Morgunblaðið - 06.10.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.10.1955, Blaðsíða 14
30 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 6. okt. 1955 ^ Björn Gunnarsson - msnning uiená tóniisi eriendís F. 26. 2. 1868. — D. 22. 8. 1955. — In memoriam — FÁIR munu vera svo miklir gæfumenn, að þeir lifi öðr- um eigi síður en sjálfum sér, en þó var það svo um Björn Gunn- arsson, sem var skrifari minn við bæjarfógetaembættið á Norðfirði um 8 ára skeið. Um flesta mun það vera svo, áð ævistarfi þeirra er lokið, er þeir hafa náð sjötugs aldri, og lýkur reyndar ævistarfi fjöl- jnargra miklu fyr. Björn Gunn- ársson var hinsvegar sjötugur er hann réðist til mín, í ársbyrjun 1938, sem skrifari við bæjarfó- getaembættið í Neskaupstað, og ‘|egndi hann þvi starfi þar til ég fluttist til Reykjavíkur í árslok 1945. Mér var það Ijóst, hvílíkt happ það var, að fá slíkan samstarfs- fnann, mann, sem í engu vildi Vamm sitt vita, og _yar góðum 'gáfum gæddur og gætti starfs áíns í hvívetna svo, að ekki varð á betra kosið. Árvekni Björns og Samvizkusemi var alveg einstök, fen vinfesti hans og tryggð svo af bar. Minnist ég hans jafnan, sem eins míns traustasta vinar, því jhér var það ljóst hve mjög hann bar hag minn og fólks míns fyrir brjósti. Var hann börnum mínum einkar góður og gat oft eftir lið- inn starfsdag, eytt kvöldinu við að segja þeim sögur, og þær sög- ur voru jafnan gæddar sérstökum ævintýraljóma, það voru sögur góðs manns, sem hvorki bljúg barnssál né löng ævi var fram- andi. Kom þá eins og oftar greini lega í ljós, að Björn var af góð- um stofni kominn og hafði hlotið að erfðum og í uppeldi þá sálar- göfgi, sem er aðall hvers manns. Björn Gunnarsson var 87 ára er hann lézt, fæddur 26. febrúar 1868 að Höfða í Grýtubakka- hreppi í S.-Þingeyjarsýslu. For- eldrar hans voru séra Gunnar Ólafsson, prestur að Höfða og seinni kona hans Guðríður Pét- ursdóttir Hjaltested frá Helga- vatni í Vatnsdal. En séra Gunnar var sonur séra Ólafs Þorleifsson- ar, sem einnig hafði verið prest- ur að Höfða og konu hans Katrínar Gunnarsdóttur prests að Laufási. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum á Höfða og þar á æskustöðvunum var hann síð- an meginhluta ævinnar. Þórður bróðir hans gerðist kennari við nýstofnaðan skóla í Hléskógum þar í sveitinni, og þar stundaði Björn nám í einn vetur, en fór árið eftir þá um tvítugt í Möðru- vallaskóla. Var það tveggja ára skóli, en Björn lauk náminu á einum vetri, með góðum vitnis- burði. Næsta vetur réðist hann heimiliskennari að Skarði í Laufássókn, en tók síðan að starfa við Höfðaheimilið, þar sem bræður hans höfðu nú tekið við búsforráðum. Þar kynntist hann konuefni sínu Þóru Jónsdóttur Espólín. Héldu þau til Mjóafjarð- ar til systur Þóru, Sigríðar, sem var kona Konráðs kaupm. Hjálm- arssonar. Þar í Mjóafirði giftust þau þann 20. nóv. 1892 og hóf Björn störf við verzlun svila síns. En hann undi ekki þar og hélt með konu sína til æskustöðvanna, fyrst að Höfða, en síðan að Kljá- strönd, þar skammt frá, og hófst nú hans aðal ævistarf, og starf- aði hann þar að útgerð og verzlun með bræðrum sínum, Þórði og Baldvin, áratugum saman Birni var jafnan hin mesta ánægja að minnast þessara ára, þar nyrðra á æskustöðvunum, þegar umsvif- in og margháttuð störf köliuðu að. Naut. hann óskoraðs trausts sveitunga sinna, enda hlóðust á hann ýmis störf fyrir sveitafé- lagið. Hann var hreppsnefndar- maður og sóknarnefndarmaður árum saman. Hann var gjaldkeri sveitarinnar í 18 ár og í 25 ár var hann gjaldkeri Sparisjóðs Höfð- hverfinga. Mun sjóðurinn hafa dafnað prýðisvel undir stjórn !, ' hans. Björn fluttist með fjöl- skyldu sína til Norðfjarðar 1927 og starfaði við Verzlun Konráðs Hjálmarssonar þar til hún hætti laust fyrir áramótin 1938. i i riifmnyr Jónsson—minnlng Sambúð þeirra Björns og Þóru var með ágætum, enda var hún hin prýðilegasta kona í alla staði. Þeim hjónum var ekki barna auð ið, en þau ólu upp og komu til manns 4 börnum. Tvö þeirra ól- ust upp hjá þeim á Norðfirði, þau Sveinn Þorsteinsson, banka- ritari, Akureyri, og Rannveig Sigríður Sigurbjörnsdóttir, kona Gísla Sigurðssonar, rakarameist- ara, Selfossi, en áður höfðu þau alið upp Sigurbjörn Jóhannsson föður Rannveigar, og Maríu Guð- Akureyri. Voru þau hjónin öll- mundsdótur, sem girtist Pétri Ásgrímssyni, fiskimatsmanni á um þessum fósturbörnum sínum, ekki síðri, sem foreldrar, en þótt þau hefðu átt þau sjálf, og var mikið ástríki milli þeirra og fóst- urbarnanna alla tíð. Eftir lát konu sinnar á árinu 1938 var Björn fyrst samvistum við fósturbörn sín, en eftir að þau fluttust frá Norðfirði eignaðist hann heimili hjá Sigurði Eiríks- syni og Stefaníu Stefánsdóttur í Steinholti í Neskaupstað, og átti þar síðan heimili til dauðadags. Naut hann þar hinnar beztu að- hlynningar í hvívetna, og þá ekki sízt í langvarandi og erfiðum veikindum sínum, en þá sem áð- ur reyndist Steinholts-fólkið honum afburða vel. Nú þegar leiðir okkar Björns hafa skilið og hann er horfinn handan móðunnar miklu, minn- ist ég ánægjulegra samveru- stunda okkar og tryggðar hans, sem við nutum ekki aðeins á Norðfirði, heldur einnig eftir að ég og fjölskylda mín hafði flutzt til Reykjavíkur. Ég minnist hans aldins að árum, en ungs í anda. Ég minnist starfsgleði hans, dugn aðar og ósérhlífni. Ég minnist mannsins, sem allt vildi færa á betri veg — mannsins, sem hafði lagt sitt af mörkum til þess að bæta líf annara og færa þeim gleði og heiðríkju kærleikans. Ég þakka þér, Björn, vinfeáti þína og tryggð, og ég er þess full- viss, þér mun hlotnast fyrirheit- ið: „Sælir eru friðfiytjendur, því þeir munu Guð sjá“. Jónas Thoroddsen. GÆFA FVLGIR srdlofunarhringunam frá Sig- arþór, Hafnarstræa. — Sendir gegn póstkröfu — Sendið a»- kveint mál. Hördur Ólafsson Máifiutningsskrifstofa. Laugavegi 10. Símar 80332, 7673. Á HÁSKÓLAHLJÓMLEIKUM í Erlangen í Þýzkalandi 20. júli söng prófessor Georg Kempff, sem mörgum mun hér að góðu kunnur eftir íslandsferðir sínar, síðast 1934, með eigin undirleik lög eftir Schumann, Brahms, Wolf, Strauss, Sibelius, Kilpinen, Othmar Schoeck og Hallgrím Helgason. Undirleik við síðast nefnd lög annaðist höfundurinn sjálfur. Enski fiðluleikarinn Peter Bornstein, London, hefir á liðn- um vetri tekið „Rómanza" eftir Hallgrím Helgason upp á verk- efnaskrá sína og leikið hana nokkrum sinnum í útvarpi og á hljómleikum í London. Söngkonan Ina Graffius í Ham- borg hefir stofnað alþjóðasamtök, er hún nefnir „Ljóðalag sem brú milli þjóða“. Á fjölmörgum fund- um, hátíðum og hljómleikum hef- ir hún túlkað lög ýmissa þjóða, skýrt innihald þeirra og anda og síðan sungið. „Lag frá Finnlandi sprettur á sama hátt upp af rót- um hjartans eins og íslenzkt lag“, sagði listakonan m. a. á heims- friðarþingi í Helsingfors á þessu sumri. En á þessu bingi flutti hún við ýmis tækifæri frumsamin ís- lenzk lög og þjóðlagaútsetningar eftir Hallgrím Helgason 30. júlí til 5. ágúst fór fram hin 7. evrópíska skáladvika í Meisen- heim í Rínar-Pfalz-héraði Er. til hennar stofnað af rithöfundinum Hellmut von Schweinitz. Voru þarna saman komin skáld og heimspekingar frá Hollandi, Sviss Frakklandi, Finnlandi, Þýzka- landi og íslandi. Var erindaflutn- ingur og upplestur þrisvar á hverjum degi, auk danssýninga og hljómleika. Kom dr. Hallgrím- ur Helgason fram fyrir íslands hönd og flutti 2. ágúst erindi um „Ljóð- og lagmennt íslands". Var svo góður rómur gerður að máli ræðumanns, að þátttakendur skáldaþingsins ákváðu að láta gefa út fyrirlesturinn með til- heyrandi nótnadæmum á kostnað þingsins. Einnig bauðst borgar- stjóri Meisenheim-borgar til að styðja útgáfuna af almannafé. Á lokahljómleikum skáldavik- unnar í hallarkirkju Meisenheim, sem hófust með því að prófessor Georg Kempff lék á kirkjuorgelið forleik við íslenzka sálmalagið „Guð vor faðir“, sungu prófessor Kempff og Hallgrímur tvö lög í forníslenzkum tvísöng, „Faðir á himna hæð“ og „Man ég þig mey“. Vakti hinn heiði og kraft- mikli hljómur íslenzku fimm- undanna mikla athygli sem merki legt fyrirbæri um sjálfstæða nor- ræna margröddun, er rekja má aftur um þúsund ár, Með undir- leik höfundar söng próf. Kempff síðan þrjú lög eftir Hallgrim og lék að síðustu orgelverk eftir Sweelinck, Handel og Bach. Einar Ásmundsson hrl. Haínarstrwti 5 — Stmi 5407 Allskonai lögfiæðistörf Fasteignasala NYLEGA var til moldar borinn ' merkismaðurinn Friðfinnur Jóns- son, fyrrv. hreppstjóri á Blöndu- ósi, er andaðist á heimili sínu, Gunnarsbraut 34, Reykjavík, eft- ir stutta legu 82 ára að aldri. Friðfinnur Jónas Jónsson var fæddur 28. 3. 1873 að Móbergi í Langadal í A.-Húnavatnssýslu. — Foreldrar hans voru merkishjón- in Jón Guðmundsson, hreppstj., Móbergi, og kona hans, Anna Pétursdóttir Jónssonar. j Ætt Friðfinns sál. var merk bændaætt, sem hefur búið jog átt Móberg allt frá 1800, er langafi Friðfinns sál. bjó þar, búhöldur mikiil, svo að í minnum er haft og er ættbálkur mikill kominn frá honum, er átti 22 börn. 1 | Friðfinnur sál. ólst upp í föð- urhúsum og hlaut bezta uppeldi og menntun góða og trésmíða- nám stundaði hann á árunum 1896—99 og gerðist fljótt afkasta- | mikill og góður smiður. Var því hans aðalstarf trésmiði og byggði upp víðsvegar í héraðinu híbýli 1 fólksins og önnur mannvirki og hafði verkstæði á Blönduósi frá ’ 1903, er hann kom þangað. Hann var mjög eftirsóttur til starfa og þótti fjölhæfur, hygginn og sér- lega ráðhollur og góður í sam- vinnu. Jafnhliða trésmíðastarfinu hafði Friðfinnur sál. nokkurn bú- skap. Hann ræktaði fallegt tún á Blönduósi, byggði búpenings- hús með hlöðu og fór vel með fénað sinn, enda hafði hann yndi af búgrein þeirri. Friðfinnur sál. var greindur maður og hygginn. Hann fylgdist vel með öllum málum og mjög tillögugóður þegar því var að skipta. Hann var einn af forustu- mönnum hins nýja kaupstaðar Blönduóss og vann þar friðsælt og giftudrjúgt starf. Friðfinnur var hreppstjóri á Blönduósi frá 1928 þar til hann fluttist til Reykjavíkur 1947. — Hreppsnefndarmaður í 24 ár og um skeið oddviti. Þá var hann í ýmsum nefndum fyrir hreppsfé- lagið, sem ég rek ekki hér. Friðfinnur var vinmargur og traustur vinur vina sinna. Var gott til hans að leita með vanda- mál sín, því þau vildi hann leysa að góðs manns hætti, Árið 1903 giftist Friðfinnur Jónsson eftirlifandi konu sinni, Þórunni Hannesdóttur Gíslason- ar frá Fjósum í Svartárdal, hinni ágætustu konu. Voru þau hjónin fædd sama árið. Er mér minnis- stætt hve þau hjónin voru fríð og glæsileg ung hjón og voru það alla tíð. Var hjónaband þeirra ágætt og allir heimilishættir og stjórn til fyrirmyndar. Heimili þeirra var fallegt og voru þau samhent um alla greiðasemi. — Þau hjónin studdu mjög að efl- ingu kirkjulífsins og voru mjög kirkjurækin. Þau sýndu föður mínum sál. frábæra vinsemd og stuðning í hans starfi, sem var honum óneitanlega mikils virði. Fyrir þá góðu vináttu þakka ég mjög innilega. Þau hjónin eignuðust 4 börn, sem öll eru myndarleg og vel gefin — 3 dætur og 1 son. Gunn- hildur andaðist á síðastliðnu ári, er var gift Stefáni Runólfssyni, rafvirkja; Reykjavík; Sigríður og Hulda, sem dvalið hafa hjá foreldrum sínum og sonurinn Skafti, giftur Svöfu Runólfsdótt- ur. — Með Friðfinni sál er genginn til hvíldar einn af merkustu og mætustu fulltrúum þeirrar kyn- slóðar, sem fæddist síðari hluta 19. aldar — hann fæddist fyrir þjóðhátíðarárið 1874 — og starf- aði fyrir og eftir aldamótin. Á tímabilinu 1880 og' fram yfir aldamótin voru mörg erfið ár til lands og sjávar, — váleg veður og óhagstæð verzlunarár. Lands- menn áttu við erfið kjör að búa, við skort af ýmsu tagi og þæg- indaleysi og án allrar fjölbreytni í lifnaðarháttum. En þessi kynslóð, — arftaki frelsisins og allra hugsjónanna, glæstra fyrirmæla, — þrátt fyrir harðræði náttúruaflanna og lítt bættra aðstæðna, — hófu mark- vissa baráttu fyrir bættum kjör- um fólksins í landinu með því að efla samvinnu um alla verzlun, betri húsakynni og tryggari bú- rekstur. Er starf hennar vorboði íslenzkra framfara og sjálfstæðia málum þjóðarinnar. Væri auðvelt að nefna í þessu sambandi mörg nöfn húnverskra athafnamanna, sem unnu á þess- um árum þrekvirki á sviði um- bóta og menningar. Er mér per- sónulega í minni dugnaður og fórnfýsi Ásmundar Jóharmssonar frá Haugi í Miðfirði, sem var húsasmiður í 5 ár og byggði upp nokkrar þröngar og loftlitlar bað stofur áður en hann fór til Ameríku árið 1900. En um aldamótin hafði Frið- finnur sál. lokið trésmíðaná ni og settist að á Blönduósi og byrjaði smíðar þar og í héraðinu. Var hann vandvirkur og dugrnikill smiður, sem áður er sagt. — Er óhætt að segja, að með starfi þessara manna urðu þáttaskil 1 byggingarmálum héraðsins og voru þeir frumkvöðlar og for- ustumenn um allt sem laut að byggingarmálum á þeim tíma og sérstaklega Friðfinnur, sem raut svo lengi við í þessari grein at- vinnulífsins. Ég veit vel, að eiginkonan, vin- kona okkar, syrgir nú látinn elskulegan ástvin — eftir langa og fagra sambúð. Það er gangur lífsins að lifa og deyja. Bið ég guð að styrkja hana og blessa á þessari stundu og ætíð og gefa henni styrk í þessu mótlæti og börnunum þeirra líka. Að lokum þakka ég hinum framliðna vini, vináttu hans alla og drenglyndi og góða fram- komu í öllum málum. Þakka hon um runnið æfiskeið, sem var fjöl- breytt og fagurt. Guð blessi minningu hans. Ólafur Bjarnason. Magnús Fæddur 12. nóvember 19-48. Dáinn 2. október 1955. r , . i KVEÐJA FRA ASTVINUIVI. Horfinn eru hjartans vinur hreinu björtu ljósin þín. Drottinn sem er athvarf allra upp þig leiddi heim til sín. Með þér urðu meðan lifðir margar bjartar vonir til þessa lífsins stuttu stundir stöðugt veitir birtu og yl. i ' í Yfir sorgir hærra hljómar himindýrðar sólum frá: Ég er sæll. Ó syrgið ekki. Sál mín Ijómar guði hjá. Hann sem öllum heimi stjórnar hann á bæði líf og önd. Blessi þig um alla eilífð alvöld drottins líknar hönd. Císli Einarsson húniðhdómsliipniaður. Málflulningsskrifstof a. Laugavegi 20B. — Sími 82631,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.