Morgunblaðið - 10.09.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.09.1955, Blaðsíða 11
j Laugardagur 10. sept. 1955 MORGVNBLAÐIÐ 11 i i Golfklúbbur Reykjavíkur óskar eftir ráðsmanni eða ráðskonu til að annast um I golfskálann og veitingasölu fyrir eigin reikning. — ■ Tilboð merkt: „Golfskálinn — 932“, sendist afgr. Mbl. fyrir miðvikudagskvöld. Öskum eftir að ráða í 1—2 skrifstofustúlkur ■ ■ Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. — Æskilegt að um- sækjendur hafi æfingu í enskri og íslenzkri hraðritun. — Værtanlegir umsækjendur komi til viðtals mánudag- I inn 12. þ. m. SAMVINNUTRYGGINGAR Sambandshúsinu — Sími 7080 Kjarnorkuráðstefnan í Genf ^fougasemd frá ■ II. vélstjóra og háseta ■ ■ vantar til reknetaveiða á m.s. Fiskaklett • ■ frá Hafnarfirði. — Uppl. í síma 9165. EIGNA8KIPTI ■ Nýtt einbýlishús 130 ferm., með íbúð í kjallara og : ■ garði, óskast í skiptum fyrir annað minna, milliliðalaust. jj j Þeir, sem hefðu áhuga fyrir slíkum skiptum sendi tilboð ■ ; merkt: „Skipti — 918“, þar sem tekið sé fram stærð ; ■ ■ ! hússins og staður, fyrir 15. þ. m. til afgr. Mbl : Mig vantar ! ■ 2—3ja herbergja íbúð ■ ■ 1. okt. Þrennt fullorðið í heimili, góðri umgengni heitið. • Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Tilboð merkt: „Húsnæði ■ — 921“, leggist inn á afgr. Mbl. fyrir mánudagskv. n. k. ; LÁRUS FJELDSTED, hæstaréttarlögmaður ÁGÚST FJELDSTED, héraðsdómslögmaður BEN. SIGURJÓNSSON, héraðsdómslögmaður MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA Lækjargötu (Nýja Bíó — Símar 3395 og 6695 RAFGEYMAR 9 Allar stærðir í bifreiðar, vélbáta og landbúnaðarvélar. Fást í öJíum bifreiðaverzlunum og kaupfélögum Framh. af bls. 7 fremur um notkun þeirra í iðnaði og tækni. ' * í grein þessari og öðrum, sem birtar verða á næstunni, verður leitazt við að skýra frá því helzta, sem fram kom á ráðstefnunni. ORKUÞÖRF HEIMSINS OG NAUÐSYN NÝRRA ORKULINDA Orkuframleiðsla og almenn lífs skilyrði eru nátengd. Fyrr á öld- um varð mikill hluti mannkyns- ins að vinna sem þrælar til að fámennur hópur gæti lit’að við sæmileg lífsskilyrði. Þannig var það hjá Egyptum, Babylóníu- mönnum og Grikkjum. Meðan orkuframleiðsla kom aðallega frá mönnum og dýrum, var hún auð- vitað mjög lítil. Þegar menn tóku að notfæra sér kol og önnur slik eldsneyti, smíða stórvirkar vélar, framleiða rafmagn í kolakynnt- um rafstöðvum eða við vatnsföll, jókst orkuframleiðslan geysi- hratt. Ef öll áætluð orkufram- leiðsla mannkynsins fram til um 1750, er tekin sem eining, lætur J nærri að orkuframleiðsla á næstu öld, 1750—1850, hafi verið ein ein- ing, og á síðustu hundrað árum, 1850—1950, um fimm einingar. Nú er orkuframleiðslan um ein eining á tíu árum. | Ef athugað er tímabilið 1860— 1953, kemur í ljós, að orkufram- leiðslan er 21 sinnum meiri 1953 en 1860, eins og sýnt er á með- fylgjandi uppdrætti. Það er einn- ig lærdómsríkt að sjá, hvernig orkuframleiðslan dreifist á ýmis svæði. Árið 1952 notaði Norður- Ameríka 35,9% af allri orkunni, Vestur-Evrópa 19%, en Asía að- eins 13,4%. Um 28% af íbúum heimsins notuðu 88% af orkunni. Það er því augljóst að orkúþarf- irnar fara stórum vaxandi og ört gengur á orkubirgðirnar. Þær þjóðir, sem skammt eru á veg komnar, og litla orku hafa notað fram til þessa, eins og margar Asíuþjóðir, eru nú í hraðri framför. Til þess að veita þessum þjóðum sömu lífsskilyrði og iðn- aðarþjóðir Evrópu og Ameríku hafa nú, þarf svo mikla orku, að það þykir fyrirsjáanlegt, að venjulegar orkulindir muni ekki nægja til þess. ORKUÞÖRF MARGFÖLD ÁRIÐ 2000 Erfitt er að gera áætlanir um orkuþörf framtíðarinnar, enda ber áætlunum þeim. sem gerðar j hafa verið ekki alls kostar sam- ; an. Árið 2000 hefur verið talið, . að orkuþörfin verði átta sinnum meiri en 1950. Sumir telja þetta of hátt, en gera ráð fyrir, að hún verði að minnsta kosti fjórum i sinnum meiri. j Þær orkulindir, sem fram til þessa hafa verið notaðar eiu kol og föst eldsneyti, o!ía og gas úr jörðu og vatnsföll. KOLANÁM VERÐUR Æ TORVELDARA Kolabirgðir í jörðlnni eru j ennþá mjög miklar og nægSu í mörg hundruð eða jafnvel þúsund ár, ef hægt væri að vinna þær allar. Sú er þó raunin, að erfiðara og dýrara verður að vinna kolin. Nám- urnar verða dýpri og dýpri, t. d. í Bretlandi var meðaldýpt 330 m. 1924, en er nú milli 400 og 500 m., og nýjar námur eru enn dýpri. Þegar almenn lífs- skilyrði batna, verður erfið- ara að fá menn til námuvinnu. Árið 1950 kom 57% af orku heimsins frá kolum, en kola- framleiðsla eykst svo lítið, að árið 2000 verður vart hægt að fullnægja meira en 25% af orkuþörfinni með kolum. Yfir- leitt má segja, að kol geti ekki verið meiri háttar orkulind lengur en í 100—200 ár, og í einstökum löndum jafnvel í minna en hundrað ár. Þekktar birgðir af olíu og gasi úr jörðu eru tiltölulega litlar, og duga aðeins í nokkra áratugi. Nýjar birgðir finnast þó stöðugt, og gera má ráð fyrir, að því haldi áfram enn nokkurn tíma. Vatnsorka heimsins hefur til- tölulega lítið verið hagnýtt fram að þessu, og reyndar er ekki hægt að hagnýta nema nokkurn hluta hennar. Þar sem óhagkvæmt er að leiða rafmagn mjög langar leiðir, er hagnýting vatnsorlcunn- ar bundin því, að iðnaður rísi upp á afskekktum stöðum, þar sem vatnsorka er mikil, t. d. í Mið-Afríku, þar sem mikill hiuti orkunnar er. Rafmagn frá vatns- föllum er ódýrasta rafmagnið, ef virkjunarskilyrði eru sæmiieg, svo að mikil áherzla verður lögð á að nota vatnsorkuna sem mest. Gera má ráð fyrir, að um árið 2000 fullnægi rafmagn frá vatns- föllum tæpum 15% af orkuþörf- inni. Takmörk eru þó fyrir þeirri orku, sem fæst á þennan hátt, og hámarksmagn er um 2% sinnum sú orka, sem áætlað er að fáist um árið 2000. FUNDINN NÝR ORKUGJAFI Ef orkuþörfin heldur áfram að vaxa, og ekki finnast nýir orkugjafar, sem nota má jafn- framt kolum og olíu, verða birgðirnar af kolum og olíu líklega þrotnar eftir 150—250 ár. í mörgum löndum mundi draga úr framþróuninni tölu- vert fyrir þann tíma vegna orkuskorts. Þess verður einnig að gæta, að kol og olía eru mikilvæg hráefni í efnaiðnaði, sem hugsa verður fyrir. Siðmenning okkar byggist á orku. Að bæta lífsskilyrði manna bæði í þeim löndum, sem langt eru á veg komin og ekki síður í löndum þeim, sem eru enn frum- stæð, en mikill hluti mannkyns- ins þó byggir, er einungis hægt með aukinni orkunotkun. Mann- kyninu er því lífsnauðsýn að finna nýja orkugj;afa, sem geta komið i stað þeirra, sem eru að þrjóta. í mörgum löndum er þeg- ar orðin þörf á nýjum orkugjafa. Á kj arnorkuráðstefmumi í Genf var það ljóst, að þeg- ar er fundinn nýr orkugjafi. Hagnýting kjamorkunnar er orðin raunveruleiki. Háðskona Mig vantar konu til að hugsa um heimili 1 árs tíma. — Einnig kæmu til greina hjón þar sem konan gæti tekið að sér heimilið Tilboð merkt „926“ sendist Mbl. fyrir mánudagskvöld. BEZT AÐ AVGLÝSA i í MORGVmLAÐim " franska sendiréðlnu HINN 3. september síðastliðinn birti dagblaðið Þjóðviljinn í Reykjavik ritstjórnargrein undir fyrirsögninni „Lýðræðisvernd“, þar sem lesa má meðal annars eftirfarandi ummæli í sambandi við atburði þá, er gerzt hafa ný- lega í Norður-Afríku' ,r .... Nú hafa nánari fregnir sjónarvotta borizt af hinu grimmdarlega og svívirðilega framferði franska afturhaldsins í Norður-Afríku. Þar fetar þetta Atlantshafsbandalagsríki í fót- spor þýzka nazismans, lætur heri sína gereyða níu þorpum, myrða alla íbúa þess, jafnt karla pg konur, gamalmenni og börn, í hefndárskyni fyrir eitthvað sem aðrir menn hafa gert einhvers staðar annars staðar.....“ Franska sendiráðið iýsir gremju sinni yfir slíkri meðferð staðreynda, sem er fyrst og fremst alvarlegt brot gegn sann- leikanum. Því allir þeir, sem fylgjast hið minnsta með rás við- j burðanna vita, að ráðstöfun sú, ! er gerð var gegn niu umræddum þorpum — „Mechtas“ í Norður . Constantine —, og sem varð boð- j uð með opinberri orðsendingu . frá aðalstjórn Algiers dagsettri 22. ágúst, gat ekki komið niður á konum og börnum af þeirri einföldu ástæðu, að þau höfðu áður verið flutt á brott. Þeir hin- ir sömu vita einnig, að í þessum þorpum höfðu bækistöðvar sínar flokkar ofstækismanna, sem með viðurstvggilegum ódæðisverkum sinum voru bein orsök að blóðs- úthellingunum hinn 20. ágúst í fyrrnefndu héraði. í óaldar- flokkum þessum voru einmitt að iangmestu leyti menn, sem heima áttu í bessum þorpum. Það er líka sérstakiega alvar- legt, að höfundur ritstjórnargrein arinnar skuli bera Frakkland svo þungum sökum án þess að hirða um — eins og# sjálfsagt var í heiðarlegum málflutningi — að minna á þau illverk og bá hrylli- legu atburði, sem augljóslega, óg hvernig sem á stoð, kröfðust uni- svifalausra og harðvítugra gagn- aðgerða frá þeirra hálfu, sem ábyrgir eru fyrir reglu í landinu. Það er með þessum gagnaðgerð- í um einum, sem tókst, áður en í steínt var í voða, að kæfa hreyf- i ingu, er þegar í byrjun hneigo- I ist til fjöldamorða ekki eingöngu j á frönskum, heldur og á öðrum : evrópskum íbúum. Allir hljóta ! að vera á einu máli um, að til þess að geta myndað sér skoðun á málinu er að minnsta kosti vitneskja um þessar staðreyndir ; algerlega óhjákvæmileg. i Að sjálfsögðu getur siík mál- i færzla engan blett sett á Frakk- land, né heldur það orðbragð, sem höfundur ritstjórnargreinar- innar hefur haldið sig geta ieyft sér í þess garð í grein sinni. Engu að síður þótti ser.diráðinu leitt, I að íslenzkt dagblað geti í slíkum j mæli lítilsvirt grundvallarreglu ■ alþjóðakurteisi: það tiliit, sem vinaþjóð á skilið í opinberum, frjálsum umræðum sem henni viðkoma, hvernig sem kringum- stæður og persónulegar skoðanir kunna að vera, og þá sér í lagi þegar þessi vinaþjóð hefur full- trúa á staðnum. Reykjavík, 8. sept. 1955. Franska sendixáðiS. Ausfur-þýzkur for- sfjóri dæmdur Sælgætisgerðir — Bokorar „Odense“ marcipan, nougat, konfekt, makrón og kransa- kökumassar eru viðurkenndir af öllum sem reynt hafa. Leitið upplýsinga hjá umboðsmanni vorum. A/S Odense Marcipanfabrik. fíl dauða BERLÍN — Hæstiréttur Austur- Þýzkalands hefir dæmt austur- þýzkan forstjóra að nafni Nehia til dauða fyrir að hafa stjórnaS 1 fyrirtæki sínu slælega. Réttar- höldin stóðu í fjóra daga — frá ! 30. ágúst til 3. sept. Samkvæmt , ákærunni hafa mistök forstjórans kostað fyrirtækið um 35 milljónir marka —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.