Morgunblaðið - 08.09.1955, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.09.1955, Qupperneq 1
16 síður 42. árgangur 203. tbl. — Fimmtudagur 8. september 1955 PrentsmiSJa Morgunblaðsina Horfur versna við austanvert lifliðjarðarhaf Sundrung Tyrkja og Grikkja Jopiter í ísnum. KAUPMANNAHÖFN, 7. sept. — Skyggni er svo slæmt, að björg- Norska hvalveiðaskipið Tottan unarstarí af hálfu Tottans manna var síðdegis í dag í 7 sjómílna getur ekki komið til greina, og fjarlægð frá Álasundsskipinu verður að bíða betra veðurs. Jopiter, sem verið hefir í hrakn- ingum í Grænlandsísnum und- anfarin dægur. Skipið missti skrúfuna í ísnum fyrir helgina. Tottan væri þegar komið að Jopiter, ef þokan tefði ekki sigl- ingu. —NTB. Kauphækkunarstríðinu að Ijúka í Bretlandi — og vestanvert Uppreisn gegn stjórn Faures „Innrás" Þjóðverja í Moskvu Bonn, 7. sept. ANNAR aðalforingi sosial- demokrata í V-Þýzkalandi, Carlo Schmid, verður í för með Adenauer kanslara er hann fer til Moskvu á morg- un (fimmtudag). Utanríkismálanefnd þýzka þings ins (Bundestag) var kölluð heim úr sumarleyfi til þess að hlýða á skýrslu Adenauers kanslara um hina væntanlegu samninga í Moskvu og eftir fund nefndarinn- ar í dag var skýrt frá því að sú ákvörðun hefði verið tekin að Kiesinger, formaður nefndarinn- ar, sem er úr flokki dr. Aden- auers og Carlo Schmid skyldu vera með í austurförinni. Adenauer er væntanlegur til Moskvu um miðjan dag á morgun. 1 för með honum verður Heinrich von Brentano, utanrikismálaráð- herra, Walter Hallstein, Felix von Eckhardt og von Blanken-Horn, fulltrúi Þjóðverja í aðalstöðvum Atlantshafshandalagsins. Talsmaður utanríkismálanefnd- ar þýzka þingsins lagði á það áherzlu í dag, að för dr. Aden- auers til Moskvu væri gerð til þess „að leita hófanna" um sameiningu Þýzkalands, en Þjóðverjar gerðu sér engar vonir um að ákvarðanir um þetta efni myndu verða te'kn- ar að þessu sinni. Allar endanleg- ar ákvarðanir myndu verða tekn- ar á ráðstefnu utanríkismálaráð- herra fjórveldanna, sem haldinn verður þ. 27. okt. Þjóðverjar myndu ekki tengjast neinum böndum í austurvegi sem stofnað gætu í hættu vináttu þeirra við vestrænar þjóðir. Eússar hafa mikinn viðbúnað undir móttöku dr. Adenauer á morgun. Búizt cr við að Molotoff utanríkisráðherra taki á móti kanslaranum á flugveilinum, en síðar gangi Þjóðverjarnir á fund hinna æðstu manna í Kreml. Samningafundirnir hefjast á föstudagsmorgun og er gert ráð fyrir að þeir standi í fimm daga. Opinberlega er sagt að fundirnir eigi að f jalla um stjórnmálasamb. milli sovétríkjanna og V-Þýzka- lands og ennfremur menningar- legt og viðskiptalegt samband. MOSKVA 7. sept. — 65 manna „sendiráð Þjóðverja á hjólum“, kom til Moskvu í dag. Sendiráðið kom í sérstakri 13 vagna járn- brautarlest og er það fyrsta þýzka lestin sem kemur til Sovétríkj- anna frá því að stríðinu lauk. f lestinni er sérstakur útvarps- salur, hljóðeinangraður fundasal- ur og matbúr með þýzkum bjór og þýzkum bjúgum. Rússarnir hafa látið sendiráð- inn í té eitt nýjasta og fullkomn- asta gistihúsið í Moskvu og hafa Þjóðverjarnir það til eigin um- ráða. Fjöldi þýzkra blaðamanna og útvarpsmanna eru í föruneyti kanslarans og hafa sovétsk yfir- vold heitið því að allar frétta- Séhdingar til Þýzkalands skuli fá að vera óháðar ritskoðun. Southport, 7. sept. Á ÁRSÞINGI brezku verklýðs- félaganna í Southport hafa hinir hyggnari forystumenn í brezk- um verklýðsmálum náð undir- tökunum og í gær var felld til- laga frá sambandi rafvirkja, sem gekk í þá átt að kauphækkunar- kröfum skyldi haldið til streitu og að sambandsstjórnin hefði ekki heimild til þess að setja neinar hömlur í þessu efni. Sambandi rafvirkja er stjórnað af kommúnistum. Með því að fella þessa tillögu hefir sú stefna sigrað að fara varlega í kauphækkunarkröfur, Stærsfu árannámur heims í Svíþjóð! STOKKHÓLMUR 7. sept. Skammt frá Örebro ■ Mið-Svíþjóð hafa fiindizt úran námur, sem sumir telja hinar mestu í heimi. Efnið er aðgengilegt, svo að öruggt er að það borgar sig að vinna það. Fyrst í stað munu Svíar nota þess- ar uran námur eingöngu til eigin þarfa. Fóm læknisins MILANO (Reuter): — Luigi Val- dini, prófessor í borginni Salo við Garda vatn lét annan handlegginn á skurðarborðinu á laugardaginn, en hann hafði fengið krabbamein í handlegginn við það að hand- leika röntgengeisla við vísinda- störf sín. Sams konar slturðaðgerð var framkvæmd á starfsbróður hans, Maria Ponzio, prófessor við háskólann í Turin í júlí síðastliðn- um. Þetta eru nýjustu dæmin í gam- alli sögu um fórn þá er læknar færa vísindagrein sinni. þar sem kauphækkanir myndu aðeins leiða til minnkandi sam- keppnisgetu Breta, þar af leið- andi minnkandi útflutnings og minnkandi atvinnu. Tillaga rafvirkjasambandsins var felld með 214 millj. atkv. meirihluta (af samtals 8 m’illj. atkv.). TiIIaga um að dregið skuli úr eftirvinnu og krafist skuli 40 klst. vinnuviku var felld með 600 þús. atkv. mun. Tillaga um að fjölgað skuli þjóðnýttum atvinnugreinum var felld með milljón atkv. mun. Hættuleg ökuferð fjögra ára drengs VÍNARBORG. — Fjögra ára drengur stofnaði lífi vegfarenda í mikla hættu er hann ók bíl föður síns um götur Vínarborgar. Ökuferðinni lauk með árekstri á múrvegg. En áður hafði dreng- urinn ekið á fullri ferð niður brekku og um borgarhluta, þar sem umferð var mikil. Drengurinn skreið ómeiddur út úr stórlöskuð- um bílnum. Vestisvasastríðið hefst aftur TAIPEH, Formósu, 7. sept. — „Vestisvasa“ stríðið á Formósu- sundi hófst aftur um helgina, eftir nokkurra mánaða hlé. Fall- byssur Kínakommúnista hófu að skjóta á Quemoy eyju og á sunnu daginn stóð skothríðin til kvölds. Townsend í London LONDON 7. sept. — Peter Towns- end er kominn til London, en hann hefur eklci komið þangað frá því í september í fyrra. Róð Atlantshnfs- bandalagsins hvatt ó skyndifund LONDON í gærkvöldi. Á Ð Atlantshaf sbanda- lagsins hefir verið hvatt saman til skyndifundar í París í fyrramálið til þess að ræða viðhorf sem skapazt hef ir í sambúð Grikkja og Tyrkja út af deilum þessara þjóða um eyna Kýprus. Fundur þessi var boðaður eftir að kunnugt varð að þrí- veldafundur Breta, Grikkja og Tyrkja um Kýprusmálið hafði farið út um þúfur í London. Óttast er að hin óvæntu enda- lok Lundúnafundarins kunni að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér og vekja nýjar væringar við austanvert Miðjarðarhaf. FUNDURINN SPLUNDRAÐIST EFTIR TÍU DAGA Fundurinn í London hafði staðið í 10 daga. Greinilegt var að Grikkir ætluðu ekki að sætta sig við annað en að Cyprusey yrði sameinuð Grikklandi, en Bretar vildu ekki ganga lengra í samkomulagsátt lieidur en að veita eyjaskeggjum sjálfstjórn í öllum málum öðrum en utan- ríkis-, varnar- og öryggismálum. Tyrkir töldu fyrir sitt. leyti að jafnvel þessi sjálfstjornartillaga Breta gengi of langt til móts við Grikki, sem með henni fengju öll æðstu völd í heimamálum á eynni. Úrslitum um það að Lund- únaráðstefnan fór út um þúf- ur réðu þó miklar óspektir, sem urðu í tyrknesku borgun- um Istanbul og Izimir í fyrra- kvöld og í gær. Fór æstur lýður um götur þessara borga og gerði aðsúg að grískum borgurum og kveiktu í grísk- um sölubúðum. í Izimir réðist lýðurinn að 15 grískum liðsforingjum, sem eru þar staddir í stöðvum Atlants- hafsbandalagsins. — Ókyrrðin í Tyrklandi er svo mikil og and- úðin á Grikkjum svo rík að setja hefir orðið herlög í þrem borg- um undanfarin kvöld, í höt'uð- borginni Ankara og í Istanbul og Izimira. BÁÐAR í ATLANTSHAFS- BANDALAGINU Ástand þetta er þeim mun al- varlegra, sem báðar þjóðirnar, Grikkir og Tyrkir, eru í Atlants- hafsbandalaginu og ouk þess eru Tyrkir og Grikkir í hernaðar- bandalagi við Júgóslafa. Grikkir hafa sent Tyrkjum harorð mótmæli út af árásinni á grísku liðsforingjana og kært mál ið til Atlantshafsbandalagsins. í óspektunum í Izimira eyði- lögðust eignir brezkra og sænskra borgara. Hafa bæði Svíar og Bretar mótmælt aðförum lýðs- ins. Tyrkneska stjórnin hefir látið í ljós hryggð sína yfir atburðun- um og heitið skaðabótum. Harðnandi kröfur M arokkómanna París, 7. sept. GEORGE BIDAULT, fyrrum for- sætisráðherra, og Letourneau, fyrrum Indó-Kína-málaráð- herra, báðir úr kaþólska flokkn- um í Frakklandi, sem stutt hefir stjórn Edgars Faure, hafa lýst yfir opinberlcga andúð sinni á Marokko-tillögum Faures. Samtímis vaxandi andspyrnu stuðningsflokka Faures í franska þinginu gegn Marokko-tillögun- um, hafa borizt fregnir um harðn andi afstöðu þjóðernissinna i Marokko gagnvart hinni fyrir- huguðu stjórnarbót. Leiðtogar Istiqual-flokksing komu í dag saman á fund í Róma- borg og að loknum fundinura spurðist það að flokkurinn myndi nú herða krÖfur sínar og heimta að Ben Arafa yrði knúinn til þess að leggja niður soldánsdóm þeg- ar í stað. Ennfremur heimtar flQkkurinn nú, að Ben Youssef, útlegðarsoldáninn á Madagascar, samþykki af frjálsum vilja, að sett verði þriggja manna heima- stjórn í Marokko og að soldán- inn setji hina nýju stjórnarmenn sjálfur í embætti, er hann er kom inn heim úr útlegðinni til dvalar í Frakklandi. Ennfremur að eng- ir þeirra manna, sem stutt hafa Ben Arafa á undanförnum tveim árum fái embætti í Marokko framar. Talið er útilokað að franska stjórnin geti gengið að þessum skilmálum, þar sem með þv£ myndi hún kalla yfir sig fjand- skap allra þeirra manna í Mar- okko, sem stóðu að útlegðardómi Ben Youssefs fyrir tveimur ár- um. — Flokksstjórnir þriggja hæg- fara íhaldsflokka sem styðja stjórn Faures, komu saman á fund í París í dag, til þess að taka afstöðu til hins nýja við- horfs í Marokkomálinu. Á meðan þessu hefir farið fram í París og Rómaborg hefir sérstakur erindreki Faures. Cat- roux hershöfðingi, sem á sínum tíma var kunnur úr Indo-Kína- styrjöldinni, setið á leynifundum með Ben Youssef á Madagascar. STOKKHÓLMUR, 7. sept. Frá fréttaritara NTB „F U N D U R utanríkisráðherra Norðurlanda sýndi enn einu sinni að öll ríkin fjögur standa saman þegar um er að ræða mik- ilvæg mál, sem ráðgert er að rædd verði á allsherjarþingi SÞ síðar í þessum mánuði,“ sagði Halvard Lange, utanríkisráð- herra Norðmanna við fréttarit- ara vorn í dag. Tekin var afstaða til alþjóða samstarfs um hagnýtingu atom- orkunnar til friðarþarfa og vilja Norðurlönd að það sé í sem nánustu sambandi við Samein- uðu þjóðirnar. Ennfremur að- hyllast Norðurlönd þá stefnu að þátttökuþjóðum í SÞ verði fjölg- að. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.