Morgunblaðið - 04.09.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.09.1955, Blaðsíða 7
Sunnudagur 4. sept 1955 UORGVNMLAmin Súdanska þinffið setur Egyptum off Enfflendingum kosti Carl Jörgensen og frú hans. Stfórnaði Flóabúinu iyrstu árin en fram- ieiðir nú skyr i Danmörku Jörgensen mjólkurbússtjóra var boðið til íslands I>AÐ var með ef.isemdir í huga, sem ungur danskur maður Carl Jörgensen og kona hans stigu hér á Iand sumarið 1929. Jörgensen var kominn hingað tii lands til að hleypa af stokkunum og stjórna stærsta mjólkurbiii á íslandi, fyrirtæki, sem nokkr- ir framsýnir bændur á íslandi höfðu stofnað og bundu vonir sínar við. Carl Jörgensen var mjólkur- bússtjóri Flóabúsins fyrstu átta ár þess, meðan það var að vaxa úr grasi. Það voru nú á ýmsan hátt mikil erfiðleikaár, en svo mikið var víst, að alltaf þróaðist mjólkurbúið jafnt og þétt. — Mjólkurbú Flóamanan var óska- barn Jörgensens mjólkurbús- stjóra, eins og það hefur verið óskabarn bændanna sjáifra, en e. t. v. hefur hann átt auðveldast allra með að fá heildarsvip af þeirri miklu þróun, sem orðið hef- ur, þegar hann kom nú hingað til lands í heimsókn sem gestur. •— Stjórn Mjólkurbús Flóamanna bauð honum hingað í tilefni af- mælishátíðar búsins, sem haldin var í s 1. mánuði. Átti frétta- maður Mbl. þá stutt samtal við Jörgensen og konu hans. VEITIR ATHYGLI ALMENNRI VELMEGUN — Ég man það, sagði Jörgen- sen, um það bil, sem ég var að byrja starf mitt hjá Flóabúinu, að mér virtust bændurnir í ná- grenninu fátækir. Það sem gleður mig allra mest við heim- sóknina hingað, er að sjá, hve mikil almenn velmegun er nú meðal hinna sömu bænda og mér skilst, að það sé ekki sízt Mjólk- urbúið, sem hefur stuðlað að því. — Ég var t. d. og að sjálfsögðu viðstaddur afmælissamkomu Mjólkurbúsins. Þangað komu bændur og búalið af öllu Suður- landi. Þá sá ég, hvað allt þetta fólk var búið góðum klæðnaði. Það var ekki svo í gamla daga. Og yfirbragð þessa fólks í dag er svo, að maður sér, að þetta eru fjárhagslega sjálfstæðir menn. Þeir hafa vissulega rétt sig úr kútnum. FANN EKKI TORFBÆ — Það gleður mig einnig að sjá, hvernig bændumir nota vél- arnar til að vinna margföld af- köst og sjá híbýlin á bæjunum. — Hugsið yður, ég hafði kvik- myndavél með mér í ferðina og hef tekið myndir af sitc hverju, sem ég held að kunningjar mínir í Danmörku hafi gaman af. Ég tók myndir af hinum glæsilegu nýju bændabýlum ykkar, en síð- an ætlaði ég mér að taka nokkrar myndir af hinum eldri torfbæj- um, sem ég man svo glöggt eftir úr nágrenninu í gamla daga. — En viti menn, torfbæirnir eru horfnir. Ég gat ekki fundið einn , einasta til að kvikmynda. EINSKÆR TILVILJUN — Jæja, hvernig stóð á því, að þér komuð hingað til lands sem mjólkurbússtjóri? i — Einskær ti'viljun. Ég er Sjá- lendingur frá Næstved. Var á mjólkuriðnaðarskóla í Kaup- mannahöfn, bekkjarbróðir Jón- asar Kristjánssonar mj ilkurfræð ings á Akureyri. Vorum við góðir kunningjar. Eitt sinn spurði Jónas mig, að ég held fremur að gamni en alvöru: — Gætirðu hugsað þér að flytjast norður á hið ískalda ísland. Ég svaraði honum blátt áfram, að ef ég fyndi eitthvert verðugt verkefni þar, hefði ég ekkert á móti að flytjast til íslands. Svo féll talið niður. i En ekki leið nema eitt ár. Höfð- um við báðir lpkið námi. Kom þá bréf til mín utan af íslandi. j Var það frá Jónasi, þar sem hann minnti mig á samtalið frá vetrinum og nú sagði hann að ég gæti vissulega fengið verðugt verkefni Því að þeir á Suðurland inu væru að stofna nýtízku mjólk urbú. Þá var ég nú ekki eins viss um, hvort ég tæki boðinu,! enda var ég nú orðinn fjölskyldu-) maður. En konan samþyxkti það og ekki leið á löngu þar til dag- ar okkar liðu við eril og erfiði norður í Flóa á íslandi I HIN STÓRA UMBREYTING — Að sjá Selfoss nú Það gæti enginn ímyndað sér sem ekki hefur séð hvernig þetta byggð- arlag var, þegar við komum fyrst þangað. Það voru ekki yfir 10 hús þar. Nú er þetta 1000 manna bær. Við hjónin ræktuðum svo- lítinn blómareit við miólkurbú- ið. Það var talsvert verk, að plægja landið, planta blómunum, skipuleggja garðinn, leggja torf á grasflötina o. fl Nágríinnunum fannst þetta furðulegt uppátæki hjá okkur. Nú sjáum við að fólk- inu á Selfossi finnst sjálfsagt að koma upp blómagarði við hvert hús. — Hvernig likaði yður svo starfið við búið? — Það var nóg að gera og um leið ánægjulegt að fylgjast með því, hvað starfinu miðaði snemma í rétta átt til vaxtar og viðgangs. Ég minnist þess t. d. fyrsta árið, að þá voru upp radd- ir um það, að ostageymslumar væru alltof stórar. Vildu sumir láta taka þær til vörugeymslu fyrir verzlunarfyrirtæki, en ég Frh. á bls. 12. STJÓRNIN í Súdan leitast nú við að sýna, að hún sé föst í sessi og geti af eigin rammleik ráðið niðurlögum uppreisnarinn- ar, sem nýlega brauzt út í Suð- ur-Súdan. „Við þurfum ekki á hjálp erlendra aðila að halda í þessum efnum,“ var svar for- sætisráðherrans við tillögu eg- ypzku stjórnarinnar um, að brezkar og egypzkar hersveitir yrðu sendar til Suður-Súdan. Uppreisnin hófst skömmu eft- ir, að súdanska þingið hafði ákveðið að krefjast þess, að brezkar og egypzkar hersveitir yrðu á brott úr landinu innan þriggja mánaða, svo að Súdan- búar geti óáreittir tekið ákvörð- un um framtíðarstöðu landsins. Þetta hefur vakið talsverðan ugg meðal Egypta og jafnframt kom- ið þeim nokkuð á óvart, hins vegar fögnuðu Bretar þessari ákvörðun. ■jf UMMA-FLOKKURINN í VEXTI Þetta bendir greinilega til þess, að Ummaflokkurinn, sem berst fyrir sjálfstæði landsins, sé í vexti. Umma er í minni hluta i þinginu og forsætisráðherrann Ismail E1 Azhari er mjög vin- veittur Egyptum. Ákvörðun þingsins getur tæplega aðeins átt rætur sínar að rekja ti? þess, að kólnað hafi vináttan milli Kaíró og Khartoum, heldur hefur þing- ið neyðst til að taka tillit til þess, að þjóðin fylkir sér stöðugt þétt- ar um Umma. Það er full ástæða til að geta þess, að mikill fólksfjöldi hafði safnazt saman kringum þinghús- ið, meðan umræðurnar fóru fram, og mannfjöldinn hrópaði stöðugt á sjálfstæði og brottflutning alls erlends hers. ★ ★ ★ Ekki má heldur gleyma því, að margir framsýnir Englending- ar sáu það fyrir — þó ekki væri þeim það sérlega ljúft að verða að sætta sig við það, að Súdan yrði ekki til frambúðar óaðskilj- anlegur hluti af brezka heims- veldinu. Þetta varð ekki sízt ljóst af því, að Egyptar gerðu einnig kröfu til yfirráða í Súdan um leið og þeir kröfðust þess, að allt brezkt herlið yrði á brott frá Súezeiðinu. Allur erlendur her skal verða a brott úr landinu innan þriggjja mánaða Það er ekki ólíklegt, að þetta hafi haft sín áhrif, en sennilega er hér fyrst og fremst um að ræða breytingu á hugarfari fólks ins. í Súdan búa um 9 milljónir manna. í syðsta hluta landsins búa mestmegnis negrar og hafa til þessa haft lítil afskipti af stjómmálum — þó að til upp- reisnar kæmi þar á dögunum. * ANSAR OG KHATMIA En því meira stjórnmálalega þenkjandi eru íbúarnir í norður hluta landsins. Þeir eru allir ★ NAGULB VAR VINSÆLL Og um langt skeið varð ekki annað séð en að Egyptar kæmust til yfirráða í Súdan. Þjóðlegi sambandsflokkurinn, sem var mjög hliðhollur Egyptum og áhrifum þeirra á stjórn Súdans, átti mestu fylgi að fagna. Þegar Naguib hershöfðingi hóf viðræður við Englendinga um hin mörgu ágreiningsatriði þess- ara tveggja þjóða, var hann svo djarfur að fella brosandi úr gildi þau lög, er sett voru á tímum Farouks og gerðu Súdan að áhrifa svæði Egyptalands. Og Naguib ákvað um leið, að Súdanbúar sjálfir skyldu útkljá í frjálsum kosningum, hver yrði framtíðar- staða landsins — hann var svo sannfærður um það, að úrslitin yrðu Egyptum í vil. ★ ★ ★ Menn munu minnast alls þess erfiðis, er Egyptar lögðu á sig til að vinna hylli allra Súdan- búa. Einkum stendur fólk samt fyrir hugskotssjónum ógleyman- legt atvik: Fulltrúi Naguibs, Sal- em herforingi, tók þátt í nektar- dansi Dinka-hermannanna til að sýna þeim „svart á hvítu“, að hann væri einn þeirra. ★ NASSER BRAUT AF SÉR En heimsókn Naguibs hafði úrslitaáhrif á afstöðu Súdanbúa. Það eru ekki miklar ýkjur að segja, að hann hafi unnið hylli hvers einasta manns í landinu. Þeir eru lika hreint ekki svo fáir, sem álíta, að þjóðlegi sam- bandsflokkurinn vilji einmitt ekki eiga lengur samleið með Nasser vegna framkomu hans við Naguib. ★ KÓRÓNA HANDA „S.A.R.“ Hann er nú einn auðugastl maður í Súdan og hinn „sterki'* maður Umma-flokksins, sem vill ekkert hafa með ríkjasamband við Egyptaland að gera. Það hvíl- ir nokkur leyndardómur yfir markmiðum Umma-flokksins, en. margt bendir til þess, að þeir hyggist koma á laggirnar kon- ungsríki, og verður kórónan þá sett á höfuð hins héilaga „S.A.R.“ En nú sem stendur hlýtur flokkurinn aðallega að hafa áhuga fyrir þjóðréttarlegri stöðu landsins sem sjálfstæðs ríkis. — Þetta má sjá mjög auðveldlega ai ummælum aðalritara Umma- flokksins, Abdullah Khalil: ★ ★ ★ „Fyrst verðum við að fá fullt sjálfstæði. Síðan verðum við aff taka ákvörðun um afstöðu okkar til annarra þjóða. Við gerum okkur fyllilega ljóst, að við get- um ekki staðið einir. Arabaríkin geri með sér öflugt varnarbanda lag. Við erum því einnig mjög hlynntir, að vinsamleg samskipti séu milli Súdans annars vegar og Bretlands og Egyptalands hins vegar, en við viljum ekki vera í ríkjasambandi með Egyptalandi.“ ★ VERÐUR SÚDAN SAMBANDSRÍKI BRETA? Reyndar kom Bretum og Umma-flokknum ágætlega sam- an, þar til sjálfstæðisbaráttan í Súdan hófst fyrir alvöru. En flokkurinn með hinn gáfaða Ab- dullah Khalil í broddi fylkingar er nú mjög harðorður í garð Englendinga, en margir líta nú á það sem hvert annað kosninga- bragð. Enginn er í vafa um það, að flokknum er full alvara f . sjálfstæðisbaráttunni — en' þeir Sú var tíðin, að Egyptar áttu vilja ekki útiloka þann mögu- miklu fylgi að fagna í Súdan. — lejka að tilheyra brezka heims- Salem herforingi dansar nektar- dans með stríðsmönnum í suður hluta Súdans. veldinu á sama hátt og Indland og Pakistan — sem algjörlega sjálfstætt sambandsríki. Brezka utanríkisráðuneytið Múhameðstrúar og skiptast í hefur nú tilkynnt — og það kom. trúarflokka, sem eru mjög fjand- mönnum mjög á óvart — að samlegir hvor öðrum. Ansar- Englendingar og Egyptar hafi trúarflokkurinn fylgir ekki komið sér saman um, hvernig; kreddum Kóransins í öllu, hins skipuð skuli nefnd sú, er að- vegar er Khatmia-trúarflokkur- stoða á súdönsk yfirvöld við að inn mjög rétttrúaður. j ganga í smáatriðum frá framtíð- Ansar hefur fylgt Umma- arstjórnskipulagi í Súdan. Þetta flokknum að málum, en kjarn- ber þess ótvíræðan vott, að Eng- inn úr þjóðlega sambandsflokkn- lendingar hafi í mörgu látið und- um eru meðlimir Khatmia. an Egyptum, sem til þessa hafa ^ vísað á bug öllum tillögum Eng— Það er mjög athyglisvert, að lendinga í þessum efnum. En. æðsti maður Ansar-trúarflokks- j skyldi ekki liggja þannig í þvf ins er Sir Abdel Rahman el1 að Sir Anthony Eden og Harold Mahdi, sem almennt er kallaður j MacMillan hafi álitið, að öllu „S.A.R.“ — og hver er hann?! væri nú óhætt. Fylgi Umma- Hann er enginn annar en sonur flokksins hefur aukizt, og um Mahdians, sem var forustumaður leið eru meiri möguleikar á þvl, Dervish-flokksins, er reyndist að Súdan verði í framtíðinni Bretum svo þungur í skauti um sambandsríki Breta innan brezka aldamótin. I heimsveldisins. ..................................... Verzlunarstörf Maður á aldrinum 20—30 ára óskast til af- greiðslustarfa í verzlun vorri. Slippfélagib i Reykjavik h.f. KULDASTIGVEL Finnsku kuldastígvélin eru komin Skóvcrzlun Þórðar Péturssonar & Co. AÖalstræti 18 a •«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.