Morgunblaðið - 23.10.1955, Side 16

Morgunblaðið - 23.10.1955, Side 16
1 * Velorffi í ia«: Allhvass SV. Skúrir. William Faulkner Sjá samtal á blaðsíðu 9. Tveir litlir drengir fyrir bíl á Hafnafjarðarvegi „Leikflokkurinn í arbíói" sýnir þekkfan gamanleik Leikurinn nefnisf: „Áslir og árekstrar" ÞEGAR „Lykill að leyndarmáli" var sýndur hér í Austurbæjar- bíói tóku leikhúsgestir því mjög vel og varð þessi leikstarfsemi vinsæll þáttur í skemmtanalífi bæjarbúa. — Nú hefur „Leikflokk- urinn í Austurbæjarbíói“ ákveðið að sýna gamanleik eftir leik- ritaskáldið Kenneth Horne og verður frumsýning á leiknum n.k. laugardag, 29. október. Sumir leikenda verða hinir sömu og í „Lyklinum“, en auk þess bætast nokkrir nýir við. KUNNASTA LEIKRIT HORNES Gamanleikuririn sem hér um ræðir heitir Ástir og árekstrar (Sleeping partnership). Hann var gefinn út 1950 og er kunnasta leikrit Hornes. Hefur leikritið verið sýnt víða. EKKERT AÐALHLUTVERK Leikstjóri er Gísli Halldórsson og leikur hann auk þess eitt hlut- verkið. Aðrir leikarar eru: Jón Sigurbjörnsson, Helga Valtýs- dóttir, Margrét Ólafsdóttir, Gerð- vc Hjörleifsdóttir, Einar Ingi Sigurðsson og Einar Þ. Einars- son. Sverrir Thoroddsen hefur þýtt leikinn, en léiktjöld smíðaði Stefán Bjarnason. GOTT TÆKIFÆRI Leikrit þetta er í tveimur þátt- um og fimm atriðum og tekur 3 klst. að sýna það. Er það svipuð lengd og á „Lyklinum". Sýning- ar hefjast kl. 9 og getur fólk náð í síðasta vagn af torginu. Er ekki að efa, að menn fagni þessu nýja verkefni „LeikfIokksins“, enda er þarna kærkomið tækifæri til að hlæja svolítið í svartasta skammdeginu. • í gær skýrði skrifstofa Síldar- útvegsnefndar blaðinu frá því, að tekizt hefði að selja til Finnlands 1500 tunnur af sykursaltaðri síld. Þá vinnur nefndin að frekari síldarsölu til Rússlands. „Töframaðurinn" í síðasia sinn IGÆR tók til starfa hjúkrunarstöð og dvalarheimili það, sem Áfengisvarnarfélagið „Bláa bandið" hefur komið upp að Flóka- götu 29, en í Bláa bandinu eru 25 menn úr AA-samtökunum. Jónas Guðmundsson, formaður félagsins, sagði frá tildrögum að stofnun þess og því markmiði, sem félagið hyggðist vinna að með stofnun þessa heimilis. Óperan „Töframaðurinn“ verður sýnd í síðasta sinn í Sjálfstæðis- húsinu í kvöld kl. 8,30, og er það því allra s:ðasta tækifæri að sjá hina ungu listamenn flytja þetta meistaravcrk Mozarts. Með þessari sýningu lýkur fyrsta starfsári Leikhúss Heim- dallar, og vcrður ekki annað sagt en vel hafi verið af stað farið. Hjúkrunarstöðin getur tekið á móti 18—20 sjúklingum eða vist- mönnum, og fyrstu vistmennirnir komu þangað í gærkvöldi. Stofnuninni er ætlað að veita viðtöku fólki, sem af sjálfsdáðun og frjálsum vilja vill leita sér lækningar á drykkjuskap sínum, enda leggi það fram læknisvott- orð um, að því sé þörf dvalar á sjúkrahúsi eða hæli vegna drykkjuskapar. Gert er ráð fyrir að dvalartími þess verði að jafn- aði 3 vikur. Þá á hún að veita viðtöku því fólki, sem fjarlægja verður af heimilum vegna drykkjuskapar, eða lögreglan hefir orðið að hafa afskipti af vegna ölvunar. Dvöl slíkra sjúklinga er áætluð 5—7 dagar. Ennfremur er gert ráð fyrir að heimilið veiti viðtöku áfengis- sjúklingum, sem verið hafa til- skilinn tíma á vistheimilum fvrir áfengissjúklinga, er ríkið rekur, og þeim hjálpað að gerast aftur nýtir þjóðfélagsborgarar. Er Jónas Guðmundsson hafði lokið máli sínu, flutti sr. Bjarni Jónsson, bígslubiskup, bæn. Bað hann þess, að blessun drottins veittist þessum stað og þessu starfi. Einnig töluðu þeir Ingólf- ur Jónsson, viðskiptamálaráð- herra, Brynleifur Tobíasson, áfengisvarnaráðunautur, er flutti kveðju dómsmálaráðherra, sem kom því ekki við að vera sjálfur viðstaddur, og Qunnar Thorodd- sen, borgarstjóri. Færðu þeir Bláa bandinu allir árnaðaróskir og fögnuðu stofnun þessa heim- ilis, er miklar vonir væru bundn- ar við. Stjórn Bláa bandsins skipa: ^ónas Guðmundsson, formaður, Guðm. Jc’aannsscn, varaformað- ur, Jónas Thoroddsen, Pétur Halldórsson og Vilhjálmur Heið- dal. Framkvæmdastjóri stofnunar- innar verður Guðm. Jóhannsson, og yfirlæknir Sveinn Gunnars- 13 nememjur í iðn- skóla Sfykkishólms STYKKISHÓLMI, 22. okt. — Iðnskólinn hér var settur í dag af skólastjóranum, Ólafi Árna- syni. í vetur verða 13 nemendur í skólanum, Annar meðvilunarlaus í gærkvöidi ILJÓSASKIPTUNUM í gærkvöldi var meiriháttar umíerða slys á Hafnarfjarðarveginum, er tveir drengir, sex og sjö ára, urðu fyrir bíl. Varð að flytja báða í sjúkrahús. Var annar þeirra þungt haldinn í gærkvöldi. honum sá til drengjanna. Mjög ár'ðandi er fyrir ranosóknarlög- regluna að maður þessi gefi sig fram við hana. BÍÍ.LINN A MIKILLI FERÐ Slysið varð á móts við benzín- sölustöð Shell, klukkan liðlega sex. Drengirnir sem urðu fyrir (Scndiferðabílnum R-6850, sem Sjónarvottar segja að ekið hafi á allmikilli ferð upp Eskihlíðar- brekkuna, heita: Sigurður Thor- oddsen, sjö ára, Drápuhlíð 11, og Ólafur M. Hákonarson, Drápuhlíð 12. — VORU SAMAN Drengirnir munu hafa verið saman, er þeir fóru út á götuna. Þeir köstuðust frá bílnum er hann skall á þá og hentist annar þeirra út fyrir veginn við höggið. Sjúkraliðsmenn fluttu dreng- ina á slysavarðstofuna. Þar var ekki aðstaða til að veita þeim hjúkrun. Var annar þeirra, Sig- urður litli, þá meðvitundarlaus. Frá slysavarðstofunni voru þeir fluttir í Landsspítalann. Seint í gærkvöldi var Sigurður Thoroddsen enn meðvitundarlaus og ekki búið að kanna meiðsli hans. Félagi Sigurðar, Ólafur, hlaut opið beinbrot á fæti. Var líðan hans eftir atvikum í gær- kvöldi. TAUGAÁFALL Maðurinn, sem bílnum ók, mun hafa fengið taugaáfall um leið og hann varð árekstursins var. — Hann kvaðst ekki hafa séð til ferða dreng.iann, er þeir komu út á götuna. Ók hann af slysstað til kunningja síns í Þoroddsstaða búðum, sem eru skammt frá og bað hann að aka sér á lögreglu- stöðina. VANTAR VITNI í gærkvöldi stóðu yfir vitna- leiðslur í máli þessu. Var rann- sóknarlögreglunni þá kunnugt um eitt veigamikið vitni, sem ekki hafði náðst í. Var það maður sem ók vörubíl og var á leið í bæinn. Að sögn sjónarvotta hafði vöru- billinn hægt mjög ferðina eða stcðvast alveg, er bílstjórinn á Hljóðfæraleik- arar í verkfalli FÉLAG ísl. hljóðfæraleikara hefur ákveðið að hefja verkfall á miðnætti í nótt í samkomu- og veitingahúsum bæjarins. Hafa veitingamenn ekki viljað fallast á nýjan kauptaxta sem hljóð- færaleikarar hafa tilkynnt um. Því boða þeir til verkfails. m ars- son afhjópaðyr | í D A G verður afhjúpaður minnisvarði af Héðni Valdimars- syni á barnaleikvellinum við Hringbraut. Sigurjón Ólafssoo hefir gert líkneskið, en það er Byggingar- i félag alþýðu, sem látið hefir gera | það. Var Héðinn sem kunnugt er j einn aðalhvatamaður að stofnun félagsins. ænuveikin ! HVERAGERÐI, 22. okt. — ! Magnús Ágústsson héraðslæknir, ! hefur skýrt mér frá því að kunn- ! ugt sé um tvö mænuveikitilfelli • sitt á hvorum bænum í Ölfusinu. I Ekki er um lömun að ræða. Er | annar sjúklingurinn 11 ára telpa j en hinn 19 ára stúlka. , j Barnaskólanum hér hefur ver-' | ið lokað um óákveðinn tíma, þar i eð börn úr Ölfusinu sækja skól- i ann hér. -—KM. Síid seld til Finnlands MÖRG hundruð manns sáu Iistsýninguna, sem opnuð var í Lista- mannaskálanum í gær og 10 myndir voru seldar. Hér birtast myndir af tveimur listaverkunum, sem eru á sýningunni. — Á efri myndinni er Ásmundur Sveinsson með eina af höggmyndum sínum, en neðri myndin er af málverki eftir Kristínu Jónsdóttur. Eins og áður hefur verið getið um í fréttum, taka 6 listamenn þátt í sýningunni og sýna þeir yfir 60 myndir. Sýningin er opin frá kl. 1—10 dag hvern. Hjúkrunarstoð og dvalarheimili „Blaa bandsinsu tekið til starfa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.