Morgunblaðið - 10.09.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.09.1955, Blaðsíða 9
Laugardagur 10. sept. 1955 MORGIJTSBLAÐIÐ 9 Aðferðir kommúnisfa fil þess aö ná völdum: Hvetja til „þjóðlegrar einingar“ á grundveUi þjóðernis- EINS og stendur hafa komm- únistar í hendi sér líf og líð- an átta hundruð milljóna manna. Þeir hafa þanið veldi sitt yfir landssvæði, sem nær frá Elbu- fljóti til Kínahafs. Hvernig fóru þeir að því? — Með hvaða ráðum tókst þeim, sem áður voru aðeins fámennur flokkur og stundum lögbannað- ur, að komast til æðstu valda í 'hverju ríkinu á fætur öðru? Aðferðir kommúnista voru með ýmsu móti frá landi til lands. Þeir fóru ýmist hægt eða geyst eftir því, hvernig til hag- aði á hverjum stað, og hvaða veilur var helzt að finna í því 'þjóðfélagi, sem þeir réðust á í það og það skiptið. Þeir hafa beitt margskonar tækni og her- brögðum. Samt kemur í ljós, að takmark þeirra er alls staðar mjög líkt, þeir nota hvarvetna svipuð meðöl til að ná völdun- um og sækja yfirleitt fram eftir vissum leiðum. Þetta er skiljan- legt, ef þess er gætt, hve þeir fara dyggilega eftir fyrirmyndum Sovétrikjanna. ÖLL MANNLEG STARFSEMI HÁÐ RÍKISVALDINU Athugum fyrst markmið þeirra. Er þá ekki úr vegi að hafa í huga, að kommúnistar hafa sérstakan skilning á hugtakinu vald. í þeirra augum er vald annað og meira en pólitísk yfir- ráð og að hafa með höndum rík- isstjórn. Kommúnistar líta svo á, að öll mannleg starfsemi sé vald- inu háð, jafnt í hagfræðilegum, þjóðfélagslegum, menningarleg- um, andlegum sem pólitískum efnum. Þess vegna sækjast þeir ekki eingöngu eftir pólitiskri íorystu, heldur seilast þeir eftir alræði og freista að ná einokun á uppsprettu valdsins í mann- legu samfélagi: í stuttu máli að gera hvern einstakling háðan kommúnistískri stjórn. Hvaðeina, sem ekki lætur að slíkri stjórn, ber að gera áhrifalaust og afmá. Kommúnistar vinna með þetta í huga og það skýrir ágengni þá <og harðneskju, sem einkennt hef- ur valdatöku þeirra hvarvetna og frá fyrstu tíð. Athugum síðan, hvaða vopn það eru, sem gefa kommúnistum einatt nokkra yfirburði yfir aðra flokka. EKKI VENJULEGUR STJÓRNMÁLAFLOKKUR í fyrsta lagi er það skipulagn- ing þeirra. Það er villandi að líta á kommúnista sem venjulegan stjórnmálaflokk í okkar skiln- ingi. Sanni nær er að telja þá eins konar hernaðarflokk, sem er þjálfaður til að koma fram fyrir- ætlunum sínum, hvort heldur eft- ír löglegum eða ólöglegum leið- nm og heimtar gagnrýnislausa hlýðni af öllum flokksmönnum; vakið og sofið skal úrvalslið þeirra gæta skyldu sinnar. Er setlazt til að flokksmenn séu reiðubúnir að beita ofbeldi, ef þurfa þykir. í öðru lagi ber að líta á kenn- ingar kommúnista. Kreddutrú þeirra er sterkt vopn. — Hinn kreppti hnefi er talandi tákn um sjónarmið þeirra. Hatur er nauðsynlegt sam- kvæmt trú þeirra. Þeir pré- dika kenninguna um ósættan- legan fjandskap milli komm- únista og andstæðinga þeirra. Hörð átök eru óhjákvæmileg samkvæmt kenningunni, þar sem engu miðar áfram nema með þrotlausum stéttavígum. UMBÓTAMÖGULEIKAR EKKI VDÐURKENNDIR Stunda ber eyðileggingu, því að kenningin viðurkennir ekki möguleika fyrir umbótum á gild- andi stjórnarfari. Það er óheil- brigt og óréttlátt. cg stljariamstar Banna siðán alla flokka, afnema prentfrelsi og stofna pólitiska „varalögreglu" /^REIN SÚ, sem hér fer á eftir, bregður upp mjög greinilegri mynd af því, hvernig kommúnistar hafa hrifsað völdin í sínar hendur í mörgum löndum, Þar hefur öllum hugsanlegum ráðum verið beitt. Oft- ast hefur valdabarátta þeirra hafizt á fjálgri hvatn- ingu til „þjóðlegrar einingar“. Hefur henni fyrst ver- ið beint til jafnaðarmannaflokkanna, sem víðast hvar hafa verið miklu sterkari en kommúnistar. Þegar „einingunni“ hefur svo verið komið á, hafa jafnaðar- mannaforingjarnir verið hnepptir í fangelsi eða drepnir og allir stjórnmálaflokkar bannaðir í skjóli rússnesks vopnavalds. Niðurlag þessarar athyglisverðu greinar birtist í blaðinu á morgun. Beita má ofbeldi. Hverskonar harka, hótanir og hermdarverk eru réttlætanleg í nafni svokall- aðs æðra tilgangs. Þannig stæla kenningar komm- únista fylgismenn þeirra í trúnni á nauðsyn þess að heyja þrot- lausa baráttu með öllum þeim vopnum, sem duga til að ná settu marki. Þessi baráttuhugsjón kemur glöggt fram í fræðibók- um kommúnista, sem nefna ekki „stjórnmálaandstæðinga" heldur „óvini“. Þar er notað hermanna- ® —ö ® Fyrri grein ® c—® c—vA) @ mál, talað um „höfuðvíglínu", „tilbúið varalið", „áætlanir um dreifingu liðs“ o. s. frv. Allt þetta er til þess gjört að minna flokks- manninn á, að hann eigi í þrot- lausri styrjöld. ÖLL TENGSL VIÐ FÓLKIÐ SLITIN í þriðja lagi er svo forystan. Æðstu menn flokksins eru þaul- æfðir stjórnendur. Áður en þess- ir menn hafa komizt til valda í flokknum, eru þeir búnir að drepa með sér alla virðingu fyrir siðferðilegum og mannlegum verðmætum. Þeir hafa slitið allar þær taugar, sem tengdu þá við fólkið. Hver og einn þeirra er þá búinn að herða sig í eldskírn valdastreitunnar, sem enginn á afturkvæmt úr að frjálsum vilja. Köllun þeirra er sú að rífa til grunna hið gamla þjóðfélags- kerfi til þess að geta óhindraðir reist annað og nýtt eftir sínum kreddum. í fjórða lagi ber að nefna það, sem mestu skiptir, og það er her- valdið. Það hefur yfirleitt ráðið úrslitum. Ef Tékkóslóvakía er frátalin, þá hafa kommúnistar ekki náð völdum í nokkru landi, nema með tilstyrk sovétherja eða innlendra kommúnistaherja, eins og í Albaníu, Kína og Norð- ur-Vietnam. Návist herjanna var kommúnistum alls staðar til ör- yggis og á hinn bóginn ógnar- vald, sem grúfði yfir andstæð- ingunum. ÓVÍGIJR HER STYRKUR AÐ BAKI Þegar öll kurl koma til graf- ar, þá er ljóst, að kommúnist- um hefur tekizt að ná yfirráð- um í löndum, af því að þeir áttu að baki sér óvígan her- styrk. Föðurlandssvik, hermd- arverk, harðstjórn, vel þjálfuð flokksþjónusta og sterkt skipulag kom miklu til vegar, en hervaldið réði úrslitum. Athugum nú, hvernig komm- únistar komu valdatökuáformum sínum fram. Eins og gefur að skilja, reyna kommúnistar fyrst að komast í ríkisstjórn. í þeim löndum, þar sem heimafenginn kommúnista- her hafði sigrazt á landsstjórn- inni, var þetta auðvitað sjálf- gert. í öðrum löndum stungu kommúnistar ævinlega upp á samfylkingu. Stundum nefndist hún „þjóðeiningarbandalag" eða t.d. „þjóðlega lýðræðisfylkingin“. í slíku bandalagi voru ævinlega margir flokkar, miðflokkar og vinstrisinnaðir. Auk þess voru þar oft með ýmsir nýir flokkar, sem kommúnistar efldu á laun og styrktu þannig aðstöðu sína með því að stuðla að klofningi í röðum andstæðinganna. „ÞJÓÐLEG EINING“ Á þessum byrjunarárum voru kommúnistar venjulega fátalaðir um byltingu og stéttabaráttu. — Aftur á móti töluðu þeir mjög um þjóðernismetnað og ættjarð- arást. Þeir hvöttu menn til að lóta af pólitiskum þrætum og standa saman í „þjóðlegri ein- ingu“ um endurreisn landsins eft- ir stríðið. í Asíu töluðu þeir um þjóðlegar frelsishreyfingar, sem skyldu reka á braut svonefnda heimsvaldasinna. Þá var sú tíð, að litlir kommúnistaflokkar voru að reyna að koma sér vel, róa væntanlega andstæðinga og kræla sér í fjöldafylgi. I því skyni unnu þeir kapp- samlega aS því að smeygja sér inn í hvers konar félagssam- bönd eða skipuleggja ný í blóra við þau, sem fyrir voru og heimta síðan, að hin nýju samtök fengju upptöku í sam- fylkinguna. í kosningum lagði samfvlking- in síðan fram einn lista. Þannig heppnaðist kommúnistum sums- staðar að fljóta inn í skjóli sam- fylkingarinnar. Væru hinsvegar ekki kosningar í nónd, og bráða- birgðastjórn sett á laggirnar, þá notuðu kommúnistar, t.d. í Aust- ur-Evrópu, tilstyrk Sovétsetu- liðsins til þess að troða sér í stjórn. En þeir höfðu ekki síður augastað á að komast í áhrifa- stöðu í bæjar- og sveitafélögum. A þeim stöðum, þar sem bæjar- eða sveitastjórnir höfðu leystst upp, tóku þeir þátt í að skipu- leggja hinar svokölluðu þjóðnefnd ir, sem fara skyldu með málefni héraðanna til bráðabirgða. Ekk- ert þorp var svo lítilfjörlegt, að þeim sæist yfir það. Þegar kommúnistar voru komnir í landsstjórnina, gátu þeir farið að koma fram áformum sín- um; þ.e.a.s. að eyðileggja borg- araflokkana, gera miðflokkana óvirka og fá verkamenn og bænd- ur til að sitja hjá. ALLIR HÆGRI FI.OKKAR BANNAÐIR Fyrstir á dagskrá voru íhalds- flokkarnir. Kommúnistar heimt,- uðu þá, að allir hægri flokkar yrðu bannaðir. í Austur-Evrópu báru þeir þessa flokka þeim sök- um, að þeir hefðu unnið með nazistum og bæru ábyrgðina á niðurlægingarástandi því, sem í löndum þeirra ríkti Og víða fór svo, að hægri flokkar voru bann- aðir að lögum með samþykki Miðstöð hins alþjóðlega kommúnisma — stjórnarsetrið í Kreml, annarra borgaraflokka. — Hægri öfl þjóðfélagsins voru þá um leið orðin formælendalaus í stjórn- málum. Enginn flokkur stóð lengur vörð um hagsmuni þeirra á vettvangi stjórnmálanna. Síðan hófu svo kommúnistar sókn á hendur þeim þjófélagsstéttum, er höfðu stutt þessa flokka. í hverju landinu á fætur öðru tóku þeir að prédika nýja jarðaskiptingu. Þeir vildu láta skipta stórjörðum til handa leiguliðum og smábænd um. Þessar tillögur urðu einatt mjög vinsælar meðal sveitafólks. — Með jarðaskiptingarlögunúm slógu kommúnistar tvær flugur í einu höggi: Lögin kipptu fótum undan valdi landeigendanna, svo- að þeir voru úr sögunni sem þjóðfélagsstétt. Og smábænda- fólkið hætti um leið að vera- kommúnistum andvígt, þar sem lögin veittu þeim nú loks eignar- hald á jarðarskika. LANDEIGENDUR SKOTNIR Sömu aðferð beittu kommún- istar til að steypa undan valdi stóriðjuhölda. „Stóriðjuhöldar** er kannske rangnefni um þá iðn- rekendur, sem um var að ræða í þessum löndum, þar sem jarð- rækt var aðalatvinnuvegurinn. Venjulegast voru fyrirtæki, sem höfðu yfir 50 manns í þjónustu sinni, gerð upp og þjóðnýtt Úti á landsbyggðinni unnu kommúnistar sleitulaust að þvi að útrýma valdi hægri manna. Þeir beittu áhrifum í bæjar- og sveitastjórnum, sem þeir höfðu smeygt sér inn í og heimtuðu að yfirvöldin refsuðu öllum þeim, sem hefðu haft samvinnu við óvinina og heimfærðu þessa ásökun með hægu móti upp á hvaða andstæðing sem var. í Kína voru t. d. svokallaðir land- eigendur skotnir umsvifalaust í hundruð þúsunda tali. YFIRRÁÐIN YFIR LÖGREGLUNNI Meðan þessu fór fram, voru kommúnistar einnig að leitast við að ná í sínar hendur fram- kvæmdavaldi ríkisins. Þeim var einkum umhugað um að komast i viss þýðingarmikil ráðuneyti, svo sem innanríkisráðuneytin, upplýsingaráðuneytin og land- búnaðarráðuneytin. Ekki fóru þeir endilega fram á að komast í ráðherrastól. Þeim þótti nokk- urn veginn öruggt, að ef þeir ættu aðstoðarráðherra, þá gæti hann einangrað ráðherrann svo að dygði og rekið síðan ráðu- neytið, eftir því sem honum bauð við að horfa. Innanríkisráðuneytið skiptl mestu fyrir þá, af því aff und- ir þaff ráffuneyti heyrffi lög- reglan. Víffa í löndum var lögreglan ein heild undir sömu yfirstjórn. Aff ráffa yfir innanrikisráðuneytinu var þá sama og aff ráffa yfir lögreglu- liffi landsins. PÓLITÍSK „VARALÖGREGLA" Kommúnistar höfðu ýmis ráð til þess að tryggja sér hlýðni lögreglunnar. Þeir yfirmenn, sem voru andstæðingar, voru hrein- lega teknir af. Trúir flokksmenn voru skipaðir í valdastöður. Enn- fremur var mikið gert að því að reyna að koma lögreglumönnum í klípu og gera þá brotlega við lögin, neyða háttsetta lögreglu- þjóna til að gerast sekir með því að láta þá framkvæma ólög- legar fýrirskipanir, svo að komm únistar gætu síðan haldið yfir honum svipu og kúgað hann til samvinnu með því að hóta hon- um fangelsi. En meðan þeir voru að ná tök- um á lögreglunni, þá skipulögðu kommúnistar alls staðar vara- lögreglu, sem 'nefndist ýmist „verksmiðjuvarðlið" eða „Þjóð- varnarlið". í hverri verksmiðju I skipulögðu þeir hóp vígreifra Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.