Morgunblaðið - 20.10.1955, Blaðsíða 5
r Fimmtudagur 20. okt. 1955
MORGUNBLAÐIÐ
21
Iirúta- og niði
g niöjasynmgar
HAUSTIÐ er nú komið með öllu
er því fylgir, göngum, réttum,
sláturstörfum, hrútasýningum o.
s. frv.
Eins og flestir landsbúar vita
er Halldór Pálsson, sauðfjárrækt-
arráðunautur Búnaðarfélags fs-
lands snjallastur lærðra og leikra
í flestu því, er viðkemur sauðfé,
veit og manna bezt skil á rækt-
unarástandi fjárstofnsins hvar
sem er á landinu. Áhugi hans
fyrir fjárræktinni er ódrepandi.
Mun bæði ég og fleiri mega þakka
honum, að okkur gafst tækifæri
til að vera viðstaddir þann merka
atburð, er gerðist austur í Holti
í Þistilfirði, föstudaginn 23. sept.
s.l., en þann dag fóvu fram hrúta-
sýningar og niðjasýningar á
hrútum og ám að viðstöddum all-
mörgum sýningargestum. Sýn-
ingar þessar fóru fram á vegum
sauðfjárræktarfélagsins Þistill.
Þarna voru sýndir 60 hrútar,
veturgamlir og eldri. Er mér
óhætt að segja, að aldrei hafi ég
séð jafn álitlegan hóp hrúta. Ég
hefi að vísu oft séð fleiri hrúta
samankomna, en aldrei annan,
svo samstæðan og vel kostum bú-
inn í alla staði. Má segja að marg-
ir einstaklingar hjarðarinnar
væru sem steyptir í sama mót, en
slíkt er jafnan einkenni ræktun-
arstarfs, sem fullkomnað er með
vel skipulagðri skyldleikarækt.
Freyr
Mér láðist að setja á mig, hve
margir af þessum 60 hrútum
hlutu I. verðlaun, en óhætt mun
að fullyrða, að þeir hafi allflestir
fengið I. verðlaun sem einstakl-
ingar, en nokkrir II.
NHDJASÝNINGAR
Af þeim 60 hrútum, sem sýndir
voru í Holti þennan dag voru 6
sýndir með afkvæmum. Af þeim
Mutu tveir I. heiðursverðlaun
fyrir niðja sína, en það er mesta
viðurkenning, sem unnt er að
veita hrútum. Eru þessir tveir
hrútar þeir einu á landinu, sem
nokkurn tíma hafa hlotið þessa
viðurkenningu. Hrútar þessir
voru: Pjakkur nr.31, eign Árna
Kristjánssonar í Holti og Roði nr.
36, eign Gríms Guðbjörnssonar,
Syðra-Álandi. Er þetta í þriðja
sinn, sem Pjakkur fær I. heiðurs-
verðlaun fyrir afkvæmi sín, en í
fjórða sinn, sem hann er sýndur
með niðjum sínum. Roði hefir
tvisvar áður verið sýndur með af
kvæmum og hlaut i bæði skiptin
I. verðlaun. Hrútar þessir eru,
eins og sést af ofanskrúðu frá-
bærir einstaklingar. Pjakkur er
nú orðinn 11 vetra og nokkuð far-
inn að bila í fótum. Þó mun vera
í ráði að nota hann enn í vetur.
Mun Pjakks lengi verða minnst,
ekki aðeins sem fyrsta heiðurs-
verðlaunahrútsins á landinu, held
ur og fyrir þá ættgöfgi, sem hann
miðlar yfir á hina fjölmörgu af-
komendur sína. Með Pjakk voru
sýndir 11 synir hans, allt I. verð-
launa hrútar.
Eins og áður getur hlaut Roði,
Syðra-Álandi nú I. heiðursverð-
laun fyrir niðja. Honum
fylgdu 8 fyrstuverðlauna synir
hans. Roði er nú 8 vetra. Hann er
orðinn all veiklaður, einkum í
afturfótum, en þó mun hann
verða notaður í vetur eftir því
sem frekast verður unnt.
Þrír hrútar hlutu I. verðlaun
fyrir niðja. Voru það þeir:
Freyr. Eggerts Ólafssonar, Laxár
dal og Logi og Kraki Þórarins
Kristjánssonar, Holti, allt ger
Tvefr hrúfar fiSnfu i. heilíurs-
verðlaun fyrír nlðja sína.
Námsbœkurnar þurfa
stöðugrar endur-
nýjunar víð
Frá abatfundi Kennarafélags
Eyjafjarbar
Hér sjást nokkrir af niðjum Pjakks. (Ljósm. tók Jean de Fontenay)
semiskindur. Einn hrútur, Andri
Óla Halldórssonar, Gunnarsstöð-
um hlaut II. verðlaun fyrir niðja
sína.
Ennfremur voru átta ær, sex
frá Holti, ein frá Syðra-Álandi og
ein frá Gunnarsstöðum sýndar
með niðjum.
AIIs voru á þessari sýningu,
sem telja verður mcrkan viðburð
í sauðfjárræktarsögunni, vegnar,
mældar og dæmdar um 250 kind-
ur, sem allar voru góðar, fjöl-
margar ágætar og margar hrein-
ustu gersemi.
Til þessarar merku sýningar
hafði Halldóri Pálssyni tekist að
stefna 7 héraðsráðunautum i bú-
fjárrækt af Vestur-, Norður og
Austurlandi, auk þess nokkrum
bændum og búfræðikandidötum
frá Borgarfjarðar- til Austur-
Skaftafellssýslu. Held ég að óhætjt
sé að fullyrða, að sýning þessi
hafi haft mjög mikil áhrif á alla
þá, er þangað sóttu, a. m. k. þá,
sem til þessa hafa ekki átt kost
á að sjá jafn samstætt og ræktað
fé.
Einstaklinga eins og Pjakk og
jafnvel Roða ætti að taka og
flytja til Reykjavikur, geyma þá
þar í sóttkví í vetur og taka úr
Kraki
þeim sæði og flytja það um Suður
Vestur- og Norðurland og sæða
með því þúsundir áa. Að vísu
mundi verða haldið undir þessa
hrúta þar sem þeir eru nú nokkr-
um tugum áa í vetur, en bæði er
að þeir eru búnir að rækja sitt
hlutverk með svo mikilli prýði
þar eystra og með því að sæða
úr þeim síðasta veturinn, sem
þeir lifa er verið að gera það sem
framast er unnt til að auka fjölda
niðja, þessarra frábæru kyn-
bótahrúta.
Því miður eru eltki taldar sterk
ar lýkur til að leyft verði að
flytja hrúta þessa suður, enda
þótt öruggt sé að engin sýkingar-
hætta stafi af þeim. Víðar er
garnaveiki en í Þistilfix-ði og
mæðiveiki ættu þeir ekki að bera
með sér þar sem hx'm hefur aldrei
austur komið. Munu menn því
spyrja, af hverju hættan stafi. Er
slíkt að vonum þar sem engin
rök hníga að því að banna sæðis-
flutninga t. d. á milli garnaveikis-
svæða.
Ég get ekki lokið svo við þessa-
ar línur að ekki sé þakkað fyrir
þær rausnarlegu móttökur, sem
við urðum aðnjótandi í Holti og
á næstu bæjum, en á milli 20 og
30 aðkomumenn munu hafa gist
þessa bæi nóttina fyrir og eftir
sýninguna. Veit ég að ég mæli
fyrir munn allra þeirra, er sýn-
inguna sóttu, er ég þakka höfð-
inglegar og jafnframt hlýlegar
mótcökur og ágætan viðurgerning
allan.
Sjávarborg, Skag. 26. sept. 1955.
Haraldur Árnason.
Biblíuskóli
í GÆR kom flugleiðis frá Svj-
þjóð til Reykjavíkur Biígér
Ohlsson trúboði og kona hans.
Ohlsson verður kennari við
biblíuskóla Fíladelfíusafnaðarins
í haust. Hann er einn af hinum
yngri ti'úboðum í Hvítasunnu-
hreyfingunni.
Birger Ohlsson talar í fyrsta
skipti í Fíladelfíu í kvöld,
fimmtudaginn 20. þ.m. kl. 8,30.
Biblíuskólinn verður settur næst
komandi laugardag, kl. 4 í safn-
aðarhúsinu að Hverfisgötu 44.
Vakningai'samkoma verður um
kvöldið, laugard., kl. 8,30. Bibiíu-
lestur verður kl. 4 á sunnudag og
vakningarsamkoma að kvöldinu
kl. 3,30 í safnaðarhúsinu.
Mánudaginn, 23. þ.m. vexður
biblíulestur kl. 4 og kl. 8,30 i
Fíladelfíu. Síðan verða biblíu.
lestrar reglubundið fyrst um sinn
kl. 2, kl. 4 og kl. 8,30, nema
fimmtudagskvöld, laugard. og
sunnudagskvöld, þá verða vakn-
ingarsamkomur kl. 8,30.
Eins og undanfarin haust, þeg-
ar Filadelfíusöfnuðurinn hefur
haft biblíuskóla sína, er öllum
heimilt að sækja bæði biblíulestr
ana og eins almennu samkomurn
ar meðan húsi'úm leyfir.
GÆFA FYLGIR
trúlofur.arhringuxxum frá Sij-
arþér, Hafnargtræíi ■— 3endir
gegn póstkröfu. — SéndíS uá-
k?æmt mál.
AÐALFUNDUR Kénnarafélags
Eyjafjai'ðar var haldinn í barna-
skólanum á Akuréyri laugardag-
inn 24. sept. s.I. Á fundinum
mættu 40 kennarar af félagssvæð
inu.
Formaður félagsins, Hannes J.
Magnússon, setti fundinn og bauð
fundarmenn velkomna. Gaf hann
skýrslu um starf stjórnarinnar á
árinu. Þá var og gefin skýrsla um
tímarit félagsins, „Heimili og
skóli“, sem það hefur gefið út
síðastliðin 14 ár. Fundarstjórar
voru Guðmundur Frímannsson
og Hjörtur L. Jónsson.
Á fundinum flutti Stefán Jóns-
son, námsstjóri erindi um ýmis-
legt í skólastarfi, Snorri Sigfús-
son flutti erindi um sparifjár-
starfsemi í skólum og Magnús
Pétursson flutti erindi frá ferða-
lagi um Vesturheim. Rætt var um
í'íkisútgáfu námsbóka og prófin
og verkefnin og urðu um þao all-
miklar umræður. í stjórn voru
kosnir: Hannes J. Magnússon,
formaður, Eiríkur Sigurðsson, rit
ari, og Páll Gunnarsson, gjald-
keri.
Eftirfarandi ályktanir voru
samþykktar á fundinum:
1. Aðalfundur Kennarafélags
Eyjafjarðar telur, að Ríkisútgáfa
námsbóka hafi bætt úr mikilli og
brýnni þörf á sínum tíma. En þó
hafa síðar komið fram á henni
ýmsir þeir annmarkar, sem vart
má við una, en þó er sá vestur, að
skipulagið ásamt fjárskorti, virð-
ist ekki leyfa þá þróun, sem óhjá-
kvæmileg er í svona útgáfu með
nýjum og fullkomnari kennslu-
bókum. Nauðsyn má einnig telja,
að stjórn námsbókaútgáfunnar
sé skipuð mönnum, sem staðgóða
þekkingu hafa á starfi barnaskól-
anna.
Því skorar fundurinn á mennta
málaráðherra að skipa þriggja
manna nefnd barnakennara til að
^endurskoða þessa löggjöf og fram
. kvæmd hennar.
| Vill fundurinn benda á það sem
, höfuðnauðsyn, að endurnýja
i námsbækurnar stöðugt eftir kröf-
■ um tímans og breyttum kennslu-
! háttum, svo og í samræmi við gild
I andi námsskrár. En jafnframt vill
, hann benda á, að tæplega er þess
að vænta, að verulega góðar náms
I bækur komi á markaðinn nema
lagt sé allt kapp á að fá hina fær-
ustu menn til að semja þær og
greitt sé vel fyrir góð handrit.
j Hugsanleg leið væri að efna
; þarna til samkeppni. í þessu sam-
I bandi má benda á, að óhjákvæmi-
j legt virðist að hækka námsbóka-
j gjald, eða sjá útgáfunni fyrir
i hæfilegu fé á annan hátt.
Alveg sérstaklega vill fundur-
; inn skora á Ríkisútgáfu náms-
bóka að gefa út nýja landkoi'ta-
bók og kennslubók í íslandssögu
eftir 1874.
I En takist ekki að koma ixtgáf-
1 unni í það horf, scm tímarnir
krefjast að beztu manna yfirsýn,
i fari fram athugun n þeim mögu-
leika að gefa útgáfuna frjálsa,
eins og tíðkast á hinum Norður-
löndunum, enda þurfi allar náms-
bækur eftir sem áður samþykki
skólaráðs, og heimilin fái bæk-
urnar með svipuðum kjörum og
áður.
2. Aðalfundur Kennarafélags
Eyjafjarðar telur, að nú þegar
vei'kaskipting í þjóðfélaginu er
orðin meiri og fjölþættari en
nokkru sinni fyrr, sé orðin brýn
þörf á, að upp verði teknar leið-
beiningar um stöðuval í skólum
landsins. Vill hann benda á, að
heppilegt muni að sameina það
starfi skólasálfræðinga, en þeirra
er einnig orðin brýn þörf í hin-
um stærri skólum landsins og þá
ekki hvað sízt í sambandi við
kennslu og uppeldi tornæmra
barna. Skorar fundurinn á
fræðslumálastjórnina og stjóra
Sambands íslenzkra barnakenn-
ara að taka mál þetta til yfirveg-
unar og úrlausnar sem fyrst.
3. Fundurinn skorar á fræðslu-
málastjórnina að hlutast til unv
að upp verði tekin bekkjar-
kennsla á skyldustig framhalds-
skólanna, svo sem gert er í barna.
skólum. Telur fundurinn það upp
eldislega nauðsyn, að sami kenn-
ari annist að mestu hverja bekkj-
ardeild, en kennsla sérfræðinga
komi fvrst til greina, er nemend-
ur hafa lokið skyldustiginu.
4. Aðalfundur Kennarafélaga
Eyjafjarðar lætur í ljós óánægju
yfir skemmtanalifi því, sem Skóg
rækt ríkisins hefur staðið fyrir I
Vaglaskógi í sumar, og telur fund
urinn það ósamboðið svo virðu-
legri stofnun, sem Skógrækt rík-
isins er, að afla fjár með þessviw
hætti, enda mun það spilla fyrir
vinsældum hennar. Enn fremur
telur fundurinn, að það ætti a&
fi'iða Vaglaskóg algjörlega fyrir
dansleikjum eins og þeim, er far-
ið hafa fram í Brúarlundi undan-
farin ár.
Mendei-France
mðnnum kveSfur
f ÁGÚSTMÁNUÐI s.l. var háð I
Genf evrópiskt sumarnámskeið
til varnar áfengisbölinu. Þar sátu
á rökstólxxm sérfræðingar og vís-
indamenn frá ýmsum löndum,
einnig kunnir menn frá Banda-
ríkjunum. Á námskeiði þessu var
Kjartan læknir Jóhannsson frá
ísafirði sendimaður áfengisvarna
ráðs íslads.
Norska blaðið Folket getur
þess, að fyrrv. forsætisráðheri’a
Frakka, Pierre Mendes-France,
hafi sent námskeiðinu heilla-
skeyti. Það var orðað á þessa
leið:
„Yður, fundarmönnunum á
evrópiska sumarnámskeiðinu til
vai'nar áfengisbölinu, ley'fi ég
mér að votta fyllstu samhyggð
mína í baráttu yðar gegn þessu
mikla meini þjóða, bæði fjárhaga
lega og félagslega. Með samtök-
um geta menn, karlar og konur
um heim allan, útrýmt því tjóni,
sem áfengisbölið veldur þjóðun-
um í heild, jafnt sem einstakling-
um. Sarnan verður að fara rann-
sókn, fræðsla og löggjöf.
Það hlutverk, er þér hafið val-
ið yður, mun stuðla að því að
bi-jóta fjötrana af mannkyninu.
Athafnir mínar og öll afstaða 1
þessu máli gerir mér auðvelt og
eðlilegt að fullvissa vður um af-
dráttarlaust fylgi af minni hálfu.1'
Mendes-France
(sign)
Mikil þörf vekur jafnan upp
áhrifamikla menn til at.hafna.
Þörf Frakklands á mikilli og rót-
tækri siðbót í áfengismálum er
vissulega orðin aðkallandi. Þessi
þörf er lika augljós ýmsum lækn-
um, lærdómsmönnxxm og einnig
atkvæðamiklum stjórnmálamöna
um Frakka í seinni tíð. Áberandi
tilraunir ei'u hafnar, en þar er
við raman í'eip að draga, þar sem
margar milljónir manna stunda
áfengisframleiðslu, en framtíðar-
velferð þjóðarinnar krefst þess
augljóslega, að þar verði sniilð
inn á nýjar og heillavænlégfi
brautir. Alþjóðasamtökin i bind-
indismálum nxunu einnig komá
Frökkum að liði.
Pétur Sigurðsson.