Morgunblaðið - 06.10.1955, Blaðsíða 6
22
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 6. okt. 1955
Stærsta hagsmunamál Skaftfeilinga er
Áð fá góða upphleypta vegi um héraðið, sem færir
HIN blomlegu héruð Skaftafells-
sýslna hafa átt við þá örðugleika
að st íða, að þar hefur verið
erfiða. a um allar samgöngur og
flutninga, en víðast eða allsstað-
ar annars staðar á landinu.
Hver sá sem ferðast þarna um,
verður þess fijótlega áskynja,
hvílíkt risaátak hefur þurft til
að gera þarna vegi og brýr og
enn er eftir að vinna mikið átak,
til að gera samgönguæðarnar
færar að vetrarlagi og skapa
örugga upphleypta vegi um all-
ar sveitir. Er ég var þarna á
ferðalagi fyrir skömmu, kynnt-
ist ég nokkuð hve mikla erfið-
leika Vestur-Skaftfellingar hafa
átt við að giíma. Ein hlið þessa
máls var t. d. að fólkið af Síð-
unni varð áður að fara kaup-
staðarferðir um Fjallabaksleið,
frekar en að þurfa að ríða jökul-
vötnin og sagði Björr. Runólfs-
son í Holti frá einni slíkri ferð
í Samtali við Mbl.
ERFIÐ BARÁTTA VIB ÓBLÍD
NÁTTÚRUÖFL
Það þarf ekki lengra að leita,
en um það bil aldarfjórðung,
aftur í tímann, bcgar Skaftfeil-
ingar urðu, eins cg þeir höfðu
gert frá aldaöðli, að berjast á
hestum yfir straumþung jökul-
vötn, sem skiptu héraði þeirra
niður í mikið til einangraðar
sveitir.
Um skeið var reynt að halda
uppi samgöngum á sjó, en slíkt
var ekki auðgert, því að brim-
sandur er meðfram endilangri
ströndinni.
FYRSTU SAMGÖNGU-
BÆTURNAR
Fyrsta megin-samgöngubót-
in var brúargerð á Jökulsá á
Sólheimasandi 1918. Og árið
1927 flutti Brandur Stefáns-
son gamla Fordinn sinn inn í
héraðið. Eftir að Markarfljóts-
brú var gerð um 1935, opnað-
ist brátt alfaraleiðin, allörugg
til Vestursýslna og Reykjavík-
ur. Síðan var tekið íil við að
auka og bæta vegakerfið inn-
anhéraðs og eru vegabæturn-!
ar hvað stórsíígasíar einmiit
um þessar mundir
Við fengum nokkra mynd af
því, við hvaða örðugleika Skaft- j
fellingar áttu að stríða áður, þeg-
ar Múlakvíslar-brúin brotnaði í
spón í sumar. Þannig var áður
hver jökuisáin við aðra, sem
þvergirti héraoio. Jökuisá á Sól-
heimasandi, Klifandi, Kerlinga-;
dalsá, Múlakvísl, Sandvatn,1
Skálm, Hólmsá, Skaftá með Eld-
vatni og Kúðafljót, Hverfisfljót
og að lokum Núpsvötn. Þá eru
ótaldar fjölmargar bergvatnsár,
sem sækja upptök sín langt upp
til heiða og gátu stundum orðið
ærið erfiðar viðfangs. Skafta- j
fellssýslur báðar, undir Mýrdals- 1
séu allan ársins hring
Vegabótum og brúarsmíði miðar nú ört úfram
jökli og Vatnajökli eru mesta og
erfiðasta vatnasvæði á iandinu.
MIKLAR VEGALENGDIR
OG JÖKULHLAUP
Þá skúlum við athuga það,
að vegalengdir í Skaftafells-
sýslu eru meiri en margan
grunar, sem ekki hefur kynnzt
því af eigin raun.
T. d. má geta þess, að frá
Vík í Mýrdal að Kirkjubæjar-
klausfri er eins langt eins og
frá Reykjavík og austur í
Rangárvallasýslu að Hellu. í
miðri sveit er Eldhraunið, eitt
úfnasta hraun hé.rlendis og
hefur orðið að ryðja veg yfir
það um 15 km. íeið.
Enn bætist það ofan á, að
erfiðleikum valda hin stórfelldu
jökulhiaup á ckaítíellsku sönd-
unum, sem stafa af eldgosum,
eða vatnsþunga undir jöklum.
Þau hafa e. t. v. valdið því, að
ekki hefur enn verið ráðizt í
brúargerð á Skeiðarársandi og
að menn hafa að sumu leyti verið
hikandi við Mýrdalssand.
Það ráð var tekið þegar vegur
var lagður austur frá Vík í Mýr-
dal, að leggja hann ekki eftir
sandinum, heldur upp eítir Höfða
brekkuheiði. En héraðsbúar hafa
nú fundið, að ekki var hægt að
una við slíkt, því að heiðin varð
ófær í fyrstu snjóum.
49 METRA BRÚ BYGGÐ
Á 6 ÐÖGUM
í því sama hlaupi og setti vöxt
í Múlakvísl urðu einnig vatna-
vextir í íljótinu Skálm, sem er
allmiklu austar og tók brúna af
henni.
En þarna var hægt að
bregða við skjóít. Efni í nýja
brú var til og stjórnaði Val-.
ínundur Björnsson smíðinni.
Var gerð yfir Skáim 10 metra
trébrú og var unnið af svo
mikiu kappi, að heimi var lok-
ið á 6 dögum. Mun sjaldgæfur
slíkur hraði og öryggi í vinnu
brögðum. Eíí Valmundur nef-
ur verið brúarsmiður í Vest
ur-Skaftafellssýslu í 20 ár.
Hefur hann bvggt allar stór-
brýr 5 sýslunni íiin síðari ár og
flestar eða allar hafa þær ver-
ið undir áætlun hvað kostnað
snerti. Hefur hann unnið
óvenju mikið og gott starf í
þessum þýðingarmiklu málum
sveitunga sinna.
Valmundur Björnsson,
brúarsmiður.
ÖRYGGISRÁDSTAFANIR
VEGNA KÖTLU
Það er mönnum nokkuð
áhyggjuefni, að eiga gos í Kötlu
og jökulhlaup yfir höfði sér hve-
nær sem er. Er því stöðugt vak-
andi áhugi fyrir, að gera ailar
bær varúðarráðstafanir, sem
hugsanlegar eru og nægir hér að
geta nokkurra, sem þingmaður
Skaftfellinga, Jón Kjartansson,
hefur beitt sér íyrir.
S. 1. vor fékk hann því fram-
gengt, að Kötlusvæðið var rann-
sakað ef mögúiegt yrði að segja
fyrir um Kötluhlaup og hvernig
það myndi renna, ef það kæmi.
Einnig hefur hann barizt fyrir
ýmsum öðrum öryggisráðs'töfun-
um, svo sem að setja upp flug-
völl í Alftaverinu, koma þar upp
talstöð og ryðja Fjallabaksleið,
þannig að nú er hún fær tveggja
drifa bifreiðum.
fleygt mjög fram síðan. Er eng-
inn vafi að hverju ber að stefna.
Það er að hlaða upp og bæta veg-
ina svo að þeir verði ökufærir
allar árstíðir.
VEGIR í LÁGSVEITUNUM
Það er t. d. aíliyglisvert
hverjar umbætur er verið að
gera á vegum í lágsveitunum.
Þar hafa 2 brýr verið gerðar
í Meðallandi yfir Efri Eyjar-
rennsli og annað rennsli hjá
Langholti. Unnið er að því að
ýta upp miklum vegum í
Meðallandi og Landbroti, en
í Meðallandi hefur verið sára-
lítið af upphleyptum vegum.
En Siggeir Björnsson í Hoiti
og Brandur Stefánsson, hafa'
stjórnað þessum verkum. Þá
er hafin fyrirhleðsla við Kúða1
fljót, sem áður spillti bæði
landi og vegum. Á sú fyrir-1
hleðsla einnig að vera tii
öryggis gegn Kötluhlaupum.
HRAUNI ÝTT í UPP-
HLEYPTAN VEG
Byggð hefur verið brú á Bú-
landsá efst í Skaftártungu og á
Rauðá á Síðu. Og í sumar átti
einnig að byggja brú á Laxá í
Fljótshverfi. Var efnið komið til
landsins, en framkvæmdir stöðv-
uðust vegna samgönguerfiðleika
út af hlaupinu í Múlakvísl.
Eins og áður er getið, liggur
þjóðvegurinn um 15 km yfir
Skaftáreldahraun. Þur hefur
hann samt svo til hvergi verið
upphleyptur, heldur er þetta
ruðningsvegur eftir hraungjótum
og hefur hann grafizt mjög nið-
ur. Nú er ætlunin að endur-
byggja veginn á nýstárlegan hátt.
Verður hrauninu einfaldlega ýtt
í upphleyptan veg með jarðýtu.
Ilefur verið gerð tilraun með
slíka vegarlagningu á kafla heim
að Skál og gekk það ágætlega.
Er Skaftáreldahraun svo brunn-
ið, að það er meirt og vinna stór-
ar ýtur auðveldlega á því. Verð-
ur vissulega mikil samgöngubót
að þeirri endurbyggingu. Er
byrjunarfé þegar fyrir hendi.
Átti að hefja verkið í sumar, en
það hefur einnig orðið að bíða
vegna atviksins við Múlakvísl. Á
sama hátt er verið að ýta upp
vegi yfir hraunið í Fljótshverfi
og gefur þao góoa raun.
EINANGRUN ROFIN
Vegi hefur einnig verið ýtt upp
í Álftaveri og Skaftártungu og
töluverðar nýbyggingar eru íyr-
irbugaðar í Mýrdalnum. Var þó
ekki unnt að vinna það í sumar,
vegna þess, að verkíæri og mann-
skapur var önnum kafinn við
vegagerð upp á Reynisfjall að
Loran-stöðinni. En fé er áfram
fyrir hendi og bíður næsta árs.
Þannig komst ég að því á
ferð minni um sýsluna, að
þar er margt gott starfið ver-
ið að vinna. Þýðingarmest af
því öliu er að rjúfa einangrun
ina og nota nútíma tækni sem
bezt til að beizla og binda
vötnin og önnur náttúruöfi,
sem gert hafa Skaftfeliingum
erfiðara fyrir en fiestum öðr-
um.
Þ. Th.
Kennarasamband Austurlands
STEFNT AD OKUFÆRUM OG
ÖRUGGUM VEGUM ALLAN
ÁRSINS HRING
Nu um þessar mundir er ver-
ið að smíða brú á Múlakvísl að
nýju. Þegar maour hittir Skaft-
fellinga að máii, kemst maður
fljótt að raun um að þeir byggja
rniklar vonir við þá brúargerð og
lagningu vegarins niðri á sandi.
Það er bið þýðingarmesta mál
fyrir ailt þetta hérað að sam-
göngumálin séu í góðu lagi.
Á það hljóta Skaftfellingar að
leggja megináherzlu og er forust-
an í því í traustum höndum síðan
Jón Kjartansson var kjörinn á
þing. Hefur snmgöngumálum nú
“
Brúin á Skálm austarlega á Mýrdalssandi fór í vatnavöxtunum í sumar. Þetta er nýja brúin,
sem Valmundur byggði í hennar stað. Það er 40 metra timburbrú og var smíði hennar lokið á 6
dögum. Þykir það vcT að verki verið.
11. AÐALFUNDUR Kennarasam
bands Austurlands var haldinn
að Búðum á Fáskrúðsfirði 10. og
11. september 1955.
Fundinn sóttu 18 kennarar af
sambandssvæðinu og auk þeirra
Jóhannes Óli Sæmundsson, náms
stjóri, sem flutti erindi um móð-
urmálskennslu og reiknings-
kennslu í barnaskólum og Helgi
Tryggvason, kennari við Kenn-
araskólann, sem flutti erindi um
skuggamyndir.
Á fundinum urðu einnig mikl-
ar umræður ‘ um Ríkisútgáfu
námsbóka og launamál kennara.
Þessar voru helztu samþykktir
fundarins:
1. 11. aðalfundur K.S.A. hvetur
kennara á sambandssvæðinu til
þess að beita sér fyrir því, að
skólarnir eignist hentugar skugga
myndavélar og komi sér upp
filmusöfnum til nota við kennsl-
una. Þá vill fundurinn ennfrem-
ur bera upp þá ósk við forstöðu-
menn skólanna, að skólum á sam-
bandssvæðinu verði árlega send-
ur listi yfir nýjar filmur, sem
hver skóli eignast, í því skyni að
skiptast á filmum.
2. Fundurinn skorar á fræðslu-
málastjórnina að hlutast til um,
að til séu prentaðar myndir af
íslenzkum merkismönnum og
frægum sögustöðum. Myndirnar
séu jafnstórar og vel til þess
fallnar að hanga í skólastofum og
skólagöngum.
3. Um leið og fundurinn lætur
í ljósi ánægju yfir því, að náms-
stjóri hefur verið ráðinn fvrir
Austurland, ítrekar hann fyrri
óskir K.S.A. um að námsstjóri sé
búsettur í fjórðungnum, þar sem
fundurinn telur, að með því nýt-
ist starf hans betur.
4. 11. aðalfundur K.S.A. lýsir
sig mótfallinn því, að Ríkisút-
gáfa námsbóka verði lögð niður.
Með tilliti til þess hve verðlag
og kaupgjald hefur hækkað sið-
an námsbókagjald var ákveðið
kr. 7,00, skorar fundurinn á rík-
isstjórn og Alþingi að efla útgáf-
una með hækkun á námsbóka-
gjaldi í minnst kr. 50,00 á hvert
gjaldskylt heimili, svo og fram-
lagi úr ríkissjóði, svo að hún geti
fullnægt hlutverki sínu betur en
verið hefur. Ennfremur telur
fundurinn sjáiísagt, að ríkisút-
gáfan nái cinnig tll kennslubóka
unglingastigsins.
5. II. aðalfundur K.S.A. skorar
á hið háa Alþingi að ráða nú
þegar bót á því ófremdarástandi,
sem nú ríkir í launamálum kenn
ara. Fundurinn styður eindregið
áður framkomna tillögu kennara,
að vegna lengdrar undirbúnings-
menntunar þeirra, verði þeir flutt
ir í 8. launaflokk starfsmanna rík
isins og biðtími til fullra iauna
styttur í 2 ár.
Allar þessar samþykktir voru
g^rðar samhljóða.
Núverandi stjórn K.S.A. skipa:
Gunnar Ólafsson, formaður, Jón
L. Baldursson, gjaldkeri og
Magnús Guðmundsson, ritari, all
ir í Neskaupstað.
F.h. stjórnar Kennarasambands
Austurlands,
Magnús Guðmundsson,
ritari.
*iá iílutmngssilmf stof sti
Einar B. Guðmundssoa
Gwðiaagur Þoriéksaoa
Goðmondnr PéturMoa
t’Mturstr. 7. Síiaar 8S0I, JOOí
krifstofútítrJ ki 10-12 og 1-t