Morgunblaðið - 01.11.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.11.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflil í dag: A-kaldi. Skýjað. PfirpntMiM 249. tbl. — Þriðjudagur 1. nóvembcr 1955 Fórnaði sér fyrir vísindin. — Sjá grein á blaðsíðu 8. Sjómaður kafnar í skipsbruna Ætlaði að hvila sig i landlegunni ÐFARANÓTT sunnudagsins dó í svefni 44 ára sjómaður, . Jóel Jóhannsson háseti á vélbátnum Steinunni gömlu, er eldur l om upp í hásetaíbúðinni. Klukkan var um 4.40 er mað- ur að nafni Alfreð Lárusson, Múlabúðum 4, tók eftir því, þar sem hann var um borð í öðrum vélbát vestur við Grandagarð, að reyk lagði upp úr hásetaklefan- um á m.b. Steinunni gömlu. KOMST EKKI NIÐUR Alfreð brá skjótt við og hljóp út í bátinn. — Ætlaði hann að komast niður í hásetaklefann, en varð frá að hverfa, vegna þess að klefinn var fullur af reyk og mikill eldur virtist vera þar niðri. Hljóp Alfreð þá upp á götuna fyrir ofan bryggjuna, hitti þar bíl og bað bílstjórann koma boð- um til slökkviliðsins. Fór Alfreð aftur út í bátinn ásamt farþega, sem í bílnum var. Gerðu þeir enn tilraun til að komast niður í há- setaklefann, þar eð þeir óttuðust a.ð einhver kynni að vera þar niðri. En Alfreð varð enn frá að hvería. ÖRENDUR Á BEKKNUM Slökkviliðið kom að vörmu spori. Mikill eldur var niðri í hásetaklefanum og reykur eftir því. Þar fundu þeir liggjandi á bekk, örendan, einn skipverj- anna, Jóel Jóhannsson. Þegar slökkviliðinu hafði tekizt að kæfa eldinn í hásetaklefanum, höfðu þar orðið mjög miklar skemmdir. ÆTLAÐI AÐ IIVÍLA SIG í LANDLEGUNNI Jóel Jóhannsson hafði verið á skipinu undanfarna 3 mánuði. Hann kom með bátnum hingað til Reykjavíkur á laugardags- kvöld klukkan um sjö. Fór hann í land og kvaðst ætla að fá sér að borða og fara síðan um borð strax aftur og nota landleguna, sem framundan var á sunnudags- nóttina, til að hvíla sig. — Hann hélt að öllu leyti til í bátnum, en mun hafa talið sig til heim- ilis hjá nánum ættingjum í Efsta- sundi 21 hér í bænum. Eldsupp- tök eru ókunn. Aðalíundur í kvöld Fjós með 10 gripum brann til ösku ABII var óvátryggt hjá bóndanum LANDSMALAFELAGffiE) VÖrðut heldur aðalfund sinn í Sjálfstæðishúsínu í kvöld, og hefst fundurinn kl. 8,30. 1 Flutt verður skýrsla stjórn- arinnar og reikníngar lesnir upp. Þá fer fram síjórnarkjör og kjör í fulltrúaráð íélags- ins. Að lokum verða svo rædd félagsmál. | Eru Varðar-félagar hvattir til þess að fjölmenna á fund- inn. Ágætur hmiiur Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Hafn arfirði.efndu til fundar um lands- | mál í gærkveldi í Sjálfstæðishús- , inu í Hafnarfirði. Var fundurinn ! vel sóttur. Stefán Jónsson, for- maður fulltrúaráðs félaganna, setti fundinn og stjórnaði honum. Bjarni Benediktsson, mennta- málaráðherra, flutti stórfróðlega ræðu um helztu landsmálin og stjórnmálaviðhorfið, og Ingólfur Flygenring, alþm., um einstök þingmál og málefni Hafnfirðinga sérstaklega. Var ræðumönnum mjög vel tek ið, en síðan hófust frjálsar um- ræður. Hluti af yfirbyggingu „Muggs“ 4 mönnum af , Yfirgáfu bátinn í bjii “ bjargað Báfurifin ónýllar segir sSiipsÍjórlain UM klukkan hálftvö í gærdag var dreginn hér inn á Reykja- víkurhöfn vélbáturinn Muggur frá Vestmannaeyjum, stórlega skemmdur eftir bruna. — Var stýrishúsið að mestu brunnið. Mennina á bátnum hafði ekki sakað, en þeir voru komnir í björg- unarbátinn er þeim barst hjálp. Akranesi, 31. okt. MIKILL eldsvoðí varð aðfara- nótt s.l. sunnudags á bæn- um Harþórsstöðum í Norðurár- dal. Brann fjósið og köfnuðu 10 nautgripir, sem í því voru. — Það var ömurleg aðkoma fyrir Þorv-ald bónda Guðmundsson er hann kom út s.l. sunnudagsmorg- un á bæ sínum. Fjósið með 10 gripum var brunnið að grunni og upp úr öskuhrúgunni sást á stórgripa- bein hér og hvar. Eldar loguðu Dr. Leifur Ásgeirsson hlýlur „Verðlaun Ólafs Daníelssonar" Blaðinu barst í gær eftir- farandi frétt frá stjórn „Verðlaunasjóðs dr. phil. Ólafs Daníelssonar og Sig- urðar Guðmundssonar, arki- tekts“ : EINS OG skýrt var frá á sínum tíma stofnaði frú Svanhildur Ól- afsdóttir, fv. stjórnarráðsfulltrúi, sjóð, er nefnist „Verðlaunasjóður dr. phil. Ólafs Daníelssonar og Sigurðar Guðmundssonar, arki- tekts.“ Meðal verkefna sjóðsins er að verðlauna íslenzkan stærðfræð- ing, stjörnufræðing eða eðlis- fræðing. Skal verðlaununum út- hlutað án umsókna, — í fyrsta .sinn 31. október 1955, á 78 ára aímæli dr. Ólafs Daníelssonar og heita þau „Verðlaun Ólafs Daní- elssonar." Frú Svanhildur Ólafsdóttir hafði mælt svo fyrir, að dr. Leif- ur Ásgeirsson, prófessor, skyldi fyrstur hljóta verðlaun þessi og samkvæmt því hafa verðiaunin, tuttugu þúsund krónur, í dag verið veitt dr. Leifi ÁsgeLssyni. þó enn. Þorvaldur hringdi til Borgarness og bað slökkviliðið að koma hið snarasta til þess að varna því að eldurinn læsti sig í hlöðuna. Brátt dreif og að ná- granna til hjálpar. — Fjósið var nýlega byggt. Slökkviliðið úr Borgarnesi kom upp að Hafþórsstöðum um kl. 9,30. Var eldurinn þá kominn í hlöðuna. En loks tókst að ráða niðurlögum eldsins þar. Munu um 70 hestar af heyi hafa skemmzt, en í hlöðunni voru 400 hestar. Hlaðan, sem var sam- byggð fjósinu, er steypt með járnbogaþaki. Hún er því öll úr steini og járni. Af nautgripunum sem inni brunnu voru 6 kýr, og 4 þeirrar voru nýkomnar. Hefir Þorvaldur bóndi orðið fyrir miklu tjóni vegna þessa bruna og ennþá tilfinnanlegra verður það þegar þess er gætt að allt var hjá honum óvátryggt. Eldsupptök eru ókunn. — Oddur. Sfeinkeri Keflavíkurfaryggju KEFLAVÍK, 31. okt. — í dag var hleypt af stokkunum stein- keri, sem er 10x10 metrar að stærð og nota á hér við hafnar- gerðina. Gekk verkið vel, og var kerið dregið frá þeim stað, þar sem það var byggt, með 20 tonna vélbát. Kerinu verður sökkt við enda bryggjunnar nú í nótt. Með kerinu og þeirri lengingu, sem gerð hefir verið við bryggj- una nú í sumar, lengist hún um 35 metra. —Ingvar. Það var eitt nýjasta skipið í bátaflotanum, stálskipið Arnfirð- ingur, sem byggður er í Hollandi,1 víkur. i sem bjargaði áhöfn Vestmanna- ' eyjabátsins og dró hann í höfn hér. {9 þúsundir hafa séð : Kjarvalssýninguna IALLS hafa nú komið um 9000 I manns á listsýningu Kjarvals í , Listasafni ríkisins. S.l. sunnudag komu 1600 manns. Sýningin er opin daglega kl. 1—-10 og er að- j gangur ókeypis. Sýningin verður opin til 14. nóvember. Prófasfhjónin á Árshéfíð sjálfstæðis- félaganna á Akra- nesi AKRANESI, 31. okt. — Sjálfstæð isfélögin á Akranesi héldu árshá- tíð sína á Hótel Akranesi laugar- daginn 29. okt. og hófst hún kl. 9 með sameiginlegri kaffidrykkju. Ávörp fluttu Pétur Ottesen, alþm., og fleiri. Karl Guðmunds- son, gamanleikari, las og lék gamanþætti, tvöfaldur kvartett söng og frú Anna Magnúsdóttir lék einleik á píanó. Að lokum var stiginn dans til kl. 3 um nóttina. — Oddur. PROFASTSHJONIN á Torfa- stöðum, séra Eiríkur Stefánsson og frú Sigurlaug Erlendsdóttir, voru kvödd af sveitungum sínum 23. okt. s.l., en séra Eiríkur lætur nú af prestsskap eftir langan starfsdag. Margir voru samankomnir í hóf inu, sem haldið var í samkomu- húsinu við Geysi, þ.á.m. nýi sókn- arpresturinn. Var prófastinum fært að gjöf forkunnarfagurt gullúr með áletrun, en frúnni fögur gull- næla, og þeim fært báðum sam- eiginlega útvarpstæki. — Var þeim báðum færðar þakkir fyrir óeigingjarnt starf þeirra í þágu sveitarinnar. ALELDA SAMSTUNDIS í stuttu samtali við skipstjór- ann á Mugg, Pál Þorláksson, Hæðargarði 34 hér í bæ, skýrði hann svo frá, að véla- rúmið hafi verið alelda á þeirri sömu stundu og eldsins varð vart um kl. 5.15 um morguninn. ! Þá var einn maður á vakt, því legið var yfir línunni, sem ný- lega var búið að leggja. Kom , vaktmaðurinn þá inn til mín og j vakti mig og sagði að reykjar- lykt legði upp í stýrishúsið. ! ÁRANGURSLAUST SLÖKKVISTARF Ég brá þegar við og fór niður. Og er ég kom í vélarúmið, var það eitt eldhaf, sagði Páll. Skip- verjar voru allir vaktir og hófst slökkvistarfið með því, að ég tæmdi þau tvö handslökkvitæki, sem í bátnum voru. En svo magnaður var eldurinn, að það hafði engin áhrif. Síðan var byrj- [ að að skvetta úr fötum sjó á eld- inn, sem stöðugt magnaðist. BÁTURINN YFIRGEFINN Páll skipstjóri og skipverjar hans börðust við eldinn í fulla þrjá stundarfjórðunga. — Þá stóð eldurinn út úr stýrishúsinu og lagði eldtungurnar fram á mitt þilfar bátsins, sem er 30 lesta bátur. Gaf skipstjórinn nú fyrirskipun um að yfirgefa bát- inn, og fóru skipverjar allir yfir í gúmmíbjörgunarbát. ARNFIRÐINGUR BJARGAR Nokkru fyrir klukkan sjö kom vélskipið Arnfirðingur RE 212, skipstjóri Gunnar Magnússon, Bústaðavegi 107, á vettvang. — Stóð þá afturendi bátsins í björtu báli, en skipbrotsmenn voru í björgunarbátnum um 50—60 m. frá. Var mönnunum bjargað strax, en síðan haldið að brenn- andi bátnum. — Arnfinnur er búinn öflugum sjódælum og lét hann sjóinn ganga á yfirbygg- inguna, sem stóð í björtu báli. Jafnframt var taug sett í bát- inn og lagt af stað til Reykja- Var báturinn þá um 35 sjóm. út af Akurey. ÓNÝTUR ? Enginn eldur var lengur í bátnum er Arnfirðingur kom með hann að bryggju vestur við Grandagarð. — Brunaskemmd- irnar voru mjög miklar, sem á bátnum höfðu orðið, allt þilfarið undir stýrlshúsi og aftur í skut skemmt eða onýíí, enda sagðist Páll álíta, að m.b. Muggur væri svo illa farinn, að hann myndi teljast ónýtur. Muggur var 30 lesta bátur, byggður 1935, en síækkaður 1943. Eigandi er Helgi Benediktsson í Vestmannaeyjum. Ekki kvaðst Páll skipstjó: geta gert sér neina grein fyr: því hvað valdið hefði íkveikjum annað en það, að hún hafi orsal azt út frá rafmagni. Tréspíritus af áttavitnm UM helgina hafa innbrotsþjófar brotizt inn í stýrishús tveggja véibáta, sem hér eru í Reykja- víkurhöfn. Úr báðum hafa átta- vitar verið fjarlægðir. — í þeim er sem kunnugt er stórháskaleg- ur vökvi, tréspíritus. Annar þessara báta, m. b. Björg, er til viðgerðar í slipp við skipasmiðastöð Daníels Þorsteins sonar, en hinn báturinn er m. b. Ásgeir, og liggur hann í báta- höfninr.i við Grandagarð. Það er eindregin áskorun til allra þeirra er upplýsingar gætu gefið í máli þessu, að þeir gerl ' rannsóknarlögreglunni viðvart I hið bráðasta, ef takast mætti að . forða tióni, sem hinn banvæni ! vökvi geíur valdáð þeim, sem . hans neyta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.