Morgunblaðið - 06.10.1955, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 6. okt. 1955
MORGUNBLAÐIÐ
29
Ályktanir Verzlunarráðs íslands' Góður rakstu,: “ ®ulli hetá
ALYKTANIR aðalfundar Verzl-
unarráðs íslands fara hér á
eftir:
AFNÁM
VERÐLAGSÁKVÆÐA
Aðalfundur V. í. 1955 skorar á
ríkisstjórnina að afnema þegar
verðlagsákvæði þau, sem enn eru
í gildi samkvæmt auglýsingu
Fjárhagsráðs nr. 7/1952, enda eru
forsendurnar fyrir því að við-
halda verðlagsákvæðum á vör-
um þeim, sem hér um ræðir,
fyrir löngu brottfallnar.
Fundurinn telur misrétti það,
sem skapast af nefndum verð-
lagsákvæðum, algjörlega óvið-
unandi.
FYRIRFRAMGREIÐSLUR
TIl, BANKA
Aðalfundur V. í. 1955 telur
nauðsynlegt, að gildandi ákvæði
um fyrirframgreiðslur til bank-
anna við opnun ábyrgða og öfl-
un greiðsluheimilda verði ræki-
lega endurskoðað og ákvæðin
birt.
Fundurinn álítur fulla þörf
vera á því að fella niður fyrir-
framgreiðslur fyrir nauðsynja-
vörur.
Fundurinn beinir þeirri áskor-
un til stjórnar V. f. að vinna að
því við bankana, að innlánsvext-
ir verði framvegis greiddir af
tryggingarfé, I sambandi við
opnun ábyrgða og gjaldeyris-
skuldbindinga.
AFNAM
INNFLUTNINGSHAFTA
Aðalfundur V. í. 1955 skorar
eindregið á Alþingi og ríkis-
stjórn að afnema hið bráð- ,
asta innflutningshöft, sem ennþá
eru í gildi, og beita sér jafn-
framt fyrir ráðstöfunum á sviði
fjármála, bankamála og fjárfest-
ingarmála, er miði að því, að
greiðsluviðskipti við útlönd geti
orðið sem frjálsust.
Til stuðnings þessari kröfu
sinni bendir fundurinn á þá stað-
reynd, að síðan farið var að gera
verzlunina frjálsari, hefur vöru-
verðið stöðugt orðið hagstæðara
fyrir neytendurna.
BANKAMÁL
Aðalfundur V. í. 1955 telur
æskilegt, að stofnaður verði hið
fyrsta verzlunarbanki, er fái
heimild til að verzla með er-
lendan gjaldeyri, og felur stjórn
ráðsins að beita sér fyrir fram-
kvæmdum í þessu efni.
Þá telur aðalfundurinn, að
óeðlilegur dráttur hafi orðið á,
að bankamálanefnd sú, er banka-
málaráðherra skipaði árið 1952,
lyki störfum. Væntir fundurinn
þess, að hún Ijúki störfum fýrir
næsta Alþingi og að niðurstöður
hennar verði birtar.
BYGGING VERZLUNAR-
OG VERKSMIÐJUHÚSA
Aðalfundur V. í. 1955 átelur,
að bygging verzlunar- og verk-
smiðjuhúsa hafi verið takmörk-
uð mjög á sama tíma og bygg-
ing íbúðarhúsa hafi verið gefin
frjáls að mestu. Þetta misræmi
hefur bitnað mjög þungt á at-
vinnurekstrinum í landinu.
Jafnframt lítur fundurinn svo
á, að hlutur einkaframtaksins í
verzlun og iðnaði hafi verið mjög
fyrir borð borinn, hvað snertir
veitingu fjárfestingarleyfa til
slíkra bygginga.
ÓLÖGLEGUR
INNFLUTNINGUR
Aðalfundur V. í. 1955 telur
nauðsynlegt, að girt verði fyrir
innflutning á vörum, sem berast
eftir ólöglegum leiðum án þess
að lögboðin aðflutningsgjöld séu
greidd af þeim. Fundurinn telur
því nauðsyn bera til að herða
á tolleftirliti til að fyrirbyggja
slíkan innflutning og felur stjórn
V. í. að fylgja þessu máli eftir.
STOFNUN FLUTNINGS-
MTÐSTÖPVAR Í K KJAVÍK
Aðalfun i V. í. 1 »5 telur að-
lc.'jiandi, að komið sé á í Reykja-
vík afgreiðslustöð fyrir land- og
loftflutninga og beinir þeirri á-
skorun til stjórnar V. í. að hún
vinni að framgangi þessa máls
við viðkomandi aðila.
SKATTAMÁL
Aðalfundur V. í. 1955 harmar
það, að ekki skyldi hafa verið
staðið við gefin loforð um að
ganga frá setningu nýrra laga
um skattgreiðslu fyrirtækja til
rikis- og bæjarfélaga á síðasta
Alþingi og krefst þess, að svo
verði gert nú þegar á næsta
haustþingi, þannig að þau lög
komi til framkvæmda við álagn-
ingu skatta 1956.
í sambandi við setningu nýrra
skattalaga verði eftirfarandi
megin atriði tekin til greina:
1. Skattskyldar tekjur fyrir-
tækja séu ákveðnar með því að
draga 10% af hlutafé eða stofn-
fé frá nettótekjum og einnig
varasjóðstillag, sem ekki má
vera lægra en 40% af nettó-
tekjum.
2. Að skatta- og útsvarsgreiðsla
atvinnufyrirtækja sé aldrei meiri
en svo, að hófleg og nauðsynleg
eignasöfnun sé gerð möguleg.
Þannig verði sett skýr ákvæði
í skatta- og útsvarslög, er kveði
á um, að samanlagður tekju-
skattur og tekjuútsvar megi
aldrei fara fram úr ákveðnum
hundraðshluta skattskyldra
tekna.
3. Að öllum fyrirtækjum sé
gert að greiða jafnháa skatta af
sömu tekjum og eignum og
skattbyrðinni þannig jafnað nið-
ur á réttlátan hátt á allan at-
vinnurekstur í landinu, í hvaða
formi, sem hann er rekinn, og
hverjir, sem eru eigendur hans.
Sé um að ræða álagningu eigna-
eða veltuútsvara, þá séu þau við
útsvarsálagningu aðgreind frá
tekjuútsvari og jafnframt frá-
dráttarbær við ákvörðun skati-
skyldra tekna.
4. Sett verði skýlaus ákvæði í
skattalögin, er komi í veg fyrir
að sömu tekjur séu nokkru sinni
tvislcattaðar.
5. Sett verði skýr ákvæði í
skattalög og reglugerðir þess
efnis, að verðhækkun vegna al-
mennrar verðbreytingar skuli
aldrei talin til skattskyldra
tekna. Jafnframt verði komið í
veg fyrir, að vaxandi verðbólga
geti orðið þess valdandi, að sömu
raunverulegar tekjur verði skatt-
lagðar með sí-vaxandi hundraðs-
hluta.
6. Heimild til frádráttar á tapi
á atvinnurekstri verði gerð víð-
tækari en nú er með því að
heimila að færa slíkt tap aftur í
tímann og draga frá tekjum fyrri
ára, þó aldrei nema yfir tvenn
áramót. Skulu skattar þá endur-
greiddir, sem kunna að hafa ver-
ið greiddir af tekjum fyrri árs,
og teljast þeir ekki til tekna. Fá-
ist slíkt tap ekki uppiborið á
þennan hátt, skal heimilt að færa
það yfir á næsta ár, þó aldrei
lengur en yfir fern áramót.
STARFSEMI I.M.S.Í.
Aðalfundur V. í. 1955 lýsir á-
nægju sinni yfir því, að Iðnaðar-
málastofnun íslands hefur hafið
leiðbeiningarstarfsemi um vöru-
dreifingu og verzlunarhætti í
samvinnu við verzlunarsamtök-
in í landinu, og gengst fyrir heim
sóknum erlendra verzlunarsér-
fræðinga í þessu skyni.
Fundurinn vill hvetja kaup-
sýslu- og verzlunarmenn til þess
að notfæra sér sem bezt þá
fræðslu, sem látin er í té á þenn-
an hátt.
UNDIRRITUÐUM hrutu þessi
spaklegu orð af vörum — ekki að
morgni dags í miðjum rakstri —
heldur þegar hann frétti, að hér
á landi væri staddur starfsmaður
hjá Gillette verksmiðjunum,
þessu þjóðþrifafyrirtæki, sem
karlmaðurinn blessar á hverjum
morni (þegar blaðið bítur!)
Sfeinar jteinsson skipa-
smíðameistari 50 ára
ÞRIÐJUDAGINN 4. okt. 1955.
varð Steinar Steinsson skipa-
smíöameistari á Ísafírði 50 ára.
Steinar er borlnn og barn-
fæddur á ísafirði og hefur dvalið
þar allan sinn aldur. Hann er
■ " •- ■ v•'* * *
-i ' !~ ijfftiiirlí*''' ■ 1
sonur lijónanna Ólafar Guð-
rnundsdóttur og Steins Sigurðs-
sonar verkamanns.
Árið 1924 hóf Steinar skipa-
smíðanám hjá Bárði G. Tómas-
syni skipaverkfræðingi á ísafirði,
og kom það þá þegar í ljós að á
því sviði hafði hann mikla hæfi-
leika, og lauk því námi á tilsett-
um tíma með prófsmíði, sem
reyndist með ágætum.
Alla tíð síðan hefur hann
stundað skipasmíði á ísafirði með
sérstakri kostgæfni og dugnaði.
Má það til sannsvegar færa, ef
Steinar tæki að sér eitthvert
verkefni var dómur fyrirfram
ákveðinn um það, að verkið yrði
vel og samvizkusamlega af hendi
leyst. Aldrei þurfti Steinar að
gcra sama verkið tvisvar, því
framkvæmdin var fyrirfram
ákveð, því hagf.ýnin og trú-
mennsi n voni einkenni Steinars
' við hvert verk. Til marks um
, hæfni hans sem skipasmiðs vilj-
um við geta þess, ið þegar meist-
[ ari hans Bárður G. Tómasson, lét
af störfum, sem teiknikennari við
! Iðnskólann á ísafirði, tók Steinar
Steinsson við því starfi og hefur
hann gengt því með miklum
igætum síðan. Það sem meðal
innars einkennir framkomu
4teinars gagnvart starfsfélögum
iínum er prúðmannleg fram-
koma, hjálpfýsi og vinnugleði í
nvívetna.
Ekki er hægt að skilja vso við
öessar fáu línur að ekki verði
'arið nokkrum orðum um einka-
'íf Steinars, og viljum við sér-
-taklega taka fram, framkoma
'ians gagnvart fátækum foreldr-
im sínum og systkinum, sem var
neð afbrigðum góð.
Við minnumst þess alveg sér-
daklega, þess mikla átaks og
"ramtakssemi, er hann á miklum
u'fiðleikatímum framkvæmdi.
'iyggingu íbúðarhúss með aðstoð
systkina sinna, handa fátækum
foreldrum sínum og systkinum.
Hús þetta er vandað og vel gert,
og ber það meðal annars vott
um fjölhæfni Steinars.
Steinar er giftur hinni ágæt-
ustu kopu og húsmóður, Elísa-
betu Halldórsdóttur frá ísafirði
og eiga þau 4 mannvænleg börn.
Við viljum með þessum fáu
línum þakka Steinari Steinssyni
fyrir ógleymanlega viðkvnningu
og gott samstarf á liðnum árum,
um leið og við óskum honum
heill og hamingju með fimmtíu
ára afmælið og giftudrjúga fram-
tíð.
Reykjavík, 4. okt. 1955.
Tveir vinnufélagar.
Ragnar Jónsson
1’ Tesíaréttarlöginaður.
fræórtörf og eignaumsýsla.
Laugavegi 8. — Síini 7752.
T. S. Bryan
Þessi maður hlaut að hafa frá
ýmsu merkilegu að segja og und-
irritaður hringdi í Heildverzlun-
ina Heklu, sem hefur umboð fyr-
ir Gillette, og bað u.m viðtal. Það
var auðsótt. Þetta var einstak-
lega geðþekkur maður, T. S.
Bryan að nafni, og það kom í
ljós, að hann hafði frá ýmsu fróð-
legu að segja.
„Þó að næstum hver eirasti
karlmaður á íslandi noti Gillette
rakvélablöð", sagði hann, „manu
fæstir þeirra vita, að Gillette
Company hélt nýlega hátíðlegt
hálfrar aldar afmæli sitt. Síðan
King C. Gillette, sá er fann upp
rakvélina, hóf tilraunir sínar í
Boston, hefur Gillettefélagið vax-
ið með risaskrefum og er nú orð-
ið í hópi stærstu iðnfyrirtækja
í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Fimm verksmiðjur starfa nú að
framleiðslu Gilletterakvélablaða.
íslendingar fá öll sín Gilletteblöð
frá brezku verksmiðjunni, sem
framleiðir átta milljónir blaða á
sólarhring og selur til nálega
allra landa heims. .Jafnvel járn-
tjaldið er ekki meiri fyrirstaða
fvrir Gilletteblöðin en skegghár-
in. Fyrstu vörurnar, sem fluttar
voru frá Bretlandi til Tékkó-
slóvakíu eftir styrjöldina voru
Gilletteblöð og siðan hófst sala
til annarra austantjaldslanda og
kaupa þau nú flestöll Gillette-
blöð“.
„Rakblöð eru svo sjálfsagður
þáttur í daglegu lífi okkar, að
fæstir gera sér grein fyrir hve
fullkomna tækni þarf til að fram
leiða gott rakvélablað. Það eru
miklar kröfur gerðar til rak-
blaðs; það verður að raka um
25.000 hár á hverjum morgni í
nokkra daga, og er auðlióst, að
er eitt bezta markaðslandið okk-
ar. Að sjálfsögðu ekki hvað sölu-
magnið snertir, heldur í hlutfalli
við fólksfjölda. Við áætlum, aö
um 60.000 íslenzkir karlmenn
raki sig, og sala okkar til íslands
er 15 blöð á hvern þeirra á ári
— og er það hærri tala en i
nokkru öðru landi.“
„En fæst þetta mikla fyrirtæki
ekki við framleiðslu á neinu öru
en rakvélablöðum?“ spyr undir-
ritaður.
„Jú, Gillette hefur líka áhuga
á fegrun og snyrtingu konunnar.
Systurfélag þess, „Toni Cos-
metics“, framleiðir vöru, sem er
jafnvinsæl hjá kvenþjóðinni og
Gilletterakblöðin eru hjá karl-
mönnunum. Ég á hér að sjálf-
sögðu við Toni permanent til
heimanotkunar, sem selt hefur
verið hér á íslandi í nokkur ár.
Frá upphafi setti Toni Com-
pany sér það markmið að gerá
kvenþjóðinni kleift, ekki einung-
is að fá gott permanent heima hjá
sér, heldur einnig við miklu
lægra verði en það kostar á hár-
greiðslustofu.
Ég nota tækifærið til að koma
að spakmæli um að góður rakst-
ur sé gulli betri, en það hljómar
víst ekki eins spaklega á ensku
og íslenzku. Mr. Bryan brosir.
„Við hjá Gillette höfum okkar
eigið orðtak: „Good Mornings
Begin with Gillette", segir hann.
„Já, hverjum þvkir sinn fugl
fagur“, segir undirritaður, og til
þess að láta ekki standa upp áj
sig, bætir hann við; „Gillette gef-
ur góðan skeggkoss". Svo stend-
ur hann upp til að binda enda á
þessa spakmælasamkeppni, kveð-
ur Mr. Bryan og þakkar honum
fyrlr fróðlegt viðtal.
Erg®.
Norrænt tjésmynd-
araméi í Sfokkhétml
ÞESSA dagana stendur yfir
norrænt ljósmyndamót í Stokk-
hólmi, og er það haldið að tíl-
hlutan sænska Ijósmyndarasara-
bandsins, og í tilefni af að 60
ár eru liðin síðan atvinnuljóg-
myndarar stofnuðu félagsskap
þar í landi.
Mótið stendur dagana 4. til 6.
okt. og er hið mesta sem sænskir
Ijósmyndarar hafa efnt til. Á
mót þetta hafa norrænir ljós-
mvndarar fjölmennt mjög, o<? eru
brír fulltrúar Ljósmyndarafélaga
íslands mættir þar, þeir SigurO-
ur Guðmundsson form., sem er
aðalfulltrúi félagsins á rnótinu,
Sigurhans Vignir varaform. og
Hannes Pálsson form. menning-
arsjóðs félagsins.
Allar helztu 1 j ósmvnd ast.ofur
Stokkhólmsborgar verða skoðað-
ar og fyrirlestrar haldnir í sarm-
bandi við það. Aðalviðburður
hátíðahaldanna er Ijósmvncfa-
svning, sem hefur verið komið
fyrir í tæknisafninu. t sambandi
við s'voinpuna er tækoiovning,
til þess að þola slíka notkun þarf sem sýnir 100 ára þróun iðnaðar-
hráefnið að vera fyrsta flokks, og innar í Svibjóð.
framleiðslutæknin mjög fullkom-
in. Það er enginn leyndardómur
í sambandi við framleiðslu
Gillette; notað er úrvals enskt
stál, og vélarnar sem breyta stál-
Svíar hafa lengi verið álitnir
miög góðir liósmvndarar, og er
því ánægiulegt að ’slen.zkir starfg
bræður þeirra skuli fá betta
tækifæri til að kynnast verkura
plötunum í Gilletteblöð eru teikn þeirra og starfi.
aðar og framleiddar af verkfræð- Formaður sænska ljósmvndara
ingum og vélsmiðum í þjónustu sambandsins er einn knnnasti
Gilletteverksmiðjunnar. Á hverj- ljósmvndari Svía. K. W. GuBers,
um degi er átta lestum af stáli og mun hann hafa huft mestan
breytt í átta milljónir rakblaða. veg og vanda af undirbúningi
Við vitum þetta af því, að íslandmótsins.
S. R.
H.
Línsterkja
& CO. H.F.
HAFNARHVOLL — SÍMI 1228