En sú dirfska birtist áreiðanlega ekki í byggingu luxusíbúða. Húsnæðisskorturinn. í landinu, hin háa húsaleiga og vandræði húsnæðislauss fólks hafa knúð fram hinar miklu byggingaframkvæmdir Og ekki verður annað séð en að Tíminu vilji eigna flokki sínum þær húsnæðisumbætur, sem núver- andi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir. Má. af því marka, hversu drengilegur málflutningur hans er. Sjálfstæðismenn eiga meff öðrum orðum að bera ábyrgð- ina á of mikilli fjárfestingu. Framsóknarmenn eiga hins- vegar að hafa heiðurinn af þeim umbótum í húsnæðis- málum, sem hinar nýju íbúðir hafa í för með sér. Þetta eru nú rök í lagi!! Kvenfólkið og stjórnmálin EINN af menntamálaráðherrum Norðurlanda, sem sátu fund hér í þessari viku var kona. Það var menntamálaráðherra Finna, Terttu Salasti. í fyrra komu fé- lagsmálaráðherrar Norðurlanda hingað til fundahalds. Tveir þeirra voru konur, félagsmálaráð herrar Norðmanna og Finna. Á Alþingi íslendinga á nú eng- in kona sæti nema sem varaþing- maður. Þykir íslenzkum konum og mörgum öðrum það að sjálf- sögðu miður farið. En hjá því. verður ekki komist að kenna kvenfólkinu þetta sjálfu. Konur hér á landi hafa að vísu áhuga á stjórnmálum. En þær virðast hafa mjög lítinn áhuga fyrir að ráðast þar til forystu. Aðeins ör- fáar konur eiga t. d. sæti í bæjar- og sveitarstjórnum. í flestum stjórnmálafélögum er mjög erfitt að fá konur til þess að taka að sér forystu, tala á fundum og taka upp pólitíska baráttu yfirleitt. Virðist þessu vera þannig varið í öllum flokkum. í Sjálfstæðis- flokknum hefur þó helzt verið um þátttöku kvenna að ræða. Af hans hálfu hafa nokkrar konur setið á þingi. Og í Sjálfstæðis- kvenfélögum í nokkrum héruð- um hafa konur starfað af áhuga og dugnaði. Það er einnig kven- þjóðinni i höfuðborg landsins til sóma, að forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur er nú gáfuð, vel menntuð og prýðilega fær kona, sem haft hefur víðtæk afskipti af menningar- og mannúðarmálum. Á Norðurlöndum og í flest- um öðrum lýðræðislöndum eiga margar konur sæti á lög- gjafarþingum. Þar þykir eðli- legt og sjálfsagt að konur komi hvarvetna fram jafn- hliða karlmönnum í hinni póli tísku baráttu. íslenzkar konur ættu að gefa þessu aukinn gaum. Þær hafa vissulega ekki verri skilyrði til þess en kyn- systur þeirra í nálægum lönd- Frh. á bla. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.