Morgunblaðið - 01.11.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.11.1955, Blaðsíða 11
t linmnMKTniiuMMMi 11' Þriðjudagur 1. nóv. 1955 MORGUNBLAÐI9 11 ) HAUSTBÆKUR ÍSAFOLDAR - SKARPHÉÐINN 1910-1950 Minningarrit héraðssam- bandsins Skarphéðinn, sem er heildarsamtök ungmenna- félaganna á Suðuriandi. — Ingimar Jóhannesson hefur samið bókina að tilmælum Sigurður Greipssonar, hins ötula forystumanns ung- mennafélaganna. Bókin er heimild og greinargerð um sunnlenzkt æskulýðsstarf, í- þróttahreyfingu og menningarmál, því að Skarphéðinn lætur sér fátt óviðkomandi, setur markið hátt og vinnur af stórhug að lausn verkefni sinna, en takmark þess er mannrækt, félagsþroski og menning. í bókinni er fjöldi mynda af félagsmönnum fyrr og síðar. Merkileg bók um merkilegt starf 1 hinum viðlendu og blómlegu sveitum Suðurlands. FENNTAR SLÓÐIR eftir Bergstein Kristjánsson ritliöfund. Bergsteinn hefur gefið út áður tvær bækur, Kjarr, safn af smásögum og Dýra- sögur. Báðar þessar bækur hlutu góða dóma. Fenntar slóðir inniheldur 15 þætti um sunnlenzka þjóð hætti, en höf. er ættaður úr Rangárvallasýslu, fæddur þar og upp alinn. Þættirnir segja frá sérstökum athöfnum eða vinnubrögðum, en aðrir greina frá einstökum atburðum. Allir eiga þeir það sam- eiginlegt að segja frá aðstæðum og athöfnum manna, sem tilheyra liðnum tíma, og verða því, sem einskonar eftir- mæli þessara lífshátta feðra okkar og mæðra. VÆNCJAÐIR HESTAR eftir Guðmund Daníelsson. i Smásagnagerð íslendinga hefur i náð þvílíkri fullkomnun, að hún j er tvímælalaust tindurinn í j sagnaskáldskap okkar síðan í fornsögurnar voru færðar í let- i ur. — Guðmundur Daníelsson er ; í fylkingarbrjósti yngri skáld- i sagnahöfunda okkar. ; „Vængjaðir hestar“ er annað i smásagnasafn Guðmundar, og ! sannar á skemmtilegan og i minnisstæðan hátt hugkvæmni i hans, fjölhæfni og listræn vinnu i brögð. Lesefni fyrir unga sem gamla. ISLENZK FYNDNI nýtt hefti Með 150 skopsögum og gamankviðlingum. NÝJAR BÆKUR NORÐAN KJÖL eftir Magnús Kr. Gíslason frá Vöglum. Höfundur þessarar bókar er bóndi á Vöglum í Blöndu-' hlíð í Skagafirði. Hann hefur búðir þar allan sinn búskap og gert þann garð frægan í héraði sem athafnamaður í búnaði. Jafnframt nýtur Magnús mikils álits sem skáld og hagyrðingur, enda hafa sum Ijóð hans og lausa- vísur orðið landfleygar. Enn þá býr mikil skáldskapar- hneigð með mörgum búþegn þessarar þjóðar, eins og áður, þegar íslenzk alþýðumenning bar þann svip, að skáld og hagyrðar voru á öðru hverju byggðu bóli. VESTFIRZKAR ÞJÓÐSÖGUR Safnað hefur Arngrímur Fr. Bjarnason. Skrásetjari þessa sagna- kvers, hefur sem kunnugt er, gefið út nokkurt safn Vest- firzkra sagna, en af þeim hafa komið út þrjú bindi. Þjóðsagnasöfn eru vinsælt lesefni hér á landi, enda er mikill fróðleikur í þeim um þjóðlíf og lifnaðarhætti fyrri kynslóða, auk mannfræðinnar, sem er vinsæl tómstunda- iðja hér á landi. VESFIRZKAR ÞJÓÐSÖGUR, er aufúsugestur öllum þeim, sem unna þjóðlegum fróðleik. Bókaverzlun ísafoldar ÉC KEM lusiur Oieudælur fyrir nýsköpunar- togara RUSTOIM með og án gangráðs Eldsneytislokar í Lister Blacktone o. fl. Lister, Crossley, Alisa Craig, Mc Larren-Kelvin, Br. Polar, Bukh. Bifreiðav&nsyerzlun )j)ri)riLó )3erteíó Hafnarhvoll óen Sími 2872. MARKAÐURINN Laugavegi 100 NÝ SENDING Stuttir og síðir Samkvæmiskjólar GULLFOSS ÍIÍB TIL LEIGU Ný 5 herb. íbúð, tvö herb. og eldhús á neðri hæð og 3 herb. uppi, auk geymslu og þvottahúss í kjallara, allt ca. 120 ferm. í raðhúsi við Skeiðarvog, verður til leigu í byrjun desember. — Tilboð, er tilgreini húsaleigu og fyrirframgreiðslu, ásamt uppl. um atvinnu og fjölskyldu- stærð, sendist Mbl. fyrir 6. d^ auðkennt: „Ný íbúð—252“ TIL LEIGU 2 samliggjandi stofur, 35 ferm., á góðum stað, milli Hafnarfj. og Rvíkur. Eldhús aðgangur, símaafnot koma til greina. Aðeins barnlaust fólk. Fyrirframgreiðsla. — Tiib. sendist Mbl. fyrir föstudagskvöld, merkt: — .,Gott húsnæði — 244“. km Lagtækur ungur mc ður óskast m m ■ I Nám kæmi til greina. — Uppl. ekki gefnar í síma. ■ • LITLA BLIKKSMIÐJAN ■ Nýlendugötu 21A. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.