Morgunblaðið - 04.09.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.09.1955, Blaðsíða 16
VeBurúflit í dag: S-kaldi. Rigning. 200. tbl. — Sunnudagur 4. scptember 1955 ReykjðYÍknrbréf á bls. V. IViilljónafyrirtækið 818 greiðir útsvar á borð við 3-4 láglaunamenn Þannig eru ákvœði um útsvarsgreiðslur samvinnufélaga F'ÓGETARÉTTUR Reykjavíkur kvað upp í fyrradag * úrskurð þess efnis, að Samband íslenzkra sam- vinnufélaga, stærsti og voldugasti auðhringur hér á landi skyldi aðeins greiða 30 þús. kr. í útsvar. Niður- jöfnunarnefnd hafði lagt á Sambandið 1,6 milljón króna, en ekki var talið heimilt skv. núgildandi lög- um að leggja veltuútsvar á SÍS, eins og allar aðrar heildsölur og verzlanir. 1,6 MILLJ. KR. ÁLAGNING Sambandi íslenzkra samvinnu- íélaga var gert að greiða til bæj- arsjóðs Reykjavíkur fyrir árið 1954 kr. 1.600.000.00. — Útsvar þetta kærði SÍS til Ríkisskatta- nefndar, sem lækkaði útsvarið um 400 þúsund krónur eða í 1,2 millj. kr. Nokkum hluta þessa útsvars hafði SÍS greitt, en þeg- ar það neitaði að greiða mikinn hluta þess, höfðaði bæjarsjóður fógetaréttarmál gegn Samband- inu. VELTUÚTSVAR Við rannsókn á því, hvort gera skyldi lögtak fyrir upphæðinni, tók fógeti til ýtarlegrar athug- unar, hvernig útsvar bæri að leggja á þetta félag. Kom það í ljós, að meginhluti alls útsvars- ins var veltuútsvar, eins og tíðk- ast að lagt sé á yfir höfuð öll verzlunarfyrirtæki. Tekjuútsvar af viðskiptum við utanfélags- menn nam aðeins um 30 þúsund krónum af heildarútsvarinu. Það sem hér kom aðallega til álita var hvort heimilt væri að lögum að leggja á samvinnufélög veltu og eignaútsvar. Lenfi við Landipílaiann raeS sjúka konu. i U* Hirðing á miðviku- dafff en heyið ruddi AMIÐVIKUDAGINN í vikunni, sem var að líða, var ágætis þurrkur og björguðu bændur þá inn miklu af heyjum, en því miður var þetta orðinn hinn mesti ruddi. Gunnar í Seljatungu í Flóa taldi að heyfengur bænda myndi nú að magni til nema um helmingi af venjulegum heyskap, en heyið væri miklu verra. Hann sagði, að sumum bænd- um hefði jafnvel tekizt í mið* | vikudagsþurrkinum að alhirðív tún sín, en það væri allt mikið skemmt hey. Þennan dag hefði jafnvel verið betri þurrkur ofar í Árnessýslu, svo sem Biskups- tungum og Hrunamanna- og Gnúpverjahreppum. Enda þurftu þeir á því að halda, því að á- standið þar var jafnvel enn þá verra en í lágsveitunum. I HAIN ILLA SPROTTIN Á fimmtudaginn rigndi svo um morguninn. Voru skúrir. Létti upp skömmu eftir hádegi og gerði þerri, en svo skammvinnan, að ósenniiegt er, að hann hafi kom- ið að miklu gagni. Það er nýtt vandamál fyrir bændurna, þó brygði til betri tíðar, að háin er yfirleitt illa sprottin, sakir kuld- anna. NIÐURSTAÐA DOMSINS Fógetarétturinn taldi eftir ýt- arlega athugun á lagaákvæðum um skattlagningu samvinnufé- laga, að það mætti ekki leggja veltuútsvar á SÍS. Var þetta byggt m. a. á þeirri lögskýringu, að í lögum frá 1919 var það ákvæði um útsvarsskykiu kaup- félaga, að það skyldi vera sem hæfa þætti eftir árlegri veltu og arði. En þegar ný lög voru sett 1 ■*£ um útsvarsskyldu samvinnufé- Slclll'ílÖ laga 1921, þá er aðeins sagt, að | þau greiði útsvar af „arði“ síð- asta árs, sem leiðir af skiptum við utanfélagsmenn. M tvöleytið í gær veittu vegfarendur um Hringbrautina þvl athygli, að stór þyrilvængja úr bandaríska flughernum á Keflavíkurflugvelli settist skyndilega á túnið hjá Landsspítalan- um. En þyrilvængja þessi var að koma ú'r mjög áríðandi sjúkra- flugi. Hafði hún meðíerðis veika konu vestan af Snæfellsnesi. úr Þenicy -* KONA I BARNSNAUÐ | í gærmorgun kom beiðni til ! Slysavarnafélagsins um sjúkra- flug. Var þess óskað, að kona f I barnsnauð yrði flutt frá Arnar- stapa á Snæfellsnesi. Hafði kon- an það sem nefnt er „fæðingar- eitrun". SKATTANA VERÐA AÐRIR AÐ BERA Skv. þessu telur fógetarétt- urinn að ekki sé heimilt að leggja útsvar á Samband ís- lenzkra samvinnufélaga, nema skv. árlegum arði af viðskipt- um við utanfélagsmenn. Skv. þessu átti SÍS að greiða í út- svar aðeins 30 þúsund krónur. Tekjuskattur þessa milljóna- félags mun einnig vera hlægi- lega lágur. I SUMAR var um 130 fjár flutt út í Þerney á Kollafirði. Var þetta sauðfé af bænum Álfsnesi, í Mos- fellssveit og frá Sogahlíð í Reykja vík, sem grunað var að hefði tek- ið garnaveiki. Nú nýlega var dilkunum um 50 talsins úr eynni slátrað. Ekki varð neitt vart við garnaveiki við þá slátrun, enda mun það sjald- gæft, að garnaveiki komi fram þegar í dilkunum. En fullorðnu fé úr Þerney verður slátrað í að- alsláturtíðinni og kemur þá betur í ljós, hvort féð var sýkt. ERFIÐAR ABSTÆÐUR Slysavarnafélagið snéri sér til flughersins í Keflavík um aðstoð. Var það öllum ljóst, að aðstaðan að þessu sinni var mjög erfið, bæði hvassviðri, lágskýjað, þoka og rigning. En leiðangurinn gekk vel fyrir það. Þyrilvængjan sett- ist við Arnarstapa kl. 12,15 og var komin af stað með hina sjúku konan kl. 12,35. Á túnið við sjúkrahúsið var komið kl. 2 síð- degis. ‘ Var þessi leiðangur merkilegur fyrir það, að hann sýndi hvers þyrilvængjurnar eru megnugar, þrátt fyrir illviðri. Verkakonur í Keflavik og fíkra nesi fá 13 aura hækkun Ætli kartöfluuppskeran verði ekki í meðallagi? ÆJARBÚAR, sem farið hafa í kartöflugarða sína að undanförnu »» og sem Mbl. hefur haft tal af, skýra frá því að útlitið sé ekki eins slæmt og óttazt hefur verið. Víst er, að uppskeran er lítil miðuð við tímann, en ef kartöflurnar fá að liggja enn í 10 daga eða hálfan mánuð virðist sem uppskeran verði sæmileg. VERKFALL verkakvennanna í Keflavík og á Akranesi leyst- ist kl. 7 í gærmorgun. Hafði það þá staðið frá 18. ágúst hjá verka- konum í Keflavík, samúðar- vinnustöðvun hjá Verkalýðs og sjómannafélagi Keflavíkur frá 21. ágúst, vinnustöðvun verka- kvenna á Akranesi frá 22. ágúst og samúðarverkfall annarra deilda Verkalýðsfélags Akraness frá 28. ágúst. Höfðu samningafundir staðið samfleytt í 37 tíma þá er verk- fallið leystist. Fengu verkakon- urnar 13 aura kauphækkun, eða 7.83 á tírnann í almennri dag- vinnu. Er það 13 aurum hærra en kaup sem greitt er í Reykja- vík og víða annars staðar. i Af hálfu verkafólks á Akra- [ nesi voru samningar undirritaðir, í gærmorgun, en samninganefnd verkakvennanna í Keflavík. frestaði undirritun. Voru haldnir 1 fundir í félagi vinnuveitenda, verkakvenna og verkalýðs- og sjómannafélaginu í Keflavík í, gær um samningana. í gær fóru allir bátar á Akra- nesi og á Suðurnesjum aftur á sjó eftir verkfallsstöðvunina. I*ess ber þó að gæta að hinir nýju samningar verkakvenna á Akranesi og í Keflavík eru að því leyti óhagstæðari miðað við samninga verkakvenna í Reykja- vík og viðar, að vinni konur á Akranesi í matar eða kaffitíma fá þær aðeins greiddan þann tíma, sem þær vinna, en vinni konur í Reykjavík hins vegar eitthvað fram í matar eða kaffi- tíma fá þær allan tímann greidd- an. Að því er snertir Keflavík fá konur þar matartímann greidd- an á tvcföldu cftirvinnukaupi, þar sem konur í Reykjavík fá hann greiddan á tvöföldu nætur- vinnukaupi. * Þessi tvö atriði hafa allmikla þýðingu yfir aðal annatímann, þegar mikU eftir- og næturvinna er unnin. SÓLARLEYSI OG RAKI Að vísu má búast við, að upp- skeran sé mjög mismunandi bæði eftir stæði garðanna og eft- ir tegundum. Sumarið hefur ver- ið óhagstætt aðallega vegna sól- arleysis og einnig er raki jarð- vegsins of mikill. Mun uppsker- an því vera bezt þar sem þurr- lendast er. 1 SEXFÖLD UPPSKERA Einn garðeigandi var á þeirri skoðun að uppskeran hjá hon- um við prófun hingað og þangað um garðinn myndi verða þetta sexföld. Það er að sjálfsögðu lítil uppskera, en svo virðist sem þær eigi nokkurn tíma fyrir sér, grösin eru yfirleitt ekkert farin að falla, en þau eru nokkuð hrakin. MIKILL VÖXTUR í SEPTEMBER Annar garðeigandi sagðist hafa fundið undir allmörgum grösum 10 vænar kartöflur, en undir xnörgum var hins vegar talsvert ininna. Hann kvaðst ekki vera' mjög svartsýnn á uppskeruna, því að reyndin væri sú, að kart- öflurnar gætu vaxið feykimikið í september. — Ætli við fáum ekki meðaluppskeru út úr þessu, sagði hann. Það þýðir ekkert að bera hana saman við uppskeruna siðustu tvö ár, þegar hún var langt yfir meðallag. Vegna hins sífellda raka var erfitt um vik i sumar, að sprauta garðana til varnar myglunni. — Hafa menn verið varaðir sér- staklega við henni, að nú kunni hún að æða um allt. En svo virð- ist að minnsta kosti enn sem komið er, að ekki hafi borið sér- lega mikið á myglunni. Visisiiugar í DM í GÆR var dregið í 5. flokkí Happdrættis DAS. Vinningar voru tveir: Chevrolet-bifreið, sem kom á nr. 15.044, sem var seldur í Neskaupstað. Og Vespu- bifhjól, er kom á nr. 39,830, sem var seldur í umboðinu Austur- stræti 1. Já, þetta er mynd af Öxarárfossi þótt ótrúlegt sé. Þannig leit hann út í fyrradag, þegar ljósmyndar* inn var á ferðinni á Þingvöllum. Það er heldur fátítt yfirleitt að sjá svo mikið vatnsmagn í Öxará, en í sumar hefur hún víst oftast verið svo vatnsmikil enda ekki óeðlilegt vegna hinna miklu rign- inga, sem verið hafa í sumar. — Ljósm. H. T.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.