Morgunblaðið - 06.10.1955, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.10.1955, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 6. okt. 1955 MORGUNBLAÐJ9 31 , Kristmann Gubmundsson skrifar um Bók Jónasar Jónssonar Saga íslendinga, áttunda bindi. Xímabilið 1830— 1874. Fyrri hluti. Eftir Jónas Jónsson frá Hriflu. Menntamálaráð og Þjóð- vinafélag. KUNNARA er en frá þurfi að segja að Jónas Jónsson frá Hriflu er rithöfundur góður, en hvergi hygg ég það koma betur fram en í þessari bók. Hvort hann er að sama skapi góður sagnfræðingur verða sérfræðing- árnir í þeirri grein að dæma um. Hitt er víst, að flest, er hann segir frá, verður lesandanum lif- andi og minnisstætt, — og það er sá kostur er venjulega kveður á um vinsældir og langlífi bóka. Verkið hefst á formála, sem kemur víða við og er bæði fróð- legur og skemmtilegur. Rekur höf. þar tildrög bókarinnar og skírir nokkuð tilgang hennar. — Segir hann þar svo, m.a.: „Það má segja, að í tíð núlif- andi manna hafi rifnað fortjald þjóðlegrar menningar í tvo hluti. Annars vegar stendur hin verk- lega menning með miklum blóma, svo að lofsvert er um að heyra og frá að segja. Hins vegar vofir andleg hrörnun yfir þjóðinni bæði í sögu og skáldskap. And- leg og verkleg menning verða að fylgjast að, ef ekki á að koma til slysa.----Þegar íslending- ar glata bókmenntaþekkingunni, eru þeir hættir að vera þjóð, en hafa breytzt í litlausan dropa í þjóðahafinu. — — Eitthvert átakanlegasta dæmi sem til er um sagnamátt þjóðarinnar, er sú staðreynd, að í mannfélagshallærinu á 17. öld undir einokun og ainveldi, fundu lærdómsmenn nokkuð af prent- uðu og rituðu máli svo að segja í hverju býli. Þar voru hinar dýr- mætu skinnbækur, einstakar sög- ur, ritaðar á skinn eða pappír, og mikill fjöldi annara ritaðra heimilda. Þúsundir manna höfðu öld eftir öld unnið að þessari bókiðju, rithöfundar, skrifarar og afskrifarar. Þessi fágætu verð- mæti voru geymd og gerð að uppsprettu andlegs lífs, sem bregður ævarandi bjarma yfir nafn og sögu íslenzku þjóðarinn- ar. En furðuleg væru forlög ís- lendinga, ef þeir létu andlega lífið í landinu visna og fölna, þegar þeir hafa öðlast fullt frelsi, fjárhagslegt sjálfstæði, stunda margháttuð menningar- störf og hafa til þess hundrað- falt betri aðstöðu heldur en for- feður þeirra á dögum Arngrims lærða og Árna Magnússonar. Við- reisn sagnmenningar íslendinga verður að hefjast með því, að söguefnið verði borið fyrir börn, ungmenni og aldrað fólk í því formi að það veki áhuga og gleði tilheyrenda og lesenda.----Ný tækni kemur hér til aðstoðar, bæði leiklist og kvikmyndir, en bezt munu þó gefast hin fornu verðmæti í persónusögu, sem er skrifuð, sögð og lesin. Næst mun tímabært að víkja nokkrum orðum að tækni ís- lenzkrar sagnaritunar. Þar er um þrjár mismunandi aðferðir að ræða. Fyrst vinnubrögð manna, sem eru bæði vísindamenn og listamenn. Þeir samræma heim- ildakönnun og mikla rithöfund- arsnilld. í öðru lagi fræðimenn, sém safna, skíra og gefa út heim- ildir. í þriðja lagi rithöfundar og skáld, sem taka við heimildunum frá annálahöfundum og fræði- mönnum og ummynda söguefnið svo að það vekur varanlega eftir- tekt og áhuga tilheyrenda og les- enda. í fyrstu röð er Snorri Sturluson einn^ af þekktum og nafngreindum íslendingum. Hjá honum gætir sívakandi áhuga fyrir heimildum þeim, s'etn hann aflar sér og notar í undirstöðu sagnarita sinna, en jafnframt er ritsnilld hans og stílgáfa svo full- komin, að rit hans eru ný og fersk fyrir hverja kynslóð, sem skilur íslenzka tungu‘!. Skilgreining höf. á hinni þrennskonar sagnaritun er mjög svo athyglisverð, — og skemmti- legt dæmið um Gunnlaug orms- tungu og Emil Nielsen! — Það er rétt að margar sagnfræðibækur „bíða betri tíma ólesnar og ó- hreifðar í hillum bókamanna“, eins og hann kemst að orði. Og sjálfur hefur hann bersýnilega ekki ætlað að brenna sig á því soðinu. Það kemur þegar glöggt fram í kaflanum „Einvaldskon- ungar og einvaldsstjórn11, en þar rekur hann sögu einveldisins í Danmörku, með hliðsjón af sögu Jónas Jónsson. annara Evrópulanda. Er þáttur þessi ágæta vel saminn og skemmtilegur aflestrar. frásögn- in svo góð, að hún hlýtur að vekja aðdáun. Síðan vikur höf. að einstökum valdamönnum dönskum, á árunum 1830—1874, og lýsir viðhorfi beirra til ís- landsmála, en upphefur þvínæst Islandssöguna í kaflanum: „Kirkjumál", sem og er lystilega saminn. Þá er langur þáttur um skólamál tímabilsins, einkar fróð- legur. En allt miðbik þessa bindis fjallar um bókmenntir og listir, 144 bls. og hefst á Bjarna Thorarensen. Þar ér miklum fróðleik saman safnað, um skáld- in og verk þeirra, og svo vel fram reiddur, að engum mun leiðast lesturinn. Hin frábæra frásagn- argáfa höfundarins segir þar til stn á hverri blaðsíðu. Beztir eru, ef til vill, þættirnir um albýðu- skáldin, og hefur þeim naumast verið gerð betri skil áður, en all- ir eru þættirnir góðir og læsi- legir í bezta máta. Er þessi kafli bókarinnar yfirtaks vel fallinn ! til notkunar í skólum, — sem og raunar bókin öll, — því höf. læt- ur dáindis vel að ná athygli les- andans og mál hans festist í minni. ,,Þá er kaflinn: „Vísindi og listir", sem hefst á Sveinbirni Egilssyni. í honum eru stuttar æfisögur ýmsra helztu manna þess tímabils er bókin nær yfir, þar á meðal Jóns Sigurðssonar, Björns Gunnlaugssonar, Konráðs Gíslasonar, Guðbrandar Vigfús- sonar, Vilhjálms Fir.sen, Sigurð- ar ‘Guðmundssonar og fleiri. — Sýna þær allar hinn ágæta frá- sagnarhæfileika höfundarins. — Þótt stiklað sé á stóru og efninu þjappað saman, eru bættirnir ljóst og skilmerkilegt yfirlit yfir æfi og störf þessara manna og gefa um þá góða hugmynd. — „Hið bezta er kvæðið flutt“ kem- ur lesandanum oft í hug, — t.d. mun mörgum verða minnisstæð lýsingin á Fjölnismönnum. og Jóni Sigurðssyni, sem höf. á þó bersýnilega eftir að gera meiri skil í síðari hluta bókarinnar. — Höf. tekst alltaf, og stundum frá- bærlega, að ná því marki. sem hann hefur sett sér með bókinni: að gera mannlega þá persónu- leika, er hann lýsir, en ná jafn- framt því sögulega og æfintýra- írá Hriflu lega í lífi þeirra, því sem lyftir þeim yfir fjöldann. En slík vinnu- brögð eru vissulega ekki á ann- ara færi en hinna beztu rithöf- unda. Síðasti kafli bókarinnar nefn- ist: „Blöð og tímarit", og er stór- fróðlegt yfirlit yfir þann hluta menningarsögu okkar á tímabil- inu, sem bókin nær yfir. Eru þar æfiþættir ýmsra merkra manna, svo sem Baldvins Einarssonar, Þórðar Sveinbjörnssonar, Árna Helgasonar, Tómasar Sæmunds- sonar, Ólafs Sivertsen, Eiríks Kúld, Brynjólfs Benediktssonar, Sveinbjörns Hallgrímssonar, Jóns Guðmundss., Benedikts Sveins- sonar, Jóns Ólafssonar, Páls Mel- sted og fleiri. Er saga Tómasar Sæmundssonar kannski bezt rit- uð, en margt fleira með prýði, þar á meðal kaflinn um blaða- mennsku Jóns Sigurðssonar. — Miklu efni er þarna þjappað sam- an í ljósa og læsilega heild. Jónas Jónsson mun hljóta þær þakkir fyrir þessa ágætu bók, að hún verður lesin af þjóðinni allri. — Ætli það séu ekki beztu ritlaunin, þegar öllu er á botn- inn hvolft? Sænskur stúdent ritar um nútíma íslenzku Xvennasíða dæmisljósmóður bess staðar er ég ætlaði til og tók hún þá á móti mér og greiddi götu mína á alla lund, taldi það skyldu sína, þar sem ég var einnig ljósmóðir. GOTT SAMSTARF EINNIG í DREIFBÝLINU Ég hélt fyrst að hið góða sam- starf milli ljósmæðra í Finnlandi væri aðeins í þéttbýlustu byggð- arlögunum. En ég sannfærðist um hið gagnstæða þegar ég kom til Rovenemi í Lapplandi, þar sem formaður ljósmæðrafélagsins á staðnum tók á móti mér og sýndi mér mikla alúð og vináttu. Hún sýndi mér allt sem mig langaði til að sjá og fræddi mig um margt. SMÁBÆRINN TIL FYRIRMYNDAR Þessi tiltölulega smái bær, sem hefur risið algjörlega upp frá stríðslokum er til fyrirmyndar á mörgum sviðum. Þar er sjúkrahús, fæðingar- deild, barnasjúkrahús og lieilsuverndarstöð fyrir barns- hafandi konur, sem einnig eru látnar koma til rannsóknar 6 vikum eftir að þser hafa fætt barn. Bamaskoðun er einnig í þessu húsi og ekki má gleyma því að í þessari litlu borg er sérstakt heimili fyrir ógiftar mæður. Skammt frá Rovenemi er ný- byggt stórt og vandað berklahæli og hefur það komið í góðar þarf- ir, því berklar eru mjög út- breiddir í Finnlandi, sérstaklega í norðurhluta landsins. GÖFUGT STARF Formenn ljósmæðrafélaga hinna ýmsu byggðarlaga Finn- lands hafa allgóða yfirsýn yfir störf ljósmæðranna, sem senda þeim mánaðarlega skýrslur. Þessi orð verða nú ekki lengri að sinni, en munum það, kæru Ijósmæður, að starf okkar er göf- ugt og gleðiríkt ekki sízt ef við berum gæfu til að vinna saman og styrkja hver aðra. Magnea Guðmundsdóttir. VINSÆL.4STA GÓLFBÓNIÐ VESTAN HAFS OG AUSTAN <2 s* s*-'; lleildsölubirgðir: O, JÖHNSON & K.AABER H.F. EFTIRFARANDI grein ritar fil. mag. Thorsten Andersson um nútímaíslenzku og töku- orðin. Hann dvaldist hér s.l. ár á styrk við íslenzkurann- sóknir. — Rannsakaði hann einkum gælunöfn í íslenzku. Thorsten Andersson er frá Uppsalaháskóla og hélt hann nýlega þangað aftur. ÍSLENZKT mál er nú á dögum á tímabili gagngerra breytinga. — Mér skilst svo eftir hálfs árs dvöl hér á landi. Nýjar vörur og ný heiti koma í stríðum straumum inn í landið. Á auglýsingasíðum blaðanna mora tökuorð: appelsínur, jeppi, nælon, næloncrepe, orlon, perlon, storesefni, tweed (stundum skrif- að tvíd) c. s. frv. Og af Ameríku- mönnum læra íslendingar hitt og annað. Heilsunarorðið „halló“ er að minnsta kosti að verða rótfast. Krakkarnir í Reykjavík segja „halló“, og næsti ættliður mun máske tala um tíma þann, þegar menn heilsuðust með „komdu sæll“ og „sæll vertu“. í nútímamálinu í Svíþjóð höf- um við líka mörg tökuorð, mest ensk, og hreinyrðismenn þar and- varpa og stynja, og þá langar til þess að lifa á íslandi sem þeim sýnist vera hið fyrirheitna land málvandarinnar. Enda eru þeir í meiri vandræðum en embættis- bræður þeirra á íslandi. Myndun nýyrða kemur varla fyrir hjá okkur. Mig og — held ég — flesta útlendinga furðar á, að íslenzkir málfræðingar geta leitt í venju svo mörg nýyrði. Þvílíkt þekki ég ekki frá öðrum málum. En þetta er, sem við segjum á sænsku „tveeggat svard“ (þ. e. tvíeggjað sverð). Nýyrðasmiðir geta sjálfir skemmt málefni sitt. „Það er ekki gott mál“, hef ég oft heyrt íslendinga segja Það er ekki gott mál að segja t.d. komp- ás, mótor. „En allir segja það“, segi ég. „Ja, við segjum það, en það er ekki fínt að skrifa það“. En þetta er hættulegt. Það er eins og Jón Helgason leggur áherzlu á í ritgerð sinni „Hrein íslenzka og miður hrein“ (í: Sprákvárd. Skrifter utgivna av Námnden för svensk sprákvárd 11), bls. 108, „einn annmarki hreintungustefnunnar að bókmáli og talmáli hættir til að gliðna sundur, og bókmálið hneigist til að verða að sparimáli með sér- stöku orðavali“. Og enn fremur finnst mér, að málið verði ríkara, þ e.a.s. að við fáum betri möguleika að komast að orði, ef við færumst ekki bein- hart undan því að lána heiti frá erlendum þjóðum. Mér finnast tökuorð góð, nefnilega ef þau eru orð hugtaka, sem mál okkar á ekki orð yfir. T d. sagnorðið „sublimera“, sem í bókinni „Ný- yrði I, dr. Sveinn Bergsveinsson tók saman“, er þýtt með „göfga“. Göfga heitir á sænsku „förádla", og náttúrlega gætum við sagt „förádla" í staðinn fyrir „subli- mera“. En „förádla** þýðir svo mikið annað; við „förádlum“ dýr, tré, ull o. s. frv. En „sublimera“ þýðir „sublimera“ og ekkert ann- að og er því betur fallið til þess að láta í ljós, hvað við viljum segja. En náttúrlega finnst mér hlægilegt að kalla sokkabúð „strump-bar“, sem kemur fvrir í Svíþjóð nú á dögum. „Bar“ þýð- ir annars einskonar veitingastað- ur. — En það er sjálfsagt auðveldara að taka inn útlend orð í sænsk- una, af því að við höfum ekki eins vandasöm beygingarkerfi og íslenzkan. Það er erfitt að taka bæði inn útlend heiti og hafa gömlu beygingarnar óbreyttar. Beygingarkerfi annara norður- landamála forust vegna hinnar lágþýzku innrásar á miðöldunum. En íslenzkan er betur vígbúin. Við höfðum enga málvöndun þá. Það er þó til tákn sundurlið- unar í nútímaíslenzku, að minnsta kosti í mannanöfnum, sem ég er að rannsaka. í íslenzk- unni eru, sem alkunna er, mörg kvennagælunöfn til, sem enda á -ý, -í, t.d. Addý, Maggý, Dídí, Kiddí. Hvernig á að beygja þau? Ég hef spurt marga íslendinga um það. Sumir vilja alls ekki beygja þau (hér er, um, frá, til Kiddí, Dídi), aðrir vilja að minnsta kosti hafa -jar í eignar- falli. Stefán Einarsson segir í málfræðibókinni „Icelandic“, að slík nöfn séu óbeygjanleg. Það segir hann líka um Lóló, en aðrir segja „til Lólóar“. Ég hef heyrt marga íslendinga, sem elska mál sitt, bera sig upp um, að foreldrar láta skíra böm sín nöfnum, sem eru ekki íslénzk. Prestar —• stendur þar í lögum — eiga að neita að skíra börn nöfri- um, sem eru ekki íslenzk. En það liggur í augum uppi, að þeir gera það ekki. Nafnið Pearl — sem ég hef fundið á skírnarvottorði ‘í Hagstofunni — finnst mér varla rétt að lögum íslenzkrar tungu. Hvernig á að beygja það? Og hvernig á að bera það fram? Menn hafa óttazt, að íslenzkt mál, sem er talað af svo lítilM þjóð, mundi farast vegna úf- lendra áhrifa. Ég held ekki, að það sé hættulegt. Það seih hættulegt er — held ég — ekki nýju orðin, sem koma inn í málið. Gömul tökuorð, eins og biskup, kirkja, eru nú á dögum talin góð íslenzk orð, og bíll og sígaretta munu bráðlega vera það líka. En hættulegt er, að beygingarkerfi geta fallið í sundur. Ef menn vita ekki, hvernig þeir eiga að beygja orðin, þá rifn ar skrauthýsið. — Málvöndunin ætti ekki aðeins að vinna að þvi að gera nýyrði, heldur að minnsta kosti jafnmikið að því að taka tökuorðin að sér, gefa þeim hæfi- legt form og kenna börnum í skólum, hvernig þau eiga að skrifa og beygja nýju orðin, sem þau heyra hvern dag. SjáKsafgreiðsiu- venlanir - auglýst eftir nýyrði FJÓRAR sjálfsafgreiðslu-mat- vöruverzlanir verða opnaðar hér á landi síðar í haust, og eru þær á vegum Sambands íslenzkra samvinnufélaga og þriggja kaup- félaga, á Akureyri, Selfossi og í Hafnarfirði. Þar sem þetta verða fyrstu, fullkomnu sjálfs- afgreiðsluverzlanir í landinu og fleiri munu' á eftir koma, þykir vanta gott nýyrði í íslenzkt mál fyrir slíka gerð verzlana. Hef- ur SÍS því ákveðið að efna til samkeppni um slíkt nýyrði og veita 5.000 krónur fyrir beztu tillöguna. Sjálfsafgreiðsluformið hefur að vísu verið notað í ýmsum grein- um sérverzlana hér á landi um nokkurt árabil, og eru til dæmis flestar bókaverzlanir og sumar smávöruverzlanir byggðar að nokkru leyti á þessari skipan. En með matvöruverzlunum þess- um verður hin nýja skipan reynd í fyrsta sinn í sinni réttu mynd: fólk mun geta gengið að öllum vörum verzlananna og valið sjálft það, sem því þóknast, en vörunum verður pakkað inn og þær greiddar við eitt eða fleiri afgreiðsluborð við útgöngudyr. Kaupfélögin og STS hafa und- irbúið þessar nýju verzlanir vandlega og fengið 'hingað til lands færustu sérfræðinga á sviði sjálfsafgreiðsluverzlána í Dan- mörku og Svíþjóð, auk þess sem forstöðumenn allra hinna nýju verzlana hafa dvalizt erlendis og kynnt sér rekstur slíkra verzl- ana. Tillögur um nýyrði fyrir sjálfs- afgreiðsluverzlanir ber að senda til Fræðsludeildar SÍS fyrir 1. nóvember n. k. (Frá SÍS).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.