Morgunblaðið - 16.10.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.10.1955, Blaðsíða 9
MORGVNBLAfílB V Sunnudagur 16. okt. 1955 Reykjavlkurbréf: Laugardagur 15. októher Tvö af málverkum Jóhannesar Kjarvals á afmælissýningu hans í Listasafni ríkisins. T. v. er „Haustlitir" og t. h. „Harpan hans“. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) AKjþingi og verkefni þess — Fjárlögin og yfirbygging þjóðfélagsins hækkar — Dfrtiðin gleypir meira af almanna fé — í ævintýraheim ECJai vals — Þar sem landið og fólkið rís upp úr litadýrð og svartkrítarstrikum — Gestur frá í Alþingi og verkefni þess RÉTT vika er nú liðin síðan Al- þingi var sett. Á þessum stutta tíma hefur ekki komið þar til neinna átaka. Forseta- og nefnda kosningar fóru fram með svip- uðum hætti og undanfarin ár yfirstandandi kjörtímabils. Allir þingflokkar eiga sæti í nefnd- um þingsins, að sjálfsögðu mis- jafnlega mörg eftir styrkleika sínum og aðstöðu. Fámennustu flokkunum, Alþýðuflokknum og Þjóðvarnarflokknum er hjálpað til þess að fá fulltrúa í nokkrum nefndum. Þannig taka allir þingmenn þátt í því starfi, sem unnið er í nefndum þingsins. Fyrir þessu nýbyrjaða þingi liggja mörg og vandasöm verk- efni. Ber efnahagserfiðleikana þar langsamlega hæst. Verð- þólgualdan, sem risið hefur í kjölfar verkfallanna hefur víð- tæk áhrif á allt efnahagskerfi þjóðarinnar. Útgjöld fjárlaga Stórhækka vegna hækkandi launagreiðsla og hætta skapast á því að hinar verklegu fram- kvæmdir, sem eiga að bæta að- stöðu þjóðarinnar í störfum hennar til sjávar og sveita drag- ist aftur úr. Yfirbygging þjóð- félagsins hækkar en framleiðsl- an, sem er grundvöllur lífskjar- anna stendur höllum fæti. Þetta eru stóru drættirnir í þeirri mynd efnahagslífsins, sem Alþingi stendur nú frammi fyrir. En það verður að finna leiðir til þess að halda öllu atvinnulífi þjóð- arinnar í gangi og tryggja af- komu fólksins eftir föngum. Fjárlögin hækka tJTBORGANIR á sjóðsyfirliti fjárlaga yfirstandandi árs voru áætlaðar 516,3 millj. kr. í fjárlagafrumvarpi því, sem lagt var fyrir Alþingi s.I. laug- ardag er hins vegar gert ráð fyr- ir að útborganir á sjóðsyfirliti nemi tæpum 580 millj. kr. Er þá reiknað með 2ja millj. kr. hag- Etæðum greiðslujöfnuði. Það er vissulega engin svart- sýni þó gert sé ráð fyrir að fjár- lagafrumvarpið fyrir næsta ár hækki um 30—40 millj. kr. í meðförum þingsins. Er þá ekki fjarri sanni að fjárlög ársins 1956' verði hart nær 100 millj. kr. hærri en yfirstandandi árs. En því miður benda ekki miklar líkur til að þar geti að líta veru- lega hærri framlög til verklegra framkvæmda í landinu. Það, sem hér er að gerast er því bersýnilega það, að þjóðin er að mylja krónuna milli handa sér. Verðbólgu- stefna kommúnista er að éta upp getu þjóðarinnar til þess Hlississippi — Um „þjóðfélagslegan tilgang hókmenntum — Skólanefnd Skógaskóla. að halda áfram uppbyggingu landsins. Dýrtíðarhítin gleyp- ir meira og meira fé en hlut- fallslega minna verður aflögu til að byggja fyrir hafnir, brýr, vegi, skóla- og sjúkra- hús, hversu góðan vilja, sem þing og stjórn hafa til þess að styðja þessar nauðsynlegu framkvæmdir af fremsta megni, Þetta er sá beiski sannleikur, sem þjóðin verður að vita, ekki sízt sá hluti hennar, sem hefur látið kommúnista hafa sig til skemmdarverka gagnvart þjóð- félagi sínu. I ævintýraheim Kjarvals ÞINGFUNDIR voru stuttir s.l. föstudag. Menntamálaráð hafði boðið þingmönnum á afmælis- sýningu þá, sem það var að opna á verkum Jóhannesar Kjarvals. Það hafa áreiðanlega verið mikil viðbrigði að hverfa úr þingsölunum, burt frá staðreynd- um fjárlaganna og beiskum raun- veruleika hinna fjölþættu vanda- mála upp í ævintýraheim Kjar- vals í sölum Listasafns ríkisins. Ætli mörgum hafi ekki fundizt það jafnast á við meðal fjall- göngu — og meira en það. Þar opnaðist stórbrotin útsýn, fögur og svipmikil. Þar blöstu við fjöll og hlíðar, hraun og mosi, himinn og haf. Hamrarnir lukust upp og huldufólk þjóðsagnanna gekk um ljósum logum. ísland, landið og fólkið reis upp úr, htadýrð og svartkrítarstrikum hins fjöl- kunnuga töframanns, útilegu- mannsins, sem orti dul hinna björtu nátta, gleði morgunroð- ans eða mildan tregablæ síðsum- arskveldanna á léreft við brjóst Fjallkonunnar. Islendingar þakka Jóhannesi Kjarval fyrir að hafa skynjað hina stórbrotnu fegurð lands þeirra og fyrir að hafa túlkað hana í ódauðlegum listaverkum. Sjálfur var hinn ágæti lista- maður ekki staddur við þessa heiðurssýningu á verkum hans. Ég hitti Þorstein bróður hans þar, hressan og reifan nær átt- ræðan að aldri. Þeir bræður virð- ast ætla að eldast vel enda þótt þeir hafi oft orðið að leggja hart að sér til sjós og lands. Vestan frá Mississippi ÞAÐ var margt fólk úr mörgum áttum, sem kom til þess að skoða þessa stórbrotnu sýningu á mál- verkum Jóhannesar Kjarvals. — Þar var m. a. maður vestan frá Mississippi. William Faulkner gekk þar um, rólegur og yfir- lætislaus að vanda og skoðaði. Hann var þarna á ferð með ame- ríska sendiherranum, Mr. Mucc- io. Fyrr um daginn hafði hann verið austur á Þingvöllum í g|aða sólskini og hvassviðri. Mér fannst þetta skemmtileg tilviljun. Hinn mikli rithöfundur hafði séð Þingvelli sjálfa með eigin augum, fjallahring þeirra, haustliti mosans og lyngsins, William Faulkner: — Ritverk, sem fela í sér „þjóðfélagslegan tilgang“, eru áróður. vatnið og hraunið, gjárnar og hylina. Og nú var hann hér og kynntist því m. a. hvernig frum- legasti og sérstæðasti listamaður Islands skynjaði þennan stað. William Faulkner fer á mánu- daginn heim til sín vestur í Missisippi. Okkur þykir vænt um að hann heimsótti okk ur og við vonum að hann hafi feng- ið nokkra hugmynd um ísland og íslenzkt menningarlíf meðan hann stóð hér við. Bókmenntir eiga að f jalla um manninn ÞEGAR islenzkir blaðamenn hittu Faulkner s. 1. miðvikudag að máli, beindu blaðamenn m. a. til hans eftirfarandi spurn- ingu: „Álítið þér, að höfundar eigi að taka þjóðfélagslega afstöðu í ritverki, prédika boðskap í þjóð- félagsmálum?“ „Nei. Ritverk, sem fela í sér „þjóðfélagslegan tilgang" eru áróður. Bókmenntir eiga að fjalla um manninn, baráttu hans, hugrekki o. s. frv.“ í þessu svari Faulkner er í að sanna fyrri skrif Tímans (sennilega frá einum fjórmenn- inganna) um, að menntamálaráð- herra hafi falið oddvita sýslu- nefndar að flytja nefndinni þau skilaboð, að ef Skaftfellingar skiftu um menn í skólanefnd, myndi ráðherra skifta um for- mann, og að þennan boðskap hafi oddviti flutt ,,á sýslufundinum sjálfum, að öllum sýslunefndar- mönnum viðstöddum". Þetta er með öllu tilhæfulaust. Hið sanna er, að fyrir fundinn, þar sem ýmsar kosningar fóru fram, átti oddviti tal við einn sýslunefndarmanninn (J. G.) einslega, og spurði hann hvort þeir ætluðu að breyta um mann í skólanefnd. Játaði sýslunefnd- armaðurinn þessu, og kváðust þeir ætla að setja Óskar Jónsson í nefndina. Kvaðst þá oddviti sjálfur fara úr nefndinni, því að hann vildi ekki sitja þar ef mannaskifti yrðu. raun og veru dregin markalínan milli hins frjálslynda rithöfund- ar, sem metur listina fyrst og fremst út frá innihaldi hennar, sjálfstæði og frumleika, annars- vegar og hins þröngsýna einræð- issinna, sem leggur megináherzlu á að nota hana sem þernu í eld- húsi flokks síns, hinsvegar. En síðari manngerðinni tilheyra kommúnistar. Þeir eru þessvegna hið svarta afturhald í menningar- málum nútímans. Sá listamað- ur, sem ekki er reiðubúinn til þess að fórna sjálfstæði sínu og ganga á mála hjá „flokkn- um“ til þess að boða „þjóðfé- lagslegan tilgang“ í verkum sínum, hver sem þau eru, er að áliti kommúnista lítiis eða einskis virði. Og hann má þykjast góður ef hann fær að ganga um frjáls maður í þeim löndum, sem kommúnistar stjórna. Þannig er það svartnætti, sem yfir þeim þjóðum grúfir, er búa við kommúnískt stjórn- arfar. Skólanefnd Skógaskóla FJÓRIR Framsóknarmenn í sýslunefnd Vestur-Skaftafells-1 ast þessir herrar yfir því, eftir sýslu birta í Tímanum 12. þ. m. þessar aðgerðir, að menntamála- tveggja dálka langloku um kosn- ráðherra skuli dirfast að skipta ingu í skólanefnd Skógaskóla,sem um formann.M Er ekki öll þessi fram fór á sýslufundi á s. 1. vori. framkoma einkar lík Framsókn- Hyggjast þeir með þessu ætla armönnum? Ný vetraráœtlun Loftleiða Yfir 11 þús. farþegar hafa ferðast með vélum félagsins það sem af er þessu ári Pólitískur sendill HIÐ SANNA í þessu máli er, að það voru þessir sömu Fram- sóknarmenn, sem drógu pólilík- ina inn í skólanefndina. Þeir setja í nefndina helztu pólitísku sprautina, sem þeir eiga í héraði. Hvaða Skaftfellingur efast u.«o, að hér hafi pólitíkin ráðið, en ekki umhyggja fyrir Skógaskóla. Áreiðanlega enginn. Svo hneyksl- VETRARÁÆTLUN Loftleiða gekk í gildi í gær. Verður í vetur flogið til sömu staða og í sumar nema hvað Björgvin bætist nú í hóp hinna lendingastaðanna. Flogið verður til og frá 8 erlend um borgum: New York, Stafangri, Björgvin, Osló, Gautaborgar, Kaupmannahöfn, Hamborg og Luxemborg. Á hinn bóginn verða farnar færri ferðir vikulega til hinna ýmsu borga samkvæmt vetr aráætluninni, en gert var í sumar. í sumar voru reglulega farnar 10 ferðir á viku til Evrópu og Ameríku fram og aftur, en nú verður þeim fækkað niður í 6 ferð ir fram og aftur vikulega. Flog- ið verður til Bandaríkjanna héðan mánudaga, miðvikudaga og laug- ardaga og komið aftur hingað heim, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga. Til meginlands Ev- rópu verður farið á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum og frá meginlandinu mánudaga, mið- vikudaga og laugardaga. Fargjöldin verða þau sömu og áður, að öðru leyti en því að mikill afsláttur verður veittur á far- gjaldi fjölskyldna, sem ferðast til Bandarikjanna eftir 1. nóvember, eins og áður hefur verið skýrt frá, og fargjöld einstaklinga héðan fram og aftur til New York lækka um 730 krónur frá 1. nóvember. Vetraráætlunin gildir til 1. apríl 1956. Þá má geta þess, að frá byrjun 1955 til septemberloka í ár, ferð- uðust 11.030 með flugvélum Loft- leiða, en á sama tíma í fyrra 8.720, svo aukningin á þessum tíma nemur 2.310 farþegum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.