Morgunblaðið - 07.10.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.10.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIB Föstudagur 7. okt. 1955 Ekki með vopnum vegið EFTIR SIMENON Framhaldssagan 9 Nokkrar manneskjur voru að horfa á hann. Hann leit til þeirra á móti og virti þær fyrir sér. — Hann hafði séð öll þessi andlit áður. En þá hafði t. d. maðurinn þarna, sem hélt á litla drengnum og leiddi vanfæru konuna, verið lítill drengur, fjögra eða fimm ára. Á leiði Maigrets voru engin hlóm. Það var vanrækt og van- hirt. Umsjónarmaðurinn gekk í burtu og muldraði eitthvað fyr- ir munni sér, svo að fólk snéri sér við og horfði á eftir honum. „Bænabókin verður að finnast, hvað sem það kostar“. 1 Hann langaði ekkert heim til hallarinnar, þar sem honum fannst hann alltaf verða svo und- arlega æstur og angraður, þegar liann var innan veggja hennar. Hin skuggalega bygging og sög urnar, sem hann hafði heyrt um menn og málefni þar, sönnuðu honum svo miskunnarlaust hve mjög æskuminningar hans höfðu verið saurgaðar og vanhelgaðar, sérstaklega þær, sem bundnar voru við greifafrúna. ( Hún, sem í endurminningutn hans var svo fögur og tigin, hafði orðið gömul og elliær kona, sem réði til sín unga menn, til þess að gegna störfum elskhugans. Og hún hafði ekki einu sinni gert þetta opinskátt og augljós- lega. Hinn ágæti Jean hafði verið dulbúinn sem skrifari greifafrú- j arinnar og hann var hvorki lag- legur né sérstaklega ungur. Og síðasti greifinn af Saint- Fiacre myndi innan skamms gista í fangelsi, dæmdur fyrir ávísana- fals. t Maður með byssu um öxl gekk á undan Maigret og umsjónar- maðurinn veitti því allt í einu athygli, að hann stefndi heim að húsi hallarráðsmannsins. Hann þóttist sjá, að þetta væri sami maðurinn og sá sem þeir höfðu séð við Notre-Dam tjörnina. Þegar ekki voru nema örfáir faðmar á milli mannanna, gerði Maigret vart við sig: „Halló“. _ __ ______________ Maðurinn með byssuna leit við. „Eruð þér ráðsmaðurinn á Saint-Fiacre greifasetrinu?“ spurði Maigret. „Já, en hver eruð þér?“ „Meigret umsjónarmaður frá leynilögreglunni í París.“ „Maigret?" Nafnið virtist minna ráðsmann inn á eitthvað sem hann gæti þó ekki fullkomlega gert sér grein fyrir, hvað væri. 1 „Hefur yður verið sagt frá því?“ „Já, ég er nýbúmn að frétta það.... Ég var á veiðum .. En hvað er lögreglan að..?“ Hann var lítill maður, þrek- legur á vöxt og gráhærður, hrukk óttur í framan með augu, sem ! virtust eins og liggja í launsátri milli loðinna brúnanna. ! „Þeir sögðu að það hefði verið hjarta....“ „Hvert eruð þér að fara?“ „Ég er a.m.k. ekki á leið inn í höllina, á moldugum stígvélunum i og með byssuna.... “ ' Haus af kanínu lafði út úr veiði pokanum, sem hann bar við hlið sér. Maigret horfði heim að hús- j inu: inn hafi komið hingað, öllum að óvörum?" Þegar komið var heim að hús- inu, hratt ráðsmaðurinn dyrunum opnum, án þess að bjóða um- sjónarmanninum inn með sér. Maigret hirti ekkert um slíkt, en gekk hiklaust inn og beygði til vinstri, í áttina að borðstof- unni, en þaðan barst ylmur af kökum og gömlu brennivíni. „Komið snöggvast hingað inn með mér, Monsieur Gautier — þeir þurfa ekkert á yður að halda í höllinni þessa stundina, og ég þarf að spyrja yður nokkurra spurninga....“ Maigret virti fyrir sér gamla eikarborðið með útskornu ljóna- myndunum á öllum hornum. Það var sama borðið verið hafði þar, þegar hann átti heima í húsinu. Það hafði svo verið selt nýja ráðs manninum, þegar gamli Maigret lést. „Hvernig maður er þessi Mon- sieur Jean? Hvert er annars eft- irnafn hans?“ „Metayer — hann er af góðu bergi brotinn, ættaður frá Bour- ges.... “ „Hann hlýtur að hafa kostað greifafrúna mikla peninga". Gautier sat þegjandi um hríð. „Hvaða starf hafði hann með höndum á greifasetrinu. Ég geri ráð fyrir að þér sem ráðsmaður, hafið litið eftir öllu....“ „Já, öllu“. „En hvað gerði hann þá?“ „Hreint ekki neitt. Þegar hann kom fyrst, þóttist hann geta auk- ið tekjur greifafrúarinnar með sínum traustu viðskiptasambönd- um. Hann keypti nokkur hluta- bréf, sem öll urðu verðlaus og einskis virði eftir fáa mánuði. En hann var samt ekki aldeiiis af baki dottinn, því að nú lést hann mundu bæta allt tapið með nýrri aðferð ljósmyndagerðar, sem einn vinur hans hefði fundið upp•... Greifafrúin varð að leggja hundrað þúsund franka í fyrir- tækið og svo hvarf vinurinn. Að lokum var svo hafin framleiðsla á eftirgerð mynda — einskonar Ijósleturstunga eða koparstungu- myndir". i „Jean Metayer virðist hafa ver- ið mjög athafnasamur maður, eft- ir þessu að dæma“ [ „Hann var sífellt önnur kaf- inn við algerlega einskisvert föndur, t. d. gerði hann talsvert að því, að rita greinar í Journal de Moulins, sem blaðið neyddist ' til að birta vegna greifafrúar- innar. ..." Maigret beindi nú samræðun- um í aðra átt: „Voru aldrei nein- ar róstur á milli hans og greif- ans?“ spurði hann. „Nei, langt frá því . . En meðal annarra orða, tilviljun mun hafa ráðið mestu um komu yðar hing- að, þykist ég vita? Enda get ég ekki séð, að nokkur lögreglurann sókn sé nauðsynleg, þegar læknir er búinn að lýsa því vfir, að bana- bein greifafrúarinnar hafi verið rétt og slétt hjartabilun.“ Ráðsmaðurinn stóð á fætur og strauk yfirvaraskeggið, en gekk því næst inn í hliðlæga stofu: „Þér verðið að afsaka mig, þó ég fari að hafa fataskipti. Ég ætlaði að sækja hámessu og nú. .. .“ „Sjáumst síðar“, sagði Maigret um leið og hann fór leiðar sinn- ar. Hann sá, að búið var að leggja steinstétt yfir þann hluta húsa- garðsins, þar sem hann lék sér endur fyrir löngu með bolta, á troðnum og niðurbældum gras- sverðinum. Á torginu var saman kominn mikill fjöldi af sparibúnu fólki og út úr kirkjunni bárust daufir orgeltónar. Börnin þorðu ekki að leika sér í sunnudagsíötunum sín um. Vasaklútur stóð upp úr hverj um vasa. Hvert nef var rautt og hvarvetna heyrðust menn snýta sér hátt og hressilega. Öðru hverju bárust Maigret til eyrna sundurlaus brot úr setn- ingum: „Hann er lögreglumaður frá París....“ Sonur húsvarðarins „Ég sé að þið hafið skipt um eldhús" Ráðsmaðurinn leit tortryggnis- lega til hans: „Það eru nú fimmtán ár síðan“, muldraði hann önugur. „Hvað sögðust þár heita?“ „Gautier .. Er það satt að greif Danskt ævintýri. 7 gólf, þrisvar sinnum fram og aftur, og var niðursokkinn í hugsanir sínar og endurminningar. Þá nam hann staðar og sagði: „Georg litli er nú kominn í kristinna manna tölu. Vertu líka vandaður maður og berðu virðingu fyrir yfirvöldunum. Þegar þú ert orðinn gamall, geturðu sagt, að hershöfðinginn hafi kennt þér þetta.“ 1 Þetta var lengri ræða en hershöfðinginn var vanur að halda, og hann varð aftur hugsi og virðulegur á svip. En af öllu, sem Georg sá og heyrði þarna efra, var ungfrúin litla, hún Emilía, honum minnisstæðust. Hvað hún var yndisleg, hvað hún var blíð, hvað hún var sviflétt, hvað hún var smáger, — ef það ætti að teikna af henni mynd, yrði að teikna hana á sápubólu. j Það var ilmur af fötunum hennar, af gulu og hrokknu hárinu, eins og hún væri nýblómgvaður rósarunnur. Og hann * hafði einu sinni gefið henni helminginn af brauðsneiðinni sinni, og hún hafði borðað af græðgi og kinkað til hans kolli við annan hvern munnbita. Skyldi hún muna eftir þessu? Áreiðanlega, hún hafði gefið honum fallegu sálmabókina „til endurminningar“ um það. Og þegar nýárstunglið kvikn- aði, fór hann út með brauðsneið og skilding og fletti upp í bókinni til þess að gá að, hvaða sálm hann fengi. Það var lofgerðar- og þakkarsálmur. Og hann íletti aftur upp til þess að fá að vita, hvað liggja ætti fyrir Emilíu litlu, og gætti þess að fletta ekki upp í útfararsálmunum, og þá fletti hann einmitt upp á gröf og dauða, en það var ekkert \lý sending TjullkjóSar hálfsíðir GULLFOSS Kápuefni fjölbreytt úrval MARKAÐURINN Bankastræti 4 Karlmannaskór svartir og brúnir með leður- og svampsólum Gott úrval Póstsendum um land allt SKÓSALAN LAUGAVEGI1 Nýjasta tízka Nýkomin þýzk eftirmiðdags kjólaefni. Aðeins kr. 100 í kjólinn 10 gerðir. Dömu- og herrabúðin Laugavegi 55 — sími 81890.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.