Morgunblaðið - 20.10.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.10.1955, Blaðsíða 8
24 MORGUNBLA0I& Fimmtudagur 20. okt. 1955 T FLAVÍKURBRÉF eftir Ingvar Guðmundsson Miklar byggingaframkvæmdir — Hafnargatan mal- bikuð — Höfnin orðin of lífil — Lýsisbræðslan — Ný hverfi skipulögð — Fangahúsið fil skammar ÞAÐ liður óðum að því. að þetta sumar kveðji og vetur gamli ríði í hlað. Við Sunnlendingar heils- um nú vetri bleikir og gráir á hörund, enda kveður okkur eitt hið allra versta sumar, er kom- ið hefir á þessari öld Stöðugar rigningar og sunnanvindar hafa herjað á okkur og sólin varla sézt nema stund og stund. Bænd- ur líta x hlöður sínar nálftómar, þar er aðeins að sjá illa hrakið hey, sem vart er gefandi nokk- urri skepnu. Já, þeir hafa beðið mikið tjón, sem erfitt verður að bæta. Við, sem í kaupstöðum búum, höfum einnig frá miklu tjóni að segja, þó ekki sé það umferðargata bæjarins og mátti oft sjá hana það illa farna eftir stórrigningar, að meir líktist hún þá ófærum fjallvegi en aðalgötu í kaupstað. Það var því ekki nema eðlilegt, að fólk fylgdist með þessari gatnagerð af mikl- um áhuga. En gatnagerð sem þessi er dýr og var því öllum ljóst, að Keflavík gæti aldrei lok- tíma var svo þessum undirbún- ingi lokið og komu þá amerísku verktakarnir til sögunnar með sínar stórtæku vinnuvélar. Feng- um við þá vel að kynnast þeim ameríska hraða, sem svo oft er talað um. Á aðeins 5 dögum varð gatan fullgerð, en hún er 1250 m. að lengd. Þar með var öllum þeim mikla sandaustri, sem í þessa götu hefur farið, lokið. i Séð yfir bryggjuna, sem unnið hefir verið við að lengja. Með þeim 35 metrum, sem við bryggjuna bætast, eykst bryggjurými veru- lega fyrir fiskibáta. — Jón Tómasson hefir tekið ljósmyndirnar. I þessum 14 ára gamla herbragga hefir lögregla Keflavíkur aðsetur sitt. Hefir það oft komið fyrir að lögreglan hefir orðið að fara frá stöðinni gæzlulausri og fangaklefum fullskipuðum. eins stórkostlegt og hjá bænd- um. Slæmar gæftir, enginn þurrkur á saltfisk, erfiðleikar við byggingar, lítil sem engin kart- öfluuppskera og svo mætti lengi telja. En við tökum þessari veðráttu með mestu ró, enda við engann að sakast, við vonum alltaf að næsti dagur verði bjartari og betri. En þrátt fyrir slæmt veð- urfar hefur aldrei áður verið um eins miklar byggingafrnmkvæmd ir hjá okkur og einmitt þetta sumar. Klæddir regnfötum hafa menn sagað og hamrað frá morgni til kvölds og skrölt hræri- vélanna hefur mátt heyra langt fram á nætur. Heil íbúðarhverfi hafa risið upp og þar er að sjá hús allt frá einbýlishúsum upp í fjölbýlishús með rúmlega 30 íbúðum. ið þessu mikla verki án aðstoðar. Var því leitað til varnarliðsins, sem hefur allar þær vélar er til þessa verks þurfti. Þegar í upp- hafi mættu Keflvíkingar mikilli vinsemd og áhuga hjá yfirmönn- um varnarliðsins. Varð það að samkomulagi að í maílok skyldi öllum undirbúningi lokið svo malbikun gæti þá hafist. Átti þetta að verða fyrsta verk vél- anna á þessu sumri. Var því undirbúningur þegar liafinn s. 1. sumar. Tekinn var fyrir 250 m. langur Kafli af götunni og gengið að fullu frá honum undir mal- bikun, gatan púkkuð prjóti, steyptir rennusteinar og lagðar allar leiðslur. Þá var og ráðgert að leggja malbik á alla götuna suður úr bænum þó ekki væru tök á því að fullgera þann kafla, en lengd hans er um 1000 m. HAFNARGATAN MALBIKUÐ Þær framkvæmdir, er einna mestan svip hafa sett á bæinn, eru án efa malbikun Hafnargöt- unnar. Hafnargatan er mesta Var aðeins gengið frá öllum leiðslum í götuna en svo átti að leggja malbikið ofan á ofaníburð- inn sem fyrir var. Þannig eru allar götur flugvallarins lagðar og hefur reynst vel. Á tilteknum 1 sumar voru malbikaðir 1250 m af Hafnargölunni. Myndin sýnir, er verið er að vinna við götuna. . HOFNIN ER OF LÍTIL Höfnin er sá staður sem Kefl- víkingar byggja framtíð sína á, enda má segja að hún sé hjarta bæjarins. Er okkur því lífsnauð- syn á, að hún stækki og batni svo hún geti veitt hinum ört vaxandi bátaflota okkar öruggt skjól og góð skilyrði til löndunar. í sum- ar, sem og undanfarin sumur, hefur mikið vsrið unnið að um- bótum í höfninni. En þvi iniöur er hér við mikla erfiðleika að etja, þar sem höfnin var þegar í upphafi byggð alltof lítil. Vant- ar tilfmnanlega gott athafna- svæði fyrir bátana innan við varnargarðinn. Er bryggjupláss hvergi nærri nóg fyrir þá 60— 70 báta sem hér leggja afla sinn að jafnaði upp á vertíðinni. Hef- ur því oft skapast mesta öng- þveiti í höfninni er bátar hafa komið úr róðrum og jafnvel svo farið stundum að þeir hafa ekki náð róðrum aftur af þeim sökum. Er nú reynt að bæta nokkuð úr unnið af aðeins þremur mönn- um. Áður annaði einn bíll allri keyslu á hráefni til verksmiðj- unnar en nú eru þeir tveir og sá þriðji vinnur stöðugt við keyrslu framleiðslunnar í geymslu. Eru því þrjár vörubif- reiðar önnum kafnar við að af- greiða þá þrjá menn, er inni vinna. Á s.'ðustu vertíð tók lýsisbræðsl an a móti ca. 1 iiiiilj. 600 r>'-s. ltr. af lifur en úr því komu 1 millj. 400 þús. ltr. af lýsi. Á 12 tímum afkastar verksmiðjan um 40 þús. ltr. af lýsi Það sem til- finnanlega hefur háð starfsemi verksmiðjunnar er s.kortur á geymslum undir framleiðsluna. Hefur jafnan orðið að flytja allt lýsi til geymslu í Reykjavík. Nú er verið að byggja við verksmiðj- una og er gólfflötur hinnar nýju viðbyggingar 120 fermetrar og verður hún tvær hæðir. Þarna ! verður komið fyrir lýsisgeymum, er nota á til að kæla lýsið í. í þessu húsi hefir lýsisbræðsla Keflavíkur starfað síðan 1923. — Á myndinni sést hin nýja bygging, sem ætluð er fyrir lýsisgeymslu. ’ boðið í hverja þá ibúð, sem laus er. Er þetta eðlileg afleiðing þeirrar miklu vinnu. er hér býðst. Hingað flyzt fólkið í stöð- ugt vaxandi mæli og ekkert lát virðist fyrirsjáanlegt á þessum mannflutningum. Skipulagsnefnd skipuleggur ný og ný hverfi. Hér fyrir nokkrum árum byggðist hæ”ir,n aðeins í suður, nú mS segja að hann fcyggist í aiiar aL.i*'. \ estcn vio gdima þæ**ixi hefur risið upp stórt og mynd- arlegt hverfi og annað sunnan Faxabrautar og þriðja ofan Hringbrautar. Er svo komið að leita verður upp í holt fyrir ofan bæinn, en þar munu næstu hverf- ! um verða fyrirhugaður staður. Er nú þegar búið að skipuleggja 1 50 m. breitt svæði vestan vatns- j geymisins. í sumar hefur verið unnið að byggingu um 140 íbúð- ' arhúsa einna og tveggja hæða. Þar af eru 4 raðhús með 18 íbúð- um og eitt fjölbýlishús, en í því munu verða að öllum líkindum 31 íbúð, þó er það ekki enn fyllilega ákveðið. Þá eru hér í byggingu 6 verzlanir og er gólf- flötur þeirra allra til samans nærri 900 fermetrar. Ennfremur eru í bvggingu 5 stór fiskaðgerð- arhús, en gólfflötur þeirra til samans er um 2200 fermetrar. Þá var eitt elzta frystihús bæj- arins, Jökull, stækkað mjög mik- ið á s. 1. ári. Er viðbyggingin 3558 rúmmetrar að stærð. Nýjar götur hafa verið lagðar um hin nýju hverfi og lætur nærri að samanlögð lengd allra gatna hér sé um 18 km. þessu með því að lengja eina bryggjuna um 35 m. Var fram- kvæmd þessa verks hafin snemma í sumar með byggingu steinkers 10x10 m. að stærð, en því á að leggja fyrir utan enda bryggjunnar. Þá hafa verið steyptir um 1200 steinar og er hver steinn um 2 tonn að þyngd. Þeir eru notaðir í hleðslu milli bryggjunnar og steinkersins. Þessu verki hefur miðað allvel áfram en ráðgert er að því Ijúki fyrir næstu vertíð. Með þessari bryggju munu skilyrði bátanna stórum batna en áfram verður að halda, því enn er það langt fram- undan að hægt sé að segja, að skilyrði hér séu góð. LÝSISBRÆÐSLAN Þeir sem til Keflavíkur hafa komið hafa ef til vill veitt litlu gulmáluðu húsi með rauðu þaki nokkra athygli, vegna þess að þaðan leggur oft mikinn reyk inn yfir bæinn. Þó hús þetta sé engan veginn áberandi starfar undir þaki þess verksmiðja, sem árlega veltir milljónum króna. Þetta er lýsisbræðsla Keflavíkur byggð kringum 1923. Síðan hefur húsið engum breytingum tekið það hef- ur fengið að halda sínum gula lit og sínu rauða þaki. En vélar hafa allar verið endurhættar og er því verksmiðjan hið innra afar fullkomin ■ em áður nriom er nú Þessari byggingu verður lokið fyrir vertíð en í ráði er að halda áfram með hana svo fljótt sem kostur er og koma verksmiðj- unni í ný og betri húsakynni. NÝ HÚS — NÝ HVERFI Ef litið er á allan þann fjölda íbúðarhúsa, sem eru nýbyggð eða enn standa í byggingu mætti álíta, að hér væri nóg framboð á íbúðum, en það er eitthvað annað. Hvergi í landinu mun vera eins mikil eftirspurn eftir húsnæði og hér. Húsaleiga er því yfirleitt r- •-'iVíi. enda er ÓFULLNÆGJANDI FANGAHÚS íbúatala bæjarins er nú 3800. Eins og sjá má á því er hér hef- ur verið að framan nefnt, er Keflavík ekki lengur lítið fiski- þorp, heldur með stærri kaup- stöðum landsins. Mætti því ætla að vel væri búið að allri lög- gæzlu, enda búa hér, auk hinna föstu íbúa, tugir aðkomumanna, er sækja vinnu sína hingað að- eins hluta úr árinu. En svo bregð- ur við að löggæzla er hér í mestu molum, vegna þess hve illa er búið hér að lögreglunni. Á með- an hvert húsið af öðru rís hér Frh " ’ ’ Þetta er n> iiúsið, sem reist va- Verður reynt að fullge- fljótt, sem unnt þcrfin fyrir þetta h var un.iið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.