Morgunblaðið - 07.09.1955, Page 1

Morgunblaðið - 07.09.1955, Page 1
16 síður 42. árgangur 202. tbl. — Miðvikudagur 7. september 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsina HÚSLEIT GERD HJÁ KÝPURBÚUM LUNDÚNUM og NICOSIA, 6. sept. — Brezkar hersveitir gerðu í dag húsrannsókn hjá íbúum f úthverfi Nicosia, höfuðborgar- innar á Kýpur. Leituðu þeir smyglaðra vopna og manna^ sem lögreglan hafði lýst eftir í sam- bandi við skemmdarverk, er unn- in hafa verið á eynni undan- farið. í Famagusta voru fimm Grikkir reknir úr þjónustu lög- reglunnar, þar sem þeir neituðu að gegna fyrirskipunum. Slóðu sig ve! Mynd þessi var tekin í gær af fundi Stéttasambands bænda að Bifröst i Borgarfirði. Á henni eru allir fulltrúar á fundinum, ásamt stjórn og starfsmönnum Búnaðarfélags íslands, starfsmönnum Stéttasambandsins og ýmsum fleiri trúnaðarmönnum bænda. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Víðtœkar ráðstafanir til jbess að mœta afleiðing- um óþurrkanna . * .*•.* . .. . A biaindýra Aðstcð vsð foðurbæfiskaup vei9uui .: « FulH framleiðsluverð fy rir vængja WASHINGTON — John Foster Dulles fer í hálfsmánaðar leyfi á næstunni. Er þetta í fyrsta skipti, sem Dulles tekur sér frí, síðan hann tók við embætti ut- anríkisráðherra. á Bislet ÓSLÓ, 6. sept. — í stangarstökki varð Valbjörn Þorláksson annar með 4 metra, en í þessari grein sigraði Svíinn Lundberg með 4,30. Ásmundur Bjarnason hljóp 100 metrana á 11,0 sek. og varð annar á eftir Norðmanninum Birger Marsteen, sem hljóp á 10,8. Guðmundur Hermansson sigraði í kringlukasti með um 49 metra kasti. Svavar Markús- son varð fyrstur í unglingaflokki í 1500 m á 3:57,8 mín. — NTB. Mestu flóð sem. um getur í sögu Asíu naufgripi sem fsrp verður Sðttþykkl Síéifarsambandsfundar f gær BIFRÖST, þriðjudag. ANNAÐ málið á dagskrá fundar Stéttarsambands bænda í dag var álit og tillögur sérstakrar nefndar, sem kosin var á fundinum til þess að fjalla um það vandamál, sem skapazt hefur vegna hinna stórfelldu óþurrka á Suður- og Vesturlandi í sumar. Skilaði nefndin ýtarlegu áliti og var Guðmundur Jónsson bóndi á Hvítárbakka framsögumaður hennar. Gerði hann grein fyrir tillögum nefndarinnar í skilmerkilegri ræðu. MIKLAR UMRÆÐUR Miklar umræður urðu um til- lögurnar og tóku rúmlega 20 full- trúar þátt í þeim. Rétt fyrir kl. 10 í kvöld var umræðu lokið um málið. Voru tillögur nefndarinn- ar samþykktar. —★— Meginefni tillagnanna er, að bændum skuli gert kleift að kaupa það mikinn fóðurbæti, að þeir geti haldið bústofni sínum sem minnst skertum og haft sæmilegan arð af skepn- um sínurn með því að bæta upp hin lélegu hey með alhliða fóðurbæti. Hér verði ríkið að koma til I hjálpar og veita fé til að greiða niður fóðurbætinn og útvega bændum hagstæð lán til fóðurbætiskaupa. Ennfrem- ur verði að sjá svo um, að bændur fái þegar í haust greitt fullt framleiðsluverð fyrir þá nautgripi, sem óumflýjanlegt verður að fækka á fóðrum. FUNDUR LANGT FRAM Á NÓTT Mikil verkefni lágu enn fyrir fundinum í gærkvöldi eftir að tillögur þessar höfðu verið sam- þykktar. Voru mörg mál óaf- greidd. Bjuggust menn við, að fundurinn stæði iangt fram á nótt, því að ljúka þarf öllum mál- um og lögð áherzla á að ekki þurfi að framlengja fundinn til þriðja dags. Norrænn íorsætis- ráðherrafimdur í Stokkhólmi á morgun Á MORGUN hefst í Stokkhólmi fundur forsætisráðherra Norður- landa. Ólafur Thors forsætisráð- herra íslands, mun ekki mæta á fundinum sakir anna. Jöfnuðu heifflsraeiið í 1599 m hlaupi ÓSLÓ, 6. sept. — Ungverjinn Lazzlo Tabori jafnaði í dag heimsmetið í 1500 metra hlaupi með 3:40,8 mín. Annar varð Daninn Gunnar Nielsen á sama tíma, sem er danskt met, þriðji Audun Boysen Noregi 3:48,1 mín. —NTB. Tromsö. NORSKI heimskautafarinn og skipstjórinn Lorentz Albertsen frá Tromsö er sennilega fyrsti maðurinn, sem farið hefir á bjarn dýraveiðar í þyrilvængju. Hann fór í Grænlandsleiðangur með skipinu ,,Norsel“ og notaði þá tækifærið til að fara á bjarn- dýraveiðar í þyrilvængju. Feng- urinn var hreint ekki svo lítill — þrír stórvaxnir hvítabirnir. Sjónvarpssími reyndur # MIKIÐ hefir undanfarið ver- ið rætt um sjónvarpssíma, sem gerir það að verkum, að hægt í er að sjá þann, sem er við hinn j enda „Iínunnar." Nýlega var , slíkur sími reyndur í Kaliforníu. Á myndinni sést, hvernig þessu er komið fyrir. Maðurinn við símann er að ræða við borgar- 15Ö manns hafa drukknað — 200 þús. manns eru heimilislausir BOMBAY, 6. sept. — Reuter-NTB 1D A G náðu flóðin í Indlandi og Pakistan hámarki, en mælingar í fljótunum gáfu til kynna, að ofurlítið tæki nú að draga úr flaumnum í vatnsmestu fljótunum. Flóð þessi munu vera einhver þau mestu, sem um getur í sögu Asíu. Flóðasvæðin ná yfir norð-aust- ur héruð Indlands og suð-vestur héruð Pakistan, og búa þar um 45 millj. manna. Margar milljón- ir ferkm. af ræktuðu landi liggja undir v'atni. í Orissa-fylkinu við Bengalska flóann hafði vatnið í Mahanidi- ánni ekki staðið svo hátt í manna minnum. Fólk er þar bjargar- laust, hangir í trjám og á hús- þökum, og hafa bátar verið send- ir þangað frá Kalkútta. — Talið er að um 150 manns hafi drukkn- að, vatnsflaumurinn hefir sópað burtu 2 þús. þorpum, um 30 þús. þorp eru meira eða minna á kafi í vatni, og 200 þús. manns hafa orðið að flýja heimili sín. f Assan-fylkinu hafa 10 milljónir manna orðið fyrir miklu tjóni a£ völdum flóðanna, og þar hefir vatnið í Bramapútra ekki risið svo hátt s 1. 50 ár. • • y • • Flóðin fylgdu í kjölfar helli- rignjnga, sem staðið haía stanz- laust í nokkra daga og valdið miklum leysingum í Himalaya- fjöllunum. Fylkin Uttar Pradesh og Orissa hafa orðið verst úti i flóðunum. í Uttar Pradesh hafa 22 þús. þorp orðið fyrir miklu tjóni. Frá Hyderabad í Vestur-Pakist an berast þær fréttir, að Indus- fljótið hafi víða flætt yfir bakka Frh. á bls. 2. stjórann í San Francisco, og kemur myndin af borgarstjóran- um fram neðarlega á tjaldinu fyrir ofan símann. Ofan tii á tjaldinu birtist myndin af mann- inum við simann. Fjarlægðin milli símanna var í þessu til- felli 1 míla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.