Morgunblaðið - 03.11.1955, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 3. nóv. 1955
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm,)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vignt.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanland*.
1 lausasölu 1 krónu eintakið.
íslenzk blöð fyrr og nú
Sjúkdómur hinna gulu fingra
færisf nú í vöxf á Islandi
Níels Dungal segir frá sfarfi Krabbameinsfélagsins
STÚDENTAFÉLAG Reykjavík-
ur efndi fyrir nokkru til um-
ræðufundar um íslenzka blaða-
mennsku. Var þar mikið fjöl-
menni saman komið eins og
vænta mátti. Hafði félagið feng-
ið ágætan fyrirlesara, séra Sig-
urð Einarsson skáld í Holti, til
þess að hafa framsögu á fund-
inum.
Frummælandi drap á það
snemma í ræðu sinni að oft
heyrðist um það talað að íslenzk
blöð væru ekki eins vel rituð nú
Og í gamla daga. Ræddi hann
þessa skoðun sína nokkuð og
komst síðan að orði á þessa
leið:
„Sannleikurinn er sá, að ís-
lenzk blöð eru nú skrifuð af
meiri skilningi og kunnáttu og
meiri víðsýni heldur en nokkurn
tíma áður. Þetta er ekki ein-
göngu vegna þess að það séu
meiri hæfileikamenn við blaða-
mennsku í dag, heldur einnig
vegna fullkomnari tækni og betri
frágangs. Og það er víst að það
skortir ekki í dag að blaðamenn
fari rökfimlega með mál sitt.“
Það er að sjálfsögðu rétt hjá
Sigurði Einarssyni að íslenzk
blöð eru í dag gefin út við allt
aðrar aðstæður en fyrir t. d. 50
árum. Þá voru engin dagblöð til
í landinu, aðeins hálfsmánaðar-
eða vikublöð. Margir ágætlega
ritfærir blaðamenn voru þá uppi,
menn sem vönduðu málfar blaða
sinna af hinni mestu kostgæfni
og létu virðinguna fyrir þjóð-
tungunni ævinlega ráða mestu
Um vinnubrögð sín. En hraðinn
Og viðbragsflýtirinn setti þá
ekki fyrst og fremst svip sinn á
Starf blaðamannsins. Blöðin voru
eins og áður er sagt hálfsmán-
aðar eða vikublöð. Þess vegna
gafst blaðamönnunum gott tóm
til þess að gæta fyllstu varkárni
Og vandvirkni.
í dag eru það fyrst og fremst
dagblöðin sem setja svip sinn á
blaðaútgáfu þjóðarinnar. Þar
verður oft að vinna hratt og við
erfiðar aðstæður. Flest ef ekki
611' íslenzk dagblöð eru gefin út
með miklu minni mannafla en
tíðkast meðal annarra þjóða, þar
sem fjárhagsleg afkoma blaðanna
er allt önnur og betri.
Þrátt fyrir þessa sérstöðu
‘ Islenzkra blaða er það ekki
ofmælt, sem frummælandinn
á stúðentafélagsfundinum
sagði, að íslenzk blöð eru nú
gefin út og rituð af meiri
V kunnáttu og víðsýni en áður.
Blöðin eru nú ekki eingöngu
rituð um stjórnmái heldur um
vel flest málefni, innlend og
i erlend sem þjóðina varðar.
Mörgu er ábótavant
En að sjálfsögðu er fjölmörgu
ábótavant um útgáfu íslenzkra
blaða í dag. Enda þótt mjög hafi
dregið úr hinum þröngsýnu per-
sónulegu ádeilum er þó víða
pottur brotinn í þeim efnum enn-
þá. Einstök blöð telja sér það
sæmandi að flytja persónulegan
róg og bera rótlausan óhróður á
saklaust fólk. Mikið skortir á að
stjórnmálabarátta blaðanna sé
eins málefnaleg og skyldi. Er
það að vísu ekki sök blaðamann-
anna einna, heldur stjórnmála-
mannanna, sem í forustu eru á
stjórnmálasviðinu. En yfirleitt
má segja að þróunin gangi í þá
átt að hinar persónulegu illdeil-
ur skipi minna rúm í íslenzkum
blöðum. Mun það í senn spretta
af vaxandi þroska blaðamanna-
stéttarinnar og góðu samstarfi
blaðamannanna innan stéttar-
samtaka sinna, Blaðamannafélags
Islands.
íslenzk dagblöð eru ung að
árum, þar sem elzta blaðið er
aðeins rúmlega 40 ára gamalt.
Með hverju árinu sem líður
eykst skilningur blaðamann-
anna á því þjónustuhlutverki,
sem þeir rækja við almenn-
ing. Efni blaðanna verður
fjölbreyttara og nær til fleira
og fleira fólks í landinu.
Margvísleg verkefni
íslenzkum blaðamönnum er
það ljósara en flestum öðrum
að þeir þurfa í framtíðinni að
framkvæma margvíslegar um-
bætur á blöðum sínum. Þeir
þurfa að leggja kapp á að bæta
fréttaflutning þeirra og gera
hann hlutlausan og áreiðanleg-
an. Þeir þurfa ennfremur að
rækja betur þá skyldu sína að
gefa þjóðinni tækifæri til-þess
að fylgjast með því sem gerist í
menningarmálum utanlands og
innan. Heimsmenningin er í dag
sameign allra þjóða í ríkari mæli
en nokkru sinni fyrr. Það er
hlutverk blaðanna að miðla
ávöxtum hennar til fólksins um
víða veröld.
Það er vissulega engin
ástæða til þess að vantreysta
því að íslenzk blöð verði hlut-
verki sínu vaxin. Fámennið
sníður þeim að vísu þrengri
stakk en blöðum annarra og
stærri þjóða er sniðinn. En
íslendingar kunna vel að meta
blaðaútgáfu og eru lestrarfús-
ir og bókhneigðir. Þess vegna
er óhætt að fullyrða að góð
og vönduð blaðaútgáfa eigi sér
örugga framtíð í landinu.
Heimkoma soldáns
FREGNIR herma nú, að Ben
Jusef, soldán í Marokkó, hafi
stigið á land í Frakklandi með
kvennabúri sínu. Er það aðeins
einn áningarstaður í sigrandi
heimkomu hans til Marokkó.
Fyrir nokkrum árum ráku
Frakkar soldáninn í útlegð fyrir
það, að hann var of hlynntur
þjóðernishreyfingu Marokkóbúa.
Frakkar vildu þá reyna að bæla
þá hreyfingu niður með vopna-
valdi.
Heimkoma soldánsins er mikill
sigur fyrir Ben Jusef. Frakkar
ætluðu honum ekki afturkvæmt
til landsins og reyndu að búa
svo um hnútana, að hann hefði
ekki meiri áhrif á innanlands-
mál Marokkó. Skipuðu þeir nýj-
an soldán, sem var „samvinnu-
þýðari“, en allar fyrirætlanir
þeirra fóru í handaskolum. Það
er því sannarlega betur farið,
að í stað þess að streitast lengur
á móti, hafa Frakkar nú loks
viðurkennt sjálfsákvörðunarrétt
Marokkóbúa, og landið stefnir
óðfluga til sjálfstæðis.
Aðgerðir Frakka í Algier nú
upp á síðkastið eru hins vegar í
sama anda og aðgerðir þeirra í
Marokkó fyrir þremur árum. Er
undarlegt, hve Frakkar ætla
seint að læra af reynslunni. í
stað þess að koma strax í byrj-
un móti réttlætiskröíum þjóð-
ernisminnihlutans, er ekki annað
sýnilegt en að þeir ætli að streit-
ast á móti og baka sér þannig
að óþörfu vaxandi andúð og hat-
ur íbúanna.
PRÓFESSOR Níels Dungal
var nýlega staddur í Kaup-
mannahöfn, þar sem hann
hélt fyrirlestur á vegum
danska krabbameinsfélagsins.
í sambandi við þessa för hans
átti prófessorinn m.a. tal við
Berlingske Tidende, þar sem
hann ræðir ýmislegt um heil-
brigðismál á íslandi.
Fyrst í samtalinu skýrir hann
frá því, að íslenzk heilbrigðismál
og barátta gegn sjúkdómunum
hafi á ýmsan hátt verið frábrugð-
in því sem gerist á meginlandi
Evrópu. Skýrði hann m.a. frá því
hvernig sigrazt var á holdsveik-
inni og sullaveikinni. En að lok-
um tekur hann að ræða um
krabbamein á íslandi.
STARF KRABBAMEINS-
FÉLAGSINS
I — Krabbameinsfélag, segir
hann, var stofnað á íslandi 1950.
Tilgangur þess er að stuðla að
vísindalegum rannsóknum á
sjúkdómnum, að dreifa upplýs-
ingum um sjúkdóminn, svo að
fólk sé betur á verði, og að
styrkja krabbameinssjúklinga
fjárhagslega.
Síðustu tvö ár höfum við
einnig skipulagt krabbameins-
skrá. sem við væntum okkur ým-
issa upplýsinga af og þá ekki sízt
vegna þess, að sjúkdómurinn virð
ist haga sér nokkuð öðru vísi á
íslandi en meðal annarra þjóða.
!
MAGAKRABBI
Yfirgnæfandi meirihlutinn er
mein í maganum. 45% allra til-
fella hjá karlmönnum er maga-
krabbi og er þessi tala nú stað-
fest af nákvæmum skýrslum. —
Níels Dungal í Kaupmannahöfn
með dr. Einar Meulengracht, sem
er formaður danska krabba-
meinsfélagsins.
uu andi óhripar:
Önnu frá Moldnúpi
svarað
UT AF grein þeirri sem birtist
í dálki Velvakanda í Mbl. í
gær, langar mig til að fá rúm í
blaðinu til að svara fyrir atvik
það, sem kom fyrir í mjólkurbúð-
inni að Freyjugötu 15, hinn 29.
10. 1955.
) Ég hélt alltaf að Anna skáld-
kona frá Moldnúpi væri penna-
fær kona, sem hún eflaust er, en
það vill koma fyrir meiri menn
en hana að rugla staðreyndum,
ekki sízt er æsingin og vonzkan
nær á þeim tökum.
Vil ég nú byrja mál mitt með
því, að í fyrsta lagi er nafn mitt
ekki Guðný Jónsdóttir, og þykir
mér fyrir því að skáldkonan
Anna skuli rugla svona saman
nöfnum, og finnst mér að Anna
ætti að biðja Guðnýju Jónsdótt-
jur afsökunar, sem hún eflaust
• gerir.
2. Mjólkurbúðum er lokað frá
kl. 13,30 til 14,00, og er það vani
hjá verzlunum almennt, að
hleypa viðskiptavinum ekki inn
fyrr en opnunartími er kominn.
Enda þótt ég hefði viljað gera
undantekningu frá þeirri reglu
| með tilliti til fótabúnaðar skáld-
konunnar, þá hefði það ekki orð-
ið vel séð af þeim viðskiptavinum
sem úti biðu, því að öllum hlýtur
1 að vera ljóst, að ekki er heppi-
‘ legt að fylla búðina af viðskipta-
1 mönnum meðan verið er að taka
á móti vörum og undirbúa undir
afgreiðslu að nýju.
i 3. Ég þúaði skáldkonuna
Önnu aldrei, en orðrétt sagði ég:
„Viljið þér gera svo vel að fara
út. Það verður ekki opnað fyrr
en klukkan 2“.
j Ég hef lagt það í vana minn,
enda verið kennt það á heimili
foreldra minna, að þéra fólk, og
ekki sízt ef ég þekki það ekki.
Enda efa ég ekki að- mjólkurbíl-
stjórinn getur vottað að ég þér-
aði Önnu skáldkonu í umrætt
skipti.
4. Anna skáldkona viðurkenn-
ir að hún hafi komið inn fyrir
kl. 2, og þar sem auglýst hefur
verið, að eftir kl. 2 sé mjólk ó-
skömmtuð, afgreiddi ég fólkið
eftir röð, sem ég hef og leitazt
við að gera ávallt áður, enda við-
urkennir Anna að telpurnar hafi
verið komnar að dyrunum á
mjólkurbúðinni áður en hún.
Að endingu langar mig til að
þakka yður, Anna, fyrir hetjudáð
yðar í skrifum yðar, en ætla mér
sjálf að láta útrætt um þetta mál
að sinni.
Með vinsemd og virðingu.
Ólafía Magnúsdóttir.
ATHS.
Mig langar til að geta þess
vegna greinar Önnu frá Mol'd-
núpi, að ég var ekki í búðinni
þennan umrædda tíma, því að ég
mætti ekki á vakt fyrr en hálf
þrjú.
Guðný Jónsdóttir.
Draugasögur.
UNDANFARIÐ hefir nokkuð
verði vikið að sögum, sem
lesnar hafa verið í Útvarpið, og
deilt á sumar þeirra. Það er
áreiðanlega áríðandi að vel sé
til slíkra sagna vandað. Enda þó
að hægt sé að ná til slíkra sagna
á annan hátt, þá ætti Útvarpið að
vera vel á verði fyrir miður góð-
um sögum. Nú fyrir stuttu var
hafinn lestur á nýrri sögu, eftir
Loft Guðmundsson rithöfund,
sem aðallega er ætluð yngri hlust
endunum. Fylgdist ég með þess-
um upplestri, og blöskraði mér
alveg þegar bílstjóri, sem tók 2
drengi uppí á leið sinni, fór að
segja þeim draugasögur, og það
svo magnaðar, að draugsi er lát-
inn taka ofan hausinn, og vera
með hann í hendinni. Að mínum
dómi ættu slikar sögur ekki að
birtast í útvarpi og helzt hveigi.
Ég þykist vita að þetta sé af at-
hugaleysi, en ekki illum vilja, og
allra sízt ætti að vera að telja
unglingum trú um, að draugar
séu til.
Áður fyrr var draugatrú al-
geng, en ætti nú að vera horfin
með öllu.
S.
Merkia,
sem
klæðir
landW
Skv. þessu er magakrábbi því
verulega algengari á íslandi en í
Danmörku. Hann er helmingi
algengari hjá körlum en konum
og samt er hann algengari hjá
konum, en bæði brjóst- og móð-
urlífskrabbi til samans.
AFLEIÐING SÍGARETTU-
REYKINGA
— En hvað segið þér þá um
lungnakrabbann, spyr fréttamað-
urinn og getur þess, hve hann sé
algengur í Danmörku.
— Það er slæmt með hann,
segir prófessorinn. Hann hefur
aukizt verulega hin síðustu 10
ár. Og ég er ekki í nokkrum vafa
að sígarettureykingarnar eiga
sína sök á því. Já, ef til vill alla
sökina. Frá 1930—1939 skýra dán-
arvottorð frá 11 tilfellum af
lungnakrabba. En frá 1940—1949
fundum við 49 tilfelli.
REYKINGAR JUKUST
EFTIR 1940
— Við íslendingar, segir Níels
Dungal, byrjuðum að reykja síg-
arettur fyrst að ráði eftir 1940,
þegar enskir hermenn gengu á
land. Þangað til höfðum við að
langmestu leyti notað neftókbak
eða skro. Árið 1945 fórum við
yfir pund-markið, það er að segja
meðalneyzla íslendinga varð
pund af tóbaki og eftir 1953 er
meðalneyzlan orðin yfir þrjú
pund af tóbaki á ári á mann.
Árið 1954 fundum við við
krufningu 7 tilfelli af lungna-
krabba hjá 248 manns, sem krufn
ir voru. Frá 1932 til 1950 höfðum
við fundið 12 tilfelli hjá 2000
manns, sem krufðir voru. Þetta
sýnir stórfellda aukningu sjúk-
dómsins.
NAUTN OG TILFINNINGALÍF
— Þessar upplýsingar hafa leitt
til þess, segir Níels Dungal, að
allmargir hafa hætt að reykja.
En ekki nógu margir. Erfiðast er
að fá þær konur til að hætta að
reykja, sem tóku þann sið upp
eftir 1940.
— Hvers vegna það? spyr blaða
maðurinn.
— Jú, reykingar eru nautn. Of-
notkun er löstur og svo virðist
sem konurnar láti tilfinningar
sínar ráða hér sem á öðrum svið-
um. Sumar þeirra segja: — Ég
vildi gjarnan hætta, en ég get
það ekki. Og þessari yfirlýsingu
fylgir venjulega afsakandi handa
hreyfing með þreraur gulum
fingrum hægrihandar.
Framh. af bl*. 1
milli atvinnurekenda og launa-
fólks til mikillar óþurftar fyrir
báða aðila og efnahagslíf þjóðar-
innar í heild.
TILLÖGUR UM LÆKKUN
Að lokinni þessari rannsókn
verði athugað, hvort ekki sé unnt
að lækka milliliðakostnað og
létta framleiðslunni róðurinn.
Mjög nauðsynlegt er, að þess-
ari rannsókn verði hraðað eftir
föngum. Leggja tillögumenn því
til, að henni verði í síðasta lagi
lokið fyrir næsta reglulegt Al-
þingi. Gæti þá legið fyrir álits-
gerð um niðurstöður rannsókn-
arinnar.
ÁBYRGÐARLEYSI
Það er skoðun flutnings-
manna, að hér sé um mjög
þýðingarmikið mál að ræða.
Þjóðin verður að vita sem
gerst um einstök atriði efna-
hagsmála sinna. Það er víta-
vert ábyrgðarleysi að fjölyrða
um það ár eftir ár, að milli-
liðakostnaðurinn eigi ríkan
þátt í hallarekstri framleiðsl-
unnar, en láta svo undir höfuð
leggjast að framkvæma rann-
sókn, sem leiði sannleikann í
Ijós og leggi grundvöll að um-
bótum í þessu efni.
Flutningsmenn vænta því þess,
að góð samvinna geti tekizt um
samþykkt tillögu þessarar og að
upp af þeirri rannsókn, sem hún
gerir ráð fyrir, megi spretta auk-
in þekking á aðstöðu framleiðsl-
unnar og möguleikunum til þess
að bæta hana.