Morgunblaðið - 20.10.1955, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 20. okt. 1955
MORGUNBLAÐIÐ
25
Dr. phil Hakon Stangerup:
Dregur til átaka í dönskum stjórnmálum
ÞKIBJUDAGINN 4. okt. kom
danska þingið saman eftir
tengsta sumarleyfi, sem þing-
mennirnir hafa tekið síðan heims
styrjöldinni síðari lauk. Sumar-
leyfi eykur vinnuþrekið — þing-
rnennirnir og stjórnmálaflokk-
amir hittast fullir af vinnugleði
©g baráttuhug. Fallbyssurnar eru
fiærðar á sinn stað, og enginn
efast um, að hleypt verði kröftug-
lega af.
Ík NÝ STEFNUSKRÁRATRIÐI
OG NÝIR MENN
Pólitísk spenna einkenndi rás
viðburðanna, þegar þingið lagði
niður störf í vor, og það hefir
engan veginn dregið úr henni,
síður en svo: Vandamálin, sem
deilt var um, eru enn skýrar
mörkuð nú en fyrir misseri.
Allir helztu stjórnmálaflokkarnir
hafa notað sumarið til endur-
skipulagningar á mönnum og
málefnum. Og nú eru ekki sömu
atriðin og sömu mennirnir á
döfinni. Og þetta eykur spennu
þess leiks, sem nú hefst.
Þegar H. C. Hansen kvaddi
þingliejm fyrir misser: s'ðan, got
hann sagt með nekkrum rétti, að
hann hefði spjarað sig mjög vel á
undangengnu þingtímabili. Það
er engan veginn auðvelt að vera
í forsæti í minnihluta stjórn, sem
verður að sækja sér stuðning út
fyrir raðir flokksmanna sinna.
En Róttækir studdu minni hluta
Stjórn Jafnaðarmanna eins og
þeir höfðu lofað í upphafi, og að
auki vann forsætisráðherrann
þann sigur, er mest reið á í úr-
bótatillögum stjórnarinnar um
fjárkröggur Dana í marz, að fá
fylgi Thorkils Kristensen, fyrr-
verandi fjármálaráðherra Vinstri
flokksins, en hann greiddi at-
kvæði gegn sínum eigin flokki.
FEGURÐ VORSINS
REYNDIST SKAMMVINN
Síðar hafði forsætisráðherrann
Samvinnu við íhaldsflokkinn um
stefnuna í húsnæðismálunum, og
Veitti fyrrverandi húsnæðis- og
innanríkisráðherra íhaldsflokks-
ins, Aksel Möller, málum þessum
forystu fyrir hönd íhaldsmanna.
Með blessun Róttæka flokksins
í bakhöndinni og stuðning
tveggja helztu efnahagsmálasér-
fræðinga fyrrverandi stjórnar við
fjárhags- og húsnæðismálatillög-
ur sínar, hlaut hið vaknandi vor
að vera fagurt í augum forsætis-
ráðherrans. Hann gat sagt við
þingheim í fullri einlægni: Far
í friði ......
En fegurð vorsins entist ekki
langt fram á sumarið, því að efna
hagsástand landsins batnaði ekki
þrátt fyrir lagaákvæði stjórnar-
innar. Thorkil Kristensen studdi
þessi lög með þeirri viðbótar-
skýringu, að gagnsemi þeirra
væri aigjörlega háð því með
hvaða hætti stjórnin framkvæmdi
þau — og raunar öll stefnuskrár-
atriði sín í efnahagsmálum.
* EFNAHAGSÁSTANDH) ER
TÆPLEGA HÆGT AÐ
HAFA í FLIMTINGUM
í pólitískri grein í Dagens
Nyheder heldur Thorkil Kristen-
sen því enn fram, að löggjöfin
hafi markað rétta stefnu, enda
séu jákvæðar hliðar hennar þeg-
ar að koma hægt og hægt í ljós.
En hann lætur jafnframt í ljós
í mjög sterkum orðum áhyggjur
sínar varðandi léttlyndi stjórn-
arinnar í efnahagsmálum, sem
kann að grafa undan þeim grund-
velli, er lagður var í marz.
Og efnahagsástandið nú í lok
september er tæplega hægt að
hafa í flimtingum. Ástandið x
gjaldeyrismálunum hefir batnað
ofurlítið en hinsvegar vex stöð-
ugt yfirdráttur ríkissjóðs í Þjóð-
bankanum. Og hinar óhugnan-
legu tölur hljóða svo: Þegar
stjórn borgaraleetj fokkanna varð
að segja af sé> dum árið 1953,
Stjómmálaflokkarnir hafa notað sumarið
til endurskipulagningar á mönnum og málefnum
nam gjaldeyriseign Dana 400
milljónum króna, og inneign
ríkissjóðs í Þjóðbankanum nam
90 milljónum króna. Gjaldeyris-
skuld Dana nemur nú 425 millj.l
króna, og ríkissjóður hefir dreg-
ið 770 milljónir króna yfir á'
reikningi sinum í Þjóðbankanum.
Á tveim árum hefir stjórn Dana
sóað 800 milljónum króna í gjald-
eyri og skuldar nú Þjóðbankan-
um álíka upphæð.
★ RÓTTÆKIR LÖGÐU
NIÐUR SKOTTIÐ
Vinur er sá, er í raun reynist
— og þetta gildir líka í gjald-
eyrisrauninni. En enginn getur
sagt, að Róttækir, sem stuðluðu
að valdatöku núverandi stjórnar,
hafi flýtt sér í faðm Jafnaðar-
manna, eftir að hilla tók undir
þessi gífurlegu fjárhagsvandræði.
Sameiginlega ráða Jafnaðar-
menn og Róttækir yfir nákvæm-
i þinginu. Flckkarnir gætu sem
sagt myndað meirihluta sam-
steypustjórn eins og í tíð Staun-
ings og Munchs á árunum 1920—
1930. Bæði Hedtoft og H. C. Han-
sen hafa hvatt til þessa og boðið
Róttæknm ráðherrastöður og
önnur fríðindi. Um skeið voru
uppi raddir um það meðal rót-
tækra, að takaþátt í samsteypu-
stjórn — m. a. til þess að kynna
yngri menn flokksins.
★ DAHLGÁRD „MÆTUR
ÖLDUNGUR“
En einum helzta leiðtoga
flokksins, Bertel Dahlgárd leizt
ekki meir en svo á þessa fyrir-
ætlun. Hann var og er enn „hinn
mæti öldungur" danska þingsins,
- :
hinn dugmikla verklyðsfrömuð
Kaj Lindberg, og nýjan aðstoð-
arutanríkisráðherra, Ernst Christ
iansen, ritstjóra erlendra frétta
við blaðið „Socialdemokraten“,
og er sá mjög fær maður, sem
Ole Björn Kraft — /o?r meiri tíma
til að helga sig starfi sínu. —
sem varðveitti og þekkti hvað
bezt erfðavenjur þess, óháður
báðum aðilum og því fær um að
lyfta vísifingrinum — aðvarandi
og ávítandi •— jafn miskunnar-
laust hvort sem H. C. Hansen
eða Erik Eriksen áttu í hlut. Báð-
ir þessir menn láta aldrei falla'
annað en góð orð í garð Bertels
Dahlgárd. En það er enginn vafi
á því, að ekkert truflar drauma
þeirra eins mikið og vísifingur
Dahlgárds.
Annar aðal forystumaður Rót-
tæka flokksins, Jörgen Jörgen-
sen, er meira fyrir að beita föð-
urlegri framkomu en ávítum. En
jafnvel hann — svo víðsýnn sem
hann er — er orðinn órólegur
út af fjárkröggum ríkisstjórnar-
innar. Eins og Hedtoft hefir nú-
verandi forsætisráðherra leitað
stuðnings Róttækra. Þegar það
hafði tekizt tók hann að endur-
bæta stjórn sína á „sósíaldemo-
kratiskum“ grundvelli.
— • —
I sumar hefir hann náð sér 1
nýjan fiamí*önfmmál*jrnðhprra
Aksel MölJer — hinn nýi formaSur
fhaldsflokksins. —
nýtur trausts utan raða flokks-
ins.
★ MÁLEFNISLEGA —
AUKINN STYRKUR
Málefnalega séð er þetta auk-
inn styrkur fyrir stjórnina, en
jafnframt eru; þessar aðgerðir
ekki vinsamlegar í garð Róttæka
flokksins sem er hárnákvæmur í
stefnuskrá sinni. Ernst Christian-
sen er mjög fylgjandi Atlants-
hafsbandalaginu og Kaj Lind-
berg er í nánum tengslum við
stéttarfélögin.
En í augum Róttækra er
Atlantshafsbandalagið heimsins
mesta böl, og séu áhrif stéttar-
félaganna ekki annnað mesta böl-
ið eru þau a. m. k. til ills eins —
frá bæjardyrum Róttæka flokks-
ins séð. Það hefir því myndazt
gjá milli Róttækra og Jafnaðar-
manna, af því að hinir fyrrnefndu
neituðu að ganga inn ’ stjórnina
— og þessar síðustu endurbætur
H. C. Hansens hafa breikkað
gjána að mun.
— • —
Tilgangur forsætisráðherrans
var nægilega skýr. Þegar Rót-
tækir byrja að stýra í brott frá
honum, verður hann að gera
drættina í „andliti“ flokks síns
skýrari, svo að flokkurinn eigi
ekki á hættu að álpast út í kosn-
ingar algjörlega „sviplaus“ — en
það er ekki heppilegt fyrir flokk,
sem þrátt fyrir allt vill vera
„rauðleitur".
★ „FRJÁLSLYNDIR
JAFNAÐARMENN“
Samtímis þessari endurskipu-
lagningu Jafnaðarmanna hafa
Róttækir haldið flokksþing og
gert nýja stefnuskrá. Hún er að-
eins í einu atriði frábrugðin1
stefnuskránni: Það, sem áður
nfefndist „róttækt“ heitir nú
„fi'júislynd jafnaðarstefna". Þjóð-
in hefir furðað sig á hver mun-
urinflr væri, og Bertel Dahlgárd
skýrðl liann í lítilli grein fyrir
ári síðáþ: Gamla flokkaskipting-
in í Danmörku er orðin úrelt.
Það á að mynda stóran nýjan
flokk „í miðið“, þ. e. a. s. þessi
flokkur á að myndast umhverfis
Róttæka flokkinn. Sé helmingur
Vinstri flokksins tekinn til hand-
argagns og helmingurinn af
Jafnaðarmönnum látinn sigla
sinn sjó, gætu hinar tvær helft-
irnar lagt Róttæka flokknum lið
og myndað frjálslyndan jafnað-
armannaflokk, sem gæti „hæg-
iórro“ fov'írS Trc1din og sóð um
★ » 1 1 + OOVV( KttÍ -ÍttI rfij.
Það hefir aldrei verið nein
launung á því, að Bertel Dahl-
gárd kunni að leggja saman tvo
og tvo, en þessi síðasta samlagn-
ins Dahlgárd er sennilega langt
fyrir ofan skilning hinna þrætu-
gjörnu sálna hægra og vinstra
megin við Róttæka flokkinn •—
þeir þverneita að láta kljúfa sig
í „Dahlgárdskar“ helftir. Og það
verður því ekkert úr myndun
„frjálslynds jafnaðarmanna-
flokks“.
★ RÓTTÆKUM VERÐUR
EKKI AÐ ÓSK SINNI
Þrátt fyrir þessa vil Róttæka
flokksins eru og munu verða
tveir stórir stjórnmálaflokkar, er
standa andspænis hvor öðrum í
dönskum stjórnmálum. Nú eru
annars vegar 75 þingmenn Jafn-
aðarmanna og hinsvegar 73 úr
Vinstri flokknum og íhaldsflokkn
um. Dönsku lýðræði er nú einu
sinni þannig háttað að litli Rót-
tæki íiokkurinn með sina 14
þingmenn ákveður raunverulega
hvor af þessum stóru stjórnmála-
flokkum fer með völd. Eins og
Danir orða það: Danskt lýðræði
bygigst á því, hvað sjö þingmenn
(helmingur Róttæka flokksins)
ákveða um, hverju hinir 173 þing
mennirnir skuli koma til leiðar
eða ekki ....
En Róttækir hafa reyndar ekk-
ert upp á að bjóða, sem gæti
gert þá vinsæla — hvorki meðal
Jafnaðarmanna eða borgaralegu
flokkanna. Ekkert virðist benda
til þess, að stóru flokkarnir tveir
hlýði kalli „klettsins“. Með út-
nefningu þessara tveggja nýju
ráðherra hafa Jafnaðarmenn
fylgt sér þéttar um „hina einu
H. C. Hansen — fegurS vorsins
reyndist skammvinn. —
. réttu sósíaldemókratisku línu“.
★ RÓTTÆKIR STUNGU
STÓRA LETRINU AFTUR
UNDIR STÓL
í herbúðum borgaralegu flokk-
anna bólar ekkert á upplausn
eða innbyrðis deilum — þó að
Jafnaðarmenn og Róttækir hefðu
síður en svo á móti því, að svo
væri. Einkum Róttækir höfðu
gert sér miklar vonir um frávik
Thorkils Kristensen. Er hann
greiddi atkvæði með Jafnaðar-
mönnum og Róttækum, var því
slegið upp í blöðum Róttækra
með stóru letri, sem venjulega
er aðeins „grafið upp“ og hreins-
að, þegar heimsstyrjöld brýst út.
Thorkil Kristensen tekur enn í
ýmsum atriðum aðra afstöðu en
flokkur hans. En ekki má gleyma
því, að landsþing Vinstri flokks-
ins, sem háð var í lok september,
fór fram í mesta bróðerni. Þar
gerði Thorkil Kristensen grein
fyrir sínum „afbrigðilegu" skoð-
unum, en kvaðst að öðru leyti
vera sammála stefnu flokks síns
og var endurkjörinn með kostum
og kynjurn af miðstjórn flokks-
ins. Það voru engin not fyrir
stóra letrið aftur í blöðum Rót-
tækra.
★ SAMSTARFSNEFND
VINSTRI FLOKKSINS OG
ÍHALDSMANNA
Sú von hefir því heldur ekki
rætzt, að samvinnan milli fyrr-
verandi stjórnarflokka, Vinstri
manna og íhaldsflokksins, færi
út um þúfur. Þvert á móti hefir
verið skipuð samstarfsnefnd, set-
in af þingmönnum beggjá flokka
til að samræma sameiginlega
stefnu stjórnarandstöðunnar. Og
þau mannaskipti, sem hafa átt sér
stað í forystu íhaldsflokksins á
þinginu, er nú kemur saman,
boða alls ekki sundrung í sam-
vinnu borgaralegu flokkanna.
Mannaskiptin eru heldur ekki
eins athyglisverð, og menn hafa
viljað vera láta. Ole Björk Kraft
hefir látið af formennsku þing-
flokks íhaldsmanna, og fyrrver-
andi varaformaður Aksel Möller
var kjörinn í hans stað. En Ole
Björn Kraft situr áfram á þingi
og verður eftir sem áöur formæl-
x andi flokks síns um utanríkismál,
i á sæti áfram í Norðurlandaráði
og Evrópuráðinu — en fær meiri
tíma til að helga sig starfi sínu
— einnig innan Siðferðisvakning-
arinnar (Moralsk Oprustning),
en áhugi hans fyrir þessari sið-
ferðishreyfingu fer stöðugt vax-
andi. Hinn nýi formaður, Aksel
Möller, hefir um margra ára
skeið haft forystu innan flokks
síns í efnahags- og atvinnumál-
um — og það hefir hann áfram.
Ole Björn Kraft og Aksel Möller
snúa bökum saman um samstarf
borgaralegu flokkanna — og
Erik Eriksen er á sömu „línu“ og
þeir.
— • —
„Línurnar" í dönskum stjórn-
málum hafa skýrzt í sumar bæði
hvað málefnum viðvíkur og
mönnum. En það er engin ástæða
til að ætla, að allt gangi eins og
í sögu í þinginu.
★ MIKIL ÁTÖK
Stjórnarandstaðan mun krefj
ast þess af meiri hörku en fyrir
sumarleyfið, að stjórnin fari frá.
Stjórnin mun undirstrika greini-
lega sínar óskir og stefnuskrár-
atriði. Það er komið undir þró-
uninni í efnahagsmálunum, hvort
átök andstæðinganna leiða til
kosninga.
Þ.e.a.s. allt er komið undir því,
hvenær Róttækum þykir full nóg
um öryggisleysið í efnahags-
ástandinu. í ummælum sínum
láta vitrir menn stjórnina njóta
þeirrar óvissu, er nú rikir: Það
gæti svo sem vel verið, að eitt-
hvað rætist úr málunum. En fari
ekki svo áður en aprílmánuður
rennur upp, verða páskakosning-
ar í Danmörku.
Hakon Stangerup.
- Þröngur markaður
Frh. af bls. 22.
fatinu til að það teljist ekki leng-
ur eftirlíkt.
• • • MENN beita ýmsum
aðferðum við eftirlikingu: Sumir
setja sniðin á minnið, aðrir nota
smámyndavélar. Nýlega tók kona
nokkur myndir á tízkusýningu
eins aðal tízkufrömuðsins í París.
Hún liafði falið myndavélina bak
við blóm i hattinum sinum. Það
er heldur ekki óalgengt, að ein-
hver af starfsliði tízkuhúsanna
fái sér aukatekjur með því að
hnupla sniðunum, sníða eftir
þeim og lauma þeim síðan á sinn
WEGOLIN
OVOTTAEFNIÐ