Morgunblaðið - 24.09.1955, Side 7
UORGVNBLAÐIÐ
[ Laugardagur 24. sept. 1955
1!
— Sigurjón Jónsson
Frh. af bls. 2.
|jættir í fari hans, enda var oft
þörf á þeim stöðu og starfi. Eigi
orkar það tvímælis, að í starfi
naut hann mikils styrks eigin-
konu og heimilis bæði heima og
að heiman, og það, ásamt ár-
vekni og umhyggju læknisins í
hvívetna, glöggsyggni á smáatr-
iðin og þýðingu þeirra, gerði allt
Bitt til að treysta árangur starfs-
ins. Og þótt skapgerðin gæti vald
ið óþægindum í starfi stöku sinn-
nm, þá jöfnuðust misfellurnar
fljótt og samskiptin urðu traust-
ari eftir en áður milli læknisins
og heimilanna, er hlut áttu að
máli, enda var árangur starfsins
aðalatriðið. Þegar á reyndi var
alúð og umhyggja allsráðandi og
gagnkvæmt gleði yfir fengnum
Bigri. Má ég þar vel um mæla,
því að líklegt er að við systkini
hefðum orðið móðurlaus ung ef
dæmafá ástundun læknisins
hefði eigi bægt dauða frá dyr-
Um, og hliðstæða sögu hafa marg
ir aðrir að segja.
Um skeið var berklaveiki mjög
úrbreidd í læknishéraðinu, en
þegar Sigurjón fékk að ráða,
komust sjúklingar hans strax til
víðeigandi læknismeðferðar,
enda taldi Sigurður Magnússon,
yfirlæknir á Vífilstöðum, Sigur-
jón flestum eða öllum læknum
snjallari í því að greina sjúk-
dóminn og koma fólki til hælis-
vistar á réttum tíma.
Það mun mála sannast, að lyf-
lækningar hafi verið sterkasta
hliðin í starfi hans, en fjarstæða
var það, sem sumir töldu, að hon-
um væri ósýnt um handlæknis-
aðgerðir. Sjálfur var ég nokkr-
um sinnum viðstaddur þar sem
álvarleg slys hentu og lagði hönd
til hjálpar Sigurjóni er hann
vann þar vandasöm störf, er gáfu
hinn ágætasta árangur, og gilti
það jafnt hvort um var að ræða
brákaða og húðfletta höfuðkúpu,
opið brot á fæti eða barnsburð
jbar sem um var að tefla lif, hæði
móður og afkvæmis. Handlipurð
hans í minni augsýn og ágætur
árangur af þessum verkum hans
voru mér, og aðstandendum
hlutaðeigandi sjúklinga, nóg
sönnunargögn til þess að votta
hæfni læknisins okkar, einnig á
þessu sviði.
Eða, hve margir héraðslæknar
munu hafa gert brjóstholskurð í
heimahúsum og fjarlægt ígerð
sjúklings, er nýsendur var heim
af sjúkrahúsi úr höndum skurð-
læknis, sem ekki réði bót á því
meini? Þetta gerði Sigurjón
læknir árið 1923 með ágætum
árangri við maklegan orðstýr.
Því meira sem á reyndi, þeim
mun öruggari voru handtök hans.
Hitt var svo annað mál, að að-
húðin á hinum ýmsu heimilum
gat stundum torveldað bata eftir
læknisaðgerðir, en um það var
ékki við lækni að sakast, þó að
svo væri stundurh gert.
★
í menningarlífi sveitarinnar
spann Sigurjón læknir marga
þætti og trausta. Hann hafði um
langt skeið umsjón með bóka-
vali og bókasafni lestrarfélags-
ins. Almenn heilbrigðis- og hrein
lætismál lét hann sig mjög miklu
skipta og varð ágætlega ágengt
á því sviði, einkum eftrr að al-
menn læknisskoðun skólabarna
var fyrirskipuð. Þá vann hann
kappsamlega að félagslegu fram-
taki til útrýmingar berklaveiki.
Hollvætti reyndist hann líkams-
menningu og öðrum menningar-
þáttum, sem rækt voru í uro-
dæmi hans og hvatti börn sín
til þátttöku í þeim með öðrum
unglingum sveitarinnar.
Almenn mál sveitarinnar lét
Sigurjón sig miklu varða og
sinnti þeim eftir því sem timi
og starfsgeta leyfði. Hann var
hraðmælskur, hafði ákveðnar
skoðanir og hélt þeim fast fram
og stundum svo, að löng leið Og
torsótt gat verið til samkomu-
lags þegar mest skarst í odda.
f ræðu og riti var hann mála-
fylgjumaður mikill og hlífðist
stundum lítt við og misskildu
þeir hann oft, sem ekki kunnu
að greina milli þess er sagt var
í gamni og hinu, sem var full
alvara.
Af samskiptum heimilis for-
eldra minna og Árgerðisheimilis-
ins, og allnánum persónulegum
kynnum af lækninum okkar, er
mér gleði að því að geta sagt
um þennan horfna embættis-
mann sveitar okkar, að þar vildi
hann hvergi vamm sitt vita, sem
hann var við riðinn mál eða starf,
og óskaði að sjá það eflast skjótt
sem hann lagði hug eða hönd að.
Ég var erlendis þegar Sigur-
jón lét af embætti og flutti úr
héraði. Var mér þá skrifað að
heiman: „Veglegt sæti og vand-
skipað er nú autt“. Eftir margra
ára fjarvistir hitti ég Sigurjón
lækni aftur hér í Reykjavik, ald-
urhniginn en sístarfandi að
vanda, gjörhugull og gagnrýn-
andi. Hann var enn svo ungur
í anda, þegar ég heimsótti hann
á áttræðisafmælinu árið 1952,
að honum voru málefni nútíðar-
innar jafn hugleikin umræðuefni
eins og minningar frá horfinni
tíð, enda vann hann svo Jengi
sem sjónin leyfði, og þá var
skammt til skapadægurs er hann
varð að hætta ritstörfum sökum
sjóndepru.
Með brottför Sigurjóns læknis
úr sveit okkar átti hún á bak
að sjá mikilhæfum gáfumanni og
mætasta embættismanni og nú er
hann horfinn úr sveit ágætis-
manna þjóðar okkar. Friður og
blessun fylgi minningu hans.
Gísli Kristjánsson.
e
Bnrir«rt.
Radióviðgerðarstofan
GRJÖTAGÖTU 4
Tekur til viðgerðar allar gerðir viðtækja.
Fljót og vel framkvæmd vinna.
STEFÁN ÞÓRHALLSSON
a
Matráðskona
Aðstoðarmatráðskonu vantar í Klcppsspítalann nú
þegar.
Laun samkvæmt launalögum. Upplýsingar um stöðu
þessa verða gefnar í skrifstofu ríkisspítalanna, Ing-
ólfsstræti 12, sími 1765.
Skrifstofa ríkisspítalanua.
ALUMHMEUIH
PLÖTUR ERU
OFAR ÖLLU
Alumínium er mikað notað á þök og
hliðar hverskonar bygginga íbúðar-
húsa, skóla, útihúsa og annarra bygg-
inga. — Notendur hafa sannfærst um
yfirburði þess umfram ýmiss önnur
efni.
Algeng sjón í dag er alummum plötur
á hverskonar húsum, vegna þess hve
meðfærilegar plöturnar eru jafnframt
því, sem þær eru sterkar og léttar.
Fáanlegar hjá umboðsmonnum
ALUMINIUM UNION LIMITED
THE AÐELPHI, STRAND
Umboðsmenn:
o \nt icmr
LONDON W. C. 2
lAj'uhtÚ cq síux/ddujf,
cmj - him -eh (klijtL*
lóú&ahvtAð AA. 89.75
Happdrættisíbúð okkar
í Hamrahlíð 21, 3. hæð til vinstri, verður til sýnis í dag og
á morgun frá klukkan 2—6, báða dagana.
íbúð þessi er vinningur í yfirstandandi flokki og verður ut dregin
3. okt. n. k. en þá verður eínnig drogið um Willysjeppa með stálhúsi
Gleymið ekki að endurnýja
Happdr? 'tfi ;?vahiirhaimilis
Aldraðra Sjómanna
Aðalumboð Auúurstræti 1, sími 7757
Skrifstofa, Tjs ' ’rgötu 4, 3. hæð
Sl'iÖlJíA óskast
í sérverzlun hálfan daginn. Nokkur enskukunnátta nauð-
synleg. — Uppl. um menntun og fyrri störf sendist Mbl.
merkt: „Sérverzlun — 1215“.
Morgunblaðið með morgunkaffinu
BEZT AÐ AUGLfSA
t MORGVNBLAÐINU
fcJLBI
JUtA*
IJUMJM